Fréttablaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 20
20 29. júlí 2010 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is HALLDÓR Eitt mikilvægasta verkefni hverrar þjóðar er að standa vörð um menn- ingu sína og hefðir. Okkur Íslendingum hefur tekist vel til hvað þetta varðar en betur má ef duga skal í síbreytilegum heimi. Íslensk menning er evrópsk menning og hefur verið það allt frá því að land byggðist. Áhrif annarra heimshluta á hefðir okkar og menningu voru hverf- andi allt þar til að bandarískur her steig hér á land. Amerísk áhrif hafa þó aldrei náð að yfirskyggja evrópska menningar- arfleifð okkar. Hvert sem litið er blasa við evrópsk menningaráhrif. Þetta á til dæmis við um bókmenntir, leiklist, kvikmyndagerð, sjónvarps- og útvarps- efni, trúmál, íþróttir og tónlist. Þátttaka í menningaráætlunum ESB í gegnum EES hefur styrkt íslenska menningu. Fjöldi menningarstyrkja sem landsmönnum hefur hlotnast á öllum þessum sviðum ber þessu vitni. Útkom- an er öflugra menningarlíf þar sem íslensk þekking og hefðir hafa fengið að njóta sín. Eitt af markmiðum Evrópusamvinn- unnar er að styrkja menningu þjóða Evrópu. ESB stuðlar til dæmis að efl- ingu allra tungumála og viðhaldi gam- algróinna hefða meðal þjóða sambands- ins. Evrópsk menning byggir á virðingu fyrir frelsi og frumkvæði einstaklinga og þjóða. Eitt öflugasta tæki sem við Íslending- ar höfum til að efla enn frekar menn- ingu okkar er að taka virkari þátt í starfi ESB. Þannig náum við að styrkja íslenska menningu enn frekar. Nú er lag. ESB eflir íslenska menningu Þátttaka í menningará- ætlunum ESB í gegnum EES hefur styrkt íslenska menn- ingu. Fjöldi menningarstyrkja sem landsmönnum hefur hlotnast á öllum þessum svið- um ber þessu vitni. Evrópumál Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands Enginn vafi Hafi það velkst fyrir einhverjum hver beri ábyrgð á rækjuveiðum á Íslandi voru öll tvímæli tekin af um það í fréttum RÚV á þriðjudag. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra ákvað á dögunum að gera veiðar á úthafseyjum frjálsar. Sam- kvæmt lögfræðiáliti má hann ekki takmarka veiðarnar, því þá væri hann að setja kvóta og yrði að útdeila honum samkvæmt lögum. Mikil ábyrgð Spurður um hvernig hann myndi koma í veg fyrir ofveiði á rækju svaraði Jón í fréttum RÚV að hann bæri ábyrgð á málaflokknum og myndi fylgjast með veiðunum. Og til að það færi ekki á milli mála endurtók hann sama svar fimm eða sex sinnum. Mikil er ábyrgð Jóns Bjarnasonar. Vammlaus Undarlegt er að fylgjast með sumum fjölmiðlum hneykslast á því að Elías Jón Guðjónsson, aðstoð- armaður mennta- málaráð- herra, hafi lekið upplýsingum í blaða- mann. Eyjan fullyrðir til dæmis að Elías Jón hafi reynt að „rugla umræð- una“ og „afvegaleiða fjölmiðla“. Hvernig þá? Eyjunni ritstýrir Þorfinnur Ómarsson. Hann var upplýsinga- fulltrúi í viðskiptaráðuneytinu í fyrra. Ætli það hafi aldrei gerst að hann hafi reynt að „rugla umræðuna“ með því að gauka að blaðamönnum punktum sem honum þóttu fréttnæmir? bergsteinn@frettabladid.is T engsla- og greiðaráðningar í opinberri stjórnsýslu eru henni til vansa. Þær hafa þó tíðkast hér á okkar litla landi og tíðkast enn. Velta má fyrir sér hversu mörg við þurfum að verða hér á Íslandi til þess að hægt verði að byggja hér upp alvöru faglegt ráðningarferli í öll opinber störf sem lögð eru upp með þeim hætti að ráða eigi í þau á faglegum forsendum. Eftir langt skeið skeið hægri- stjórnar á Íslandi með tilheyr- andi ráðningum á vildarvinum um alla stjórnsýslu og dómskerfi voru margir vinstrimenn svo blá- eygir að halda að þegar vinstri- stjórn tæki við völdum þá myndi kaflanum um tengsla- og greiða- ráðningar í stjórnsýslusögunni ljúka, að minnsta kosti í bili. Það fór þó ekki svo þótt vera kunni að tengslaráðningarnar séu ekki alveg eins blygðunarlausar og áður. Um þetta tala mörg dæmi og sum splunkuný. Það er alls ekki skrýtið þegar ný pólitísk öfl taka við völdum að stjórnmálafólk, ráðherrar og sveitarstjórnarfólk til dæmis, vilji velja með sér fagfólk, fólk sem það þekkir og treystir. Það er hins vegar ámælisvert þegar hlutirnir eru ekki kallaðir réttum nöfnum. Öllum á að vera ljóst hvaða stöður eru pólitískar stöður og hvaða stöður eru það ekki og ráðningarferlið í stöðurnar á að vera í sam- ræmi við það. Aðstoðarmenn ráðherra eru pólitískt ráðnir. Það er öllum ljóst og ekki umdeilt. Þeir hverfa svo á braut um leið og ráðherrarnir. Hugsanlega er vilji fyrir því að fjölga slíkum pólitískum embætt- ismönnum í stjórnsýslunni en ef það er gert þá verða stöðurnar að vera skilgreindar þannig og þeir sem þeim gegna að yfirgefa póstana um leið og ráðherrann. Það sjónarspil sem tíðkast í stjórnsýslunni, bæði hjá ríki og sveit- arfélögum, að auglýsa starf eins og ráða eigi í það faglega en ráða svo á forsendum sem eru það greinilega ekki er óþolandi. Enginn á að þurfa að taka þátt í þeim leik, að sækja um starf sem auglýst er á faglegum forsendum og halda að hann komi til greina eins og hver annar umsækjandi en vakna svo upp við það að ráðið hafi verið pólitískt í starfið. Þarna má allt eins nefna dæmi úr sveitarstjórnargeiranum eins og frá ríkinu. Sveitarstjórnum er frjálst að ráða sveitarstjóra pól- itískt. Sumar hafa þó kosið að auglýsa stöðurnar eins og ráða ætti í þær faglega en gengið svo fram hjá öllum umsækjendum og ráðið pólitískt á endanum. Þetta er dæmalaus vanvirðing við umsækj- endur um starf. Kjarni málsins er gagnsæi. Hvert starf í stjórnsýslunni verður að vera skilgreint þannig að ef það á að vera faglegt og ópólitískt þá sé ráðið í það með þeim hætti og ráðningin sé þá í höndum fag- legrar valnefndar. Ráðið er í slíkar stöður til mislangs tíma sem skilgreindur er fyrirfram, jafnvel æviráðið eins og enn tíðkast um einhver embætti. Um pólitískar stöður gegna svo allt aðrar reglur. Í þær er handvalið út frá allt öðrum forsendum. Klisjan um nýja Ísland, og það hvað við viljum sjá þar, er kannski orðin margþvæld. Ógagnsæjar tengsla- og greiðaráðningar eru samt áreiðanlega ekki meðal þess sem þorri fólks æskir að við tökum með okkur frá gamla Íslandi. Gegnsæi ríki í ráðningum í opinber störf: Pólitísk ráðning eða fagleg SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.