Fréttablaðið - 19.07.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 19.07.2010, Blaðsíða 16
16 19. júlí 2010 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is Elsku dóttir okkar og systir Ástríður Tómasdóttir verður jarðsungin frá Neskirkju miðvikudaginn 21. júlí kl. 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vildu minnast hennar eru beðnir að láta Unicef á Íslandi eða aðrar hjálparstofnanir njóta þess. Ásta Svavarsdóttir Tómas R. Einarsson Kristín Svava Tómasdóttir Ása Bergný Tómasdóttir Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför Gísla Bessasonar frá Kýrholti í Skagafirði, til heimilis að Kjarnalundi, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Kjarnalundar fyrir frábæra umönnun og hjúkrun. Bessi Gíslason Una Þóra Steinþórsdóttir Guðrún Gísladóttir Jóhannes Mikaelsson Elínborg Gísladóttir Hörður Ágústsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi Gylfi Magnússon Hjarðarholti 13, Akranesi lést 11. júlí. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 20. júlí kl. 14.00. Aðalheiður Gylfadóttir Ásgeir Ólafsson Magnea Gylfadóttir Hörður Einarsson Ebba Magnúsdóttir og barnabörn. Niðjasamtök Gunnlaugsstaðaættarinnar Aðalfundur samtakanna verður laugardaginn 24. júlí næstkomandi klukkan 14.00 í samkomuhúsinu við Þverárrétt í Borgarfi rði. Best er að koma á föstudagskvöldið svo hægt sé að mýkja söngröddina fyrir átök laugardagsins. Með kveðju, stjórnin. Elskulegur sonur, bróðir og barnabarn Stefán H. Skúlason, Hólmasundi 2, lést að morgni 12. júlí sl. á Landspítala, Fossvogi. Útför verður gerð frá Víðistaðakirkju, Hafnarfirði, mánudaginn 19. júlí kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast Stefáns er bent á Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna. Katrín Árnadóttir Páll E. Winkel Guðný Kristín Winkel Katrín Pála Winkel Guðný Sigurðardóttir Árni Hreiðar Þorsteinsson Elskuleg móðir okkar, amma, langamma og tengdamamma, Friðrika Beta Líkafrónsdóttir áður til heimilis Álfhólsvegi 66, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð þann 9. júlí. Jarðarförin fór fram í kyrrþey þann 16. júlí. Innilegar þakkir til starfsfólks Álfhóls. Hrönn Guðný Gunnarsdóttir Jón Oddur Jónsson Rósa Sigríður Gunnarsdóttir Hannes Kristinsson Bjarney Sólveig Gunnarsdóttir Böðvar Böðvarsson Gunnar Björgvin Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn. Útför elskulegrar mágkonu og frænku okkar, Magneu Katrínar Hannesdóttur frá Stóru Sandvík, verður gerð frá Selfosskirkju þriðjudaginn 20. júlí klukkan 13.30. Hrefna Gísladóttir og systkinabörn hinnar látnu. Hjartkær eiginmaður, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi Guðmundur Ingimundarson verslunarmaður, Bogahlíð 8, Reykjavík lést þriðjudaginn 13. júlí á Landspítalanum við Hringbraut. Útförin fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 21. júlí kl 13. Jóhanna M. Guðjónsdóttir Guðjón Ingi Guðmundsson Ruth Guðmundsdóttir Elsa Guðmundsdóttir Björgólfur Thorsteinsson og barnabörn. MOSAIK Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, Sigurður Þorgeirsson Pósthússtræti 1, Keflavík lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þriðjudaginn 13. júlí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, fimmtudaginn 