Fréttablaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 2
2 29. júlí 2010 FIMMTUDAGUR
Arnar, er þetta ekki tussufínt?
„Nei þetta er tussulfínt.“
Arnar Knútsson kvikmyndargerðarmaður
var trommari í hljómsveitinni Tussull.
VINNUMARKAÐUR Gangi spár eftir
mun atvinnuleysi í ágúst og sept-
ember verða minna en í sumar,
eða í kringum 7 prósent. Í október
eru þó líkur á að fjölga muni á ný á
atvinnuleysisskrá.
Gissur Pétursson, forstjóri
Vinnumálastofnunar, segir reynsl-
una sýna að atvinnulausum fækki
fram í október. Líkur séu á að
reyndin verði einnig sú í ár. Átaks-
verkefni fyrir námsmenn og í við-
haldi hafi gengið vel og fækkað
atvinnulausum. „Það tókst að ráða
námsmenn að stærstum hluta, í
kringum 94 prósent. Við höfum
möguleika á að teygja verkefnið
fram á sumarið og veita atvinnu-
leitendum þannig svigrúm,“ segir
Gissur, en verkefnið gerði ráð fyrir
tveggja mánaða vinnu.
Þá segir Gissur að iðnaðarmönn-
um hafi fækkað mjög á atvinnuleys-
isskrá, sem sé raunin á sumrin. Sér-
stakt átak í viðhaldsverkefnum hafi
enn frekar ýtt undir viðhaldsvinnu.
Hann býst við 7 prósenta atvinnu-
leysi í ágúst. „Það er náttúrulega
hræðilega mikið, en við erum til-
tölulega bjartsýn.“
Á fjórða þúsund manns hafa verið
án atvinnu í tólf mánuði eða meira.
Gissur segir að sérstöku virkniúr-
ræði verði ýtt úr vör fyrir þann hóp
í næstu viku, ekki ósvipað því sem
gert var fyrir ungt fólk í janúar.
Árni Páll Árnason félagsmála-
ráðherra segir atvinnuleysi minnka
yfir sumartímann, en líkur standi
til að það verði einhverju minna í
vetur en í fyrra. Hins vegar sé ekki
búist við að atvinnuleysi minnki
umtalsvert yfir vetrartímann fyrr
en veturinn 2011 til 2012.
Árni Páll segir áhyggjur um alla
Evrópu snúa að því að örðugra verði
að komast í lánsfé á næstu árum og
því verði endurreisn efnahagslífs-
ins erfiðari en ella.
„Bæði er minna handbært fé á
lánamörkuðum og eins hafa bank-
ar farið mun varlegar í kjölfar mik-
ils taps. Það getur því verið að fyr-
irtæki muni eiga í erfiðleikum með
að búa til ný störf.“
Hann telur að íslenska banka-
kerfið sem verið sé að koma á fót,
verði þó vel í stakk búið til lána-
starfsemi. „Vonandi tekst okkur
að hreinsa skuldsetninguna út
og standa eftir með heilbrigðara
bankakerfi.“
- kóp
Yfir þrjú þúsund án
vinnu í meira en ár
Á fjórða þúsund manns hafa verið án atvinnu í meira en tólf mánuði. Farið
verður í átak fyrir þann hóp í næstu viku. Atvinnuleysi í vetur verður lítillega
minna en í fyrra en fer ekki að minnka að ráði fyrr en veturinn 2011-2012.
SUMARVINNA Hér má sjá ungmenni tína rusl í landi Garðabæjar einn góðviðrisdaginn í byrjun júní á þessu ári. Stjórnvöld hafa
beitt sértækum aðgerðum til að fást við atvinnuleysi meðal ungs fólks. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM
EFNAHAGSMÁL Þeir viðskiptavinir
Íslandsbanka sem tóku verðtryggð
húsnæðislán árið 2005 hafa fengið
send bréf þess efnis að nú sé komið
að vaxtaendurskoðun. Vextir lán-
anna voru upphaflega 4,15 prósent
en lánasamningar kveða á um rétt
bankans til hækkunar vaxtaálags á
fimm ára fresti. Með bréfinu fylgdi
umsóknareyðublað þar sem lánþeg-
ar geta sótt um frest á vaxtaendur-
skoðunardegi til þriggja ára.
