Fréttablaðið - 26.07.2010, Blaðsíða 2
2 26. júlí 2010 MÁNUDAGUR
Mugison, er þetta nokkuð
drepleiðinlegt lag?
„Nei alls ekki, þetta er rosalega
hresst lag og algjör fjölskylduklass-
ík.“
Tónlistarmaðurinn Mugison samdi hressa
útileguslagarann Stingum af í jarðarför í
Mývatnssveit.
LÖGREGLA Maður var sóttur með þyrlu Landhelgis-
gæslunnar og fluttur á gjörgæslu í Reykjavík
skömmu fyrir hádegi á laugardag eftir að hafa átt
í átökum við mann í gleðskap á bóndabæ fyrir utan
Grundarfjörð aðfaranótt laugardags. Þegar maður-
inn vaknaði á laugardagsmorgninum var hann lam-
aður á annarri hlið líkamans. Hann var útskrifað-
ur af gjörgæslu yfir á almenna deild í gær og líður
betur, að sögn vakthafandi læknis.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Snæ-
fellsnesi eru mennirnir sem áttu í átökunum báðir
á miðjum aldri. Átökin virðast ekki hafa verið mjög
hörð, en þó var hinum slasaða greitt ákveðið högg
sem varð þess valdandi að hann lamaðist öðru
megin í líkamanum um hríð. Sá sem veitti höggið
var handtekinn þegar alvarleiki málsins varð ljós
á laugardagsmorgun. Hann var yfirheyrður af lög-
reglumönnum á Akranesi og sleppt síðar sama dag.
Bæjarhátíðin Á góðri stund fór fram á Grundar-
firði um helgina og fór vel fram að sögn lögreglu.
Gestir voru um 2.000 en þrír voru handteknir þar
fyrir ölvunarakstur. Um 6.000 sóttu Mærudaga á
Húsavík um helgina og bar mikið á ölvun en enginn
var handtekinn. Þá sóttu um 2.500 gestir tónlistar-
hátíðina Bræðsluna í Borgarfirði eystri og bárust
engar tilkynningar til lögreglu þar um helgina.
- kg, sb
Maður var fluttur á gjörgæslu í Reykjavík eftir átök á Grundarfirði:
Lamaðist á annarri hliðinni
GRUNDARFJÖRÐUR Maðurinn var útskrifaður af gjörgæslu yfir
á almenna deild í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ÞÝSKALAND Angela Merkel, kanslari
Þýskalands, kallaði í gær eftir ítarlegri
rannsókn á því hvernig þær aðstæð-
ur sköpuðust að nítján létust og 340 til
viðbótar slösuðust í miklum troðningi á
Love Parade-tónlistarhátíðinni í Duis-
burg í Þýskalandi á laugardag. Einn
skipuleggjenda hátíðarinnar, Rainer
Schaller, sagði á blaðamannafundi í
gær að ekki yrðu fleiri Love Parade-
hátíðir haldnar af virðingu fyrir þeim
látnu og aðstandendum þeirra.
Harmleikurinn átti sér stað þegar
hundruð þúsunda söfnuðust saman
við einn innganginn að hátíðinni, sem
haldin var á svæði þar sem eitt sinn
stóð járnbrautarstöð, eftir að lögregla
hafði lokað öðrum inngönguleiðum á
hátíðarsvæðið vegna of mikils fólks-
fjölda. Skelfing greip um sig þegar
mikill fjöldi fólks hafði safnast saman í
hundrað metra löngum og sextán metra
breiðum göngum hjá innganginum.
Vegna hita og loftleysis leið yfir marga
og talið er að flestir sem létust hafi
troðist undir og kafnað.
