Fréttablaðið - 26.07.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.07.2010, Blaðsíða 6
6 26. júlí 2010 MÁNUDAGUR www.s24.isSæktu um... Sími 533 2424 6,35% innlánsvextir* Allt að Óbundinn og óverðtryggður sparnaðarreikningur *M.v. vaxtatöflu S24 01.07.2010 SVISS, AP Einn lét lífið og 42 slös- uðust þegar lest fór út af spor- inu í Sviss á föstudag. Farþegar lestarinnar voru flestir japanskir ferðamenn. Lestin fer um sviss- nesku Alpana og er vinsæl meðal ferðamanna. Tveir lestarvagnar fóru út af sporinu, en ekki er vitað hvað olli slysinu. Lestarslys eru mjög sjaldgæf í Sviss, en þetta slys er hið versta í landinu frá árinu 2006. Þá létust þrír menn eftir að bremsur lestar biluðu með þeim afleiðingum að hún rakst á aðra lest. - þeb Rúmlega fjörutíu slösuðust: Einn lést í lestar- slysi í Ölpunum MENNTUN Mikill niðurskurður er yfirvofandi hjá Háskólanum á Akureyri (HA). Skólinn skar niður um 6,6 prósent á síðasta ári og nauðsynlegt er að auka niðurskurð um frekari 8 prósent, eða 105 milljónir króna. Óvíst verður um áframhald orku- og umhverfis- fræðideildarinnar, en á næstu önn verður fyrsta árið kennt með líftækni og sjávarútvegsfræðideildinni. Svo gæti farið að þeir tólf nemendur sem skráðir eru í orku- og umhverfisfræði þurfi að flytjast til Reykja- víkur eftir fyrsta árið, ef til þess kemur að leggja deildina niður, og klára nám sitt við Háskóla Íslands. Stefán B. Stefánsson, rektor HA, segir að allir þeir nemendur sem skráðir voru í deildina hafi sýnt full- an skilning á stöðunni og engar frekari fyrirspurnir hafi borist. „Við vildum hafa upplýsingaflæðið eins gott og persónulegt og hægt var,“ segir Stefán. „Nemendur skilja að þeir þurfa bara að bíða og sjá.“ Starfsmenn skólans komu til móts við niðurskurð- inn með því að taka á sig launalækkun á síðasta ári og með því tókst að spara 30 milljónir króna. „Þau tóku þetta á sig til að sinna sinni stofnun. Það fannst mér alveg frábært og nánast ótrúlegt, að sýna slíka samstöðu,“ segir Stefán. - sv Nemendur við HA flytjast mögulega til Reykjavíkur eftir fyrsta árið fyrir norðan: Niðurskurður kallar kannski á lokanir HÁSKÓLINN Á AKUREYRI Rektor segir starfsfólk sýna ótrúlega samstöðu í niðurskurði hjá skólanum. MYND/KRISTJÁN KRISTJÁNSSON Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU SJÁVARÚTVEGUR Mikil þörf ríkir nú á góðri nýliðun ef sandsílastofninn á ekki að gefa enn frekar eftir, að mati Hafrannsóknastofnunar, eftir fyrstu mælingar á stofninum. Ellefu daga sandsílaleiðangri Hafrannsóknastofnunar á skip- inu Dröfn RE 35 lauk 15. júlí síð- astliðinn. Farið var á fjögur svæði, Breiðafjörð, Faxaflóa, Vestmanna- eyjar að Vík og Ingólfshöfða, en þetta er fimmta árið í röð sem farið er í slíkan leiðangur. Uppistaðan í aflanum var þriggja ára síli, af árgangi 2007, en þessi árgangur hefur verið ríkjandi í stofninum síðastliðin þrjú ár. „Verulega hefur gengið á árganginn, eins og eðlilegt má telj- ast,“ segir í tilkynningu Hafrann- sóknastofnunar. Fram kemur að fyrstu niðurstöð- ur séu háðar óvissu því þær bygg- ist eingöngu á lengdarmælingum á síli en ekki á aldurslesningum. Á næstu mánuðum fer fram aldurs- greining á sýnum ársins og frekari úrvinnsla. Fram kemur að í fyrra hafi fund- ist talsvert magn af seiðum, en þau hafi ekki skilað sér í stofninn nú sem eins árs síli í þeim mæli sem væntingar stóðu til. Einnig virðist árgangur 2008 af sílum vera sla- kur. Styrkur árgangsins komi