Fréttablaðið - 26.07.2010, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 26. júlí 2010
Kvikmyndin Vanilla Sky með
Tom Cruise í aðalhlutverki hefur
verið valin ruglingslegasta mynd
allra tíma í nýrri könnun. Könn-
unin varð gerð í tilefni af frum-
sýningu Inception sem fjallar á
margslunginn og nokkuð flók-
inn hátt um fólk sem brýst inn í
drauma.
Í næstu sætum á eftir Vanilla
Sky í könnuninni voru myndirnar
Mulholland Drive eftir David
Lynch, Donnie Darko, The Matrix
Revolutions, Memento, 12 Monk-
eys og Eternal Sunshine of the
Spotless Mind. Einnig komust á
listann 2001: A Space Odyssey,
Revolver og A Clockwork Orange.
Ruglingsleg
Vanilla Sky
VANILLA SKY Tom Cruise og Penélope
Cruz léku aðalhlutverkin í hinni ruglings-
legu Vanilla Sky.
Leikararnir Brad Pitt og Angelina
Jolie hafa samþykkt skaðabætur
frá breska dagblaðinu News of the
World vegna greinar sem það birti
um samband þeirra. Parið höfðaði
mál gegn blaðinu í janúar vegna
greinar sem fjallaði um að þau ætl-
uðu að skilja og hefðu samþykkt að
skipta með sér forræði yfir börn-
unum. Stjórnendur blaðsins hafa
viðurkennt að fréttin var ekki á
rökum reist og að hún hafi komið
sér illa fyrir Pitt og Jolie. Í grein-
inni kom fram að þau hefðu hitt
skilnaðarlögfræðing í desember í
fyrra en hann sagðist í yfirlýsingu
sinni aldrei hafa hitt þau.
Fá skaðabætur
PITT OG JOLIE Leikaraparið hefur unnið
mál sem það höfðaði gegn dagblaðinu
News of the World.
Leikkonan Jennifer Aniston hefur
útskýrt af hverju hún breytti
nafninu á nýja ilmvatninu sínu
nokkrum dögum áður en það fór
í búðir. Aniston hafði eytt mikl-
um tíma í að finna rétta nafnið
og ákvað á endanum að kalla það
Lolavie. Þegar á hólminn kom
þótti nafnið of líkt öðru ilmvatni
frá fatahönnuðinum Marc Jac-
obs sem kallast Lola. „Ég vildi
ekki fresta útkomu ilmvatnsins
þannig að það eina sem við gátum
gert var að breyta nafninu sem ég
hafði komið með,“ sagði Aniston,
svekkt yfir útkomunni.
Nýtt nafn
á ilmvatni
Ómissandi
BT SKEIFAN - BT GLERÁRTORG S: 550-4444 - www.bt.is
www.fronkex.is