Fréttablaðið - 26.07.2010, Blaðsíða 10
10 26. júlí 2010 MÁNUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Orkumál
Guðfríður Lilja
Grétarsdóttir
þingflokks-
formaður Vinstri
grænna
HALLDÓR
Kanilsnúðar
Íslenskur gæðabakstur - Tilbúinn í ofninn
FR
YS
TI
VA
RA
Á
morgun er formlegt upphaf viðræðna um aðild Íslands
að Evrópusambandinu (ESB), að því gefnu að utanríkis-
ráðherrar aðildarríkjanna leggi blessun sína yfir málið
í dag. Full ástæða er til að fagna upphafi viðræðnanna
og þeirri vonarglætu sem þær hafa í för með sér um að
umræðan hér heima um ágæti aðildar geti orðið málefnalegri og
fái byggt á staðreyndum fremur en rakalausum fullyrðingum.
Afstaða til aðildar að ESB
virðist oft fremur ráðast af
tilfinningum en raunverulegu
mati á kostum og göllum. Enda
er ekki hægt að leggja slíkt mat
á hlutina fyrr en sést svart á
hvítu hverju aðildarviðræðurn-
ar skila. Í stað þess að fólk láti
afstöðu sína ráðast af drauga-
sögum um missi yfirráða yfir
auðlindum, afhroð bændastéttarinnar eða sögum af gerræðisleg-
um valdboðum um lögun gúrkna, getur það látið afstöðuna ráðast
af staðreyndum. Niðurstöður viðræðnanna varpa ljósi á hvað er
að marka háværan hræðsluáróður hagsmunasamtaka gegn, ekki
bara aðild, heldur aðildarviðræðunum sjálfum. Einkennileg er sú
afstaða að vilja ekki einu sinni láta á viðræður reyna.
Í öllu falli hlýtur fólk að geta sammælst um að allra hagur
sé að sem best niðurstaða fáist í viðræðunum. Þær snúast um
hagsmuni lands og þjóðar til framtíðar. Aðildarsamningur sem
byggir á viðræðunum verður svo lagður fyrir þjóðina og ætti
þá að liggja ljóst fyrir hvernig grundvallarhagsmunir landsins
verði tryggðir.
Ísland hefur nú þegar, með samstarfinu um Evrópska efna-
hagssvæðið og um Schengen, innleitt bróðurpartinn af regluverki
Evrópusambandsins og skuldbundið sig til að taka upp stóran
hluta laga og reglugerða Evrópusambandsins. Tækifæri landsins
til að hafa áhrif á þá löggjöf eru hins vegar enn sem komið er
takmörkuð. Það myndi breytast með aðild.
Niðurstöður viðræðnanna leiða svo í ljós hvers kunni að vera
að vænta með auknu frelsi í verslun með landbúnaðarvörur milli
landa og hvað aðild að sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins
þýðir fyrir sjávarútveginn. Þá kemur í ljós hvers kunni að vera að
vænta af samstarfi í efnahags- og peningamálum. Líklegt verður
að teljast að á krónuna halli í þeim samanburði vegna þess kostnað-
ar sem almenningur og fyrirtæki bera af því að viðhalda henni.
Óhætt er að taka undir orð Össurar Skarphéðinssonar utan-
ríkisráðherra í ræðu sem hann flutti á ráðstefnu um stuðning
Evrópusambandsins við atvinnuuppbyggingu og byggðaþróun
um miðjan apríl þar sem hann hvatti til þess að landsmenn stæðu
saman um að aðildarferlið yrði okkur öllum til sóma, að hér færi
fram opin og lýðræðisleg umræða um kosti og galla aðildar. „Við
skulum bera virðingu fyrir skoðunum hver annars og ræða málin
út frá því hvað best er fyrir Ísland í bráð og lengd,“ sagði Össur.
Ef upplýsta umræðu skortir er ekki von á vitlegri niðurstöðu.
Formlegt upphaf aðildarviðræðna við ESB:
Umræðan verður
vonandi vitlegri
SKOÐUN
Óli Kristján
Ármannsson
olikr@frettabladid.is
Nýlega kom fram að Ross Beaty, fram-kvæmdastjóri Magma Energy, vildi
efna til samstarfs við Hrunamannahrepp
um orkurannsóknir á svæðinu frá Flúðum
upp í Kerlingarfjöll með nýtingu jarð-
varma í huga. Á svipuðum tíma bárust
fréttir af áformum um að Suðurorku ehf.
yrði veitt rannsóknarleyfi á vatnasviðum
Skaftár og Tungufljóts í Skaftártungu.
