Fréttablaðið - 19.07.2010, Page 38
22 19. júlí 2010 MÁNUDAGUR
Leikarinn Leonardo DiCaprio
getur vel hugsað sér að eignast
börn í framtíðinni. Hann er þó
ekki tilbúinn í föðurhlutverkið
alveg strax. „Langar mig að verða
pabbi? Já, en ég held að það séu
nokkur ár í það,“ sagði DiCaprio,
sem er á föstu með ísraelsku fyr-
irsætunni Bar Refaeli. „Að því
sögðu þá finnst mér ég ekki þurfa
að eiga börn til að leika pabba í
bíómyndum. Þessi tilfinning bær-
ist alveg innra með mér og ég hef
fullan skilning á henni.“ Nýjasta
mynd DiCaprio nefnist Incept-
ion og er í leikstjórn Christophers
Nolan sem síðast sendi frá sér The
Dark Knight.
SÍMI 564 0000
16
16
L
L
L
12
12
L SÍMI 462 3500
16
12
12
PREDATORS kl. 8 - 10
KNIGHT AND DAY kl. 8 - 10
KILLERS kl. 6
SÍMI 530 1919
16
12
12
L
12
PREDATORS kl. 8 - 10.20
PREDATORS LÚXUS kl. 5.40 - 8 - 10.20
SHREK 4 3D 3D ÍSL TAL kl. 3.30 - 5.45
SHREK 4 2D ÍSL TAL kl. 3.30 - 5.45
SHREK 4 3D ENSKT TAL kl. 3.30 - 5.45
KNIGHT AND DAY kl. 8 - 10.30
KILLERS kl. 10.30
GROWN UPS kl. 3.30 - 5.45 - 8 -10.20
PREDATORS kl. 5.40 - 8 - 10.20
KNIGHT AND DAY kl. 5.30 - 8 - 10.30
KILLERS kl. 5.45 - 8 - 10.15
GROWN UPS kl. 5.45 - 10.30
THE A TEAM kl. 8
NÝTT Í BÍÓ!
.com/smarabio
"Hraðskreið og hlaðin fjöri.
Tom Cruise hefur sjaldan
verið hressari!"
-T.V, Kvikmyndir.is
-News of the World
-Timeout London
Óttinn rís á ný... í þessum svaklega spennutrylli
„Fullkomlega óhætt að mæla
með Knight and Day
sem laufléttu sumarsprelli“
-S.V., MBL
Bráðfyndin og hjartnæm frá
byrjun til enda. Lang besta
Shrek myndin og það eru
engar ýkjur
- Boxoffice Magazine
MISSIÐ EKKI
AF HASAR
GAMANMYND
SUMARSINS
„Besta Twilight
myndin til þessa“
– Entertainment Weekly
- hollywood reporter
- p.d. variety
ÁLFABAKKA KRINGLUNNI
AKUREYRI
SELFOSSI
12
12
12
12
16
10
L
L
L
L
L
L
L
L
L
L
L
L
L
L
L
L14
14
14
14
SHREK SÆLL ALLA DAGA-3D ísl. kl. 1:30 - 3:40 - 5:50
SHREK SÆLL ALLA DAGA ísl. Tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50
SHREK FOREVER AFTER-3D ensku Tali kl. 8 - 10:10
BOÐBERI kl. 8 - 10:10
TWILIGHT SAGA : ECLIPSE kl. 5:40 - 8 - 10:40
TWILIGHT SAGA kl. 3 - 5:40 - 8 - 10:40
NIGHTMARE ON ELM STREET kl. 10:50
LEIKFANGASAGA 3 ísl. kl. 1 - 1:30 - 3:20 - 3:40 - 5:50
TOY STORY 3 ensku Tali kl. 8 - 10:20
SEX AND THE CITY 2 kl. 8
PRINCE OF PERSIA kl. 5:40
AÐ TEMJA DREKANN SINN 3D ísl. Tali kl. 1:30 - 3:40
SHREK SÆLL ALLA DAGA-3D ísl. Tali kl. 3:40 - 5:50
SHREK FOREVER AFTER-3D ensku Tali kl. 8 - 10:10
LEIKFANGASAGA 3 - 3D M/ ísl. Tali kl. 3:20 - 5:40
TOY STORY 3-3D M/ ensku Tali kl. 8
BOÐBERI sýnd á morgun kl. 10:20
TWILIGHT SAGA : ECLIPSE kl. 5:30 - 8 - 10:40
SHREK SÆLL ALLA DAGA-3D ísl. Tali kl. 6
SHREK FOREVER AFTER-3D ensku Tali kl. 8 - 10
LEIKFANGASAGA 3 ísl. Tali kl. 6
TWILIGHT SAGA : ECLIPSE kl. 8
BOÐBERI kl. 10:30
SHREK SÆLL ALLA DAGA-3D ísl. Tali kl. 6 - 8
GROWN UPS kl. 10:10
KILLERS kl. 8 - 10:10
BOÐBERI kl. 6
“ÞRÍVÍDIN ER ÓTRÚLEGA MÖGNUД
- n.y. daily news
- empire
- bara lúxus
Sími: 553 2075
SHREK 4 ENSKT TAL 3D 4, 6 og 8 L
SHREK 4 ÍSLENSKT TAL 2D 4 L
SHREK 4 ÍSLENSKT TAL 3D 4 og 6 L
PREDATORS 8 og 10 (POWER) 16
KNIGHT AND DAY 5.50, 8 og 10.10 12
THE A - TEAM 10.10 12
POWERSÝNING
KL. 10.00
Bíó ★★
Knight and Day
Leikstjóri: James Mangold
Aðalhlutverk: Tom Cruise, Camer-
on Diaz, Peter Sarsgaard
Roy Miller er ofboðslega klár og
flinkur leyniþjónustumaður og er
svo snjall í meðferð skotvopna,
hnífa sem og slagsmálum með
berum höndum að jafnoki hans
finnst vart hérna megin grafar.