22. júlí kl. 14.00. Erna Sigríður Sigurðardóttir Lilja Bergmann Sigurðardóttir Friðrik Sverrisson Garðar Sigurðsson Ásta Halldóra Böðvarsdóttir Gunnlaug Olsen Sturla Ólafsson Kolbrún Dóra Kristinsdóttir Þór Sigurðsson Jóna Kr. Olsen Sigurðardóttir Leif Erik Williams og barnabörn. Útgáfufélagið Skrudda hefur gefið út bókina Fjallaskálar á Íslandi eftir Jón Garðar Snæland. Í þessari bók er í máli og myndum lýst hartnær 400 skálum, gömlum og nýjum, sem reistir hafa verið víðs vegar á Íslandi. Bókin var ekkert áhlaupsverk og segist Jón Garðar hafa verið að viða að sér upplýsingum um fjallaskálana á ferða- lögum um landið undanfarinn áratug. „Þetta hefur smám saman safnast í sarpinn á þeim tíma en ætli ég hafi ekki byrjað að skrá niður upplýsingar um hvern og einn skipu- lega undanfarin fimm ár,“ segir Jón Garðar sem gaf út bók- ina Heitar laugar á Íslandi ásamt Þóru Sigurbjörnsdóttur. Fjallaskálar á Íslandi hefur að geyma fróðleik um skál- ana, sögu þeirra og búnað. Ljósmynd er af öllum skálunum og staðsetning þeirra mörkuð með GPS-punkti og á landa- korti. Spurður hvort hann eigi sér einhvern uppáhaldsskála segir Jón Garðar erfitt að gera upp á milli þeirra. „Þetta er slíkur aragrúi af skálum og mjög margir flottir. En ætli ég myndi ekki tilneyddur velja skálana á Austfjörðum, þeir eru margir hverjir mjög flottir og í ægifagurri náttúru.“ Jón Garðar fékk ferðabakteríuna í barnæsku og ferðaðist mikið með föður sínum. Eftir að hafa búið erlendis í nokk- ur ár ágerðist áhuginn enn frekar. „Maður sér landið í öðru ljósi og lærir að meta það upp á nýtt,“ segir Jón Garðar sem reynir að verja sem mestum tíma í óbyggðunum. „Ég hef ekki tölu á hversu margir dagar þetta eru á ári en stóran part sumars er ég úti á landi og svo fer maður auðvitað líka í nokkrar vetrarferðir á hverju ári.“ bergsteinn@frettabladid.is JÓN GARÐAR SNÆLAND: GEFUR ÚT BÓK UM FJALLASKÁLA Á ÍSLANDI Afrakstur af tíu ára vinnu JÓN GARÐAR SNÆLAND Reynir að verja sem mestum tíma utan borgarmarkanna. Hann hefur viðað að sér upplýsingum um fjallaskála á Íslandi undanfarinn áratug. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON EDGAR DEGAS FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1834 „Málun er auðveld þegar þú kannt ekki til verka en erfið þegar þú gerir það.“ Franski listamaðurinn Edgar Degas (1834-1917) er þekktur fyrir málverk sín, skúlptúra og teikningar. Litið er á hann sem einn af upphafsmönnum impressjónismans. Tyrkjaráninu lauk hinn 19. júlí 1627 þegar ránsmenn frá Algeirsborg í Alsír sneru aftur til Norður-Afríku. Höfðu þeir með sér um fjögur hundruð manns frá Grindavík, Austfjörðum og Vestmannaeyjum. Sumarið 1627 komu tveir ræningjahópar frá Norður-Afríku til Íslands. Annar var frá borginni Sale í Marokkó og hinn kom frá Algeirsborg. Fyrri hópurinn fór til Grindavíkur og tók land 20. júní 1627. Þeir hertóku þar fimmtán Íslendinga, felldu tvo og tóku tvö skip með áhöfn og annað herfang. Hinn hópurinn fór til Aust- fjarða 5. til 13. júlí og náði fólki á mörgum bæjum. Austfjarða- þokan varð þó sumum búendum til bjargar. Því næst var haldið til Vestmannaeyja. Heimild: Visindavefur.hi.is ÞETTA GERÐIST: 19. JÚLÍ 1627 Tyrkjaráninu lýkur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.