Fréttablaðið - 19.07.2010, Síða 2
2 19. júlí 2010 MÁNUDAGUR
Vísitala miðuð við gildi í janúar 2005
150%
120%
90%
60%
30%
0%
-30%
Ja
nú
ar
2
00
5
Jú
lí
20
05
Ja
nú
ar
2
00
6
Jú
lí
20
06
Ja
nú
ar
2
00
7
Jú
lí
20
07
Ja
nú
ar
2
00
8
Jú
lí
20
08
Ja
nú
ar
2
00
9
Jú
lí
20
09
Ja
nú
ar
2
01
0
Jú
lí
20
10
Maí 2010
52,7%
Maí 2010
140%
Nóvember 2009
80%
Apríl 2008
-16,4%
Júlí 2005
-16,5%
Kaffi
Pasta
Vísitala neysluverðs
Unnið úr gögnum frá Data Market
MALASÍA Tollverðir á flugvellinum
í Kuala Lumpur í Malasíu fundu
400 sjaldgæfar skjaldbökur og 40
froska í farangri tveggja kvenna
sem voru að koma frá Madagask-
ar. Konurnar voru handteknar og
bíða dóms.
Þetta er í annað skiptið á
skömmum tíma sem smyglar-
ar eru gripnir með sjaldgæf dýr
á flugvellinum. Talið er að selja
hafi átt dýrin í gæludýraverslanir
og til veitingastaða. Yfirvöld hafa
áhyggjur af því að á meðan pólit-
ísk vandamál Madagaskar breyt-
ast ekki muni ólöglegur flutning-
ur á dýrum og plöntum úr landi
aukast. - ls
Smyglarar gripnir í Malasíu:
Með skjaldbök-
ur í ferðatösku
Stútur undir stýri
Ökumaður var stöðvaður, grunaður
um ölvun og að vera undir áhrifum
fíkniefna, af lögreglunni á Akureyri.
Bílstjórinn var á leið út úr bænum
þegar hann var stöðvaður og var
ferjaður beint á lögreglustöðina.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Eggert, leggstu undir feld áður
en þú stígur á svið í Svíþjóð?
„Já, það er alveg nauðsynlegt. Fleiri
ættu að gera það áður en þeir
framkvæma.“
Feldskerinn Eggert Ólafur Jóhannsson
kemur fram ásamt hljómsveit sinni,
Spottunum, á sænskri þjóðlagahátíð í
ágúst.
NEYTENDUR Pasta hefur hækk-
að óvenju mikið í verði á síðustu
árum hér á landi. Sé verðlagning
borin saman við vísitölu neyslu-
verðs sést glögglega að verðið tók
stökk um mitt ár 2008 og fer svo
stigvaxandi, hátt fyrir ofan vísi-
tölu neysluverðs. Til samanburð-
ar má skoða verðlag á kaffi, sem
einnig er aðflutt vara, og sést að
verðið heldur sig mestmegnis fyrir
neðan vísitöluna.
Andrés Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Samtaka verslunar
og þjónustu, segir að með verð á
vörum sem þessum séu breytingar
á heimsmarkaðsverði algengasta
skýringin.
„Heimsmarkaðsverð á olíu
er mikið í umræðunni á Íslandi
og fólk virðist almennt gera sér
grein fyrir því að markaðurinn er
háður því hér á landi,“ segir Andr-
és. „En það sem vill gleymast er að
það gildir nákvæmlega það sama
um hráefni til matvinnslu eins og
kaffi, hveiti, hrísgrjón og annað
slíkt.“ Andrés segir að uppskeru-
brestir á hráefnum til mat-
væla geti haft gífurleg
áhrif á heimsmarkaðs-
verð. „Þegar kóln-
ar í Brasilíu, þá
rýkur verð á
kaffi upp.“
Andrés segir mikilvægt að
koma Íslendingum í skilning um
að ekki sé sjálfgefið að gengis-
lækkanir hafi verðlækkanir í för
með sér.
Steinþór Skúlason, forstjóri
Sláturfélags Suðurlands,
sem er umboðsaðili
fyrir Barilla pasta,
tekur í sama
streng og Andr-
és og segir
ástæðu
fyrir
hækkun-
um vera
almenna
hækkun
á heims-
markaði.
„Gengið spil-
ar líka inn í. Þegar
það bætist við hækk-
un á heimsmarkaðsverði verður
útkoman þessi.“
Jóhannes Gunnarsson, formað-
ur Neytendasamtakanna, segir
Íslendinga gera sér fulla grein
fyrir því að verð úti í heimi hafi
áhrif hér á landi á innfluttum
vörum, en eftir styrkingu krón-
unnar þá kalli Neytendasamtök-
in eftir enn frekari verðlækkun-
um.