end- anlega í ljós á næsta ári. - kg Gengið á árgang 2007 af sandsílum sem hefur verið uppistaðan í þrjú ár: Mikil þörf á góðri nýliðun SANDSÍLI Á síðasta ári fannst talsvert magn af seiðum en þau hafa ekki skilað sér í stofninn. FRÉTTABLAÐIÐ/ÚR SAFNI ORKUMÁL Sú skoðun þingmanna Vinstri grænna að sala HS orku til Magma Energy sé stefnu- breyting frá stjórnarsáttmálan- um dugir ekki til þess að hægt sé að stöðva samninginn samkvæmt lögum um erlenda fjárfestingu. Auk þess hefði þurft að grípa inn í málið innan átta vikna frá því að samningurinn var gerður. Þetta segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Vilji ráðherra stöðva erlenda fjárfestingu, eins og heimilað er í 12. grein laganna þar um, þurfa mjög ströng skilyrði að vera fyrir hendi. Annaðhvort þarf fjárfest- ingin að ógna öryggi landsins eða ganga gegn allsherjarreglu, almannaöryggi eða almannaheil- brigði eða að upp komi alvarleg- ir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar í sérstökum atvinnugreinum eða á sérstökum svæðum, sem líklegt sé að verði viðvarandi, eins og segir í lögunum. „Ráðherra hefur auðvitað svig- rúm til að túlka þetta og það er hans hlutverk. En ef hann getur beitt þessu á annað borð þá verð- ur hann að fylgja þeim efnis- legu skilyrðum sem koma fram í ákvæðinu,“ segir Björg. „Nú halda Vinstri græn því fram að þetta sé fyrst og fremst stefnubreyting á einhverju sem var lagt upp með í samstarfi rík- isstjórnarinnar. Ég mundi ekki telja að það mundi nægja til að þessi samningur verði stöðvað- ur á grundvelli þessa ákvæðis,“ segir Björg. Þar fyrir utan þurfi samkvæmt lögunum að grípa inn í innan átta vikna eftir að tilkynning berst um fjárfestinguna, og leita fyrst umsagnar nefndar um erlenda fjárfestingu. Sá frestur er hins vegar liðinn, að sögn Unnar G. Kristjánsdóttur, formanns nefnd- ar um erlenda fjárfestingu. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, segist ekki munu trúa því fyrr en á reyni að reynt verði að afturkalla kaupin. „Ef svo fer þá bara skoðum við okkar stöðu enda teljum við okkur vera með fullgildan og rétt- an samning í höndunum,“ segir Ásgeir. Hann vill hins vegar ekki leggja mat á það hvort grund- völlur sé fyrir skaðabótakröfu eða hversu há hún kynni þá að verða. Ásgeir bendir jafnframt á að ef kaupin yrðu afturkölluð væri HS orka eftir sem áður í meirihluta erlendra aðila. „Ef samningur- inn gengur ekki eftir þá á Geys- ir Green Energy þetta og Geysir er undir Íslandsbanka sem aftur er í eigu kröfuhafa,“ segir hann. „Þess vegna er ég svolítið hissa á því að fólk sé á móti því að HS orka færist úr eigu bankans í eigu jarðhitafyrirtækis sem sér- hæfir sig á þessu sviði og fyrir liggur hverjir eiga og hvað það ætlar sér.“ stigur@frettabladid.is Óánægja ekki nóg til að stöðva kaupin Óánægja Vinstri grænna með stefnubreytingu ríkisstjórnarinnar í orkumálum dugir ekki ein og sér til að koma megi í veg fyrir kaup Magma á HS orku, að mati prófessors. Magma mun skoða rétt sinn verði kaupin stöðvuð, segir forstjórinn. ÁSGEIR MARGEIRSSON BJÖRG THORARENSEN Ert þú sátt(ur) við dóm hér- aðsdóms vegna gengistryggðra bílalána? Já 33,6% Nei 66,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlar þú að ferðast um landið um verslunarmannahelgina? Segðu skoðun þína á Vísir.is SVARTSENGI Fyrirhugað er að kaup Magma Energy á hlut Geysis Green í HS orku gangi í gegn á næstu dögum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.