Fréttablaðið - 04.08.2010, Page 2
2 4. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR
Davíð, hvað segja pabbi og
mamma og afi og amma?
„Mamma er best og amma er
toppurinn.“
Davíð Arngrímsson símsmiður starfar
iðulega í fjarskiptamöstrum sem ná fleiri
hundruð metra hæð.“
SPURNING DAGSINS
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Nánari upplýsingar
á expressferdir.is
eða í síma 5 900 100
Borgarferð
Barcelona
13. – 20. ágústVerð á mann í tvíbýli
92.900 kr.
Aukagjald vegna einbýlis er 57.000 kr.
Innfalið í verði: Flug, skattar og gisting með
morgunverðarhlaðborði á Hotel Condado í 7 nætur.
ATH. Missið ekki af þessari hagstæðu ferð.
DÓMSMÁL Ákæra hefur verið gefin
út á hendur rúmlega þrítugum
manni sem játaði fyrr í sumar að
hafa orðið karlmanni að bana í
Reykjanesbæ í maí síðastliðnum.
Karlmaður á sextugsaldri
fannst látinn við Bjarnarvelli í
Reykjanesbæ að morgni 8. maí.
Flótlega beindist grunur að
manninum sem nú hefur verið
ákærður og var hann hnepptur
í varðhald. Nokkru síðar játaði
hann að hafa orðið manninum að
bana. Hann sætir enn varðhaldi.
Manninum hefur verið kynnt
efni ákærunnar en hún hefur
ekki verið birt honum. Þing-
festingardagur hefur ekki verið
ákveðinn, enda eru dómstólar í
fríi um þessar mundir. - sh
Banaði manni í Reykjanesbæ:
Ákærður fyrir
manndráp
SVEITARSTJÓRNIR Bæjarráð Akra-
ness hefur samþykkt að minnka
kjaraskerðingu bæjarstarfs-
manna niður í 40 prósent af því
sem ákveðið hafði verið. Breyt-
ingin gildir frá næstu mánaða-
mótum.
Ennfremur var ákveðið að fela
fjölskylduráði bæjarins að gera
tillögur um endurskoðun á launa-
skerðingu í grunn- og leikskólum
með aukningu á þjónustu og starf-
semi viðkomandi stofnana í huga.
Ástæða breytinganna er bætt
afkoma bæjarsjóðs.
„Fyrst og fremst hafa útsvars-
tekjur verið meiri en við höfðum
áætlað,“ segir Guðmundur Páll
Jónsson, formaður bæjarráðs,
sem kveður þetta góðs vita þótt
hann ítreki að tíðindin merki ekki
að kreppan sé yfirstaðin á Akra-
nesi. Það hangi meðal annars á
gengi stóriðjufyrirtækjanna á
Grundartanga enda sé um helm-
ingur starfsmanna þar búsettur
á Akranesi.
Launaskerðingin hafði að sögn
Guðmundar verið misjöfn hjá
starfsmönnum bæjarins. Laun
undir 300 þúsund krónum hafi
ekki verið skert en sumir tekið á
sig um 15 prósent launaskerðingu.
Sú skerðing minnki nú niður í um
6 prósent.
Í greinargerð Jóns Pálma Páls-
sonar, framkvæmdastjóra fram-
kvæmdadeildar, kemur fram að
afkoma Akraneskaupstaðar var
mun betri í fyrra og það sem af
er þessu ári en áætlanir gerðu ráð
fyrir. Samtals í fyrra og fyrstu
sex mánuði þessa árs er bærinn
gerður upp með um 270 milljóna
króna afgangi í stað rúmlega 180
milljóna króna
halla eins og
reiknað hafði
verið með. Er
þar þannig um
að ræða 450
milljóna króna
sveiflu til hins
betra á átján
mánuðum.
Bæði rekst-
ur inn sjá lf-
ur og fjármagnsliðir hafa verið
hagstæðari en ráð var fyrir gert.
Samtals hefur reksturinn skilað
um 360 milljóna króna afgangi á
þessu tímabili í staðinn fyrir 106
milljóna króna afgangi. Og í stað-
inn fyrir að fjármagnsliðir þýddu
311 milljóna króna mínus þá varð
mínusinn tæplega 90 milljónir.
Þess má geta að bæjarstjórn
Akraness samþykkti í gær ráðn-
ingarsamning við nýjan bæj-
arstjóra, Árna Múla Jónasson.
Hann mun fá 850 þúsund krónur
í mánaðarlaun auk aksturspen-
inga. Launin eru að sögn Guð-
mundar hærri en hjá fyrrverandi
bæjarstjóra. „Bæjarstjórastarf-
ið á Akranesi var sennilega orðið
lægsta launaða bæjarstjórastarf á
landinu,“ segir Guðmundur.
gar@frettabladid.is
Akurnesingar afnema
launalækkun að hluta
Mun betri afkoma Akraneskaupstaðar í fyrra og á þessu ári en áætlað var leiðir
til þess að launaskerðing á bæjarstarfsmenn minnkar 1. september í 40 prósent
þess sem hún átti að vera. Nýráðinn bæjarstjóri fær hærri laun en forverinn.
AKRANES Bæjarstarfsmenn á Akranesi fá hluta launa sinn til baka um næstu mán-
aðamót. Formaður bæjarráðs þakkar það fyrst og fremst meiri útsvarstekjum en
menn héldu að myndu skila sér. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
GUÐMUNDUR PÁLL
JÓNSSON
NEYTENDUR Samtals seldust um 743
þúsund lítrar af áfengi í vínbúðum
ÁTVR í síðustu viku, vikuna fyrir
verslunarmannahelgi. Þetta er um
0,9 prósenta samdráttur frá vik-
unni fyrir verslunarmannahelgina
í fyrra, þegar um 750 þúsund lítrar
seldust, að því er fram kemur á vef
ÁTVR.
Viðskiptavinum fækkaði einnig
milli ára. Um 124 þúsund komu í
verslanirnar í síðustu viku saman
borið við 125 þúsund í sömu viku
á síðasta ári. Föstudagurinn fyrir
verslunarmannahelgi er enn sölu-
hæsti dagurinn, þann dag komu
um 43 þúsund manns í vínbúðirn-
ar, ríflega þriðjungur þeirra sem
keyptu áfengi í vikunni. - bj
Samdráttur í sölu á áfengi:
Seldu 743 þús-
und lítra á viku
ÁFENGI Hver viðskiptavinur ÁTVR í vik-
unni fyrir verslunarmannahelgi keypti að
meðaltali um það bil sex lítra af áfengi.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
LÖGREGLUMÁL Innbrot var framið
í hús í Reykjanesbæ aðfaranótt
mánudags á meðan heimilisfólk
svaf.
Tölvu og stórum flatskjá var
stolið úr húsinu, auk þess sem
síma var stolið úr svefnherbergi.
Í herberginu svaf kona ásamt
tveimur börnum sínum. Lögregla
telur að brotist hafi verið inn milli
klukkan eitt og sjö um morgun-
inn. Málið er óupplýst og er fólk
sem hefur upplýsingar um málið
beðið að hafa samband við lög-
regluna í Keflavík. - þeb
Innbrot í Reykjanesbæ:
Stolið úr húsi
meðan fólk svaf
STANGVEIÐI Laxveiði í Elliðaánum
er þegar orðin meiri en í allt
fyrrasumar.
Þetta kemur fram á vef Stanga-
veiðifélags Reykjavíkur þar sem
segir að í hádeginu á mánudag
hafi veiddir laxar verið orðnir
880 talsins. Þá segir að í gegnum
teljara hafi gengið 2.027 laxar
og 68 silungar. Segir ennfremur
að gera megi því skóna, ef allt
sé eðlilegt og ekki tekið tillit til
mögulegra affalla, að 2.283 laxar
sé gengnir í Elliðaárnar nú þegar.
Veiðin stendur út ágúst. - gar
Gott sumar í Elliðaánum:
Meiri veiði en í
allt fyrrasumar
Í ELLIÐAÁNUM Veiðin er komin í 880
laxa.
Jóhanna fundar í Manitoba
Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra átti í gær fund með Greg
Selinger, forsætisráðherra Manitoba
í Kanada. Manitoba hefur stutt sam-
starf tengt íslenskri arfleifð á svæðinu.
Jóhanna er í opinberri heimsókn.
FORSÆTISRÁÐUNEYTI
Fá umhverfisvottun
Bæjarfélögin á Snæfellsnesi, sem
árið 2008 fengu fyrst allra á heims-
vísu sameiginlega Green Globe-
umhverfisvottun, hafa nú formlega
hlotið endurnýjaða umhverfisvottun
samfélaga. Á vef Stykkishólms kemur
fram að vottunin sé að þessu sinni
undir merkjum Earth Check.
