Fréttablaðið - 19.07.2010, Síða 14
14 19. júlí 2010 MÁNUDAGUR
SEND IÐ OKK UR LÍNU
Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um
málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á
móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna
má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða
Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga
og til að stytta efni.
Grein Þorgríms Gestssonar í Fréttablaðinu 14. júlí sl. gefur
tilefni til að rifja upp algengar
skilgreiningar á lykilhugtökum í
umræðu um mál og málnotkun.
Rétt mál er það sem er í samræmi
við málvenju. Rangt mál er það sem
brýtur í bága við málvenju. Um
flest atriði málsins gildir að allir
hafa sömu málvenju en um sumt
eru uppi tvær eða fleiri venjur.
Málvenja getur verið bundin land-
svæðum eða ákveðnum samfélags-
hópum en einstaklingsbundin frávik
geta ekki flokkast undir málvenju.
Á vissum sviðum málnotkunar, t.d. í
undirbúnum flutningi í Ríkisútvarp-
inu, er ekki einungis gerð krafa um
að málfar sé í samræmi við viður-
kennda málvenju heldur einnig að
það sé lipurt, skýrt, vandað og við-
eigandi.
Við skulum velta fyrir okkur
dæmum Þorgríms með þetta í huga.
Að festa kaup á eitthvað samræmist
ekki neinni málvenju og er því rangt
mál. Ég geri ráð fyrir að þetta hafi
annaðhvort verið mismæli eða að
viðkomandi fréttamaður hafi upp-
haflega ætlað að nota sögnina kaupa
og síðan láðst að laga setninguna.
Af þessu má draga þann lærdóm
að þeir sem hafa atvinnu af því að
nota málið þurfa stöðugt að vera á
varðbergi og hugsa um það sem þeir
skrifa og segja. Að spá í einhverju
er mjög algengt eins og Þorgrímur
bendir sjálfur á og getur því ekki
talist rangt mál en margir amast
við þessu orðalagi og þess vegna er
best að sneiða hjá því við formlegar
aðstæður. Mér finnst fyllilega rétt-
mætt að benda á að hlutafé merkir
annað en hlutabréf og tengi það ekki
við dómhörku.
Þorgrímur nefnir viðtengingar-
hátt í dæmum eins og Það er þarna
í hillunni ef það sé til. Ef menn ætla
að vanda sig er sjálfsagt að forðast
þessa notkun viðtengingarháttar því
að hún nýtur ekki viðurkenningar.
Raunar er algengara umkvörtunar-
efni að viðtengingarháttur sé ekki
notaður þar sem hann ætti að vera
og sé jafnvel að hverfa úr málinu:
Ég held að Guðmundur er kominn
o.s.frv. Viðtengingarhátturinn virð-
ist því sums staðar vera í sókn og
annars staðar á undanhaldi. Í form-
legu máli á auðvitað að gæta þess að
háttanotkun sé í samræmi við við-
tekna málvenju.
Þá veltir Þorgrímur fyrir sér
notkun svokallaðs dvalarhorfs í
setningum á borð við Ég er ekki
að skilja þetta. Hér er nauðsynlegt
að greina á milli hefðbundinnar og
nýrrar notkunar. Ég geri ráð fyrir
að öllum finnist eðlilegt að nota
vera að í dæmum eins og Hann er
að lesa Njálu og Þau voru að borða
svið þegar við komum. Þarna tákn-
ar þetta að einhver verknaður eða
athöfn standi yfir. Eins má búast
við að allir geti sagt Ég er að fara
og Hún var að setjast. Í þessum
dæmum merkir þetta að eitthvað
sé alveg að fara að gerast eða nýbú-
ið að gerast. Það eru líka dæmi um
að það gangi alls ekki að nota vera
að: *Ertu að vita hvað klukkan er?,
*Þau eru að búa á Siglufirði, *Hann
er að elska konuna sína. Þarna eru
sem sagt ákveðnar hömlur, líka hjá
þeim sem segja Ég er ekki að skilja
þetta. Hömlurnar eiga við þegar
sögnin lýsir einhvers konar ástandi
eða upplifun sem hefur enga fram-
vindu enda hefur þetta orðasam-
band (vera að + nafnháttur) líka
verið nefnt framvinduhorf.
Nýja dvalarhorfið virðist vera af
þrennum toga. Í fyrsta lagi er vera
að notað með ákveðnum ástands-
sögnum sem hægt er að túlka sem
einhvers konar verknað: Ég er ekki
að skilja þetta (skilja=ná tökum á).
Í öðru lagi er vera að notað með
sögnum sem er hægt að túlka sem
endurtekinn verknað: Íslendingar
eru að greiða ótrúlega lítið í þróun-
arhjálp (fastar greiðslur). Í þriðja
lagi er svo hægt að nota vera að
í lýsingum á því hvernig einhver
gerir eitthvað: Liðið var að spila
vel. Þessi síðasta tegund hefur
stundum verið kölluð íþróttahorf
af því að hún kemur oft upp þegar
verið er að lýsa einhverju sem ber
fyrir augu. Hvort þessi tilbrigði
dvalarhorfs ógna sagnbeyging-
unni eða ekki skal ósagt látið en
í ljósi óvinsælda þeirra er ráðlegt
að varast þau við formlegar mál-
aðstæður.
