Fréttablaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 8
8 29. júlí 2010 FIMMTUDAGUR Laun bankastjóranna Mánaðarlaun bankastjóra stóru bankanna Nafn Staða Laun í þúsundum kr. Ragnar Z. Guðjónsson bankastjóri hjá Byr 2.155 Ásmundur Stefánsson* bankastjóri Landsbanka Íslands 2.001 Finnur Sveinbjörnsson* bankastjóri Arion banka 1.737 Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka 1.662 * Var bankastjóri allt árið 2009 en hefur nú látið af störfum Heimild: Byggt á útsvari eins og það birtist í álagninga- skrá skattayfirvalda. 1 Hvað heitir aðstoðarbanka- stjóri Seðlabankans? 2 Hvar fannst mikið magn saurgerla í neysluvatni á föstudag? 3 Hverslags tónlist verður í há- vegum höfð á tónlistarhátíðinni Undir Jökli? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 46 SKATTAMÁL Framteljendum til skatts fækkaði í fyrra miðað við árið á undan að sögn ríkisskatt- stjóra. Hlunnindi og launatekjur þjóðarinnar lækkuðu um 38 millj- arða króna milli ára en atvinnu- leysisbætur hækkuðu um 16,7 milljarða. Álagning ríkisskattstjóra nú er sú fyrsta eftir sameiningu skatt- umdæma um síðustu áramót. Í frétt frá embættinu segir að skil á framtölum hafi verið betri en síð- ustu ár. Áætla hafi þurft á mun færri einstaklinga en í fyrra eða 13.750 miðað við 22.330 fram- teljendur fyrir tveim árum. „Í stuttu máli má segja að upplýsingar úr skattframtöl- um beri órækan vitnisburð um þau umskipti sem urðu í efnahagslífi þjóðarinnar haustið 2008,“ segir ríkisskattstjóri. „Nú töldu 27.638 manns fram atvinnu- leysisbætur á skattframtali, margfalt fleiri en á undanförnum árum. Þá tóku 10.254 út séreign- arlífeyrissparnað og 39.184 nýttu sér sérstakan rétt til að taka út séreignarlífeyrissparnað.“ Tæpir 35,9 milljarðar króna voru greiddir úr séreignarsjóð- um og tekjuskattstofninn hækk- aði um 1,5 prósent milli ára þrátt fyrir að greidd laun hafi lækkað um 5,8 prósent. Kærufrestur vegna álagningar- innar er til 27. ágúst. - gar Framteljendum fækkaði og launatekjur þjóðarinnar lækkuðu í fyrra: Tugþúsundir á atvinnuleysisbótum SKÚLI EGGERT ÞÓRÐARSON Hæstu skattgreiðendur Íslands Af lista Ríkisskattstjóra Reykjavík Katrín Þorvaldsdóttir Háuhlíð 12 115,7 Lilja Össurardóttir Smárarima 4 92,6 Bjarni Össurarson Rafnar Bergstaðastræti 79 83,4 Helgi V. Jónsson Brautarland 4 75,5 Árni Pétur Jónsson Sæviðarsund 62 70,9 Ívar Daníelsson Árskógum 6 65,4 Kári Stefánsson Hávallagötu 24 65,3 Lárus Welding Blönduhlíð 8 57,3 Óttar Pálsson Hávallagötu 7 55,3 Sverrir Sigfússon Haðalandi 22 54,1 Andri Már Ingólfsson Sólvallagötu 2 52,6 Fjalar Kristjánsson Öldugötu 24 49,3 Ingunn Gyða Wernersdóttir Bjarmalandi 7 49,3 Garðabær Magnús Jónsson Tjaldanesi 15 60,5 Gunnar Halldór Sverrisson Jafnakri 6 54,5 Steinunn Jónsdóttir Brekkuási 11 53,5 Einar Sveinsson Bakkaflöt 10 50,7 Guðmundur Örn Gunnarsson Urðarhæð 2 37,8 Finnur Reyr Stefánsson Brekkuási 11 34,2 Kópavogur Ingi Guðjónsson Bakkasmára 25 198,4 Þorsteinn Hjaltested Vatnsenda 119,7 Sigurður Sigurgeirsson Logasölum 7 67,4 Hörður Jónsson Gnitaheiði 3 49,5 Seltjarnarnes Bjarni Ármannsson Bakkavör 28 55,7 Guðmundur Ásgeirsson Barðaströnd 33 49,4 Jón Sigurðsson Unnarbraut 17 43,2 Sigurður Nordal Sefgörðum 4 36,9 Erlendur Magnússon Miðbraut 31 31,6 Aðrir staðir Guðbjörg Matthíasdóttir Vestmannaeyjum 343,0 Geirmundur Kristinsson Baldursgarði 6 / Reykjanesbæ 99,5 Jóna M. Hallsdóttir Skólabraut 11 / Gerðahreppi 51,3 Jóhanna Halldóra Sigurðardóttir Innra-Leiti / Dalabyggð 39,0 Finnur Árnason Lækjarbergi 52 / Hafnarfirði 35,8 Jón Sigurðsson Múla / Bláskógabyggð 