Fréttablaðið - 26.07.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 26.07.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI26. júlí 2010 — 173. tölublað — 10. árgangur MÁNUDAGUR skoðun 10 veðrið í dag Skemmtilegur ferðafélagi FÓLK Bandaríski kvikmynda- framleiðandinn Paula Wagner, sem hefur unnið náið með Tom Cruise, er í viðræðum við þá Richard Scobie og Kristin Þórð- arson um að taka þátt í framleiðslu kvikmyndar eftir hand- riti þeirra, 66 gráður norður. „Þetta einfaldlega gerbreytir öllu fyrir okkur og setur ákveð- inn gæðastimpil á verkefn- ið sem við höfðum ekki áður,“ segir Kristinn. Wagner er stórlax í Hollywood sem hefur framleitt allar Miss- ion Impossible-myndirnar, Val- kyrie, War of the Worlds og The Last Samurai. Tökur á myndinni eru fyrirhugaðar næsta sumar. - fb / sjá síðu 22 Samstarfskona Toms Cruise: Framleiðir með Íslendingum TOM CRUISE Á GÓÐRI STUND Um 2.000 gestir sóttu Grundarfjörð heim um helgina þar sem fram fór bæjar- hátíðin Á góðri stund. Hér má sjá litskrúðugar stúlkur úr fimleikahópi Gerplu fara mikinn, en þær sýndu atriði á hátíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Fasteignir.is Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 BLÓMAVASAR þurfa alltaf að vera hreinir þegar blóm eru sett í þá því lítils háttar óhreinindi geta stíflað rásirnar í blómaleggjunum. Ef það gerist deyja blómin strax og veita því ekki eins mikla gleði. „Rjúpur eftir Braga Ásgeirsson er fyrsta myndin sem við hjónin eign-uðumst og hún hefur fylgt okkur alla tíð. Bragi málaði hana eftir jólin 1967 og þetta er afgangurinn af jóla-steikinni,“ segir Anna Leósdóttir og bendir á mynd fyrir ofan borðstofu-skápinn. „Á þessum árum var Bragi mágur mannsins míns sem er smið-ur og vann í hundrað klukkustundir heima hjá Braga. Þetta voru vinnulaunin.“ vildi heldur peninginn, við vorum dálítið illa stödd fjárhagslega á þess-um árum,“ viðurkennir Anna. „En ég er ekki sama sinnis í dag því ég elska þessa mynd og er mjög fegin að við fengum ekki greitt í pening-um. Þeir væru sko löngu farnir.“ Við hliðina á Rjúpum eru tvær myndir eftir Erró sem Anna kveðsthafa fengið í arf eftir óí skápnum og starir hvössum augum fram í stofu. „Fálkinn er úr búi afa míns og ömmu sem ólu mig upp og hann endaði semsagt hjá mér.“ Sjálf vinnur Anna við listsköpun og er með sýningu í Kaffi Hafnar-firði að Strandgötu 29 sem reyndar er að ljúka 27. þessa mánaðar Húkveðst búi Er fegin að við fengum ekki greitt í peningumFagurkerinn Anna Leósdóttir á listmuni sem hafa fylgt henni lengi. Sjálf málar hún líka og yrkir. Hún er með sýningu í Kaffi Hafnarfirði og hefur þar til sölu sína fyrstu ljóðabók sem heitir Skúm. Anna á myndir og muni sem eflaust veita henni innblástur í eigin listsköpun. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA ÚTSALA Opið mánud. – föstud. frá kl 11 – 18Lokað á laugardögum Þú kaupir 2 fl íkur og færð þriðju fl íkina FRÍTT með Sú ódýrasta fylgir frítt með 40%5 0% Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is Af vor og sumarlista Friendtex lista 2010 Lokað vegna sumarleyfa 3. og 4. ágúst u g lý si n g a sí m i FASTEIGNIR.IS 26. JÚLÍ 2010 30. TBL. Fasteignasalan Valhöll er með 292 fermetra ein-býlishús á tveimur hæðum í Kjósarsýslu til sölu. K omið er inn í flísalagða forstofu. Gestasnyrt-ing er flísalögð með nuddsturtu og baði. Opið herbergi sem getur verið sjónvarpsherbergi. Stofa er flísalögð og viður í loftum. Sólskáli er flísa-lagður og þaðan er gengið út á timburverönd. Eldhús er með góðri innrétting , borðkróki og flísum á gólfi. Inn af eldhúsi er þvottahús með útgangi. Á fr hæð er gott hol. Baðherbergi er með stóru hornbaðkari. Svefnherbergi eru þrjú og eru öll parket-lögð. Inn af hjónaherbe gi er gott fataherbergi. Bílskúr er rúmgóður m ð góðri lofthæð og risi. Við húsið er 55 fermetra hesthús. Húsin eru á 2,3 hektara eignarlandi í Kjósarsý l Einbýlishús í Kjós rsýslu Fasteigninni fylgir bæði bílskúr og hesthús. 