Fréttablaðið - 19.07.2010, Side 46
30 19. júlí 2010 MÁNUDAGUR
Magnús Leifsson hefur bæst í
hóp handritshöfunda að grín-
þáttunum Steindinn okkar sem
voru sýndir á Stöð 2 á dögunum.
Eins og Fréttablaðið hefur greint
frá er ný þáttaröð fyrirhuguð á
næsta ári en félagarnir Steindi
Jr. og Ágúst Bent slógu í gegn
með þeirri fyrstu.
„Hann er góður vinur okkar og
mjög fyndinn náungi. Hann er
líka mjög skapandi, sem er mjög
mikilvægt þegar kemur að því
að skrifa handrit,“ segir Steindi
um nýja liðsmanninn. „Hann var
að lauma að okkur hugmyndum
í fyrstu seríu sem við vorum
ánægðir með og notuðum. Það
var ekkert annað í stöðunni en
að taka hann inn.“
Þeir þremenningar ætla að
byrja að skrifa saman í ágúst og
tökur hefjast að öllum líkindum
í september. „Það er mjög þægi-
legt að fá viðbót í hópinn, sér-
staklega vegna þess að þetta þarf
að gerast hraðar en áður,“ segir
Steindi.
Magnús, sem er listamaður
og grafískur hönnuður, hlakkar
mikið til að takast á við verkefn-
ið. „Ég held að þetta verði mjög
gaman. Það er gaman að vinna
með þessum strákum og við náum
vel saman.“ Hann er ánægður
með viðtökurnar við fyrstu serí-
unni og hafði gaman af því að sjá
hugmyndir sínar verða að veru-
leika. „Það var fáránlega gaman.
Þetta er dót sem var talað um í
partíum og í léttu djóki. Það var
líka gaman að sjá alvöru leikara í
þáttunum tækla það sem ég hafði
verið að benda strákunum á.“
Að sögn Steinda verða eingöngu
nýjar persónur í næstu þáttaröð.
Grínið heldur samt áfram að vera
hvasst þar sem ekkert verður gefið
eftir. Þeir félagar framleiða þætt-
ina sjálfir og eru þessa dagana
að safna fyrir betri græjum. „Við
erum að taka að okkur alls konar
verkefni til að safna peningum til
að kaupa græjur. Við fengum lán-
aða tólf ára gamla myndavél fyrir
fyrstu seríu en viljum hafa þetta
enn þá flottara núna.“
Hann bætir við að nóg sé til af
hugmyndum fyrir nýju þáttaröð-
ina og að einhver afgangur sé einn-
ig til frá þeirri síðustu. „Við erum
langt frá því að vera saddir.“
freyr@frettabladid.is
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
GOTT Á GRILLIÐ
MAGNÚS LEIFSSON: HELD AÐ ÞETTA VERÐI MJÖG GAMAN
Nýr handritshöfundur
bætist við Steindann okkar
Kvikmyndagerðarmaðurinn Haraldur Sig-
urjónsson hefur unnið að heimildarmynd
um hljómsveitina Stóns undanfarið ár. Har-
aldur fylgdi hljómsveitarmeðlimum eftir á
tónleikum og myndaði það sem átti sér stað
á bak við tjöldin.
Haraldur er góður vinur meðlima Stóns
og segir hann þá í raun hafa átt hugmynd-
ina að myndinni. „Þeir vildu að ég tæki upp
tónleika sem fóru fram á skemmtistaðnum
Nasa í fyrra. Ég tók upp eitthvert efni bak-
sviðs og fannst svo mikil stemning í gangi
að við ákváðum að taka upp meira efni,“
segir Haraldur en bætir við að það gangi á
ýmsu bak við tjöldin. „Meðan á tökum stóð
kom upp vandamál innan hljómsveitarinn-
ar sem hafði meðal annars mikil áhrif á
samskipti milli meðlima og mig langaði að
fylgja því máli eftir, það er eiginlega ástæð-
an fyrir því að við ákváðum að gera þetta
að heimildarmynd.“ Haraldur hefur starfað
sem klippari og við sjónvarpsþátta- og aug-
lýsingagerð í rúm tólf ár en ákvað í kjöl-
far hrunsins að setjast á skólabekk og læra
handritaskrif við Kvikmyndaskóla Íslands.
Stuttmynd hans, Áttu vatn?, hlaut að auki
fyrstu verðlaun á Stuttmyndadögum sem
fram fóru í júní.
Líkt og áður hefur komið fram hafa tökur
á heimildarmyndinni staðið yfir í rúmt ár
og er Haraldur kominn með heilmikið af
efni til að vinna úr. Hann segir tökurnar
þó hafa gengið heldur hægt þar sem tveir
hljómsveitarmeðlimir búi erlendis og því
erfitt að skipuleggja tónleikahald. „Ég lét
upptökuvélina oft bara ganga og þá virtust
strákarnir gleyma henni og fóru að haga
sér eðlilega, þannig að ég er kominn með
mikið af efni sem ég þarf núna að vinna úr,“
segir hann en stefnt er að því að frumsýna
heimildarmyndina á Skjaldborgarhátíðinni
næsta ár. -sm
Vandamál Stóns fest á filmu
FYLGIR STÓNS Haraldur Sigurjónsson kvikmyndagerðar-
maður vinnur nú að heimildarmynd um tribute-sveit-
ina Stóns. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Linda Björg Árnadóttir, hönnuður
og fagstjóri fatahönnunardeildar
Listaháskóla Íslands, hefur opnað
fallegt hótel á Patreksfirði ásamt
eiginmanni sínum, Andrew Burgess.