„Ef allt væri eðlilegt ætti verð
á pasta að vera á niðurleið eins og
á öðrum innfluttum vörum,“ segir
hann. „Innflytjendur vöru verja
hækkanir með veikingu krónunn-
ar og þá ætlumst við til að þeir
séu sjálfum sér samkvæmir og
lækki verð þegar krónan styrkist.
Við eigum talsvert mikið inni af
verðlækkunum enn þá þó að þetta
hafi að hluta til gengið til baka.“
sunna@frettabladid.is
Pasta hefur hækkað
um rúm 150 prósent
Verð á pasta er langt fyrir ofan vísitölu neysluverðs. Hækkun á verðlagningu
hveitis á heimsmarkaði ásamt gengisfalli krónunnar sögð vera ástæðan. Fylgir
ekki vísitölu neysluverðs á sama hátt og sambærilegar innfluttar matvörur.
PASTA
Hagsmuna-
aðilar segja
algengustu
skýringuna á
verðhækkun innfluttrar
vöru vera hækkun heims-
markaðsverðs.
ÍSAFJÖRÐUR „Mér líst frábærlega
á starfið. Ég flutti árið 1987 frá
Ísafirði og hlakka til að snúa
aftur,“ segir Daníel Jakobsson,
nýráðinn bæjarstjóri Ísafjarð-
arbæjar.
Daníel er hvað þekktastur
fyrir skíðamennsku, var einn
fremsti skíðagöngumaður lands-
ins um tíma, keppti á Ólympíu-
leikunum í Lillehamer og gegndi
formennsku í Skíðasambandi
Íslands. Árið 1994 var hann val-
inn íþróttamaður Ísafjarðar.
Undanfarið hefur Daníel starf-
að sem útibússtjóri hjá Lands-
banka Íslands að Laugavegi í
Reykjavík.
„Það ríkir tilhlökkun meðal
fjölskyldunnar fyrir nýjum
heimkynnum en eiginkona mín
og börn eru öll mikið skíðafólk
þannig að ekki spillir að eiga kost
á að komast oftar á skíði,“ segir
Daníel en hann tekur við starfi
bæjarstjóra í lok ágúst. Alls 27
einstaklingar sóttu um starf bæj-
arstjóra.
„Ég tek við ágætis búi á Ísa-
firði. Menn hafa haldið vel á spil-
unum í bænum og þrátt fyrir að
þetta sé mikil varnarbarátta á
þessum tímum eru sóknarfærin
einnig mörg. Með bættari sam-
göngum er til dæmis hægt að
efla ferðamennskuna, bæði að
vetri og sumri til. Þá er mikil-
vægt að styðja við háskólasetrið
og stuðla að fjölbreyttu atvinnu-
lífi.“ - jma
Útibússtjóri Landsbankans á Laugavegi ráðinn bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar:
Fyrrum Ólympíufari í bæjarstjórastól
MÖRG SÓKNARFÆRI Daníel Jakobsson,
nýráðinn bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar,
segir tækifæri fram undan í ferða-
mennsku.
FÓLK Sjósundkappinn Benedikt
Lafleur þurfti að hætta eftir tæp-
lega tveggja mílna sund en hann
ætlaði að synda frá Landeyjahöfn
til Vestmannaeyja fyrstur manna
í gær. Benedikt lenti í köldum
straumi hjá Markárfljóti og í
kjölfarið bætti í vind.
Haft var eftir Benedikt á
fréttavefnum Eyjafrettir.is að
ekkert vit hefði verið í að halda
áfram.
Markmið sundsins var að vekja
athygli á nýju siglingaleiðinni
milli Landeyjahafnar og Vest-
mannaeyja. Leiðin er ellefu kíló-
metra löng.
- mmf
Benedikt Lafleur:
Hætti eftir
tvær mílur
MEXÍKÓ Byssumenn hófu skotárás
í afmælisveislu í borg í Coahuila-
ríki í Mexíkó á sunnudagsmorg-
un með þeim afleiðingum að 17
manns létust, þar á meðal afmæl-
isbarnið. Talið er að morðin teng-
ist eiturlyfjastríðinu í Mexíkó en
glæpagengi hafa barist um völdin
á svæðinu, sem er ein aðalsmygl-
leið fyrir eiturlyf inn í Banda-
ríkin.
Styrjöldin í Mexíkó hefur stig-
magnast síðustu misserin með
auknu ofbeldi. Fórnarlömbin á
sunnudag voru yngst um tvítugt
og það elsta var 38 ára en árás-
armennirnir skutu meira en 200
skotum af sjálfvirkum vélbyss-
um. - jma
Eiturlyfjastríðið í Mexíkó:
17 myrtir í af-
mælisveislu
BLÓÐUG STYRJÖLD Morðin í Coahuila
á sunnudag eru með þeim hrikalegri
sem framin hafa verið í tengslum við
eiturlyfjastríðið.
