Fréttablaðið - 19.07.2010, Qupperneq 5
Sviðsstjóri bolfisks
Sviðsstjóri nýs bolfisksviðs ber ábyrgð á rekstri þess. Sviðið
velti 4 milljörðum króna árið 2009. Verkefni sviðsstjóra varða
m.a. yfirsýn og samræmingu veiða, vinnslu, markaðs-
setningar og sölu afurða, áætlanagerð og ábyrgð á starfs-
mannamálum sviðsins.
Sviðsstjóri uppsjávarfisks
Sviðsstjóri nýs uppsjávarsviðs ber ábyrgð á rekstri þess. Sviðið
velti 3,5 milljörðum króna árið 2009. Verkefni sviðsstjóra
varða m.a. yfirsýn og samræmingu veiða, vinnslu, markaðs-
setningar og sölu afurða, áætlanagerð og ábyrgð á starfs-
mannamálum sviðsins.
Rekstrarstjóri
Yfirmaður nýs rekstrarsviðs ber ábyrgð á tæplega 5 milljarða
króna rekstrarkostnaði VSV á ári. Hann sér um upplýsinga-
tæknimál, tæki, vélbúnað, uppbyggingu og viðhald fast-
eigna og skipa, framkvæmdir, fjárfestingar, rekstur frysti-
geymslu og starfsmannamál félagsins.
Sölumaður fersks og frosins bolfisks
Meginverkefnið er að annast sölu allra afurðaflokka bol-
fisksviðs, gera söluáætlanir, greina þarfir markaðarins,
annast vörulýsingar og vinnsluleiðbeiningar, kynna við-
skiptavinum félagið og afurðir þess og gera sölusamninga.
Verkstjórar í fiskvinnslu
Meginverkefni varða m.a. ábyrgð á daglegri vinnslu í samráði
við vinnslustjóra og gæðaeftirlit.
Laus störf hjá Vinnslustöðinni
Hæfniskröfur
Háskólamenntun og/eða mikil stjórnunarreynsla áskilin
varðandi starf rekstrarstjóra og sviðsstjóra bolfisks og upp-
sjávarfisks. Æskilegt er að umsækjendur um allar stöður búi
yfir þekkingu og starfsreynslu úr sjávarútvegi.
Hafnargata 2 | 900 Vestmannaeyjar | sími 488 8000 | vsv@vsv.is | www.vsv.is
Eyjamenn eru í toppbaráttu í fótbolta karla og kvenna. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum (VSV) leikur til sóknar í úrvals-
deild íslensks sjávarútvegs.
Vinnslustöðin hefur nú breytt stjórnskipulagi sínu og auglýsir hér með eftir liðsfélögum til að manna nýjar stöður í
fyrirtækinu og nokkrar stöður til viðbótar.
Vinnslustöðin dafnar og styrkist ár frá ári og á sinn þátt í kröftugu atvinnulífi Vestmannaeyja. Traust fyrirtæki eru
undirstöður byggðarlaga sinna og án blómlegrar byggðar fá fyrirtæki illa þrifist. Fólki hefur fjölgað í Eyjum og þar
vantar fleiri vinnufúsar hendur á sama tíma og atvinnu skortir víða um land.
Vinnslustöðin er í hópi stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins. Rekstrartekjur félagsins námu 8,8 milljörðum króna á árinu
2009. Reksturinn skilaði um 900 milljóna króna hagnaði.
Vinnslustöðin á og gerir út alls tíu skip til uppsjávarveiða, togveiða og netaveiða. Fyrirtækið stundar vinnslu uppsjávarfisks,
saltfiskverkun, humarfrystingu og bolfiskvinnslu, auk þess að reka fiskimjölsverksmiðju.
Starfsmenn Vinnslustöðvarinnar eru nú um 280 talsins og þeim hefur fjölgað um 50 á aðeins einu ári! Fyrirtækið greiddi um
tvo milljarða króna í laun á árinu 2009.
Vinnslustöðin hefur þá framtíðarsýn að styrkja heilbrigðan og öflugan rekstur sinn í Eyjum sem skilar eigendum, starfsfólki,
nærsamfélaginu og íslensku þjóðarbúi sanngjarnri ávöxtun sjálfbærrar nýtingar sjávarauðlinda. Félagið treystir sig jafnframt í
sessi sem framleiðandi og seljandi hágæðaafurða úr íslensku sjávarfangi og færir út kvíar í samskiptum við trausta viðskiptavini á
alþjóðlegum neytendamarkaði.
At
hy
gl
i -
E
ffe
kt
-
Si
gu
rg
ei
r J
ón
as
so
n
ljó
sm
yn
da
ri
Upplýsingar um störfin veita Þórir Þorvarðarson, thorir@hagvangur.is,
og Brynhildur Halldórsdóttir, brynhildur@hagvangur.is
Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is
Umsóknarfrestur rennur út þriðjudaginn 3. ágúst 2010.
V S Velferð
Stjórnendur og starfsfólk VSV hefur virðingu, sjálfbærni og sanngirni að leiðarljósi í starfseminni til að skapa félaginu
og samfélaginu velferð og farsæld. Það gerist meðal annars með því að
ábyrgð og afrakstur í starfseminni.
allrar.
þess að félagið fái staðið undir samfélagslegri ábyrgð sinni.
bera virðingu hvert fyrir öðru og fyrir þeim sem starfa í sjávarútvegi, fyrir starfsmönnum í þjónustu- og
viðskiptagreinum sjávarútvegs og neytendum sjávarfangs.
sjálfbæran rekstur gagnvart náttúru og samfélagi.