Fréttablaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI29. júlí 2010 — 176. tölublað — 10. árgangur FIMMTUDAGUR skoðun 20 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Sumardrykkir veðrið í dag Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Félagsráðgjafarneminn Bergdís Ýr Guðmundsdóttir á kjól sem hún heldur afar mikið upp á. „Ég keypti hann af Írisi Eggertsdóttur í Líber fyrir tveimur árum og komst um leið að því að það borgar sig stund-um að kaupa íslenska hönnun þótt hún kosti aðeins meira enda hef ég notað hann óspart síðan.“ Kjólnummá breyta á ý Zöru sem hún bindur með sérstök-um hætti um hálsinn. „Það hafa þó nokkrir komið upp að mér og spurt hvort þetta sé íslensk hönnun og eldri konur hafa bent mér á að klút-urinn líkist slaufunni á gamla skaut-búningnum,“ segir Bergdís en hún eróhrædd við að setja föti íð auga fyrir því hvernig aðrir klæða sig. Hún segir tískuáhugann hafa sprottið fram þegar hún flutti frá Fáskrúðsfirði til Reykjavíkur fyrir þremur árum. „Heima er ég meira í norminu en hér get ég leyft éfrjálsa i kl Notaður við öll tækifæri Bergdís Ýr Guðmundsdóttir notar uppáhaldskjólinn sinn bæði spari og hversdags enda getur hún breytt honum á ýmsan veg. Hún fylgist vel með tískunni og er óhrædd við að prófa nýjar samsetningar. TAYLOR MOMSEN verður nýtt andlit fatalínu Madonnu sem ber heitið Material Girl. Hin unga leik- og söngkona er mjög ánægð með þetta nýja hlutverk. FRÉTTAB LAÐ IÐ /ARN ÞÓ R Bergdís segir það stundum borga sig að kaupa íslenska hönnun enda gaman að eiga einstaka flík. www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Viðurkenndar stuðningshlífarí úrvali Skór & töskur í miklu úrvaliwww.gabor.is FÁKAFENI 9 - Sími: 553 7060 - Opið mánud-föstud. 11-18 Sérverslun með SÉRBLAÐ • FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2010 SUMARDRYKKIR Reynslan seint ofmetin Birgir Leifur Hafþórsson um mót, meiðsli og næstu skref. golf 46 Fréttablaðið er með 180% meiri lestur en Morgunblaðið. Allt sem þú þarft... MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 77,5% 27,7% Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18–49 ára. Könnun Capacent í febrúar til apríl 2010. Ný herrafatalína Guðmundur Jörundsson fatahönnunarnemi kynnti nýverið fyrstu línu sína. allt 2 12 ára með þjóðhátíðarlag Hinn 12 ára gamli Ágúst Emil hefur samið þjóðhátíðarlag, það þriðja sem kemur út í ár. fólk 50 FÓLK Jóhann Laxdal og félagar í Stjörnunni hafa vakið heims- athygli eftir að myndband af fagnaðartil- þrifum þeirra var sett á Youtube. Þegar Fréttablað- ið fór í prent- un í gær losaði teljarinn 2,5 milljónir og myndbandið ofarlega á listum yfir mest spil- uðu myndbönd þessarar vin- sælu vefsíðu. Aðspurður segist Jóhann finna fyrir erlendri athygli, enda laxataktar hans kostulegir. „Ég var að fá símtal frá Noregi og það var einhver stöð að tala við mig,“ segir hann. „Svo er fullt af gaurum frá Brasilíu búnir að adda mér á Facebook og eru þvílíkt að spjalla eins og ég sé guð hjá þeim.“ - afb / sjá síðu 36 Stjörnustrákar slá í gegn: Milljónir skoða fagnaðartilþrif JÓHANN LAXDAL VÆTA SYÐRA Í dag verða suð- austan 8-13 m/s og væta S- og V-til en annars hægari og úrkomulítið. Hiti víða 12-20 stig, hlýjast NA- lands. VEÐUR 4 14 13 18 17 16 ORKUMÁL Tveggja milljarða króna fjárfesting HS Orku í gufuhverfli er í uppnámi vegna ákvörðunar stjórnvalda um að koma fyrirtækj- um sem nýta orkuauðlindir í meiri- hlutaeigu ríkisins. HS Orka tók nýverið við nýjum gufuhverfli sem áformað er að nýta fáist leyfi til að stækka Reykjanes- virkjun. Júlíus Jónasson, forstjóri HS Orku, segir að fáist leyfi til að stækka virkjunina þurfi að bora sex til átta borholur á virkjanasvæðinu til að nýta hverfilinn. Þau áform eru í uppnámi fái kaup kanadíska orkufyrirtækis- ins Magma Energy á HS Orku ekki fram að ganga, segir Júlíus. Hann segir að nýir eigendur hafi ætlað að leggja