Fréttablaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 12
 29. júlí 2010 FIMMTUDAGUR Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið (ESB) hófust í vikunni. Rætt var við Dr. Timo Summa af þessu tilefni en hann fer fyrir sendinefnd ESB á Íslandi. Hann býst við erf- iðum samningaviðræðum en segir aðildarríkin hafa skilning á sérstöðu lands- ins. Erfiðasti hluti ferlis- ins kunni að verða umræð- an hér á Íslandi sem honum þykir stutt á veg komin. Ísland hóf formlegar aðildarvið- ræður við ESB á ríkjaráðstefnu sambandsins á þriðjudag. Á henni lögðu ESB og ríkisstjórn Íslands fram greinargerðir um viðræðurn- ar sem eru fram undan. Fréttablað- ið spurði Timo Summa að því hvað tæki við næst. „Nú í haust hefst samningaferlið með því að farið verður yfir alla 35 kafla löggjaf- ar ESB. Við skoðum hvar skilur á milli íslenskrar löggjafar og ESB- löggjafar og komumst þannig að því um hvað þarf að semja,“ segir Summa og bætir við að Ísland hafi þegar tekið upp 60 prósent kaflanna í gegnum EES-samninginn. Senni- lega verði einfalt að fara í gegnum þá kafla og því séu það líklega ekki nema sex kaflar löggjafarinnar sem virkilega þarf að semja um. Á því verði byrjað þegar þessi undirbún- ingsskref hafa verið stigin. Summa segir hlutverk sendi- nefndarinnar hér á landi vera að greiða fyrir þessu ferli. „Við eigum í daglegum samskiptum við ráðu- neytin hér og svo stjórnsýsluna í Brussel. Auk þess höfum við sér- fræðinga á okkur snærum sem taka þátt í undirbúningi viðræðn- anna þótt þeir taki ekki þátt í þeim sjálfum.“ Erfiðar viðræður fram undan Summa segist búast við því að viðræðurnar gætu orðið flóknar. „Ísland er mjög einstakt og það eru stór mál til staðar sem erfitt verð- ur að semja um svo sem sjávarút- vegsmál, landbúnaðarmál og fleira. Við höfum vissar reglur í ESB sem ekki er hægt að breyta en á sama tíma verðum við að finna leiðir til að klæðskerasauma sumar þeirra að íslenskum aðstæðum. Það er til staðar skilningur á því að Ísland hafi sérstöðu en það verður engu að síður áskorun að leysa þessi mál.“ Summa kveðst þó bjartsýnn á að hægt sé að finna lausnir sem henta báðum aðilum. „ESB hefur samið við mjög ólík ríki á undanförnum árum og í öllum tilfellum hefur tek- ist að finna ásættanlega lausn fyrir alla aðila. Eina landið sem hefur að lokum kosið að ganga ekki í sam- bandið er Noregur,“ segir Summa. Samkvæmt minnisblaði sem Bloomberg-fréttastofan hefur undir höndum mun ESB leggja áherslu á það í samningsferlinu að Íslending- ar standi við Icesave-skuldbinding- arnar og breyti fiskveiðikerfi sínu. Spurður um þetta segir Summa: „Það er ljóst frá ESB séð að íslensk stjórnvöld verða að fylgja EES-regl- um. Ég held að það séu hagsmunir allra aðila og þar eð íslenska ríkis- stjórnin hefur alla tíð sagt að lögum verði fylgt, vona ég að þessu máli verði lokið á næsta ári þegar samn- ingaviðræðurnar hefjast af alvöru.“ Hann vill ekki setja fram neinar getgátur um það hvað ESB muni fara fram á varðandi sjávarútvegs- mál. „Mikilvægast er að hefja samn- ingaviðræðurnar um sjávarútveg- inn. Þá geta samningsaðilar borið saman skoðanir sínar á þessum málum og þá fyrst sjáum við hvað er mögulegt.