Suðurorka er að stórum hluta í eigu HS
orku sem aftur er komið undir handarjað-
ar fyrrnefnds Ross Beaty. Hann lætur sér
ekki nægja að horfa upp til Kerlingarfjall-
anna heldur má sjá á veraldarvefnum að
hann lætur til sín taka í Suður-Ameríku,
Kína og eflaust víðar. Og fyrst Kína er
nefnt þá fór það eflaust ekki framhjá nein-
um hve mikinn áhuga Kínverjar sýndu
orkuauðlindum landsins í sumar.
Á meðal fjárfesta hafi aldrei verið eins
mikill áhugi á því og nú að koma ár sinni
fyrir borð í vatns-orkubúskap þjóðanna.
Skýringin er augljós. Þarna eru mjólkurkýr
framtíðarinnar, verðmæti sem allir brask-
arar ásælast. Þess vegna skilgreina sumar
Evrópuþjóðir orkuiðnaðinn sem öryggisþátt
og vilja girða fyrir utanaðkomandi fjárfest-
ingar. Það var yfir slíka girðingu sem Ross
Beaty vildi klifra þegar hann þóttist vera
heimilisfastur í Svíþjóð, og þar með á hinu
evrópska efnahagssvæði en ekki í Kanada
með fyrirtæki sitt. M.a. vegna þessarar
sviksemi geta íslensk stjórnvöld stoppað
sókn hans inn í auðlindir Íslands.
Það er svo annað mál að sænsk skúffa
þarf ekki endilega að vera verri en kan-
adísk eða íslensk skúffa, eins og dæmin
sanna. Munurinn á innlendum og erlend-
um fjárfestum er reyndar sá að í síðara
tilvikinu streymir allur gróði beinustu leið
úr landi. Að benda á slíkt snýst ekki um
meintan þjóðernisrembing heldur hvert
fjármagn af auðlindum landsins berst.
En þótt það kunni á þennan tiltekna hátt
að vera skárra að hagnaðurinn staðnæm-
ist í íslenskum fjárfestingarvasa hljóta
almannahagsmunir að snúast um annað og
mun veigameira: Að auðlindir Íslands lendi
ekki ofan í prívatvösum, sama hverra.
Þetta er grundvallarmál. Auðlindirnar á að
nýta í þágu samfélagsins en ekki örfárra
risasamsteypa eða bisnessmanna. Af slíku
hlýtur að vera komið nóg nema fólk vilji að
2007 endurtaki sig í sífellu. Ríkisstjórnin
verður að koma í veg fyrir þessa áfram-
haldandi og grafalvarlegu þróun og það
strax enda tíminn naumur. Ef ekkert er að
gert til hvers er þá setið?
Til hvers er þá setið?
Tíminn og orkan
Nokkrir þingmenn Vg hafa stigið fram
og sagst ekki munu styðja áfram-
haldandi ríkisstjórnarsamstarf við
Samfylkingu nema samningi á sölu
HS orku til Magma Energy verði rift.
Það er svo sem gott og gilt þegar
stjórnmálamenn standa og falla
með hugsjónum sínum og
prinsippum. En hefði
ekki verið ábyrgara af
þessum þing-
mönnum
að setja
hnefann í
borðið áður
en samningur-
inn var gerður?
AGS að kenna
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Framsóknarflokksins, var
ómyrkur í máli í sjónvarpsfréttum í
gær. Sagði hann söluna
á HS orku til Magma
aðeins byrjunina á
því sem koma skal
ef samstarfið við
Alþjóðagjaldeyr-
issjóðinn heldur
áfram. Það kunni
ekki góðri lukku
að stýra.
Hlutur Framsóknar
Þetta vekur nokkrar spurningar. Kom
AGS til dæmis við sögu þegar Óskar
Bergsson, oddviti Framsóknarflokks-
ins í Reykjavík, tók þátt í selja hlut OR
í HS orku til Magma Energy í fyrra? Og
var það vegna þrýstings frá AGS sem
fulltrúi Framsóknarflokksins í eftirlits-
nefnd um erlenda fjárfestingu hreyfði
ekki við mótbárum, þótt áhöld væru
uppi um að kaup Magma á HS
orku í gegnum skúffufyrirtæki
í Svíþjóð stæðust lög? Eða er
Framsóknarflokkurinn kannski
fullfær um að einkavæða
náttúrurauðlindir á eigin
forsendum?
bergsteinn@frettabladid.is