Fréttablaðið - 19.07.2010, Síða 17
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447
POTTAPLÖNTUR þurfa mismikla sól og mismikið
vatn og um að gera að kynna sér þarfir þeirra þegar þær
eru keyptar. Fyrir þá sem finnst of flókið að muna hvað
hentar hverri plöntu geta gerviblóm verið góður kostur.
SUMAR ÚTSALA
Gerið gæða- og verðsamanburð
20-50%
AFSLÁTTUR
Lök, hlífðardýnur, sængurverasett,
heilsukoddar, viðhaldskoddar,
íslenskir PU leðurgaflar,
náttborð, útlitsgallaðar dýnur
og fleira.
6 mán
aða
vaxtal
ausar
greiðs
lur
SAGA Queen rúm, nú aðeins 129.900
ÞÓR Queen rúm, nú aðeins 149.900
Ný se
nding SAGA OG ÞÓR
Hágæða heilsudýnur
VALHÖLL/FREYJA
Góð rúm á frábæru verði
Ný sending
Queen rúm, nú aðeins kr. 99.900Queen rúm nú aðeins kr. 179.900
A
u
g
lý
si
n
g
a
sí
m
i
Allt sem þú þarft…
„Mér þykir mjög vænt um þessa
mynd af tveimur ástæðum,“ segir
Birna. „Bæði af því að þetta er
pappírsbrúðkaupsgjöfin frá honum
Palla mínum og líka af því mér
finnst konan svo lík ömmusystur
barnanna minna.“
Palli heitir fullu nafni Páll Bene-
diktsson. Birna segir hann hafa
gefið henni myndina þegar þau
voru búin að vera gift í eitt ár.
Hann hefði átt leið framhjá Stúdíó
Stafni og séð hana þar í gluggan-
um. „Viktor Smári í Stúdíó Stafni
sagði honum að margir væru búnir
að spyrja um myndina en hún væri
ómerkt. Hún hefði komið frá safn-
ara og listfræðingar teldu lík-
legt að hún væri eftir einhvern af
gömlu meisturunum, Þorvald, Júlí-
önu eða einhvern slíkan, en enginn
vildi samt taka af skarið. Hún gæti
líka verið eftir einhvern danskan.
Og af því hún var ómerkt þá var
hún á góðu verði svo Palli keypti
hana handa mér,“ segir Birna.
„Það fyrsta sem ég sagði þegar
ég sá myndina var að mér fynd-
ist konan líkjast Áslaugu, frænku
barnanna minna. Hún var oft í
Unuhúsi og sat fyrir hjá Louisu
Matthíasdóttur, Nínu Tryggva
og fleirum. Myndin minnir mig á
hana en það er kannski bara eitt-
hvað sem augað býr til.“
gun@frettabladid.is
Pappírsbrúðkaupsgjöfin
frá honum Palla mínum
Þegar Birna Berndsen, annar tveggja eigenda hins nýja fyrirtækis Athygli ráðstefnur, er beðin að nefna
einhvern hlut á sínu heimili sem er í miklum metum gengur hún að gamalli mynd í dökkum ramma.
„Það veit enginn hver málaði myndina en mér finnst hún óskaplega falleg og mikil ró yfir henni,“ segir Birna Berndsen, ráðgjafi
hjá Athygli og ráðstefnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR