Fréttablaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 44
32 29. júlí 2010 FIMMTUDAGUR
tonlist@frettabladid.is
TÓNNINN GEFINN
Trausti Júlíusson
Þriðja plata kanadísku
hljómsveitarinnar Arcade
Fire, The Suburbs, kemur
út eftir verslunarmanna-
helgi.
Þriðja plata Arcade Fire, The
Suburbs, kemur út eftir verslunar-
mannahelgi og hefur hennar verið
beðið með mikilli eftirvæntingu.
Hljómurinn á plötunni er ferskur,
þó svo að ekki hafi miklar breyt-
ingar orðið á tónlistarstefnunni.
Indí-popp með dimmum undirtón
ræður enn ríkjum og textarnir eru
forvitnilegir sem fyrr.
Í þetta sinn byggja textarnir á
barnæsku þeirra meðlima Arcade
Fire sem ólust upp í úthverfum
borgarinnar Houston í Texas.
Forsprakkinn, Win Butler, fékk
hugmyndina þegar sveitin var í
ársfríi eftir langt og strangt tón-
leikaferðalag til að fylgja eftir
síðustu plötu, Neon Bible. Þá fékk
hann tölvupóst frá gömlum vini frá
Houston. „Hann sendi okkur mynd
af sér með dóttur sína á
háhesti í stórmarkað-
inum sem var rétt hjá
heimilum okkar,“ sagði
Butler. „Að sjá þennan
kunnuglega stað og vin
minn með barnið sitt
vakti ýmsar tilfinningar
frá þessum tíma. Ég fór
að hugsa mikið um bæinn
þar sem við ólumst upp
og í framhaldinu reyndi
ég að muna eins mikið og
ég gat. Í lífinu vill maður
skilja hvaðan maður
kemur og hver maður
er. Fólki finnst oft erfitt
að ná ekki tengslum við æskuna og
sitt gamla líf. Ef þú ætlar að semja
lög um æskuslóðirnar verðurðu að
átta þig á hvers konar manneskja
þú ert.“
Arcade Fire var stofnuð í Montr-
éal í Kanada 2003 af Butler og eig-
inkonu hans, Régine Chassagne.
Fyrsta stóra platan, Funeral, kom
út ári síðar og eftir að
hún var endurútgefin
2005 sló hljómsveitin í
gegn. Næsta plata á eftir,
Neon Bible, kom út 2007
og hlaut, eins og sú fyrri,
mjög góðar viðtökur tón-
listargagnrýnenda.
Sextán lög eru á The
Suburbs og umslag-
ið kemur út í átta mis-
munandi útgáfum. Til
marks um athyglina sem
Arcade Fire vekur verð-
ur sýnt beint frá tónleik-
um hennar í Madison
Square Garden 5. ágúst á
Youtube. Áhorfendur geta valið um
nokkur sjónarhorn frá tónleikunum
og hinn virti leikstjóri Terry Gilli-
am úr Monty Python-hópnum ætlar
að sjá um að allt sjónarspilið gangi
upp. freyr@frettabladid.is
Syngja um æskuslóðirnar
WIN BUTLER Forsprakki Arcade Fire, Win Butler, syngur um æsku sína í Houston á nýju plötunni The Suburbs. NORDICPHOTOS/AFP
Jamie Reynolds, bassaleikari og söngvari The
Klaxons, segir að hljómsveitin spili núna edrú á
öllum tónleikum. Þetta ákváðu þeir félagar eftir
að hafa unnið með upptökustjóranum Ross Robin-
son við gerð annarrar plötu sinnar, Surfing the
Void.
Reynolds telur að þessi ákvörðun hafi gert The
Klaxons að betri tónleikasveit, en þeir félagar
spiluðu á Iceland Airwaves-hátíðinni 2006 í Hafn-
arhúsinu. „Við áttuðum okkur á því að við getum
spilað þessi lög allsgáðir og náð fram því besta í
þeim. Áður fyrr hljómuðu þau eins og lestarslys,“
sagði Reynolds. Spurður hvort það hafi verið með-
vituð ákvörðun að drekka ekki áður en þeir færu á
svið sagði hann: „Nei, við ákváðum þetta eiginlega
eftir að hafa unnið með Ross. Ég meina, þannig
tókum við upp plötuna og þessi hugsun hélt áfram
þegar við fórum að spila lögin af henni. Núna
hljóma öll gömlu lögin betur og þessi nýju hljóma
líka frábærlega. Við erum mjög spenntir fyrir
komandi tímum.“
Surfing the Void kemur út 23. ágúst. Fyrsta
plata sveitarinnar, Myths of the Near Future,
kom út 2007 og vann hin virtu Mercury-verðlaun
í Bretlandi.