SNÆFELLSNES
ORKUMÁL Raforkuverð hefur verið
hækkað hjá öllum orkusölum
landsins.
Landsvirkjun hækkaði raforku-
verðið um 8,3 prósent þann 1. júlí
og fylgdu aðrir í kjölfarið 1. ágúst.
Þá hækkaði HS Orka verðið um
5,3 prósent, Fallorka 8,3 prósent
og Orkubú Vestfjarða um 3 pró-
sent. Þetta kemur fram á vef Orku-
vaktarinnar. Aðeins er birt verð á
almennum orkugjaldskrám.
Sé hækkun á almennum gjald-
skrám hjá helstu orkusölum
landsins skoðuð frá upphafi árs-
ins kemur í ljós að Fallorka hefur
hækkað verðið um 8,2 prósent, HS
Orka um 7,6 prósent, Orkubú Vest-
fjarða um 3 prósent, Orkusalan um
8,3 prósent og Orkuveita Reykja-
víkur um 5,3 prósent. Samkvæmt
því er Orkubú Vestfjarða með hag-
stæðasta verðið.
Orkuvaktin segir líklegt að
aðrar gjaldskrár hækki álíka
mikið og hinar almennu. Þá vekur
fyrirtækið athygli á því að líklegt
sé að Orkuveita Reykjavíkur muni
hækka verð á næstunni.
- þeb
Orkusalar hækka raforkuverð um þrjú til átta prósent:
Allir hækka verð á rafmagni
HELLISHEIÐARVIRKJUN Raforkuverð
hefur hækkað um þrjú til rúmlega átta
prósent á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
STJÓRNSÝSLA Embætti sérstaks sak-
sóknara hefur ráðið tuttugu og tvo
nýja starfsmenn til að rannsaka
brot tengd bankahruninu og stefnt
er að því að ráða tíu til tuttugu til
viðbótar. Þá hefur Fjármálaeftirlit-
ið ráðið sex starfsmenn og hyggst
ráða aðra sex til viðbótar.
Fjármálaeftirlitið auglýsti eftir
starfsmönnum fyrr í sumar og
bárust 175 umsóknir, þar af voru
tuttugu lögfræðingar og 155 með
viðskipta- og hagfræðimenntun.
Sex voru ráðnir og eru þeir allir
með viðskipta- eða hagfræðipróf.
Á næstunni verða síðan sex ráðn-
ir til viðbótar.
Þegar ráðningum nýrra starfs-
manna verður lokið, áður en
þetta ár er úti, er gert ráð fyrir
að starfsmenn FME verði um eitt
hundrað en þeir voru sextíu og
fimm þegar bankakerfið hrundi í
október 2008.
Embætti sérstaks saksóknara
auglýsti einnig eftir nýjum starfs-
mönnum fyrr í sumar og hvorki
fleiri né færri en 470 umsókn-
ir bárust, en flestir umsækjenda
voru viðskipta- eða hagfræðing-
ar. Tuttugu og tveir hafa nú verið
ráðnir. Þar af eru níu lögfræðing-
ar, sex með menntun á sviði við-
skipta- og hagfræði og sjö lög-
reglumenn.
Ólafur Þór Hauksson, sérstak-
ur saksóknari, sagði í samtali við
fréttastofu Stöðvar 2 í dag að emb-
ættið stefndi að því að bæta við sig
tíu til tuttugu starfsmönnum til við-
bótar í samræmi við það sem stefnt
var að, en embættið gerði ráð fyrir
að bæta við sig þrjátíu til fjörutíu
nýjum starfsmönnum í heildina.
Starfsmenn sérstaks saksókn-
ara verða á bilinu sjötíu til átta-
tíu þegar ráðningum nýrra starfs-
manna lýkur. Áður hefur verið
greint frá því að stefnt sé að því að
öllum málum verði lokið hjá emb-
ætti sérstaks saksóknara fyrir árs-
lok árið 2014.
- þþ
Fjármálaeftirlitið og embætti sérstaks saksóknara ráða til sín fólk:
Ráða 28 í ný rannsóknarstörf
ÓLAFUR ÞÓR HAUKSSON Embætti
sérstaks saksóknara hefur gengið frá
ráðningu 22 nýrra starfsmanna.