Svikurum í hans röðum tekst að
klína upp á Roy röngum sökum
um að hann leiki tveim skjöldum
þannig að hann er útlægur ger úr
klúbbi njósnara.
Ástæðan er sú að Roy hafði kom-
ist á snoðir um áform vinnufélaga
síns um að ræna nýuppfundinni
eilífðarrafhlöðu og selja vondum
vopnaframleiðanda.
Áður en Roy lagði á flótta undan
fyrrum félögum sínum tókst
honum að stela rafhlöðunni og sén-
íinu sem fann hana upp þannig að
nú leggja bæði leyniþjónustan og
vondi vopnaframleiðandinn ofur-
kapp á að hafa hendur í hári hans.
Á flugvelli rekst Roy, bókstaf-
lega, á bifvélavirkjann þokkafulla
June Havens og áður en stúlkan sú
veit af er hún komin á kaf í háska-
legan darraðardans við her af ill-
mennum þannig að henni er sá
illskásti kostur vænstur að hanga
með Roy til þess að eiga einhverja
möguleika á að halda lífi.
Söguþráður myndarinnar skipt-
ir í sjálfu sér engu máli og er væg-
ast sagt gisinn þar sem hann geng-
ur út á það eitt að Tom Cruise og
Cameron Diaz geti hlaupið, flogið
eða keyrt á milli skotbardaga og
ýktra hasaratriða sem eru öll þau
leiðinlega marki brennd, þrátt fyrir
íburðinn, að persónurnar eru aldrei
í raunverulegri hættu. Sennilega
vegna þess að Roy er klárari en
allir hinir og sallar óvinina niður
skælbrosandi og reytandi af sér
brandara. Í þessu er enginn háski,
sáralítil spenna og það versta er að
þetta er ekkert sérstaklega fynd-
ið heldur.
Aðstandendur Knight and Day
hafa líklega ekkert verið að stressa
sig of mikið yfir smáatriðum á borð
við styrk handrits, rökrétta sögu-
framvindu og annað slíkt þar sem
vinsældir Cruise og Diaz þykja án
efa næg trygging fyrir viðunandi
aðsókn.
Fylgispekt fólks við þessar
Hollywood-stjörnur hefur öllu
meira með fríðar snoppur þeirra
og meintan kynþokka heldur en
leikhæfileika að gera. Maður á
svosem auðveldara með að skilja
þetta í tilfelli Diaz þar sem hún er
ákaflega eðlileg og hugguleg dúlla
þannig að erfitt er að þykja ekki
pínu vænt um hana. En svo ég haldi
nú áfram að vera ófagmannlegur
gagnrýnandi og segi bara það sem
mér finnst hreint út þá þykir mér
með mestu ólíkindum hvernig fólk
nennir að púkka upp á Tom Cruise,
jafn staðlaður, litlaus og leiðinlegur
sem hann er. Hann hefur vissulega
átt sínar stundir og sýnt tilþrif en
vinsældir hans og launakröfur eru
samt sem áður ekki í neinu sam-
ræmi við hæfileika hans og getu.
Þar sem eitthvert réttlæti fyr-
irfinnst nú samt í heimi hér hefur
gengisvísitala Cruise farið heldur
niður á við á undanförnum árum og
ef til vill liggur þar skýringin á því
að hann kjósi að leika á jafn dauð-
hreinsaðri, auðmeltri og aðgengi-
legri ekki-spennumynd og Knight
and Day er.
Aðdáendur Cruise og Diaz verða
samt varla fyrir vonbrigðum enda
vita þeir upp á hár hvað þeirra fólk
kann og getur. Aðrir þurfa ekkert
að hafa fyrir því að halda sér vak-
andi en þeir verða heldur ekki fyrir
neinum hjartsláttartruflunum af
völdum spennu eða hláturs.
Þórarinn Þórarinsson
Niðurstaða: Meinlaus og kjánaleg
glansmynd þar sem stórstjörnur fá að
vera voða sætar og klárar að berjast
í lítt spennandi spennumynd sem er
sérstaklega löguð að smekk fólks sem
vill almennt trúa því að heimurinn sé
fallegur og lífið æði.
Meinlaus lágspenna
ÓFYNDIN OG ÓSPENNANDI Bíógestir verða ekki fyrir neinum hjartsláttartruflunum af
völdum spennu eða hláturs á Knight and Day.
LEONARDO DICAPRIO Leikarinn getur
vel hugsað sér að eignast börn í fram-
tíðinni.
Söngkonan Pink datt á tónleikum
sínum í Nürnberg í Þýskalandi á
fimmtudagskvöldið. Söngkonan
átti að svífa yfir sviðið á meðan
hún söng lagið Glitter In The
Air en hafði ekki fest sig nægi-
lega vel með þeim afleiðingum að
vír sem hélt henni uppi slitnaði
og Pink féll niður á sviðið. Söng-
konan var flutt með sjúkrabíl til
aðhlynningar og á leiðinni sendi
hún aðdáendum sínum skilaboð í
gegnum Twitter síðu sína. „Mér
þykir mjög leitt að tónleikarn-
ir hafi endað með þessum
hætti. Ég skammast mín
og biðst afsökunar. Ég
vona í það minnsta að
fallið hafi litið vel út í
ykkar augum.“
Pink slösuð
DATT Söngkonan Pink
slasaði sig á tónleik-
um í Þýskalandi á
fimmtudaginn.
Ekki pabbi alveg strax