Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.08.2010, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 04.08.2010, Qupperneq 8
8 4. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Breska læknatíma- ritið Lancet birti leiðara í síðustu viku þar sem fram kemur að nið- urstöður fjölþjóðlegrar magnrann- sóknar, birtra í bandaríska lækna- tímaritinu American Journal og Obstetrics & Gynecology, sýni fram á að heimafæðingar auki líkur á ungbarnadauða um helming. „Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að fyrirfram ætlað- ar heimafæðingar hjá heilbrigðum konum utan áhættuhópa miðað við fyrirfram ætlaðar spítalafæðing- ar sama hóps kvenna auki hættu á ungbarnadauða um helming (0,2 prósent á móti 0,09 prósent),“ segir í grein Lancet. „Konur hafa rétt á því að velja hvort og hvernig þær fæði, en þær hafa ekki rétt á því að stofna börnunum sínum í hættu.“ „Mér finnst verið að taka af konum sjálfræðið með þessari fullyrðingu,“ segir Áslaug Hauks- dóttir ljósmóðir. „Allar mæður hugsa mest um barnið sitt. Allar.“ Áslaug hefur sinnt heimafæðingum í þrettán ár og segir langflest tilvik ganga vel. Hún segir að svo fram- arlega sem konan sé hraust og með- ganga hafi gengið vel, þá sé ekkert því til fyrirstöðu að fæða barnið heima. „En ef eitthvað bregður útaf; hiti móður, hjartsláttartruflanir barns, fæðingin orðin langdregin eða eitthvað annað, þá færist fæð- ingin upp á spít- ala.“ Áslaug segir niðurstöður rannsóknar- innar í Lancet segja litla sögu. „Við vitum ekk- ert hvaðan þess- ar tölur koma. Einn þriðji af heima- fæðingum í Bandaríkjunum er til dæmis án ljósmóður eða heilbrigð- isstarfsmanns,“ segir hún. „Sú töl- fræði sem Bretar eru farnir að reiða sig á er á góðri leið með að verða jafn slæm og tölfræði Banda- ríkjamanna.“ Áslaug segir flestar ljósmæður velja að fæða heima hjá sér og ánægðustu mæðurnar séu þær sem eignist börnin sín heima. Hildur Kristjánsdóttir, ljósmóð- ir hjá Landlæknisembættinu, segir heimafæðingar teljast öruggar að uppfylltum vissum skilyrðum. „Það er algjört skilyrði að ljós- móðir geti aðstoðað við fæðingu. Ef konan er frísk, utan áhættuhóps og ekkert óeðlilegt við meðgönguna, hefur ekki verið talið neitt á móti heimafæðingum. Þetta er upplýst val kvenna.“ Heimafæðingar hér á landi hafa aukist á síðustu árum og um 40 prósenta aukning er á milli síðustu tveggja ára. sunna@frettabladid.is 1. Hver eru meðallaun starfs- manna Orkuveitu Reykjavíkur? 2. Hvenær á að halda hér alþjóðlegt sundíþróttamót sam- kynhneigðra? 3. Hvað er talið að margir hafi sótt Þjóðhátíð í Eyjum í ár? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 42 1,8 1,6 1,4 1,2 1,0 0,8 0,6 0,4 0,2 % 19 80 19 81 19 82 19 83 19 84 19 85 19 86 19 87 19 88 19 89 19 90 19 91 19 92 19 93 19 94 19 95 19 96 19 97 19 98 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 Hlutfall heimafæðinga frá 1980 til 2009 Heimafæðingum hefur fjölgað hér á landi á síðustu árum. Um 40 pró- senta aukning varð á síðasta ári frá 2008 og segja ljósmæður að þeim mæðrum sem vilji fæða börn sín heima fari enn fjölgandi hér á landi. PAKISTAN, AP Flóðin í Pakistan hafa orðið að minnsta kosti 1.500 manns að bana auk þess sem hundrað þús- und manns eiga á hættu að fá alvar- legar sýkingar. Ekkert lát var á úrkomu norðvest- an til á flóðasvæðinu sem veldur hættu á því að vatn flæði yfir stóra stíflu. Erfitt hefur reynst að koma 3,2 milljónum manna til aðstoðar vegna þess að vegir eru gegnsósa, brýr hafa brotnað og símasamband liggur niðri.Tugir þorpa í Punjab- héraði eru á kafi. Sums staðar í sýsl- unum Kot Addu og Layyah stendur vatnið svo hátt að einungis trjá- toppar og hæstu byggingar standa upp úr. „Við bara hlupum burt með börnin okkar, en skildum allt eftir. Allar eigur okkar eru komnar á kaf í vatn. Við eigum ekkert,“ segir Fateh Muhammed, fjölskyldufað- Tugir þorpa á kafi í vatni vegna flóðanna í Pakistan: Erfitt að koma aðstoð til fólks á flóðasvæðinu SAMFÉLAGSMÁL Dómsmála- og mannréttinda- ráðuneytið hefur úrskurðað í sex kærumál- um sem vörðuðu umsóknir flóttamanna um hæli hér á landi á þessu ári. Tveimur málum var vísað aftur til Útlendingastofnunar, í