Sjónarvottar hafa gagnrýnt lögreglu
fyrir að að loka ekki innganginum við
göngin á sama tíma og öðrum inngöng-
um á hátíðina. Þá hafði rannsakandi
hjá slökkviliði borgarinnar ráðlagt
skipuleggjendum og lögregluyfirvöld-
um að loka göngunum vegna þeirrar
hættu sem gæti skapast ef mikill fjöldi
þyrfti að ganga í gegnum þau. Þá munu
fleiri sérfræðingar í öryggismálum
hafa bent á að hátíðarsvæðið, sem
er 230.000 fermetrar að stærð, gæti
aðeins rúmað hálfa milljón hátíðar-
gesta en ekki þær 1,4 milljónir sem
sóttu hátíðina í ár.
Á síðasta ári hætti borgin Bochum
í nágrenni Duisburg við að halda
hátíðina vegna svipaðra öryggis-
sjónarmiða. kjartan@frettabladid.is
Merkel kallar eftir
ítarlegri rannsókn
Nítján létust og 340 slösuðust í troðningi við innganginn að Love Parade-hátíð-
inni í Duisburg í Þýskalandi á laugardag. Sjónarvottar og sérfræðingar í örygg-
ismálum hafa gagnrýnt lögreglu fyrir að taka rangar ákvarðanir á slysstað.
HARMLEIKUR Sjúkraliðar við störf á slysstað í Duisburg á laugardag.
FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
SKELFING Mannfjöldinn leitaði allra leiða til að bjarga sér þegar skelfing greip
um sig í göngunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
SAMGÖNGUR Sætum í ferðum
Herjólfs verður fjölgað um 100 í
kringum þjóðhátíð í Vestmanna-
eyjum. Í hverri ferð verða því 500
farþegar í stað 400.
Áður en hin nýja Landeyjahöfn
var tekin í notkun var hámarks-
fjöldi farþega 500 en þar sem
starfsmönnum hefur verið fækk-
að eftir flutninginn hefur Herj-
ólfur eingöngu haft leyfi fyrir
400 farþegum. Í kringum þjóð-
hátíð verður starfsmönnum hins
vegar fjölgað og því hefur fengist
leyfi fyrir 500 farþegum.
Töluvert hefur borið á því að
farþegar hafi mætt seint til sigl-
ingar eftir að Landeyjahöfn var
opnuð og eru farþegar því hvattir
til að leggja tímanlega af stað til
Landeyja. - mþl
Margir á leið á þjóðhátíð:
Sætum í Herjólfi
fjölgað um 100
LANDEYJAHÖFN Höfnin var formlega
tekin í notkun á þriðjudag.
MYND/ÓSKAR PÉTUR FRIÐRIKSSON
VIÐSKIPTI Viðsnúningur hefur
orðið á rekstri tískuverslanakeðj-
anna Karen Millen, Oasis, Coast
og Warehouse, samkvæmt nýbirtu
uppgjöri.
Að sögn dagblaðsins Guardian
skilaði Aurora Fashions, sem á
verslanirnar og er í eigu skila-
nefndar Kaupþings, 22,6 milljóna
punda hagnaði fyrstu 11 mánuði
þessa árs. Það jafngildir tæplega
4,3 milljarða króna hagnaði.
Verslanirnar voru áður í eigu
Mosaic Fashions, sem var í eigu
Baugs. - áp
Verslanir Aurora Fashions:
Hagnaðurinn
4,3 milljarðar
ENGLAND Jon Venables, annar
tveggja morðingja hins tveggja
ára gamla James Bulger í Liver-
pool á Englandi árið 1993, fær
aftur nýtt nafn þegar hann losnar
úr fangelsi.
Venables, sem fyrir skemmstu
var dæmdur í tveggja ára fang-
elsi fyrir vörslu barnakláms,
fékk einnig nýtt nafn þegar hann
losnaði úr gæslu vegna morðs-
ins á Bulger árið 2001. Hann og
félagi hans, Robert Thompson,
voru báðir tíu ára gamlir þegar
þeir myrtu Bulger við járnbraut-
arteina eftir að hafa rænt honum
úr verslunarmiðstöð.