BRETLAND Dreamliner Boeing
787-þota lenti í Farnborough í
Bretlandi í gærdag og er þetta
í fyrsta skipti sem vélin lendir
utan Bandaríkjanna. Með í för
voru meðal annarra yfirmenn
Boeing en flugvélin var alls níu
klukkutíma á flugi. Flugstjóri
ferðarinnar, Mike Bryan, bar lof
á flugvélina en ýmsar flugmæl-
ingar fóru fram meðan á fluginu
stóð.
Flugvélin mun taka þátt í flug-
sýningu sem hefst í næstu viku
en um tíma var óttast að vélin
myndi ekki taka þátt vegna
tæknilegra vandamála er komu
upp á síðustu stundu. - jma
Dreamliner Boeing 787:
Lenti utan
Bandaríkjanna
ALLT GEKK AÐ ÓSKUM Flugferðin til
Bretlands gekk vel en um tíma var tví-
sýnt hvort Dreamliner-vélin myndi taka
þátt í flugsýningu á Bretlandi.
Sprakk við sandblástur
Lok sprakk framan í mann sem var
við sandblástur á Suðurnesjunum
í gær. Hann er ekki lífshættulega
slasaður en var fluttur á Heilbrigð-
isstofnun Suðurnesja og þaðan á
Landspítala.
SLYSFARIR ENGLAND „Jólin koma fyrr ár
hvert,“ sagði Geraldine James,
innkaupastjóri jóladeildar Sel-
fridges í London, í samtali við
breska ríkisútvarpið.
Verslunin Selfridges á Oxford-
stræti í London hefur jólavertíð
sína 145 dögum fyrir jól, eða 2.
ágúst næstkomandi. Verslunin
hefur aldrei boðið jólavarning til
sölu svo snemma.
Talsmenn verslunarinnar
segja að sala undanfarinna ára
sýni að sumir viðskipavina séu
farnir að huga að jólum í ágúst.
Á síðasta ári seldi verslunin yfir
þúsund jólaskraut í fyrstu vik-
unni sem hófst þá 8. ágúst.
- mmf
Selfridges hefur jólavertíð:
Jólin byrja í ág-
úst í London
KJARAMÁL Boðað hefur verið til
sáttafundar í kjaradeilu slökkvi-
liðs- og sjúkraflutningamanna og
launanefndar sveitarfélaganna á
miðvikudag. Upp úr viðræðunum
slitnaði fyrir helgi. Þá hafði launa-
nefndin boðið 1,4 prósenta launa-
hækkun sem ekki var fallist á.
Samningar nást ekki nema menn
komi saman og ræði málin, segir
Sverrir Björn Björnsson, formað-
ur Landssambands slökkviliðs- og
sjúkraflutningamanna.
Slökkviliðs- og sjúkraflutninga-
menn hafa boðað átta klukku-
stunda verkfall á föstudag náist
samningar ekki fyrir þann tíma.
Verkfallið þýðir að lágmarksfjöldi
starfsmanna verður á hverri vakt
og ekki verður hægt að kalla út
aukamannskap. Líklega verður
Akureyrarflugvelli lokað þar sem
slökkviliðsmenn þar munu leggja
niður störf. Þá munu þeir sem
þurfa að komast á milli spítala lík-
lega ekki komast, segir Sverrir.
Frekari verkfallsaðgerðir hafa
svo verið boðaðar eftir föstudag,
fyrst yfirvinnubann hinn 7. sept-
ember og svo allsherjarverkfall ef
ekki hafa náðst samningar.
- þeb
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn funda á miðvikudag með launanefnd:
Boðað til sáttafundar í deilu
KJÖRUNUM MÓTMÆLT Slökkviliðsmenn
vilja miða laun sín við laun lögreglu-
manna en segja launanefndina langt frá
kröfum þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
BANDARÍKIN Olíufélagið BP vill
halda loki, sem notað er til að
stöðva olíulekann í Mexíkóflóa, á
olíuleiðslunni þar til hægt verður
að koma í veg fyrir lekann með
endanlegum hætti.
Engin olía hefur lekið frá því
að lokið var sett á fyrir helgi. Til-
raunirnar hafa því gengið framar
vonum og vilja forsvarsmenn BP
halda áfram prófunum á nýja lok-
inu þangað til vinnu við nýja olíu-
borholu lýkur. Mögulegt er að ef
áfram gengur vel með lokið verði
það notað sem varanleg lausn. - þeb
Nýtt lok á olíuborholunni:
BP heldur próf-
unum áfram
SPURNING DAGSINS