Að mínu mati ættu tilbrigði og
nýjungar í máli að vekja forvitni
og skilningsþrá frekar en sjálfvirk
vandlætingarviðbrögð.
Enn um málfarsumræðu
Þegar bankarnir voru einka-væddir fengu kaupendur þeirra
mörg hlunnindin fyrir ekki neitt.
Þetta gerðist reyndar ekki aðeins
með bankana. Þannig er sagt að
Sementsverksmiðja ríkisins hafi átt
jörð sem fylgdi þegar verksmiðjan
var einkavædd. Fyrsta verk hinna
nýju eigenda var að hluta jörðina
niður í sumarbústaðalönd og selja.
Andvirði sumarbústaðalóðanna á
að hafa dugað fyrir því sem borg-
að var fyrir verksmiðjuna. Þannig
æddi einkavæðingin áfram eins
og skriðdrekar í stríði eða eins og
engisprettuher. Einkavæðingin
skeytti hvorki um skömm né heið-
ur. Svo mikið lá á að koma eignun-
um án hirðis í hendur græðginnar
að aldrei var spurt um neitt annað
en debet og kredit og illa það eins
og fram kemur í skýrslu rannsókn-
arnefndarinnar.
Þegar bankarnir voru einka-
væddir fylgdu þeim hundruð lista-
verka og þau voru ekki metin á
einseyring við sölu bankanna. Þjóð-
in átti reyndar listaverkin í raun
því hún átti bankana. Það var ekk-
ert tekið fram um listaverkin sér-
staklega. Það var og er bannað að
láta af hendi eigur ríkisins nema
með sérstökum lögum. Það er því
hægt að halda því fram að ríkið eigi
verkin af því að þau hafi ekki verið
látið af hendi með löglegum hætti.
Þess vegna er allt annað fráleitt
en það að ríkið eignist verkin núna
og að líta ber þannig á að ríkið, það
er þjóðin, eigi verkin. Skilanefnd-
irnar eru engar listaverkasjoppur.
Þjóðin á verkin. Eðlilegast væri að
Listasafn Íslands tæki öll verkin
undir sína umsjá. Síðan á Listasafn
Íslands að taka það af verkunum
sem safnið þarf til þess að tryggja
heildaryfirsýn yfir íslenska mynd-
list. Það sem þá er eftir á að selja
á uppboði til ágóða fyrir íslenska
myndlist. Þetta er svona einfalt.
Það er fáránlegt að taka öðru vísi á
málinu. Nú hefur menntamálaráð-
herra tryggt ríkinu forgangsaðgang
að verkum þessum í sjö ár. Það er
frábært. Þau sjö ár á að nota til þess
að merkja þjóðinni þessi verk.
Auk þess er það því miður svo
að verk þessi í svo stórum stíl geta
ekki skipt sköpum fyrir afkomu
kröfuhafanna sem sagðir eru eiga
bankanna. Og ef í nauðir rekur má
taka verkin eignarnámi með lögum
í þágu þjóðarinnar. Það hefur áður
verið gert; Hótel Borg var tekin
eignarnámi á stríðsárunum. Við
höfum átt í efnahagslegu stríði.
Rökin eru þau sömu nú og þá.
Þjóðin á listaverkin í bönkunum
Forseti Alþingis, Ásta Ragnheið-ur Jóhannesdóttir, ritar grein
í Fréttablaðið 26. júní sl. sem hún
nefnir; „Fullveldið tryggt í ESB“.
Þar varpar hún fram sex spurn-
ingum, en svarar sjálf aðeins einni
þeirra.
„Fullveldið betur tryggt innan
ESB.“
Hún segir að fullveldi landsins
sé betur borgið innan ESB og inn-
ganga skerði fullveldi landanna.
Þessi fullyrðing er röng því öll
ríki ESB hafa framselt hluta af
sjálfræði og fullveldi til ESB, en
ekkert þeirra hefur fært ákvörð-
un um stjórn helstu auðlinda sinna
og undirstöðuatvinnuvega til ESB,
eins og Samfylkingin vill gera.
„Hvar á Ísland heima?“ spyr for-
seti Alþingis. Svarið er: Ísland mun
áfram rækta viðskipta- og sam-
starf við önnur lönd á jafnréttis-
grunni. En hagur Íslands versnar
við inngöngu í ESB á mörgum svið-
um. Allir viðskiptasamningar sem
við höfum byggt upp í áratugi falla
niður og í stað þess gengst Ísland
undir mun verri viðskiptasamn-
inga ESB, m.a. um sölu fiskafurða
til Japans, Kína, USA og annarra
mikilvægra markaða. Samlíking
hennar um að innganga í ESB sé
eðlilegt framhald aðildar að NATÓ
er í meira lagi sérkennileg.