Denise Fergus, móðir Bulgers,
er afar ósátt við dóminn yfir
Venables og telur að tvö ár ekki
nægjanlega refsingu, réttlætinu
hafi ekki enn verið fullnægt. - kg
Fékk tveggja ára dóm:
Barnamorðingi
fær nýtt nafn
HEILBRIGÐISMÁL Foreldrar Rósa-
lind Óskarsdóttur, fimm ára
stúlku sem greindist með hvít-
blæði í júní árið 2008, skoða nú
réttarstöðu sína og hyggjast
kæra Orkuveitu Reykjavíkur.
Mælingar leiddu í ljós að raf-
segulsvið var langt yfir hættu-
mörkum í húsi þeirra. Of hátt
rafsegulsvið hefur mælst á heim-
ilum þriggja barna sem glíma við
hvítblæði, að því er fram kom í
fréttum Stöðvar 2 í gær.
Spennustöð er skammt frá
heimili fjölskyldunnar og for-
eldra Rósalindar grunaði að of
hátt rafsegulsvið í húsinu gæti
hafa valdið veikindunum. Þau
fengu grun sinn staðfestan þegar
rannsókn á heimili þeirra leiddi
í ljós að rafsegulsvið í herberg-
inu þar sem dóttir þeirra svaf var
langt yfir hættumörkum. - sb
Foreldrar fimm ára stúlku:
Hyggjast kæra
Orkuveituna
IOWA, AP Fjöldi fjölskyldna missti
heimili sín þegar Lake Delhi-
stíflan í Manchester í Iowa-
ríki í Bandaríkjunum brast í
gær. Mikil rigning hefur verið á
svæðinu.
Flóð í ánni Maquoketa gerði
um tíu metra stórt gat á stein-
vegg stíflunnar.
Nærliggjandi svæðii hafa verið
rýmd. -áp
Stífla brast í Bandaríkjunum:
Fjöldi manna
missir hús sín
LONDON, AP Tony Hayward, for-
stjóri British Petroleum (BP),
lætur af störfum á allra næstu
dögum, að því er breskir fjölmiðl-
ar greina frá.
Stjórn BP staðfestir ekki orðr-
óminn og hefur gefið frá sér til-
kynningu í þá veru að Hayward
njóti trausts fyrirtækisins.
Breskir fjölmiðlar þykjast þó
vita að Hayward, sem hefur borið
hitann og þungann af olíuslysinu
í Mexíkóflóa í apríl, sé að semja
um starfslok sín og að yfirlýsing-
ar um afsögn hans sé að vænta á
næstu sólarhringum.
Talið er líklegt að Bandaríkja-
maðurinn Bob Dudley, sem nú
ber ábyrgð á hreinsunarstarfi
eftir slysið, muni taka við starf-
inu.
Tony Hayward hefur verið
harðlega gagnrýndur vegna olíu-
lekans á Mexíkóflóa og þess hve
illa gekk að komast fyrir hann.
Lagt hefur verið hart að olíu-
framleiðandanum að bæta orð-
inn hlut, en brottrekstur Hayw-
ards er talinn vera nauðsynlegur
þáttur í viðleitni fyrirtækisins til
að endurheimta orðspor sitt.
- áp
Stjórn British Petroleum fundar um framtíð Tonys Hayward vegna olíuleka:
Búist við brottrekstri forstjóra BP
TONY HAYWARD Allar líkur eru sagðar á
að Tony Hayward, forstjóri BP, þurfi að
láta af starfi sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
SPURNING DAGSINS
DETTUR ÞÚ
Í LUKKUPOTTINN
Ef þú kaupir Homeblest
300g kexpakka gætir þú unnið
glæsilegan vinning.
6 x 50.000 kr. úttektir
30 x 15.000 kr. úttektir
frá Útilífi, Intersport eða Markinu.
Leynist vinningur í
pakkanum þínum!
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
40
48
1
Útivistarleikur
Homeblest