Fréttablaðið - 19.07.2010, Page 36

Fréttablaðið - 19.07.2010, Page 36
20 19. júlí 2010 MÁNUDAGUR Hinn tröllvaxni Ice Explor- er-bíll er nýkominn til landsins. Hann er notaður í ferðalög upp á Langjök- ul þar sem ekkert fær hann stöðvað. „Þetta er bylting fyrir okkur,“ segir Arngrímur Hermannsson, framkvæmdastjóri og eigandi Ice. Fyrirtækið býður nú upp á ferð- ir á Langjökul á sérútbúnu jökla- farartæki frá Póllandi sem er það eina sinnar tegundar hér á landi. Bíllinn, sem var upphaflega notað- ur af Nató, tekur allt að 45 farþega og undir honum eru átta risastór dekk. „Við fengum hann til lands- ins 15. júní. Þá var búið að vera að útbúa hann fyrir okkur erlendis. Umferðarstofa þurfti svo að taka hann út,“ segir Arngrímur. „Þetta er eiginlega fyrsti jöklabíllinn sem er með hópferðaleyfi.“ Venjulega hefur fólk farið upp á jökla á hefðbundnum jeppum sem hafa í mesta lagi tekið tíu farþega en sá fjöldi fjórfaldast með til- komu Ice Explorer-jeppans eins og hann er kallaður. Ferðalag- ið fer þannig fram að fólk ekur bílum sínum upp að jökulrönd- inni í gegnum Húsafell. Eftir það er farið upp að Geitlandsjökli. „Þá erum við í tvo og hálfan tíma til þrjá tíma á toppinn og sýnum jökulbráðnunina. Hvernig hlýn- un jarðar er að fara með jökulinn okkar,“ segir Arngrímur. Góð aðsókn hefur verið í ferð- irnar og stutt er síðan Íslenska þjóðdansafélagið stóð fyrir ferð þangað upp með erlendum þjóð- dönsurum. „Það fóru fjörutíu manns upp á jökul og við tókum sporið að sjálfsögðu,“ segir hann. freyr@frettabladid.is TRYLLITÆKI FRÁ NATÓ UPP Á LANGJÖKUL ÞJÓÐDANSAFÉLAGIÐ Íslenska þjóðdansafélagið stóð fyrir ferð á Langjökul. Að sjálfsögðu tók fólkið sporið. Tímaritið The National Enquir- er heldur því fram að Vilhjálm- ur Bretaprins hafi margoft haldið framhjá kærustu sinni, Kate Midd- leton, og að stúlkan viti af því en kjósi að líta framhjá því þar til nú. „Það er verið að undirbúa Kate undir lífið í konungshöllinni og hún hefur lært allar reglurnar, en einn ráðgjafinn sagði henni að hún ætti ekki að kippa sér upp við það þótt prinsinn haldi áfram að taka sér hjákonur í framtíðinni,“ var haft eftir ónefndum heimild- armanni. „Kate finnst Vilhjálmur hafa komið mjög illa fram við hana og verst þykir henni að hann reyn- ir ekki einu sinni að fela hin sam- böndin,“ sagði vinur Middleton. Miklar vangaveltur eru um hvort prinsinn og Middleton munu ganga í hið heilaga á næstunni, en þau hafa verið saman í sjö ár. Þolir ekki meir ÞOLIR EKKI MEIRA Vilhjálmur Bretaprins á að hafa haldið margoft framhjá kær- ustu sinni, Kate Middleton. Sharon Osbourne, eiginkona rokkarans Ozzy, segir að dóttir þeirra, Kelly, eigi eftir að jafna sig á skilnaðinum við unn- usta sinn, Luke Worrall. Kelly sleit trú- lofun þeirra fyrr í vikunni en orð rómur er uppi um að hann hafi haldið fram- hjá henni. Kelly sendi nýlega frá sér Twitter-skilaboð þar sem hún viðurkenndi að eiga erf- itt með að sætta sig við orðinn hlut. „Ég sagði við hana: „Þessi skilnaður er sá fyrsti af mörgum.“ Þetta er eitthvað sem við göngum öll í gegnum,“ sagði Sharon. „Engin af mínum vinkonum hefur komist hjá því að lenda í hjartasorg og engin hefur endað með fyrsta náungan- um sem hún hefur orðið ástfangin af. Ég þekki enga sem hefur lent í því.“ Sharon heldur áfram og stappar stál- inu í dóttur sína: „Því miður fyrir hana þá er þetta eitthvað sem hún mun lenda í. Það þýðir ekkert að gera annað en að rífa sig upp og byrja upp á nýtt. Hún er virkilega sorgmædd núna en hún á eftir að ná sér. Við gerum það öll. Þegar allt kemur til alls þá lærir hún af þessu og hún getur enn þá tekið upp símann og hringt í okkur. Við erum ekki að fara neitt í burtu.“ Stappar stálinu í dóttur sína KELLY OSBOURNE Kelly sleit trúlofun sinni við Luke Worrall fyrir skömmu. SHARON OSBOURNE Eiginkona rokkarans Ozzy segir að dóttirin Kelly eigi eftir að jafna sig á skilnaðinum. Fótboltatöffarinn David Beckham og rapparinn Snoop Dogg eru orðn- ir góðir vinir. Þeir búa báðir í Los Angeles og halda góðu sambandi en Beckham spilar með LA Galaxy. Beckham var einn sá fyrsti til að heyra nýjustu plötu Snoop. „Síðan ég flutti til LA höfum við verið góðir vinir. Hann er mikill fótboltaaðdáandi og bauð mér í hljóðverið til að hlusta á hana á undan öllum öðrum. Hann spurði mig út í nokkur og lög ég sagðist hafa fílað þau öll.“ Beckham bætir við að hann hefði aldrei látið rapparann vita ef hann hefði ekki fílað lögin því Snoop var með tvo fíleflda líf- verði við hliðina á sér. „Þetta er dálít- ið skrítinn vinskap- ur en við náum vel saman. Hann er mjög hæfileikaríkur náungi og bara virkilega fínn.“ Skrítinn vinskapur BECKHAM OG SNOOP Beckham og Snoop Dogg eru góðir vinir og deila með sér alls konar hlutum. Þyngd: 20 tonn Burðargeta: 10 tonn Vél: V8 dísil Hestöfl: 360 Fjöldi gíra: 16 ICE EXPLORER-BÍLINN: ICE EXPLORER Hinn tröllvaxni bíll er notaður í ferðir upp á Langjökul og tekur allt að 45 farþega. Dalahringur er nýr og bragðmildur hvítmygluostur. Lögun ostsins gerir það að verkum að hann þroskast hraðar en aðrir sambærilegir mygluostar á markaðnum. Gríptu með þér Dalahring í næstu verslun. > HASARHETJA Í FANGELSI Hasarhetjan Wesley Snipes tap- aði nýlega máli fyrir áfrýjun- ardómstól í Bandaríkjun- um. Hann er því á leiðinni í fangelsi þar sem hann fékk þriggja ára dóm fyrir skatt- svik. folk@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.