35,7 Giuliano Taglini Laugarási / Fljótsdalshéraði 34,4 Sævar Helgason Beykilundi 9 / Akureyri 32,8 Hinrik Kristjánsson Lækjarbergi 1 / Hafnarfirði 31,9 Jóhannes Jónsson Hrafnabjörgum / Svalbarðsstr.hr. 30,6 SKATTAMÁL Guðbjörg Matthíasdótt- ir, útgerðarmaður og fjárfestir úr Vestmannaeyjum, er skattadrottn- ing Íslands. Samkvæmt álagningu skattstjóra á Guðbjörg að greiða tæpar 343 milljónir króna í skatt vegna ársins 2009. Ríkisskattstjóri sendi í gær frá sér lista yfir sextíu hæstu skatt- greiðendur landsins. Næstur á eftir Guðbjörgu á listanum er Ingi Guðjónsson í Kópavogi, fjárfestir og fyrrverandi framkvæmdastjóri Lyfju, sem á að borga ríflega 198 milljónir. Þriðji maður á listanum er einnig úr Kópavogi. Það er Þor- steinn Hjaltested, eigandi jarðar- innar Vatnsenda. Honum er gert að greiða tæpar 120 milljónir. Katrín Þorvaldsdóttir, brúðu- gerðarmeistari og leikmynda- hönnuður, greiðir hæstu skattana í Reykjavík, samtals 115,7 milljón- ir króna. Katrín er dóttir Þorvald- ar heitins Guðmundssonar, sem kenndur var við Síld og fisk. Áberandi er hversu lítið fer fyrir þekktum einstaklingum úr banka- geiranum miðað við næstliðin ár. Þó bregður fyrir mönnum eins og Lár- usi Welding (í 14. sæti listans með 57,3 milljónir) Bjarna Ármannssyni (í 15. sæti með 55,7 milljónir). Báðir eru þeir fyrrverandi bankastjórar Glitnis. Einnig má nefna Geirmund Kristinsson, fyrrverandi spari- sjóðsstjóra í Sparisjóði Keflavíkur (í 5. sæti listans með 99,5 milljóna króna álagningu). Af öðru þekktu fólki má geta Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, sem er í 12. sæti skattalistans með 65,3 milljónir, Steinunnar Jónsdóttur, kenndri við BYKO, sem er í 19. sæti með 53,56 milljónir, Andra Más Ingólfssonar í Heimsferðum í 20. sæti með 52,6 milljónir, Einars Sveinssonar, fyrrverandi forstjóra Sjóvár í 22. sæti með 50,7 milljón- ir, og Ingunnar Wernersdóttur fjár- festis, sem á að borga 49,3 milljónir og er í 26. sæti. Við upptalninguna má bæta Gunnlaugi M. Sigmundssyni, fyrrverandi alþingismanni kennd- um við Kögun, sem er í 31. sæti með 445,6 milljóna króna skatt- greiðslu, Jóni Sigurðssyni, fyrr- verandi forstjóra FL Group, sem er í 33. sæti með 43,1 milljón, Herði Arnarsyni í 36. sæti með 38,6 milljónir og Guðmundi Erni Gunnarssyni, forstjóra VÍS, sem situr í 40. sæti með 37,8 milljón- ir. Finnur Árnason, forstjóri Haga, er í 45. sæti með 35,8 milljóna króna skattgreiðslu og Jóhann- es Jónsson í Bónus situr í 60. og síðasta sæti lista ríkisskattstjóra með 30,6 milljóna króna álagn- ingu. gar@frettabladid.is Guðbjörg í Eyjum er skattadrottning í ár Eiganda Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum er gert að borga 343 milljónir króna í skatta vegna ársins 2009. Samkvæmt lista ríkisskattstjóra á næsti maður þar á eftir á að greiða 198 millljónir. Fjórir eiga að borga yfir 100 milljónir. GUÐBJÖRG MATTHÍASDÓTTIR Eigandi Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og fjárfestir með meiru er greiðandi hæstu skatta á Íslandi að þessu sinni samkvæmt álagningarskrá skattstjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON SKATTAMÁL Bankastjórar fjögurra stærstu viðskiptabankanna höfðu í fyrra allir hærri laun en forsætisráðherra landsins þrátt fyrir stefnu stjórnvalda um að engir starfs- menn á vegum ríksins hafi hærri laun en forystumaður ríkisstjórnarinnar. Af fjórmenningunum hafði Ragnar Z. Guðjónsson, þáverandi bankastjóri hjá Byr, hæstu mánaðarlaunin á árinu 2010 ef marka má álagningarskrár skattayfirvalda. Sam- kvæmt þeim námu mánaðarlaun Ragnars 