eigið fé í að stækka virkjun- ina og taka lán til viðbótar. Nú séu þau áform í uppnámi vegna ákvörð- unar stjórnvalda um að opinberir aðilar eigi alltaf að lágmarki helm- ing hlutafjár í orkufyrirtækjum. Júlíus segir dagljóst að þeir tímar séu liðnir þegar hægt hafi verið að fjármagna virkjanir að fullu með lánum. Fáist ekki eigið fé sé því óvíst um framtíð áforma um að stækka Reykjanesvirkjun. Júlíus segir það ekki mistök að hafa keypt gufuhverfilinn, sem framleiddur er hjá Fuji í Japan, og kostaði um tvo milljarða króna. Hverfillinn var pantaður fyrir um tveimur árum, og er sérsmíðaður fyrir jarðhitasvæðið á Suðurnesj- um. Hefði HS Orka viljað hætta við kaupin hefði félagið þurft að greiða Fuji hundruð milljóna fyrir ekki neitt, segir Júlíus. Því hafi verið talið rétt að taka við hverflinum, og hefur hann staðið á gólfi stöðv- arhúss Reykjanesvirkjunar frá því snemma í júní. „Við vonum að tapið verði minna af því að taka þetta inn og bera vextina,“ segir Júlíus. HS Orka sótti um leyfi til að stækka Reykjanesvirkjun í október 2009. Kristinn Einarsson, yfirverk- efnisstjóri hjá Orkustofnun, segir umsóknina enn í vinnslu, óskað hafi verið eftir frekari gögnum, sem berist vonandi fljótlega. Heimildir Fréttablaðsins herma að dráttur á afgreiðslu umsóknar- innar sýni að stofnunin telji ekki rétt að samþykkja stækkunina miðað við fram komin gögn. Júlíus segir að boruð hafi verið ný tilraunahola í sumar, og fljót- lega verði hægt að mæla hversu mikla orku megi fá úr henni. Hann segir sérfræðinga Orkustofnun- ar hafa áhyggjur af því að svæð- ið beri ekki fleiri borholur, en nýja holan muni vonandi sýna fram á að þær áhyggjur séu óþarfar. Hverju það skilar er annað mál, þegar alls óvíst er hvort fjármagn fæst í frek- ari framkvæmdir, segir Júlíus. Nýi hverfillinn getur framleitt um 50 megavött. Bora þyrfti sex til átta holur til viðbótar til að nýta hann að fullu. brjann@frettabladid.is Fjárfesting HS Orku upp á tvo milljarða í uppnámi Áform um stækkun Reykjanesvirkjunar eru í uppnámi vegna áforma stjórnvalda um að eignast meirihlut- ann í orkufyrirtækjum. Tveggja milljarða króna gufuhverfill kominn til landsins en stendur ónotaður. FÓLK Hið formlega Viðeyjarsund var synt í gær og tóku þrír þátt, tveir karlar og ein kona. Þórdís Hrönn Pálsdóttir er fyrsta konan til að taka þátt síðan árið 1959 og kom hún jafnframt fyrst í land og setti kvennamet í sundinu, synti á einni klukkustund og 22 mínútum. „Ég er búin að synda til Hríseyj- ar og Drangeyjar þannig að mér fannst eðlilegt að taka Viðeyjar- sund,“ segir Þórdís. „Við fengum alveg frábærar aðstæður og mér leið vel allan tímann.“ Þórdís synti með æfingafélög- um sínum og segir að ferðin hafi ekki verið keppni, þrátt fyrir að hún hafi komið fyrst í land. „Það er bara spurning um að njóta og hafa gaman af þessu,“ segir hún. Alls hafa 35 manns synt form- legt Viðeyjarsund og er Þórdís þriðja konan frá upphafi sem tekur þátt. - sv Fyrsta konan sem keppir í formlegu Viðeyjarsundi í tæp sextíu ár: Kom fyrst af félögunum í land ÞÁTTTAKENDUR VIÐEYJARSUNDSINS Í ÁR Benedikt Hjartarson, Árni Þór Árnason og Þórdís Hrönn Pálsdóttir syntu hið formlega Viðeyjarsund í gær og varð Þórdís þar með fyrst kvenna til að þreyta sundið síðan 1959. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON LÖGREGLUMÁL Nokkuð hefur borið á hraðakstri á nýja veginum að Landeyjahöfn undanfarna daga að sögn lögreglunnar á Hvols- velli. Þónokkrir hafa verið sekt- aðir fyrir hraðakstur. Lögreglan brýnir fyrir fólki að leggja snemma af stað í Herjólf svo það lendi ekki í tímahraki. Það gildir ekki síst í dag og á morgun, þegar gert er ráð fyrir mikilli umferð. - þeb Lögregla hefur sektað marga: Hraðakstur á leið í Herjólf Bikarævintýrið úti Íslandsmeistarar FH slógu út Víking frá Ólafsvík í undanúrslitum bikarsins. sport 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.