Hjónin keyptu húsið fyrir rúmum
þremur árum og ætluðu upphaflega
að nota húsið sem frístundahús en
ákváðu fyrir ári síðan að breyta því
í sumarhótel.
Hótelið hefur hlotið nafnið Hótel
Ráðagerði og hóf rekstur hinn 1. júlí
síðastliðinn og eru þar sex herbergi
en verður fjölgað í níu næsta sumar.
„Við vorum upphaflega að leita að
húsi úti á landi sem við gætum flúið
í þegar við vildum ró og næði. Við
vildum nokkuð rúmgott hús því við
vildum nóg vinnupláss þar sem við
gætum breitt úr okkur og unnið
vinnu okkar. Þetta hús bauð upp á
svo marga möguleika að við ákváð-
um að færa okkur út í hótelrekstur,
en þar sem þetta er sumarhótel þá
höfum við húsið út af fyrir okkur á
veturna,“ segir Linda, en húsið er
um 350 fermetrar að stærð og allt
hið glæsilegasta.
Linda Björg segir hótelið vera
samstarfsverkefni milli sín og eig-
inmannsins, sem er starfandi arki-
tekt. „Hótelið er fyrst og fremst
hönnunarleg upplifun. Allur heim-
ilistextíllinn er hannaður af mér og
svo erum við einnig með skemmti-
legan Hawaii-bar inni í einni stof-
unni sem gefur þessu suðræna
stemningu. Við höfum fengið mjög
góð viðbrögð þann stutta tíma sem
við höfum haft opið og erum meðal
annars í góðu samstarfi við Sjóræn-
ingjahúsið hér í bæ og saman höfum
við háleitar hugmyndir um framtíð
Patreksfjarðar.“
Linda segir lífið á Patreksfirði
vera dásamlegt og að þeim hjónum
líði afskaplega vel enda sé fjörður-
inn með eindæmum fallegur. - sm
Hönnuður í hótelrekstri á Patró
HÓTELSTÝRA Hönnuðurinn Linda
Björg Árnadóttir opnaði hótel á
Patreksfirði ásamt eiginmanni sínum,
Andrew Burgess.
MYND/HEIÐA
Rækjur með rauðum chili, lim-
esafa og kóríander. Marínerast
í skál, sett í álpappírsumslag og
grillað. Ljúffengur forréttur.
Sunna Dís Másdóttir, bókabúðarstýra á
Flateyri.
Hið árlega Laugavegshlaup fór fram
um helgina, en þetta 55 kílómetra
hlaup þykir afar krefjandi – svo
vægt sé tekið til orða. Veðurfrétta-
konurnar Soffía Sveinsdóttir og
Elísabet Margeirs-
dóttir af Stöð 2 luku
báðar hlaupinu
og sú síðarnefnda
sigraði í sínum
flokki. Það verður
að teljast ólíklegt
að nokkur sjónvarps-
stöð geti státað af
hraustari veður-
fréttakonum enda
engin smá leið
sem stöllurnar
hlupu …
Siggi Olsen og félagar í Ultra Mega
Technobandinu Stefán komu fram
á tónlistarhátíðinni Slottsfjell í
Noregi um helgina. Hljómsveitin
kom þar fram ásamt Skotunum í
Belle and Sebastian og
Mew, sem er ein allra
stærsta og besta
hljómsveit Dana.
Ultra Mega Techno-
bandið er rómað
fyrir magnaða sviðs-
framkomu þannig
að búast má við að
Norðmenn hafi
ekki orðið
fyrir von-
brigðum.
Tónleikastaðurinn Faktorý var
opnaður formlega um helgina þar
sem Grand rokk var áður. Hljóm-
sveitirnar Mammút og Agent Fresco
komu fram á laugardagskvöld og
talsverður fjöldi fólks lagði leið sína
á staðinn. Hinn skeleggi Haraldur
Leví hefur verið fenginn
til að bóka hljómsveitir
á staðinn en hann er
innvinklaður í íslenskt
tónlistarlíf í gegnum
útgáfufyrirtæki sitt,
Record Records, og
mun vafalaust leysa
verkefnið með
sóma. - afb
FRÉTTIR AF FÓLKI
LÁRÉTT
2. hæfileika, 6. tveir eins, 8. sérstak-
lega, 9. geislahjúpur, 11. tveir eins,
12. kunningi, 14. mjaka, 16. samtök,
17. ennþá, 18. gapa, 20. tveir eins, 21.
horfðu.
LÓÐRÉTT
1. málmur, 3. hæð, 4. gróðrahyggja,
5. sarg, 7. hindrun, 10. regla, 13. ger-
ast, 15. sál, 16. þróttur, 19. snæddi.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. gáfu, 6. tt, 8. sér, 9. ára,
11. gg, 12. lagsi, 14. fikra, 16. aa, 17.
enn, 18. flá, 20. dd, 21. litu.
LÓÐRÉTT: 1. stál, 3. ás, 4. fégirnd,
5. urg, 7. trafali, 10. agi, 13. ske, 15.
andi, 16. afl, 19. át.
ÞRÍR HANDRITSHÖFUNDAR Félagarnir Steindi Jr., Ágúst Bent og Magnús Leifsson standa saman að næstu þáttaröð af Steinda-
num okkar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
ERTU
AÐ FARA Í
SUMARFRÍ?
Þú getur afpantað Fréttablaðið
á meðan þú ert að heiman.
Hafðu samband í grænt númer
800-1177 eða sendu póst á
netfangið dreifing@posthusid.is
Pósthúsið ehf. annast dreifingu Fréttablaðsins,
nánari upplýsingar á www.visir.is/dreifing
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8
1 Steinunn Valdís Óskarsdóttir.
2 Kronkron.
3 Vilborg Dagbjartsdóttir.