Lánþegi hafði samband við
Fréttablaðið vegna þessa og lýsti
yfir undrun sinni varðandi umsókn-
areyðublaðið.
„Ég tók lán upp á níu milljónir
sem er nú tæpar tólf. Íslandsbanki
vill hækka vextina upp í 5,6 pró-
sent,“ segir hann. „Bankinn hefði
átt að fresta þessu sjálfkrafa. Mér
finnst þetta mjög ósmekklegt miðað
við ástandið í dag.“
Sigrún Hjartardóttir, sérfræðing-
ur á samskiptasviði Íslandsbanka,
segir að fjármögnunarkostnaður
bankans sé ekki sá sami og lá til
grundvallar þeim vöxtum sem buð-
ust þegar lánin voru tekin.
„Hins vegar er svigrúm margra
lántakenda til að taka á sig hærri
vexti einnig takmarkað,“ segir Sig-
rún. „Bankinn vildi koma til móts
við viðskiptavini sína með því að
gefa þeim færi á að fresta endur-
skoðuninni.“ - sv
Íslandsbanki gefur lánþegum kost á að fresta vaxtaendurskoðun í þrjú ár:
Hefðu átt að fresta sjálfkrafa
ÍBÚÐALÁN Þeir sem tóku lán árið 2005
eiga kost á frestun á hækkun vaxta til
þriggja ára. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL
FÓLK Mannskepnan verður í fyrsta sinn til sýnis
í sínu náttúrulega umhverfi í Fjölskyldu- og hús-
dýragarðinum um næstu helgi. Sýndir verða þrír
karlar og ein kona.
Sýningin er partur af sumarverkefni fyrir ungt
fólk á aldrinum 16 til 18 ára og er stýrt af leikur-
unum Ævari Þór Benediktssyni og Hilmi Jenssyni.
„Krakkarnir eru búnir að vera í garðinum
með alls kyns uppákomur í sumar og við ætlum
að klára með þessari sýningu,“ segir Ævar Þór.
„Þetta er gert til þess að lífga upp á garðinn og
leyfa gestum garðsins að taka þátt í skemmtun-
inni.“
Mannskepnurnar verða til sýnis frá klukkan
tíu, laugardag og sunnudag. Klukkan eitt verða
sýningargripirnir fóðraðir með hamborgurum og
geta allir fylgst með því. Vert er að taka fram að
stranglega er bannað að fóðra skepnurnar, líkt og
önnur dýr í garðinum.
Búrinu, sem venjulega er notað fyrir dýr í
hremmingum, verður kirfilega læst og segir Ævar
að sýningargripirnir kæmust ekki út þótt þeir
vildu.
„Þau fá bolta, sjónvarp og hugsanlega eina bók,“
segir hann. „Það er mjög mikilvægt að halda þeim
í sínu náttúrulega umhverfi.“ - sv
SÝNINGARDÝRIN Þeir Jakob, Davíð og Hafsteinn verða meðal
annars til sýnis í Húsdýragarðinum um helgina MYND/HILMIR
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn fær kærkomna viðbót um næstu helgi:
Mannfólk til sýnis í fyrsta sinn
FÓLK Gestir Þjóðhátíðarinnar
árlegu í Vestmannaeyjum eru
margir hverjir mættir á svæðið og
byrjaðir að koma sér fyrir. Heima-
menn merktu fyrir tjöldum sínum í
gærdag, en sá siður hefur lengi ríkt
í dalnum.