„Hvernig samfélagi viljum við
tilheyra? Hvaða framtíð viljum
við búa börnunum okkar?“ Það
er hægt að fullyrða að Íslending-
ar vilja lifa í sjálfstæðu, lýðræðis-
legu og réttlátu samfélagi með góð
samskipti við allar þjóðir. Það er
líka hægt að fullyrða að við viljum
skila því samfélagi til barna okkar
án þess að hafa misst sjálfstæðið
í helstu málum aftur til Evrópu,
aðeins 70 árum eftir að hafa hlot-
ið það. Forseti Alþingis á frekar að
upplýsa almenning um afleiðing-
arnar á samfélag okkar ef sjávar-
og orkuauðlindir þjóðarinnar kom-
ast í eigu erlendra stórfyrirtækja
og að landbúnaður stórskerðist við
inngöngu í ESB. Þessi áhætta er
raunveruleg vegna reglna ESB og
efnahagslegs veikleika innlendra
fyrirtækja.
„Hvernig getum við tryggt lang-
tímastöðugleika í íslensku efna-
hagslífi og traustari umgjörð um
atvinnulífið? „ -„Hvernig getum við
rofið vítahring verðbólgu, vaxta og
verðtryggingar sem þekkist hvergi
annars staðar í Evrópu?“ Hér er átt
við að upptaka evru sé lausnin. En
það eru stjórnmálamenn sem hafa
viðhaldið þessu kerfi sem þarf að
afnema sem fyrst, þá fá þeir það
aðhald sem þingforseti biður um
frá Brussel.
Hæðnisorð um krónuna hittir
þá sjálfa fyrir. Styrkur gjaldmið-
ils fer eftir efnahagsstefnu stjórn-
valda sem byggir á peningastefnu
og ríkisfjármálum en ekki eftir
heiti gjaldmiðils og það vita þær
160 þjóðir sem hafa sinn eigin
gjaldmiðil. Það á ekki að þurfa
erlent aðhald í formi AGS eða
Seðlabanka Evrópu til að hér sé
rekin ábyrg efnahagsstefna.
„Að húka út á gangi.“ Forseti
Alþingis segir vont að „að húka
út á gangi“ og á þá við sjálfvirka
innleiðingu tilskipana ESB vegna
EES-samningsins. Í þessu kemur
fram vilja- og ráðaleysi stjórn-
málamanns. EES-samningurinn
um frelsin fjögur og samræmda
löggjöf í þeim efnum var gerður
1992. Eðli tilskipana hefur breyst
og eru orðnar víðtækari. Pólitískt
vægi EFTA hefur minnkað og því
átti Alþingi að hafa sjálfstæðari
skoðun á tilskipunum ESB en að
afgreiða þær sjálfkrafa. Það er
svo tálsýn að Ísland geti haft áhrif
á gerð tilskipana eftir að búið er
að afnema neitunarvald einstakra
ríkja Lissabon-sáttmálanum.
Framtíð Íslands sem fullvalda
og framsækins þjóðfélags er ekki
undir inngöngu í ESB eða upptöku
evru komin.
Með Maastrict-sáttmálanum
1992 breytist eðli EB úr efnahags-
sambandi í pólitískt samband, Evr-
ópusambandið (EU) og grunnur
lagður að enn frekari pólitískri og
efnahagslegri samvinnu sem tekur
á sig myndun Stór-Evrópuríkis
í Lissabon-sáttmálanum. Hvort
þessi tilraun um Stór-Evrópuríki
tekst og Evrópa verði sambands-
ríki líkt og Bandaríki Norður-
Ameríku mun tíminn leiða í ljós.
Er það framtíðarsýn forseta
Alþingis hins íslenska lýðveldis að
Íslandi verði stjórnað frá Evrópu,
auðlindum þess ráðstafað þaðan og
þjóðin algjörlega háð innfluttum
matvælum og verði þannig úteyj-
arfylki Evrópu líkt og Hawaii er
úteyjarríki Bandaríkjanna?
Forseti Alþingis og
fullveldi Íslands Íslenskt málÁsgrímur
Angantýsson
málfarsráðunautur
Ríkisútvarpsins
Samfélagsmál
Svavar
Gestsson
fyrrverandi
menntamálaráðherra
Á vissum sviðum málnotkunar, t.d. í
undirbúnum flutningi í Ríkisútvarp-
inu, er ekki einungis gerð krafa um að
málfar sé í samræmi við viðurkennda
málvenju heldur einnig að það sé lipurt, skýrt, vand-
að og viðeigandi.
Fullveldi Íslands
Sigurbjörn
Svavarsson
rekstrarfræðingur
og stjórnarmaður
í Samtökum
fullveldissinna.
LÚR - BETRI HVÍLD
HLÍÐASMÁRI 1
201 KÓPAVOGUR
SÍMI 554 6969
FAX 554 3100
WWW.LUR.IS
LUR@LUR.IS
www.lur.is
Úrval rúma, sófa og hvíldarstóla
10:00 – 18:00mánfös
Opið:
lau 11:00 – 16:00
Margir litir í boði – Frábær verð í gangi