“ Staðreyndir hafðar að leiðarljósi Summa segist hafa orðið var við töluverða andstöðu við ESB á Íslandi en samkvæmt skoðanakönnunum hefur stuðningur við aðild minnk- að töluvert á síðustu misserum. „Frá því að ég kom hingað hef ég marga hitt. Margir eru jákvæðir gagnvart ESB en að sama skapi eru margir mjög gagnrýnir á sambandið. Við reynum að hlusta á allar skoðan- ir og sjá til þess að almenningur hafi réttar upplýsingar í höndun- um. Þegar ákvörðun íslensku þjóð- arinnar liggur svo fyrir þá munum við virða hana.“ Summa sýnist sem svo að margir hafi litlar upplýsingar um ESB og hvað aðild hafi í för með sér. Hann segir suma jafnvel nota rangar eða villandi upplýsingar um sambandið í opinberri umræðu og segir það þurfa að breytast. Spurður hvort lítill stuðningur við aðild Íslands að ESB muni hafa áhrif á viðræðuferlið segir Summa svo ekki vera. „Ég held að fólkið í Brussel og ríkjunum skilji af hverju andrúmsloftið er svo gagnrýnið. Það sem við erum svo að vonast eftir er að Íslendingar komist sem fyrst upp úr efnahagsvandræðum sínum. Við höldum að þá muni fólk hafa meira olnbogarými til að ræða kosti og galla aðildar. Þá getur það kannski frekar velt fyrir sér stóru mynd- inni.“ Summa segir að skoðanakannan- irnar hér séu nákvæmlega eins og þær voru í Svíþjóð ári áður en Svíar gengu inn í ESB. „Í litlum löndum eru sveiflur í stjórnmálum oft mikl- ar og því kann almenningsálitið að snúast aftur.“ Summa segir það taka þjóðir tíma að útkljá umræðuna um ESB. Þetta sé tilfinningamál og því sé það ekki eitt atriði sem ríður baggamuninn heldur stóra myndin og stundum sé tímafrekt að ná sjón- um á henni. Þýska þingið samþykkti aðildar- viðræðurnar við Ísland nýverið en hengdi við ákvörðun sína ályktun um að Ísland þurfi að hætta hval- veiðum sínum ætli landið að ganga í ESB. Fréttablaðið spurði Summa hvort aðildarríki sambandsins geti stillt Íslandi einhliða upp við vegg í málum á borð við þetta. „Ef við horfum á fyrri aðildarviðræður sjáum við að sum aðildarríki hafa sett fram skilyrði eins og þetta. Við verðum hins vegar að hafa í huga að þegar ESB ákveður sína stefnu þá semja öll aðildarríkin um þá stefnu svo ekkert eitt þeirra getur stjórn- að svona hlutum einhliða. Stefna ESB er mótuð með hliðsjón af stað- reyndum, greiningu stofnana og svo skoðunum aðildarríkjanna. Einstök ríki geta því haft upphafleg viðhorf en það sem skiptir síðan öllu máli er það sem aðildarríkin ákveða öll saman.“ Ávinningur Íslands mikill Til umræðu hefur verið að draga aðildarumsóknina að ESB til baka og hefur Sjálfstæðisflokkurinn til að mynda ályktað í þá veru. Summa vildi ekki svara því hvernig ESB myndi taka því ef umsóknin yrði dregin til baka. Hann segir að rík- isstjórnin hafi sótt um aðild og sam- bandið muni því setjast við samn- ingaborðið af heilum hug. Það sé Íslendinga að ákveða hvernig haga skuli umsókninni. Hann hefur hins vegar litlar áhyggjur af því að sam- skipti Íslands og ESB kunni að súrna hafni Íslendingar að lokum aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Með aðild Íslands að EES og Schengen-samn- ingunum er landið nú þegar í nánu samstarfi við ESB og það mun ekki breytast. Viðræðuferlið mun leiða til þess að aðilarnir öðlist meiri skiln- ing hvor á hinum. Ég held því að það muni hafa jákvæð áhrif á sam- starfið hvernig sem þjóðaratkvæða- greiðslan svo fer.