Fréttablaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR 29. júlí 2010 27 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Hreinn Eyjólfsson vélstjóri, Laugarnesvegi 87, lést á líknardeild Landspítalans þann 24. júlí sl. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudag- inn 29. júlí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta Heimaþjónustuna Karitas eða líknardeild Landspítalans í Kópavogi njóta þess. Jóhanna Hreinsdóttir Benóní Torfi Eggertsson Steinþór Hreinsson Elín Skarphéðinsdóttir Guðrún Hreinsdóttir Gestur Hreinsson Svanhildur Þórsteinsdóttir Hlynur Hreinsson Erika Martins Carneiro barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður og afa, Hilmars Sævars Guðjónssonar Háseylu 1, Njarðvík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Sólbjörg Hilmarsdóttir Ólafur Sævar Magnússon Hilmar Þór Hilmarsson Guðjón Ingi Hilmarsson Ingi Þór Ólafsson Aron Smári Ólafsson Þökkum af alhug hlýjar kveðjur við fráfall Tómasar Ragnarssonar. Þá þökkum við stórum vinahópi Tómasar, Fáki og kvennadeild Fáks fyrir ómetanlegan stuðning við fallega og ógleymanlega útför hans. Einnig LH, dómarafélaginu og knöpum í heiðursverði. Dáð ykkar gleymist ekki. Starfsfólki Karitas og Líknardeild Landspítalans í Kópavogi þökkum við einstaka alúð sem og læknum og starfsliði Landspítalans. Alfa Regína Jóhannsdóttir, Ellý Tómasdóttir, Ragnar Tómasson, Rúna Tómasdóttir og Ragnar Arnórsson. Svanhildur Steinarrsdóttir og Ólafur Steinarrsson, Ragna Þóra Ragnarsdóttir, Dagný Ragnarsdóttir og Arnar Ragnarsson. Dagný Gísladóttir og Ragnar Tómasson. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Martha Árnadóttir, Hlíf II, Ísafirði, sem lést á Heilbrigðisstofnuninni, Ísafjarðarbæ 22. júlí, verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju föstudaginn 30. júlí kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið Sigurvon á Ísafirði. Sigurður Jónsson Árni Sigurðsson Guðrún Halldórsdóttir Jón Ólafur Sigurðsson Jóhanna Oddsdóttir Málfríður Þórunn Sigurðardóttir Þórhildur Sigrún Sigurðardóttir Guðmundur Hafsteinsson barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Við þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, Gylfa Baldurssonar, heyrnarfræðings, Hátúni 12, Reykjavík. Arngunnur Ýr Gylfadóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Baldur Gylfason, Yrsa Þöll Gylfadóttir og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug, við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Halldórs Friðriks Nikulássonar, Álfheimum 54, Rvk. Lára Guðmundsdóttir Halldóra Halldórsdóttir Ragna Halldórsdóttir Sighvatur Halldórsson Soffía Guttormsdóttir barnabörn og langafabarn. Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Ingveldar Óskarsdóttur Thorsteinson, sem lést sunnudaginn 20. júní. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Skógarbæjar fyrir elskulega og góða umönnun. Margrét Fafin Thorsteinson Páll Svavarsson Steinunn Thorsteinson Jóhanna Thorsteinson Bergur Bergsson Anna Björg Thorsteinson Sigursteinn Sævar Einarsson Birgitta Thorsteinson Magnús G. Benediktsson Steingrímur Árni Thorsteinson Ásta Kristín Svavarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Peter Máté píanóleikari verða með tón- leika í Kálfafellsstaðarkirkju í Suðursveit í dag, 29. júlí, á Ólafsmessu. Dagskráin hefst með helgistund klukkan 14. Fjall- að verður um sögu kirkjunn- ar og staðarins og rifjuð upp gömul saga um mátt Ólafs helga, en kirkjan var helguð honum í kaþólskum sið. Síðan er komið að tónleikunum. Á efnisskránni eru einleikslög eftir Bach, vinsæl og þekkt íslensk lög ásamt sígauna- og Vínartónlist. Í lokin verð- ur farið í heimsókn að völvu- leiði í landi Kálfafellsstaðar og gömul saga um Völvuna á Kálfafellsstað og mátt henn- ar rifjuð upp. Þórbergssetur stendur fyrir tónleikum ásamt sókn- arprestinum á Kálfafells- stað, Séra Einari G. Jónssyni og viðburðurinn er einnig styrktur af Menningarráði Austurlands. Heimild: www.rikivatna- jokuls.is. - gun Tónlist, útivera og trú í Suðursveit TÓNLISTARFÓLKIÐ Guðný Guðmundsdóttir og Peter Máté spila í kirkjunni á Kálfafellsstað sem þykir hafa góðan hljómburð. Hópur sjö erlendra sjálf- boðaliða á vegum SEEDS og Hjólafærni mun næstu daga hjóla á Suðurlandsundirlend- inu. Hópurinn mun hafa við- komu og nokkra daga dvöl í Hveragerði, Þorlákshöfn og Eyrarbakka til þess að ræða við íþrótta- og tómstunda- fulltrúa og aðra áhugasama til þess að setja upp um það bil tíu kílómetra hjólahring í nágrenninu. Á meðan hópurinn dvelur á hverjum stað geta íbúar og aðrir komið og fengið hjól- in sín ástandsskoðuð af dr. Bæk og aðstoð við að lag- færa minni háttar vankanta á hjólinu. Ferðinni lýkur svo í Alviðru, umhverfis- og fræðslusetri Landverndar 6. ágúst þar sem hópurinn mun sinna umhverfisverkefnum í landi Landverndar. Sjálfboðaliðar á leið um landið GERT Í GÓÐUM TILGANGI Markmið ferðarinnar er að stuðla að upp- setningu á tíu kílómetra hjólahring. MYND/ÚR EINKASAFNI Listakonurnar Inga Ragn- arsdóttir og Svava Björns- dóttir opna sýningu á verk- um sínum í Bryggjusal Edinborgarhússins á Ísa- firði á laugardaginn, 31. júlí klukkan 16. Segja má að verk þeirra séu skyld þó að efniviðurinn sé ólíkur. Myndmál þeirra er af sama meiði en þær nýta sér rými, form, efni og liti hvor á sinn persónulega hátt. Svava og Inga stund- uðu báðar höggmynda- nám í Listaakademíunni í München í lok áttunda og byrjun níunda áratugar síð- ustu aldar. Þar fylgdust þær náið að og einnig síðar sem starfandi myndlistarmenn. Verk eftir þær eru á helstu listasöfnum landsins og líka á söfnum í Þýskalandi og báðar eiga margar sýningar að baki. Þó hafa þær aldrei sýnt saman áður. Það er því spennandi verkefni fyrir þær að stilla saman strengi í Bryggjusal Edinborgar- hússins. Sýningin er opin alla daga til 19. ágúst frá klukkan 16 til 18. Verkin á henni eru fyrst og fremst þrívíddarverk unnin á þessu ári. - gun Vinkonurnar sýna saman MYNDLISTARKONURNAR Inga Ragnarsdóttir og Svava Björnsdóttir eru með samsýningu í Edinborgarhúsinu. MYND/ÞORSTEINN J. TÓMASSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.