Fréttablaðið - 04.08.2010, Side 13

Fréttablaðið - 04.08.2010, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 4. ágúst 2010 13 Það er800 7000 • siminn.is Netlykill á 0 kr. Þú getur fengið 3G netlykil á 0 kr. gegn sex mánaða bindingu. Netlykilinn geturðu notað í sumarbústaðnum, fellihýsinu eða bara á þjóðveginum, enda veitir hann aðgang að stærsta 3G dreifikerfi landsins. Kynntu þér hagstæðar áskriftarleiðir Símans. EFNAHAGSMÁL Tölur um innflutning benda til þess að hagkerfið hafi fundið botninn og sé nú tekið að vaxa á ný á ýmsum sviðum eftir und- angengna gjaldeyris- og bankakreppu. Þetta segir í umfjöllun Greiningar Íslandsbanka. Hagstofan birti innflutningstölur fyrir helgi. Innflutningur jókst á fyrri hluta þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. „Aukningin í magni mæld var lítil eða 0,8 prósent en um er að ræða viðsnúning engu að síður frá því sem hefur verið í undangenginni kreppu,“ segir í umfjöllun Íslandsbanka, en á sama tíma í fyrra var 43 prósenta samdráttur. „Ekki hefur mælst aukning í innflutningi á fyrri hluta árs í magni talið frá árinu 2006.“ Fram kemur að tæplega fjögurra prósenta vöxtur hafi verið í innflutningi neysluvara. „Fyrir ári var 49 prósenta samdráttur í sömu stærð. Viðsnúningurinn þar er því verulegur á milli ára og til merkis um að neyslan sé nú farin að vaxa á ný.“ Bent er á að innflutningur á flestum sviðum hafi tekið við sér, svo sem á fatnaði og heimilistækjum. „Lítilsháttar samdráttur mælist enn í inn- flutningi á bifreiðum en á móti hefur innflutn- ingur á varahlutum í ökutæki aukist til muna eða um 10 prósent á milli ára en bifreiðaflot- inn hefur elst nokkuð í kreppunni.“ - óká VERKSTÆÐI Samdráttur er enn í bílainnflutningi, en varahlutasala hefur aukist. Aukning í innflutningi á fyrri hluta árs hefur ekki mælst síðan árið 2006: Botninum náð og hagkerfið tekið að vaxa SAMGÖNGUMÁL Umferð um versl- unarmannahelgina var rúmlega þremur prósentum meiri í ár en í fyrra. Þó var verslunarmanna- helgin ekki mesta umferðarhelgi sumarsins þar sem meiri umferð mældist á sex talningarstöðum Vegagerðarinnar helgina 16. til 18. júlí. Vegagerðin skipti helginni upp í tvö samanburðartímabil svo hægt sé að bera hana saman við aðrar helgar sumarsins. Annars vegar er venjuleg helgi, frá föstudegi til sunnudags, borin saman við aðrar helgar og svo hins vegar frá föstu- degi til mánudags. 6,8 prósenta aukning varð á umferð milli verslunarmanna- helgarinnar og helgarinnar þar á undan. Þá var umferðin 3,1 pró- senti meiri nú en um verslunar- mannahelgi í fyrra. Sé helgin skoð- uð frá föstudegi til mánudags varð aukningin milli ára 2,4 prósent. Þrátt fyrir að gert hafi verið ráð fyrir aukinni umferð um Suð- urlandsveg vegna Landeyjahafn- ar dróst umferð um veginn saman. Umferð um Vesturlandsveg jókst hins vegar mikið og telur Vega- gerðin að það megi rekja fyrst og fremst til landsmóts UMFÍ sem var haldið í Borgarnesi. Margir hafi líklega nýtt sér nálægð Borg- arness við höfuðborgarsvæðið og keyrt fram og til baka alla dagana í stað þess að gista í Borgarnesi. - þeb Umferð um verslunarmannahelgina jókst um þrú prósent milli ára: Helgarumferð töluvert meiri en í fyrra VESTURLANDSVEGUR Umferð um veginn var talsvert meiri en um verslunar- mannahelgina í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA EVRÓPUMÁL Ísland samdi við Evr- ópusambandið í vikunni um áfram- hald Þróunarsjóðs EFTA og Þróun- arsjóðs Noregs. Sjóðirnir hafa 280 milljarða króna til umráða og er ætlað að veita styrki til verkefna sem styðja við félagslega og efna- hagslega uppbyggingu fimmtán ríkja í Suður- og Austur-Evrópu. Til ársins 2014 verður lögð áhersla á styrki til verkefna sem tengjast náttúruvernd og endur- nýjanlegri orku. Íslensk sveitarfé- lög eru talin geta miðlað þekkingu og reynslu á þessum sviðum. - sv Þróunarsjóðir EFTA: Ísland mun miðla reynslu SVEITARSTJÓRNARMÁL Í Skagafirði býr fólk frá 25 þjóðlöndum auk Íslendinga. Alls eru 117 erlendir ríkisborgarar skráðir, flestir þeirra pólskir eða 34, samkvæmt tölum á vef Skagafjarðar. Þeir sem koma lengst að eru frá Nepal, Taílandi, Brasilíu, Ástralíu og Suður-Afríku. Verkefni sem unnið er að í Húsi frítímans gengur út á að hafa sam- band við íbúa með erlent ríkis- fang og kynna þeim tómstundir og afþreyingu sem boðið er upp á í sveitarfélaginu. - óká Pólverjar eru fjölmennastir: Telja útlenda í Skagafirði Sundhöllin lokuð Sundhöllin í Reykjavík verður lokuð til 7. ágúst vegna viðhalds. Á vef Reykjavíkurborgar eru gestir beðnir afsökunar á óþægindunum. REYKJAVÍK FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.