2.154.576 krónum. Næstur Ragnari í launum í fyrra var Ásmundur Stefánsson, þáverandi banka- stjóri Landsbankans, sem fékk 2.000.877 krónur á mánuði. Á eftir Ásmundi fylgir Finnur Svein- björnsson, þáverandi bankastjóri Arion banka sem fékk 1.736.657 krónur á mánuði á árinu 2010. Síðust í þessum hópi er Birna Einars- dóttir, bankastjóri Íslandsbanka, sem hafði 1.661.697 krónur í mánaðarlaun. Af þessum fjórum er Birna Einarsdótt- ir sú eina sem enn er bankastjóri. Þess má Nýju viðskiptabankarnir greiddu bankastórum sínum ágæt laun á árinu 2009: Bankastjórar með tvöföld laun forsætisráðherra NÁTTÚRUFAR Lundaveiðitímabilið hófst í Vestmannaeyjum á laug- ardag en því lýkur í dag. Veiði- tímabilið var líka fimm dagar í fyrra. Slæmt ástand stofnsins varð til þess að veiðitímabilið var stytt úr 55 dögum í fimm, sam- kvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Vestmannaeyja í júlíbyrjun. Þótt veiðar hafi lítil áhrif á viðkomu stofnsins og skýringa á bresti þurfi að leita annars stað- ar, var talið rétt að takmarka veiðarnar, að því er segir á Eyja- fréttum.is. - kh Lundaveiðar í Eyjum: Veiðitíminn var aftur styttur ORKUMÁL Íslensk stjórnvöld hafa þegar lagt blessun sína yfir tvo kaupsamninga þar sem Magma Energy hefur keypt hluti í HS Orku, og reiknar fyrirtækið ekki með að ríkið muni standa í vegi fyrir þriðja og síðasta kaupsamn- ingnum. Þetta kemur fram í yfir- lýsingu frá Magma Energy. Forsvarsmenn fyrirtækisins eru sannfærðir um að samningar um kaup á hlutum Geysis Green Energy á HS Orku séu í sam- ræmi við íslensk lög. Í yfirlýs- ingunni segir að Magma muni aðstoða stjórnvöld eftir föngum við úttekt sem þau ætla að gera á kaupunum. - bj Magma bregst við ákvörðun: Sannfærðir um lögmæti kaupa VIÐSKIPTI Skilanefnd Kaupþings gæti átt von á allt að 10 milljarða króna arðgreiðslu frá FIH-bank- anum í Dan- mörku. Bank- inn er í eigu skilanefndar Kaupþings. FIH-bank- inn í Dan- mörku heldur auka aðalfund í næsta mánuði. Meðal þeirra tillagna sem lagðar verða fyrir fundinn er að heimila stjórn bankans að greiða út arð til eigenda hans upp á allt að 500 milljónir danskra króna eða rúmlega 10 milljarða króna. Á fundinum verður einnig skipt um íslenskan stjórnarmann í stjórn bankans. Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, fer úr stjórninni en inn kemur Haukur C. Benediktsson, lektor í viðskiptafræði við sama skóla. Aukaðalfundur haldinn: Tíu milljarða arður af FIH EFNAHAGSMÁL Skuldatryggingar- álag Íslands hefur hríðlækk- að í vikunni. Samkvæmt Markit Itraxx-vísitölunni er álagið nú komið niður í 286 punkta og hefur ekki verið lægra síðan í maí á síð- asta ári. Gagnaveitan CMA mælir álag- ið í 284 punktum en fram kemur á vefsíðu Markit að álagið í þeirra mælingu hafi lækkað um 33 punkta frá því í gærdag. Þessi mikla lækkun á skulda- tryggingarálaginu hefur haft það í för með sér að Ísland er aftur dottið af topp tíu-listanum yfir þær þjóðir sem taldar eru í hvað mestri hættu á þjóðargjaldþroti. Álag í 386 punktum þýðir að borga verður 2,86% af nafnverði skuldabréfs til fimm ára til að tryggja það gegn greiðslufalli. Betri horfur í efnahagsmálum: Skuldatrygging- arálag Íslands hríðlækkar RAGNAR ÁRNASON jafnframt geta að Íslandsbanki er sá eini af þessum bankastofnununum sem eru ekki enn í eigu ríkisins. Mánaðarlaun Jóhönnu Sigurðardóttur for- sætisráðherra námu samkvæmt álagningar- skránni 1.076.011 krónum í fyrra. - gar hæstu skatt- greiðendurnir voru á lista sem Ríkisskattstjóri sendi frá sér í gær. 60 VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.