Fréttablaðið - 19.07.2010, Síða 29

Fréttablaðið - 19.07.2010, Síða 29
híbýli og viðhald ● fréttablaðið ●MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 2010 3 ● PARKETTIÐ HREINSAÐ Við dagleg þrif á olíubornu parketti ætti að nota ryksugu eða þurrmoppu en strjúka ætti yfir þá fleti sem á koma mikil óhrein- indi með rökum klút. Hins vegar ætti ekki að blaut- skúra olíuborið parkett. Hafa ber í huga að þegar gólf er þvegið þá þorn- ar viðurinn, þess vegna er mikil- vægt að nota réttar sápur til að halda æskilegu rakastigi viðarins. Þó þarf einnig að passa upp á að nota ekki of mikið af sápu því þá er hætta á að fita setjist á yfirborð viðarins. Heimild: www.pm.is ● SKREYTT MEÐ MINNING- UM Skreytingar á heimilum þurfa ekki að vera flóknar. Hægt er að draga fram gamla hluti úr bernsku sinni eða frá fyrsta heimilinu og nota til skrauts. Finnið hlut sem ykkur þykir vænt um, eins og gamla eld- húsvog, teketil eða blómavasa og gerið að helsta skrauti stofunnar. Svo má bæta við nýjum fylgihlutum í bland við þann gamla. ● HREINN KÆLISKÁPUR Við affrystingu kæliskápa þarf að huga að ýmsu og gott er að ganga skipulega í verkið. Best er að byrja á því að henda gömlum afgöngum og grænmeti, einnig þeim matvörum sem komnar eru fram yfir síðasta neysludag. Ekki er gott að nota sterk hreinsiefni, matarsódi og vatn er ágætis kostur. Ef sápan er þó notuð verður að passa að skola kæliskápinn vel á eftir en sápan getur skilið eftir lykt sem sest í mat- vælin. Skál með heitu vatni neðst í kæliskápnum flýtir fyrir affrystingunni. Hár- blásari getur einnig flýtt fyrir en þá verður að passa að blása bara á málmfleti. Heimild: www.leidbein- ingastod.is Garðkönnur sem ekki eru lengur í notkun geta verið fallegt skraut. Mikil prýði getur verið að því að koma gömlu garðkönnunni fyrir á einhverjum góðum stað og jafnvel setja nokkur blóm í hana. Hugsanlega er hægt að grípa til hennar í neyð en ef engin þörf er á því getur ver- ið ágætt að setja nokkra steina í botninn á henni svo hún haldist örugglega á sínum stað. - eö Nýtt hlutverk Garðkönnur í sterkum og fallegum litum lífga upp á garðinn. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES SANYL ÞAKRENNUR • RYÐGA EKKI • PASSA Í GÖMLU RENNUJÁRNIN • STANDAST ÍSLENSKT VEÐURFAR • AUÐVELDAR Í UPPSETNINGU • ÓDÝR OG GÓÐUR KOSTUR Auglýsingasími Allt sem þú þarft…

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.