“ Summa segist hafa orðið var við að margir Íslendingar líti til for- dæmis Noregs sem hefur kosið að standa utan við ESB. Hann segir samanburðinn ekki endilega heppi- legan. „Ísland er ekki Noregur. Ef þú berð löndin saman þá sérðu fljótt að þau búa við mjög ólíkar aðstæð- ur. Tækifæri þeirra og áskoran- ir eru ólíkar og til að mynda hent- ar evran ekki Norðmönnum en hún hentar Íslendingum vel. Ávinningur Íslands af því ganga í ESB yrði gríð- arlega mikill til langs tíma séð. Nor- egur hefur efni á því að standa fyrir utan en Ísland hefur það trauðla.“ Margir Íslendingar hafa áhyggjur af því að áhrif Íslands innan sam- bandsins verði lítil þegar á hólminn er komið. Summa telur ekki ástæðu til þess að óttast það. „Lítil lönd í ESB, á borð við heimaland mitt Finnland, geta haft mjög mikil áhrif ef þau eru virk innan sambandsins og beita sér fyrir þeim málefnum sem skipta þau máli. Auðvitað hafa lönd mismikið vægi þegar kemur til atkvæðagreiðslna en það er nær aldrei gripið til þeirra. Yfirleitt er ferlið þannig að ákvörðunum er frekar slegið á frest ef ekki næst samstaða um þær en síður kosið um þær. Ég hef stýrt yfir hundrað stórum fundum aðildarríkjanna og á þessum fundum hefur aldrei, ekki einu sinni, verið kosið um niðurstöð- una. Ríkin setjast niður, rökræða og komast að niðurstöðu sem allir geta sætt sig við.“ Erfiðar viðræður en skiln- ingur á sérstöðu Íslands Magnús Þorlákur Lúðvíksson magnusl@frettabladid.is FRÉTTAVIÐTAL: Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi TIMO SUMMA Finninn veitir sendinefnd ESB á Íslandi forstöðu. Sendinefndin tók til starfa á Íslandi í upphafi árs og mun starfa hér þar til viðræðuferli Íslands og ESB lýkur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Dr. Timo Summa er finnskur hagfræðingur fæddur árið 1948. Summa er með doktorsgráðu frá Helsinki School of Economics og hefur unnið innan Evrópusam- bandsins frá árinu 1995. Áður var hann framkvæmdastjóri iðnað- arfyrirtækis í Finnlandi en hefur einnig starfað sem hagfræðingur meðal annars hjá samtökum iðnrekanda í Finnlandi. Hver er Timo Summa? Frídagur verslunarmanna var fyrst haldinn hátíðlegur í september 1894 og var hann ætlaður starfsfólki verslana á Íslandi. Frídagur verslunar- manna fellur á mánudag og því er helgin um mánaðar- mótin júlí og ágúst löng helgi og hún er kölluð verslunarmannahelgi. Þetta er stærsta ferðahelgi ársins þar sem tugþúsundir Íslendinga leggja land undir fót. Dagurinn er eftir danskri fyrirmyndi og því gefst kjörið tækifæri til að fagna frídegi verslunarmanna með góðu BKI kaffi. Gættu þess að eiga nóg af bragðgóðu BKI kaffi um helgina. Það er nauðsynlegt að hressa sig við annað slagið með rjúkandi bolla af BKI kaffi. Angan af kaffi kemur bragðlauk- unum af stað og ilmurinn segir til um ríkt bragðið af BKI kaffi. Helltu upp á gott BKI kaffi. BKI Classic Frídagur verslunarmanna er á mánudaginn! Fagnaðu frídegi verslunarmanna með BKI kaffi Frídagur verslunarmanna er á mánudaginn Kauptu BKI fyrir frídag verslunarmanna BKI Extra Snöggristað við háan hita. Þannig næst fram ríkara kaffibragð við fyrsta sopa en léttur og mjúkur keimur fylgir á eftir. Sérvaldar baunir frá þekktustu kaffisvæðum heimsins tryggja hið mjúka bragð, lokkandi ilminn og fersklegt eftirbragðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.