Fréttablaðið - 26.07.2010, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 26. júlí 2010 15
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Hey, má ég
fá eigin-
handarárit-
unina þína?
Haa?
Eiginhand-
aráritun?
Veistu hver
ég er?
Auðvitað! Ég
elska mynda-
sögubækurnar
þínar! Ég er
búinn að lesa
þær allar!
G-strengs-Gísli
rokkar!
Vá!
Gaman
að heyra!
Fröken frekna!
Rakettu Raggi!
Kalli Kapteinn!
Holu Halli!
Þú ert búinn
að semja svo
margar
frábærar!
Ja hérna!
Hefurðu
tíma til að
gera eitt-
hvað annað
en að lesa
mynda-
sögur?
Já! ég borða
ostasnakk á
meðan!
Frábært!
Það útskýrir
þessa ljúfu
andremmu!
Lofarðu að
lesa ekki af
þínum þegar
ég er farin?
Ef þú lofar
að lesa ekki
af þínum.
Hvað gerðuð þið
Sara í kvöld?
Neðanmáls-
greinar.
Mér er alvara.
Mig langar að
eignast barn.
Ég er orðin svo þreytt á
því að eiga ekkert nema
peninga, eignir og enda-
lausar skemmtanir.
Skilurðu? Ég vil það
sem þú átt!
Útþanið húsnæðis-
lán og fullt af
höfuðlausum
dúkkum í bað-
karinu þínu?
NEI!
LÍFSFYLL-
INGU!!
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Tryggðu þér miða á eina af
rómuðustu sýningum Vesturports
Takmarkaður sýningafjöldi
Miðasala er hafin!
Síðustu sýningar:
Þriðjudagur 10 ágúst,
miðvikudagur 11. ágúst
og fi mmtudagur 12 ágúst.
Miðasala á borgarleikhus.is eða á midi.is
Sýningin sem öll fjölskyldan verður að sjá
- aftur - og aftur - áður en það er of seint...
Vegna mikilla vinsælda bættum við inn nýjum
sýningum. Síðustu forvöð að tryggja
sér miða á þessa mögnuðu sýningu
í Borgarleikhúsinu.
Rómeó og Júlía
Vesturports í síðasta sinn
Allt seldist upp
í vor - aðeins
7 sýningar í viðbót
Sýningum
lýkur í ágúst
BAKÞANKAR
Júlíu
Margrétar
Alexanders-
dóttur
Hrifnæmi lýsir ákveðnum fallvaltleika í fari manneskju. Að hrífast á stund-
inni af fyrirbærum, fólki og öðrum sjónar-
miðum er jú hægt að útmála sem veik-
lyndi, hverflyndi og óstaðfestu. Þó er líka
hægt að sjá það sem innlegg í átt til mála-
miðlana og framfara. Að vera „fylginn
sér“ er ekkert endilega annað en allt of
stórt egó.
VISSA um ágæti eigin skoðana er nefni-
lega oft hamlandi. Bæði í litlum ein-
ingum fjölskyldunnar sem og í stærra
samhengi alþjóðamála. Ágætast er
ef stjórnmálamenn standa þarna
einhvers staðar mitt á milli þess
að vera staðfastur og hverflynd-
ur. Manneskja sem þá hnikar ekki
frá eigin réttlætiskennd um leið og
hún áttar sig þó á því að sjónarmið
mótherjans eru stundum til að hlusta
á og jafnvel til að breyta eftir.
SJÁLF hef ég stundum átt í nokkr-
um vandræðum því ég tilkeyri
flokki ofurhrifnæmra og starf
mitt snýst um að hitta nýtt fólk,
með ný sjónarmið á hverjum
degi. Ég hef tekið viðtal
við konu sem hafði tileink-
að sér bíllausan lífsstíl, og
gengið gagntekin heim úr
viðtalinu og skilið bílinn eftir.
Mig hefur langað að læra fornleifafræði,
gelnaglafræði, verða barnaskólakennari
og prófa bútasaum, oft í mánuði, allt eftir
því við hvern ég tala. Allir heimsins mest
óspennandi hlutir geta orðið þeir æðisleg-
ustu að kvöldi, bara ef einhver sagði mér
að þeir væru þannig.
ÞETTA er kannski ágætis eiginleiki stund-
um. En erfiður þegar kemur að til dæmis
að því að mynda mér skoðanir. Mín innri
rödd segir mér yfirleitt eitthvað af viti,
en svo opna ég kannski dagblöð eða inter-
netið. Les facebook. Hundrað skoðanir og
ég er tilbúin að setja mig inn í þær allar,
finnst allir hafa eitthvað til síns máls og
enda á því að vera sammála öllum. Um
leið á ég mér jafn mörg áhugamál. Ég hef
jafnt farið í fjallgöngur, ræktað grænmeti
sem og dansað skinkudans á Astró og látið
spákonur með 900-símanúmer segja mér
í gegnum síma hvernig sumarfríið mitt
yrði.
HRIFNÆMNIN hefur fyrst og fremst
kennt mér margt um mína eigin fordóma.
Að leiðin mín er ekki alltaf sú rétta heldur
eru til alls konar krókar og kimar sem
hægt er að rannsaka. Ég reyni að minnsta
kosti að líta á það þannig í stað þess að
vera ósátt við að vera sammála Guðmundi
Andra Thorssyni og Hannesi Hólmsteini í
einni og sömu andránni.
Ó, fagra veröld