„Þetta hefur alltaf verið hálfgert
kaos,“ segir Óskar P. Friðriksson,
umsjónarmaður munavörslunn-
ar. „Þeir sem starfa við hátíðina
fá fyrstir tækifæri til að velja sér
stæði. Það eru bara allir bæjarbúar
starfsmenn Þjóðhátíðar, þannig að
í ár tjölduðum við öll saman.“ - sv
Þjóðhátið í Eyjum er hafin:
Hörð keppni
um tjaldstæði
KEPPT UM STÆÐIN Gestir Þjóðhátíðar
hlaupa og merkja sér tjaldstæði
FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON
Áttu ekki að banna bílskúr
Borgaryfirvöld hafa verið gerð aft-
urreka með ákvörðun um að synja
húseiganda á Langholtsvegi um að
byggja tvöfaldan bílskúr í stað eldri
bílskúrs. Úrskurðarnefnd skipulags-
og byggingarmála segir borgina hafa
vísað í deiliskipulag sem ekki sé til
fyrir viðkomandi lóð.
SKIPULAGSMÁL
VÍSINDI Fornleifafræðingar á Aust-
ur-Tímor hafa fundið beinagrind
stærstu rottu sem fundist hefur til
þessa. Beinagrindin fannst í gíg
kulnaðs eldfjalls.
Út frá beinagrindinni áætla vís-
indamennirnir að rottan hafi vegið
um sex kíló. Það er talsvert meira
en húsköttur, sem vegur gjarnan
á bilinu fjögur til fimm kíló. Forn-
leifafræðingarnir telja að gríðar-
mikið skógarhögg á Austur-Tímor
hafi eytt kjörlendi risarottnanna.
Afleiðingarnar urðu þær að þessi
risavaxna rottutegund dó út fyrir
eitt til tvö þúsund árum. - bj
Fundu beinagrind af risarottu:
Rotturnar vógu
um sex kíló
SKIPULAGSMÁL Sveitarstjórn Borg-
arfjarðar hefur staðfest ákvörðun
skipulagsnefndar og byggðaráðs
um að heimila gerð mótókross-
brautar í landi Steðja þrátt fyrir
að úrskurðarnefnd skipulags-
og byggingarmála hafi ógilt
leyfi fyrir framkvæmdinni sem
byggðaráð hafði samþykkt. Nota
á brautina á unglingalandsmóti
UMFÍ 30. júlí til 1. ágúst.
Eigandi jarðarinnar Runna
kærði útgáfu leyfisins. Sveitarfé-
lagið segir framkvæmdina vera
á röskuðu landi og afturkræfa og
að leyfið gildi aðeins fyrir lands-
mótið. Úrskurðarnefndin sagði að
undirbúningi ákvörðunarinnar
hefði verið „stórlega áfátt“ og hún
því felld úr gildi. - gar
Umdeild mótókrossbraut:
Gefa leyfi þrátt
fyrir ógildingu
NOREGUR Nautgripabændur í suð-
urhluta Noregs óttast nú að þurfa
að slátra mörgum dýrum fyrir
veturinn vegna skorts á heyi.
Margir bændanna hafa aðeins
heyjað um 30 prósent af því sem
venjulegt er á árinu. Ástæðan er
óvenjulega þurrt veður, en minni
úrkoma hefur ekki mælst á svæð-
inu í júnímánuði frá því mæling-
ar hófust fyrir 150 árum.
Bændur annars staðar í land-
inu hafa boðið fram neyðaraðstoð,
og er vonast til að það bjargi ein-
hverjum skepnanna. - þeb
Óvenjulegir þurrkar í sumar:
Norskir bændur
óttast heyskort
ORKUMÁL Magma Energy lýsti
yfir áhuga á að selja hlut í HS
Orku til annarra erlendra fyrir-
tækja í tilkynningu til kanadísku
kauphallarinnar í maí.
Í tilkynningunni er talað um að
fá fjárfesta erlendis eða á Íslandi
til að kaupa minnihluta í fyrir-
tækinu. Með því átti að losa fé til
að greiða fyrir 53 prósenta hlut
Magma. Þetta kom fram í fréttum
Stöðvar 2 í gærkvöldi.
Ásgeir Margeirsson, forstjóri
Magma á Íslandi, segir aðeins um
lítinn hluta að ræða, og aðeins ef
íslenskir fjárfestar hefðu ekki
áhuga. Magma sé hlynnt því að fá
íslenska fjárfesta til liðs við sig.
- þeb
Magma Energy við kauphöll:
Reiðubúnir að
selja erlendum
fjárfestum hlut
SPURNING DAGSINS