einu máli var synjun á hæli og dvalarleyfi stað- fest og málum þriggja einstaklinga lauk með endursendingu til annars Evrópulands. Einn maður var endursendur til Grikk- lands, en aðbúnaður hælisleitenda þar í landi hefur sætt mikilli gagnrýni. Maðurinn, sem er frá Íran, kærði úrskurð Útlendingastofn- unar varðandi vísun hans til Grikklands, en ráðuneytið staðfesti brottflutninginn. Rauði krossinn hefur ítrekað biðlað til stjórnvalda að láta af þessum endursendingum síðan Flótta- mannastofnun Sameinuðu þjóðanna beindi tilmælum til ríkja sem taka þátt í Dyflinn- ar-samstarfinu að senda flóttamenn ekki til Grikklands. Sautján einstaklingar hafa leitað hælis hér á landi í ár. Allir hælisleitendur eru flóttamenn og koma frá tólf ríkjum. Fimmtán umsóknir voru enn til meðferðar hjá Útlendingastofn- un nú í júní. Útlendingastofnun viðurkenndi á fyrri hluta ársins stöðu þriggja hælisleitenda sem flóttamanna og veitti einum einstaklingi að auki stöðu sem aðstandanda flóttamanns. Kemur þetta fram í skýrslu Rauða kross Íslands varðandi fjölda hælisleitenda á fyrstu sex mánuðum þessa árs. - sv Flóttamenn endursendir til Grikklands þrátt fyrir aðvaranir Sameinuðu þjóðanna: Tilmæli Flóttamannastofnunar SÞ ekki virt SVEITARSTJÓRNIR Fulltrúar Sjálf- stæðisflokks í bæjarráði Kópa- vogs leggja til að gatnagerðar- gjöld vegna stækkunar á eldra húsnæði verði felld niður tíma- bundið. Vísa þeir til hvatningarátaks í þágu innlendrar atvinnustarf- semi, meðal annars með hækk- aðri endurgreiðslu virðisauka- skatts vegna vinnu við eigið íbúðarhúsnæði og sumarhús og til sérstakra framkvæmdalána sem sumar fjármálastofnanir bjóði almenningi á hagstæðum kjörum. „Sveitarfélög geta lagt sitt af mörkum í þessum efnum og ligg- ur beinast við að fella niður opin- ber gjöld vegna framkvæmda á eldra húsnæði,“ segir í tillögunni. Afgreiðslu hennar var frestað á síðasta fundi. - gar Séu með í hvatningarátaki: Gefi eftir gjöld af gatnagerð KÓPAVOGUR Tímabundin niðurfelling gatnagerðargjalda hvetur til fram- kvæmda. Rauði kross Íslands hefur ákveðið að senda 3,5 milljónir króna úr neyðarsjóðum sínum til hjálparstarfs vegna flóðanna í Pakistan. Þá hefur hann opnað fyrir söfnunarsíma sinn, 904 1500, fyrir þá sem vilja láta fé af hendi rakna. Þegar hringt er í númerið bætast 1.500 krónur við næsta símreikning viðkomandi. RKÍ sendir hjálp UMHVERFISMÁL Eitraður sveppur fannst á leikskólalóð á Akureyri nú á dögunum. Á vef Umhverf- isstofnunar segir að ábending frá Náttúrufræðistofnun Íslands hafi borist stofnuninni. Sveppurinn heitir Garðlumma (Proxillus involutus) og er nokk- uð útbreiddur hér á landi og finnst í birkikjarri, trjágörð- um og á grasflötum í þéttbýli. Hann er eitraður hvort sem hann er borðaður hrár eða soð- inn. Eiturefnin í sveppinum ráð- ast á meltingarfærin og valda magakvölum, uppköstum og nið- urgangi. Einnig geta einkennin verið snarlækkaður blóðþrýst- ingur, veikur og hraður púls, svimi, sjóntruflanir og meðvit- undarleysi. Umhverfisstofnun bendir starfsfólki á leikskólum landsins á að tína sveppina jafnharðan og þeir vaxa svo ekki sé hætta á að börn borði þá. Búið er að fjarlægja sveppinn af lóð leikskólans á Akureyri. Garðlumma á Akureyri: Eitursveppur á leikskólalóð Heimafæðingum fjölgar ört Breskt læknatímarit dregur val kvenna um heimafæðingar í efa. Hvar konur fæða börnin sín er spurning um uppýst val, segja ljósmæður hér á landi. 40 prósenta aukning fæðinga í heimahúsum á milli ára. MÓÐIR OG BARN Heimafæðingar hafa aukist mikið hér á landi á síðustu árum. NORDICPHOTOS/GETTTY ÁSLAUG HAUKSDÓTTIRGARÐLUMMA Sveppurinn eitraði er nokkuð útbreiddur hér á landi. N O R D IC PH O TO S/A FP BJARGAR EIGUM SÍNUM Maður teygir sig niður í leðjuna eftir eigum sínum. ir sem segir flóðið hafa komið svo skyndilega að ekki hefði verið hægt að verjast. Punjab er stærsta hérað lands- ins og þar er landbúnaður í mestum blóma. Ónýt uppskera veldur því að Sameinuðu þjóðirnar telja að 1,8 milljónir manna þurfi á matvælaað- stoð að halda. - gb DÓMSMÁLA- OG MANNRÉTTINDARÁÐUNEYTIÐ Ráðu- neytið hefur úrskurðað í sex kærumálum á þessu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.