Fréttablaðið - 19.07.2010, Side 6

Fréttablaðið - 19.07.2010, Side 6
6 19. júlí 2010 MÁNUDAGUR Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is VIÐSKIPTI Dr. Jón Ágúst Þorsteins- son, forstjóri Marorku og formað- ur Samtaka fyrirtækja í orku- og umhverfistækni, sendi öllum þing- mönnum bréf þar sem hann biðl- aði til þingmanna og stjórnvalda að sýna samstöðu um stöðugleika til að skapa viðunandi starfsskil- yrði fyrir hugverkaiðnað í land- inu. Hann segir Íslendinga vera að missa trúverðugleika sinn á erlendum mörkuðum og mikilvægt sé að framtíðarvöxtur hugverka- iðnaðarins fari fram á Íslandi. „Erlendir markaðir finna fyrir óstöðugleikanum í íslenskum stjórnmálum,“ segir hann. „Þetta er farið að skaða okkur gríðarlega og eftir því sem lengri tími líður, verður skaðinn meiri.“ Útflutningur á sviði hugverka- iðnaðar nemur um 20 prósentum af heildarútflutningi landsins og segir Jón Ágúst lykilatriði að halda samningaviðræðum við Evrópu- sambandið (ESB) áfram. „Við mætum þeim viðhorfum erlendis að við göngum til samn- inga og drögum okkur svo í hlé. Við viljum ekki borga skuldir okkar. Við viljum ekki starfa með þeim sem lána okkur peninga, eins og AGS. Svona viðhorf stórskaða viðskipti okkar,“ segir Jón Ágúst. „Við verðum að sýna fram á að við munum klára þessi mál. Í viðskipt- um er trúverðugleiki allt.“ Ársvelta fyrirtækja innan hug- verkaiðnaðarins nemur um 150 milljörðum hér á landi, en um 200 milljörðum erlendis. Um 10 þús- und Íslendingar starfa í iðnaðin- um. Marorka er með nær öll sín viðskipti á erlendum mörkuðum og segir Jón Ágúst litlar forsend- ur fyrir því að vöxtur fyrirtækis- ins verði á Íslandi eins og ástand- ið sé í dag. „Okkur finnst gott að vera á Íslandi en engar forsendur eru fyrir frekari vexti fyrirtækisins á Íslandi nema skilyrðin batni,“ Viðræður við ESB lykilatriði Íslenskur hugverkaiðnaður veltir um 200 milljörðum á ári erlendis. Íslendingar farnir að missa trúverðug- leika. Áframhaldandi viðræður við ESB lykilatriði til að fá fjármunina heim, segir forstjóri Marorku. Hvað er hugverkaiðnaður? Heilbrigðistækni (Samtök heilsbrigðistæknifyrir- tækja í burðarliðnum) Hönnun, fata- og listiðnaður Leikjaiðnaður (Icelandic Gaming Industry) Líftækni (Samtök íslenskra líftæknifyrirtækja) Orku- og umhverfistækni Tónlist, kvikmyndir og afþreyingariðnaður (Sam- tónn, BÍL o.fl.) Vél- og rafeindatækni fyrir matvælavinnslu Mannvirkjagerð og máltækni (Mannvirki og Málmur) Samtök sprotafyrir- tækja (SSP) Samtök upplýs- ingatæknifyrir- tækja (SUT) SAMGÖNGUR Herjólfur sigldi sína fyrstu ferð í Landeyjahöfn á laug- ardagskvöld en ferðin var hugs- uð sem prufuferð til að ganga úr skugga um að allt væri eins og vera bæri. Formleg jómfrúarferð verður farin á þriðjudag þegar síðari sigling dagsins er farin til Landeyjahafnar en fyrri sigling þriðjudags er til Þorlákshafnar og er jafnframt sú síðasta þangað. Fjöldi fólks beið í Landeyja- höfn þegar Herjólfur lagðist að bryggju en vegna sandfoks gátu Eyjamenn ekki fylgst með skipinu sigla frá Heimaey né var Land- eyjahöfn sýnileg vegna bylsins. - jma Herjólfur sigldi í nýja höfn: Óformleg prufusigling HERJÓLFUR Í LANDEYJAHÖFN Herjólfur sigldi prufuferð í Landeyjahöfn á laugar- dagskvöld. Farþegi með fíkniefni Rúm tuttugu grömm af kannabisefn- um fundust á farþega í bifreið sem lögreglan á Sauðárkróki stöðvaði við Þverárfjall á föstudag. Bifreiðinni var ekið frá Reykjavík og var eiganda fíkniefnanna sleppt að yfirheyrslu lokinni. SAUÐÁRKRÓKUR Stofnun Vigdísar þakkar fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum vill koma á framfæri þakklæti til þeirra fjöl- mörgu sem lögðu fjársöfnun hennar lið. Safnað er fyrir nýrri byggingu á háskólalóðinni. Upplýst verður um heildarframlög í ágúst. FJÁRSÖFNUN Drekkur þú sykurlausa gos- drykki á borð við Diet Coke? JÁ 31,5% NEI 68,5% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á að reyna að rifta samningi um hlut Magma í HS orku? Segðu þína skoðun á vísir.is. ELDGOS Flug í Evrópu myndi ekki raskast á sama hátt og