Fréttablaðið - 26.07.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 26.07.2010, Blaðsíða 4
4 26. júlí 2010 MÁNUDAGUR DANMÖRK Danska ríkisstjórnin ætlar að fækka í hópi þeirra landa sem ríkið veitir þróunar- aðstoð. Danir veita 76 löndum þróunar- aðstoð sem stendur en þeim verður fækkað í um það bil sex- tíu á næstunni. Sören Pind þró- unarmálaráðherra segist ekki vilja styrkja lönd þar sem ekki sé hægt að sjá breytingar sama hversu miklum peningum sé veitt til landsins. Hann segir að héðan í frá verði talað við samstarfs- löndin til þess að skera úr um hvaða lönd eigi að halda áfram að fá aðstoð frá Danmörku. Danir eyða 15 milljörðum danskra króna í þróunaraðstoð. - þeb Ráðherra boðar breytingar: Danir minnka þróunaraðstoð SAMGÖNGUR Flugfélag Íslands hefur ákveðið að fljúga framveg- is til Nuuk á Grænlandi allt árið. Flogið hefur verið þangað öll sumur frá árinu 2007 en nú verð- ur flogið þangað tvisvar í viku. Flugfélag Íslands hefur haft fimm áfangastaði á Grænlandi en nú er flogið til þriggja þeirra allt árið: Kulusuk, Constable Pynt og Nuuk.Eftirspurn eftir flugi milli Íslands og Grænlands hefur verið mikil hjá Grænlendingum, Dönum og öðrum erlendum ferða- mönnum. Fyrst um sinn verður flogið á mánudögum og fimmtu- dögum. - mþl Nýjung hjá Flugfélagi Íslands: Flogið til Nuuk tvisvar í viku FLUGFÉLAG ÍSLANDS Flogið er allt að sex sinnum á dag til Grænlands yfir háannatímann í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SAMFÉLAGSMÁL Orkuveita Reykja- víkur veitti styrk til Styrktar- félags lamaðra og fatlaðra að upphæð 500 þúsund krónur. Styrkurinn á að kosta sumar- námskeið fyrir börn með hreyfi- hömlun í Reykjadal í Mosfells- dal. Aðstandendur námskeiðsins segja að styrkurinn hafi gert það að verkum að hægt var að hleypa öllum á námskeiðið sem vildu. Á námskeiðunum verður lögð áhersla á útiveru og hreyfingu, þar með talin sjúkraþjálfun á hestbaki, en það form þjálfunar gefur góðan árangur við skyn- hreyfiörvun og jafnvægisþjálfun. - sv OR veitir fötluðum styrk: Ná nú að anna eftirspurninni MENNTAMÁL Rekstur Snyrtiaka- demíunnar hefur verið tryggður eftir fjárhagslega endurskipu- lagningu, og skólahald á haustönn hefst þar samkvæmt áætlun í ágúst. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá Snyrti- akademíunni og Sparisjóða- banka Íslands. Jafnframt liggur fyrir samkomulag um breytingu á eignarhaldi Maxíma, rekstrarfélags Snyrtiakademí- unnar. Inga Kolbrún Hjartardótt- ir, skólastjóri Akademíunnar, og flestir aðrir starfsmenn skólans hafa tekið við rekstrinum sem hluthafar ásamt Ingu Þyri Kjart- ansdóttur snyrtifræðingi, en hún stofnaði Snyrtiakademíuna árið 2002. - kg Eignarhald Snyrtiakademíu: Rekstur skólans tryggður VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 29° 24° 25° 22° 20° 14° 23° 23° 23° 24° 32° 31° 33° 15° 21° 18° 22°Á MORGUN 3-8 m/s og hlýjast S-til. MIÐVIKUDAGUR Fremur hæg N-læg eða breytileg átt. 16 13 14 17 18 19 14 12 12 14 12 8 7 6 5 3 7 6 7 8 14 4 16 13 14 14 16 16 12 11 18 MILDIR DAGAR Í dag má búast við nokkurri vætu sunnan og vestan til en á morgun snýst í norðlægar áttir. Þá léttir til S- og V-lands en fer að rigna á norð- anverðu landinu. Á miðvikudaginn eru horfur á súld við norðurströndina en björtu veðri syðra. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður PAKISTAN, AP Ómannaðar flugvélar Bandaríkja- hers skutu flugskeytum á hús á tveimur stöð- um í Norðvestur-Pakistan í gær. Haft er eftir heimildarmönnum innan hersins að tólf hafi verið drepnir í árásunum. Þeir hafi verið her- skáir andspyrnumenn. Bandaríkjaher er sagður hafa staðið fyrir yfir hundrað árásum á hálfsjálfstæðu ættbálka svæði við landamærin að Afganist- an. Flestar hafa þær verið í bæði norður- og suðurhluta Waziristans, en þar eru hermenn talibana sagðir eiga skjól. Í fyrri árásinni var skotið á tvö hús og fimm menn drepnir. Að auki eru fjórir grun- aðir andspyrnumenn sagðir hafa slasast. Í seinni árásinni voru sjö grunaðir andspyrnu- menn drepnir þegar tveimur eldflaugum var skotið á hús. Þetta hefur fréttastofa AP eftir nafnlaus- um heimildarmönnum innan Bandaríkjahers. Bandaríkin hafa ekki opinberlega gengist við aðgerðir undir stjórn Leyniþjónustu Banda- ríkjanna (CIA) þar sem notast er við fjar- stýrðar herflugvélar. Haft er eftir embætt- ismönnum að nokkrir háttsettir menn innan bardagasveita bæði talibana og Al Kaída hafi verið drepnir með þessum hætti. Opinberlega fordæmir Pakistan eldflauga- árásir Bandaríkjanna í landinu, en landið er þó sagt hafa verið handgengt Bandaríkjunum í fyrri slíkum árásum. - óká Í PAKISTAN Spítalastarfsfólk meðhöndlar lík herskárra andspyrnumanna í Pakistan fyrr í þessum mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Tólf grunaðir andspyrnumenn drepnir í tveimur árásum ómannaðra flugvéla Bandaríkjahers: Ráðist á svæði nærri landamærum Afganistans STJÓRNMÁL Ísland mun formlega hefja aðildarviðræður við Evr- ópusambandið á ríkjaráðstefnu ESB sem hefst á morgun á hádegi að íslenskum tíma. Í dag munu utanríkisráðherrar ríkja ESB, að öllum líkindum, samþykkja viðræðurnar. „Ríkjaráð- stefnan verður stutt og form- leg. Það sem gerist er að ég legg fram skrif- lega greinar- gerð fyrir hönd Íslands þar sem farið er ræki- lega yfir breiðu l ínurnar. Ég fylgi henni síðan úr hlaði með stuttri ræðu þar sem gert er grein fyrir meginsjónarmiðum Íslands. Þarna munu einnig halda ræðu stækkunarstjóri ESB, Stefan Füle, og svo utanríkisráðherra Belga, sem er forysturíki ESB um þess- ar mundir,“ segir Össur Skarphéð- insson utanríkisráðherra. Össur bætir svo við að í ræðu sinni muni hann fara yfir sérstöðu Íslands hvað varðar sjálfbærar fiskveiðar, endurnýjanlega orku og svo stjórnmálalega mikilvæga stöðu Íslands við Norðurskautið. Össur segist enn fremur ætla að fara yfir það sem einstakt sé varð- andi meginmálaflokka Íslands. „Stærsti efnispunkturinn í okkar greinargerð er sjávarútvegurinn. Svo mun ég fara yfir stöðu land- búnaðar hér á landi og hversu gríð- arlega mikilvægt það er að búa við fæðuöryggi. Ég fer yfir byggða- mál, efnahagsmál og myntsam- starfið auk þess að draga fram hvað Ísland á mikið sameiginlegt með Evrópu,“ segir Össur. Eiginlegar samningaviðræð- ur hefjast ekki fyrr en um mitt næsta ár og Össur segir að fram að því séu menn í raun