Fréttablaðið - 04.08.2010, Page 6

Fréttablaðið - 04.08.2010, Page 6
6 4. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR ORKUMÁL Framkvæmdastjóri Magma Energy á Íslandi hafnar alfarið ásökunum Bjarkar Guð- mundsdóttur tónlistarmanns þess efnis að fyrirtækið vilji eign- ast allar orkuauðlindir á Íslandi. Ummælin lét Björk falla í viðtali við AFP fréttaveituna í Helsinki í Finnlandi í gær. „Þetta er algerlega fráleitt og úr lausu lofti gripið,“ segir Ásgeir Margeirsson, framkvæmdastjóri Magma Energy á Íslandi. Hann segir að kaup Magma á HS Orku hafi verið markmið fyrirtækisins, aldrei hafi komið til tals að eignast önnur íslensk orkufyrirtæki. „Þeir [Magma Energy] hafa þegar íhugað að kaupa í það minnsta fimm önnur orkufyrirtæki á Íslandi,“ sagði Björk í samtali við AFP. „Þetta eru bara skröksögur,“ segir Ásgeir. Hann segir ýmsar sögur hafa komist á flot í umræð- unni sem ekki eigi við rök að styðj- ast, og þetta sé angi af því. „Einhverjir eru enn að halda því fram að það séu í raun Íslending- ar á bak við Magma, það er alger- lega rangt líka,“ segir Ásgeir. Hann segir sögusagnir um að Hann- es Smárason eða aðrir svonefndir útrásarvíkingar komi að félaginu rangar. Magma Energy er fyrir- tæki á markaði, og hverjum sem er frjálst að kaupa hlut í félaginu, segir Ásgeir. Staðfest hafi verið síð- ast þann 19. júlí að engir Íslending- ar séu meðal hluthafa. Efnahags- og viðskiptaráðherra sendi Magma Energy bréf í síðustu viku þar sem fram kemur að rann- saka eigi lögmæti kaupa dótturfé- lags Magma í Svíþjóð á HS Orku. Þar kom einnig fram að ríkisstjórn- in ætli sér að vinda ofan af einka- væðingu innan orkugeirans. Ásgeir segir fyrirtækið ekki hafa svarað bréfi ráðherrans, en lýst yfir vilja til samstarfs við stjórnvöld við rannsóknina. Erfitt er að sjá hvernig stjórn- völd ætla að koma í veg fyrir kaup dótturfélags Magma í Svíþjóð á HS Orku, segir Ásgeir. Hann segir enn þrjá möguleika í stöðunni; ljúka kaupunum, fresta þeim eða hætta alfarið við þau. Þessa möguleika verði að skoða í því ljósi að Magma hafi í raun skuldbundið sig til að klára kaupin. Spurður hvað gerist komi stjórn- völd með einhverjum hætti í veg fyrir fjárfestingu Magma í HS Orku segir Ásgeir að augljóslega séu stjórnendur Magma Energy farnir að velta fyrir sér lagalegum úrræð- um. Hann segir þó allt of snemmt að ræða mögulega skaðabótakröfu nái kaupin ekki fram að ganga. brjann@frettabladid.is Magma segir áskanir Bjarkar vera fráleitar Kanadíska orkufyrirtækið Magma Energy stefnir að því að eignast allar orku- auðlindir á Íslandi, segir Björk Guðmundsdóttir tónlistarmaður. Algerlega frá- leitt og úr lausu lofti gripið segir framkvæmdastjóri Magma Energy á Íslandi. HS ORKA Stjórnendur Magma Energy hafa þegar kannað lagaleg úrræði stöðvi stjórnvöld kaup dótturfélags Magma í Svíþjóð á HS Orku, segir framkvæmdastjóri Magma á Íslandi. Hann segir of snemmt að ræða mögulega bótakröfu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Mikið úrval af frábærum tilboðum - líttu við gerir grillmat að hreinu lostæti! E N N E M M / S IA / N M 38 23 8 ORKUMÁL Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra skipaði í gær fimm manna nefnd sem ætlað er að meta lögmæti kaupa Magma Energy á HS Orku í gegnum sænskt dótturfélag, og mögu- legar forsendur fyrir inngripi stjórnvalda í viðskiptin. Hjördís Hákonardóttir, fyrr- verandi hæstaréttardómari, verð- ur formaður nefndarinnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Auk hennar verða í nefndinni Bjarnveig Eiríksdóttir héraðs- dómslögmaður og sérfræðingur í Evrópurétti og alþjóðaviðskipta- rétti, Sveinn Margeirsson iðn- aðarverkfræðingur, Ólafur Páll Jónsson, dósent í heimspeki við Háskóla Íslands, og Aagot Ósk- arsdóttir lögfræðingur. Nefndin á að gefa rökstutt álit á því hvort kaup dótturfélags kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy á HS Orku stand- ist lög um auðlindir og orkunýt- ingu. Nefndin mun einnig kanna hvort þau standist ákvæði EES- samningsins. Þá er nefndinni ætlað að láta í ljós álit sitt á því hvort forsendur séu fyrir stjórn- völd að leita leiða til að grípa inn í viðskiptin og hvaða leiðir séu færar í þeim efnum, segir í til- kynningunni. Í framhaldinu er nefndinni ætlað að fjalla um einkavæðingu innan orkugeirans almennt og starfsumhverfi hans. - bj Forsætisráðherra skipar nefnd sem kanna á lögmæti kaupa Magma á HS Orku: Kanna forsendur fyrir inngripi LEIÐIR NEFND Hjördís Hákonardóttir, fyrrverandi hæstaréttardómari, mun leiða nefnd stjórnvalda sem fjalla mun um kaup Magma Energy á HS Orku. FRÉTTABLAÐIÐ/E.OL NEYTENDUR Níu verslanir á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki sinnt ítrekuðum tilmælum Neytenda- stofu um réttar verðmerkingar á vörum. Húsa- smiðjan við Helluhraun er með hæst hlutfall, eða 32 prósent. Neytendastofa kannaði verðmerkingar í þrjá- tíu verslunum á höfðuðborgarsvæðinu í lok maí þessa árs. Fimmtán verslanir fengu athuga- semdir varðandi rangar merkingar. Áframhald- andi könnun var svo gerð í byrjun júlí. „Þetta verður að laga til að forðast sektir,“ segir Matthildur Sveinsdóttir, lögfræðingur hjá Neytendastofu, sem segir reglurnar sem versl- anir eigi að fylgja vera mjög einfaldar og skýr- ar. Hlutfall þeirra verslana sem merkja vitlaust sé hátt miðað við seinni heimsókn. „Við gerðum margar athugasemdir að þessu sinni og við höfum nýverið byrjað að sekta matvöruverslanir fyrir vitlausar merkingar á vörum. Við sektuðum bæði Krónuna og Hag- kaup í vor,“ segir Matthildur. Fimm af þeim níu verslunum sem sinntu ekki tilmælum Neytendastofu í maí voru með hlut- fall athugasemda yfir 20 prósentum nú í júlí. Þær verslanir voru Elko í Skeifunni, Rúmfata- lagerinn við Smáratorg og í Skeifunni, Múrbúð- in Kletthálsi og Húsasmiðjan Skútuvogi. - sv Verslanir á höfuðborgarsvæðinu sinna ekki ítrekuðum tilmælum Neytendastofu: Þriðjungur rangt verðmerktur hjá Húsasmiðjunni VERÐMERKINGAR 50 prósent þeirra verslana sem neytendastofa kannaði í maí fengu athugasemdir vegna verðmerkinga. Hefur þú farið á útihátíð? Já 70% Nei 30% SPURNING DAGSINS Í DAG: Finnst þér að skera ætti niður rekstrarkostnað Orkuveitunnar? Segðu skoðun þína á visir.is. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /H EIÐ A KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.