það gerði í maí ef eldgos hæfist nú. Aska úr Eyjafjallajökli lamaði þá nær alla flugumferð í Evrópu. Þetta segir Joe Sultana, yfirmaður hjá Evr- ópsku flugstjórnarstofnuninni (Eurocontrol) í viðtali við New York Times um helgina. Stofn- unin sá um samræmdar aðgerðir í Evrópu þegar öskuský ógnuðu flughelgi. Sultana segir þekkingu sér- fræðinga, eldfjallafræðinga og veðurfræðinga vera mun meiri í dag en hún var fyrir gosið og það fari eftir þéttni ösku hvern- ig samgöngum verði háttað. „Við höfum nú þrjú mismunandi styrk- leikastig af ösku. Í fyrsta lagi, þar sem ekki er öruggt að fljúga, í öðru lagi, þar sem flugvélar skulu gæta varúðar og í þriðja lagi þar sem lág þéttni er í ösku og ekki þarf að gera varúðarráð- stafanir.“ Sultana segir að jafnframt hafi sú öskuþéttni sem orsaki flugbann hafa verið hækkaða úr tveimur milligrömmum á rúm- metra í fjögur og öll verkaskipt- ing sé nú betur á hreinu. „Við höfum skýrari línur um hver ber ábyrgð á því að taka ákvarðan- ir um lofthelgi og einstaka flug- vélar.“ Öll ákvarðanataka myndi jafnframt ganga fljótar fyrir sig að sögn Sultana. „Við höfum sett upp samræmda einingu, sem myndi starfa sem þungamiðja ákvarðanatöku og bæta öll sam- skipti.“ - jma Yfirmaður Evrópsku flugstjórnarstofnunarinnar í viðtali í New York Times: Sérfræðingar hafa lært af gosinu ASKA ÚR EYJAFJALLAJÖKLI Joe Sultana hjá Evrópsku flugstjórnarstofnuninni segir að allar aðgerðir varðandi lofthelgi Evrópu muni ganga hraðar fyrir sig gjósi á ný. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR segir hann. „Við erum svo lánsöm að eiga helming hugverkaiðnaðar- ins hér á landi og á því verðum við að byggja.“ Jón Ágúst segir að það vanti almenna vitund um mikilvægi og stærð iðnaðarins og fjölmiðlar spili þar lykilhlutverk. „Atvinnulífið telur skýrslu AGS vera bestu úttekt á íslensku skattkerfi sem gerð hefur verið og jákvætt innlegg í umræðu um skattkerfi Íslands. Fjölmiðl- ar þurfa að tileinka sér faglega umfjöllun í öllum þessum mikil- vægu málum. Öll umræða hér á landi er alþjóðleg umræða.“ Hann segir þingmenn hafa sýnt mikil og jákvæð viðbrögð við bréf- inu og almennur skilningur ríki á því að samvinnu sé þörf til þess að koma landinu á réttan kjöl. „Ruðningsáhrif síðustu tíu ára gerðu það að verkum að vöxtur fyrirtækjanna varð að miklu leyti erlendis. Til þess að þessir miklu fjármunir og hugvit færist aftur heim til Íslands er breytinga þörf,“ segir Jón Ágúst. „Hugverkaiðnað- urinn er eins og blaut sápa – ef þú kreistir hann of mikið þá hverfur hann úr höndunum á þér.“ sunna@frettabladid.is ÍRAK, AP Að minnsta kosti 48 manns létust í tveimur sjálfsmorðsárásum í Írak í gær. Fyrri árásin var gerð við eftirlits- stöð í Bagdad, höfuðborg landsins. Þar biðu hermenn úr liði súnníta, sem berst með stjórnvöldum gegn Al-Kaída, eftir því að fá útborguð laun. Að sögn sjónarvotta sátu um 150 manns og biðu þegar maður sprengdi sig í loft upp. Að minnsta kosti 45 létust þar og 40 særðust. Árásin var sú mannskæðasta gegn íröskum her í marga mánuði. Seinni árásinni var einnig beint að herliði súnníta, þar sem maður réðst inn í höfuðstöðvar þeirra og hóf skothríð. Hermenn skutu á hann á móti en þá sprengdi hann sig í loft upp. Þrír létust og sex særðust. Herdeildir súnníta ákváðu árið 2006 að snúast gegn Al-Kaída og starfa með stjórnvöldum. Þær hafa gegnt lykilhlutverki í barátt- unni gegn Al-Kaída og ofbeldis- verkum. Árásir Al-Kaída í landinu hafa í auknum mæli beinst gegn öryggissveitum nú þegar styttist í að bandarískar hersveitir fari úr landinu. - þeb Mannskæðar sjálfsmorðsárásir á herlið súnníta í Írak í gær: 48 létust í sjálfsmorðsárásum Actavis CCP Cintamani Marorka Mind Games Mobilitus Marel Nikita Össur 66° Norður Nokkur fyrirtæki JÓN ÁGÚST ÞORSTEINSSON Forstjóri Marorku segist hafa fengið jákvæð viðbrögð frá þingmönnum við bréfi sem hann sendi. LEITAÐ Í BÍLUM Í BAGDAD Lögreglan í Bagdad stöðvaði vegfarendur og leitaði að sprengjum eftir sjálfsmorðsárásirnar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.