Hættir að drekka á tónleikum
THE KLAXONS Bresku strákarnir eru hættir að drekka sig fulla
áður en þeir stíga á svið.
> Í SPILARANUM
Arcade Fire - The Suburbs
Martina Topley-Bird - Some Place Simple
Móses Hightower - Búum til börn
Rökkurró - Í annan heim
MÓSES HIGHTOWER RÖKKURRÓ
Tónlistarheiminum hafa lengi fylgt tímarit sem hafa haft mikil áhrif.
Þegar ég var að byrja að fylgjast með voru bresku vikublöðin NME,
Melody Maker og Sounds mikið lesin, en að auki gleypti maður í sig
fróðleik úr Zigzag, Rolling Stone og Creem þegar maður náði í þau.
Þetta var fyrir tíma Netsins þannig að tónlistaruppeldið kom úr þessum
blöðum að ógleymdum útvarpsþættin-
um Áföngum sem Ásmundur Jónsson og
Guðni Rúnar Agnarsson sáu um sællar
minningar.
Öll þessi blöð heyra nú sögunni til, nema
NME og Rolling Stone. Og mörg hafa
komið og farið. Mánaðarblöð tóku við af
vikublöðunum í Bretlandi. Fyrst kom Q
árið 1986 og sló í gegn og blöð eins og Sel-
ect og Vox fylgdu í kjölfarið og svo Mojo
(1993) og Uncut (1997). Í þeim tveimur
síðasttöldu var áherslan á vandaðar og
veglegar greinar um tónlistarmenn og
tónlistarstefnur úr fortíðinni, hvort sem
við tölum um Dylan og Stones, krautrokk,
post-pönk, soul, fönk, ska eða sýrurokk.
Bæði blöðin voru stíluð inn á eldri lesend-
ur. Þau hafa haldið velli, en eru í dag mikið að endurtaka sig. Maður les
þau samt enn, ólíkt t.d. Q sem er orðið útþynnt og ólesandi.
Netmiðlar sjá í dag að mestu um að kynna nýja listamenn, en nýlega
bættust við tveir miðlar fyrir okkur gömlu hundana sem viljum kafa
enn dýpra í söguna. Þeir eru báðir samstarfsverkefni nokkurra helstu
rokkblaðamanna heims. Annar er netsíðan www.rocksbackpages.com
en hún birtir efni úr tónlistarmiðlum síðustu áratuga. Hinn er tímarit-
ið Loops. Það er gefið út af Domino Records og Faber-bókaútgáfunni
og kemur út tvisvar á ári. Og nú er kafað djúpt. Í nýjasta tölublaði er
m.a. 36 þúsund orða langloka um Michael Jackson eftir Paul Morley og
greinar um árið 1973, Manchester, Prince, Napalm Death, Cramps, Loft-
klúbbinn í New York og Serge Gainsbourg.
Fyrir lengra komna
■ (They Long to Be) Close to You var samið
af Burt Bacharach og Hal David og gefið út
á smáskífu árið 1963 og náði ekki teljandi
vinsældum.
■ Karen og Richard Carpenter tóku lagið upp
á sína arma árið 1970 þegar þau gáfu út
plötuna Close to You.
■ Lagið kom þeim á kortið og sat í efsta sæti
Billboard-listans í heilan mánuð.
■ Carpenters-hjónin fengu fyrstu Grammy-
verðlaunin sín fyrir lagið árið 1971. Þau
fengu alls þrjú Grammy-verðlaun á ferlinum.
■ Lagið er einnig þekkt sem ástarlag Homers
og Marge Simpson, en það hefur ósjaldan
heyrst í þáttunum og byrjar á orðunum
„Why do birds suddenly appear?“
■ Fjölmargir listamenn hafa flutt lagið í gegn-
um tíðina. Emo-hljómsveitin My Chemical
Romance flutti það til að mynda á þunga-
rokkshátíðinni Download árið 2005.
■ Tvær japanskar hljómsveitir tóku upp lagið í
fyrra, BENI og Every Little Thing.
■ Þá hafa Billy Corgan og félagar í Smashing
Pumpkins tekið lagið á tónleikum og gefið
út á plötu.
■ Karen Carpenter lést árið 1983 og þar með
lauk sigurgöngu hljómsveitarinnar.
■ Richard Carpenter er 63 ára í dag og vinnur
að útgáfu jólaplötu sem hefur ekki fengið
útgáfudag.
TÍMAVÉLIN THE CARPENTERS SLÆR Í GEGN Í JÚLÍ ÁRIÐ 1970
Ástarlag Homers og Marge á toppinn
Í lífinu vill
maður skilja
hvaðan mað-
ur kemur og
hver maður
er.
WIN BUTLER.
SÖNGVARI ARCADE
FIRE
„Má kalla okkur Vesturbæjar
eftir-krútt hljómsveit“