16 14 18 14 12 VÆTA S- OG Vestanlands í dag ríkja austlægar áttir, 10-15 m/s við suður- og suðausturströndina en annars hægari vindur. Rigning með köflum S- og V-lands en norðan til verður skýjað en þurrt að mestu. VEÐUR 4 Hótel Djúpavík 25 ára Hótelstýran segir líflegt um að vera á sumrin í Djúpavík. tímamót 12 Símamyndband Ísak Winther tók upp heilt tónlistarmyndband á símann sinn. fólk 22 AFGANISTAN, AP Talibanar í Afgan- istan segjast hafa fellt bandarísk- an hermann og séu með annan í haldi. Hermannanna tveggja hefur verið saknað síðan á föstu- dag. Talibanar gáfu út yfirlýsingu í gær um þeir hefðu fellt annan í skotárás en að hinn væri á lífi í haldi þeirra. Yfirvöld Nató og Bandaríkja- hers í Afganistan staðfesta að mennirnir séu týndir en verjast að öðru leyti frétta. Víðfeðm leit hefur staðið yfir um helgina en mennirnir fóru frá bandarísku herstöðinni í Kabúl án þess að láta neinn vita, sem er óvanalegt á þessu hættulega svæði. Síðast sást til mannanna á jeppa akandi inn á yfirráðasvæði tali- bana. Í yfirlýsingu talibana segir að hermennirnir hafi hafið skot- hríð sem talibanar hafi svarað og fellt annan hermanninn en tekið hinn höndum. Hafa þeir boðið lík þess látna í skiptum fyrir fanga úr sínum röðum, sem eru í haldi hjá Bandaríkjamönnum. Ekki er vitað hvað hermönnun- um gekk til að fara sjálfviljugir inn á yfirráðasvæði talibana en talsmenn Nató og Bandaríkjahers neita að tjá sig frekar. - áp Tveggja bandarískra hermanna saknað í Afganistan síðan á föstudag: Talibanar bjóða lík fyrir fanga STJÓRNMÁL „Það verður bara að fá að koma í ljós,“ segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokks- formaður Vinstri grænna, spurð hvort hún telji að ríkisstjórnin muni lifa Magma-málið svokall- aða af. Þrír þingmenn flokksins, Guðfríður Lilja, Atli Gíslason og Þuríður Backman, hafa um helg- ina kveðið svo fast að orði að þeir geti ekki – eða tæpast – stutt sam- starfið við Samfylkinguna nema kaup Magma á HS orku verði stöðvuð. „Ég ætla hins vegar að leyfa mér að vera bjartsýn að sinni, einfaldlega vegna þess að flokk- arnir hafa báðir talað fyrir því að verja beri auðlindir landsins,“ segir Guðfríður Lilja. Pólitískur vilji sé allt sem þarf til að vinda ofan af málinu og hann hafi skort hingað til. Ráðherranefnd fimm ráðherra sem unnið hefur að lausn máls- ins mun fara yfir málin á hádegi í dag með þingflokksformönnum stjórnarflokkanna og fulltrúum þeirra í iðnaðarnefnd. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksformaður Samfylk- ingarinnar, kveðst undrandi á því að þingmenn VG skuli vera með yfirlýsingar af þessu tagi vit- andi það að ráðherranefndin sé að störfum. Heillavænlegra hefði verið að leyfa ríkisstjórninni að klára málið og kynna það. „Það er samstarfinu ekki til framdráttar þegar einstak- ir þingmenn VG stíga fram og hóta því að hætta stuðningi við þessa ríkisstjórn,“ segir hún. Það sé hins vegar fyrst og fremst innanflokksmál VG. Magma- málið sé hins vegar erfitt fyrir báða flokka. Að hennar mati er það aukaatriði hvort einkaaðil- arnir sem eiga nýtingarrétt á orkunni séu innlendir eða erlend- ir. „Aðalatriðið er að einkafjár- magn nái ekki meirihluta,“ segir hún. Um það þurfi að setja lög. Jóh a n na Sig u rða rdót t i r forsætis ráðherra var ekki til viðtals í gær vegna málsins og ekki náðist í Steingrím J. Sigfús- son fjármálaráðherra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. - sh / sjá síðu 6 Telur óvíst hvort stjórnin lifi Þingflokksformaður Vinstri grænna segir það verða að koma í ljós hvort ríkisstjórnin lifir af Magma-málið. Hótanir VG-þingmanna eru samstarfinu ekki til framdráttar að mati þingflokksmanns Samfylkingarinnar. Leita að verkum eftir Birgi Bókaútgáfan Crymogea vinnur að útgáfu heildarskrár á verkum Birgis Andréssonar myndlistarmanns. fólk 16 Nýir meistarar í golfinu Birgir Leifur Hafþórsson og Tinna Jóhannsdóttir urðu Íslandsmeistarar í golfi. sport 18

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.