að æfa spor- in fyrir stóra dansinn. Þegar þeir hefjast fyrir alvöru verði byrjað á erfiðustu köflunum, þeim er varða sjávarútveg, landbúnað, fjármála- þjónustu og umhverfismál. Á ráðstefnuna mæta sjö frá utanríkisráðuneytinu en þess utan verða þar starfsmenn úr sendiráð- inu í Brussel. Össur segist ekki treysta sér til að svara því hvenær endanlegur samningur kunni að liggja fyrir. Viðræðurnar kunni að verða lang- ar því samningarnir um fiskveið- ar og hugsanlega landbúnað geti orðið mjög strangir. ESB mun leggja áhersla á að Icesave-deilan verði leyst og að Ísland breyti fiskveiðikerfi sínu, að því er segir í minnisblaði frá ESB sem fréttastofan Bloomberg hefur undir höndum. Þar kemur líka fram að ESB meti það sem svo að erfiðustu mál samning- anna verði fiskveiðar, landbúnað- ur og byggðamál, umhverfismál, frjálsir fjármagnsflutningar og fjármálakerfið. magnusl@frettabladid.is Viðræðurnar hefjast formlega á morgun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins hefjast formlega á ríkjaráð- stefnu ESB á morgun. Fulltrúar samningsaðilanna leggja fram greinargerð um helstu samningsmálin. Utanríkisráðherra leggur áherslu á sérstöðu Íslands. ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON ■ Samningaviðræðurnar munu fara fram á ráðstefnum milli aðildarríkja ESB og Íslands. Í nóvember hefjast svokallaðir rýnifundir þar sem löggjöf Íslands og ESB verður borin saman og komist að því um hvað þarf að semja. Eiginlegu viðræðurnar munu síðan hefjast í fyrsta lagi um mitt næsta ár. Samið verður um hvern kafla af 35 köflum löggjafar ESB fyrir sig en einróma samþykki þarf til að hefja og ljúka viðræðum um hvern kafla. Ísland hefur þegar tekið upp stóran hluta löggjafar 22 af 35 köflum lagaverks ESB í gegnum EES-samninginn. ■ Að loknum viðræðunum er niðurstaða samninganna færð í lagatexta. Sú vinna fer fram samhliða samningaviðræðunum og bíður því ekki heildar- niðurstöðu þeirra. Þegar sá texti er tilbúinn liggur fyrir samningur. ■ Ráðherraráð ESB og Evrópuþingið þurfa þá að samþykkja samninginn. Að auki þurfa öll aðildarríki ESB að fullgilda hann auk Íslands að sjálf- sögðu. Við undirritun hans fær Ísland áheyrnaraðild að öllum stofnunum ESB en nýtur ekki atkvæðisréttar. ■ Að viðræðum loknum er samningurinn undirritaður með fyrirvara og verður ekki bindandi. Þá verður haldin þjóðaratkvæðagreiðsla á Íslandi um aðild að ESB. Verði aðild samþykkt þarf að breyta stjórnarskrá og yrði þing þá rofið og boðað til kosninga. Í kjölfarið myndi nýtt þing sam- þykkja breytinguna og veita ríkisstjórn leyfi til að ganga frá samningnum. Verði samningurinn felldur er ferlinu einfaldlega lokið. Næstu skref í samningaferlinu INGA KOLBRÚN HJARTARDÓTTIR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 23.07.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 213,139 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 121,90 122,48 188,12 189,04 157,77 158,65 21,169 21,293 19,794 19,910 16,703 16,801 1,399 1,4072 184,39 185,49 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR HEYRNARSTÖ‹IN Læknastö›in, Kringl unni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.