Fréttablaðið - 04.08.2010, Síða 22

Fréttablaðið - 04.08.2010, Síða 22
22 4. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Nú er hafið svokallað aðlög-unartímabil Íslands gagn- vart Evrópusambandinu sem mun vara þar til þjóðin tekur afstöðu til væntanlegs aðild- arsamnings. Á þessu tímabili munum við Íslendingar eiga kost á að fá ýmiss konar aðstoð frá sambandinu og aðildarríkj- um þess – aðstoð sem sumir and- stæðingar ESB aðildar hafa vilj- að kalla þróunaraðstoð en aðrir líta á sem kærkomið tækifæri fyrir okkur til að læra af öðrum Evrópuþjóðum. Aðlögunartímabil umsóknar- ríkis er sniðið að aðstæðum og óskum í hverju ríki fyrir sig. Af því leiðir að aðstoð við okkur Íslendinga verður með öðru sniði en aðstoð við Austur-Evrópuríki enda staða okkar mjög frábrugð- in stöðu þeirra við upphaf aðild- arviðræðna. Ekki hefur verið endanlega ákveðið með hvaða hætti stuðningi við Ísland verður háttað en fjölmargir aðilar bæði innanlands og hjá framkvæmda- stjórn ESB vinna nú að gerð sér- stakrar áætlunar þar um. Geng- ið er út frá því að aðstoðin muni skiptast í þrennt, þ.e. faglega ráðgjöf, fjárhagslega aðstoð og stuðning við þátttöku í sam- starfsverkefnum. Meðal þeirra sem leggja hönd á plóg við gerð áætlunarinnar hér á landi eru ráðuneyti, sveitarfélög, aðilar vinnumarkaðarins, hagsmuna- samtök o.fl. Fagleg ráðgjöf mun einkum beinast að því að aðstoða við að skipuleggja þátttöku í þeim málaflokkum sem standa utan við EES samstarfið, t.d. sjávar- útvegi, landbúnaði, samgöngum, byggðamálum og svæðaþróun og umhverfisvernd. Ráðgjöfin mun fara fram hér á landi og einnig munu Íslendingar fara í læri til annarra Evrópuríkja. Fulltrú- ar bænda, landshlutasamtaka sveitarfélaga, stéttarfélaga, endurmenntunarmiðstöðva og atvinnuþróunarfélaga munu, svo dæmi sé tekið, hafa möguleika á að fara saman t.d. til Finnlands eða Írlands og kynna sér með hvaða hætti þarlend stjórnvöld hafa innleitt dreifbýlisstefnu Evrópusambandsins, en hún miðar að því að styrkja búsetu, efla atvinnulíf og auka menntun í dreifðum byggðum. Þá munu sveitarstjórnarmenn og aðrir hagsmunaaðilar á helsta þéttbýl- issvæði landsins geta fengið að kynna sér með hvaða hætti ýmis aðildarríki hafa, með aðstoð Evrópusambandsins, stofnað þróunarsjóði um borgarsvæði og áhrifasvæði þeirra. Hér eru tvö dæmi valin af handahófi en möguleikarnir eru fjölmarg- ir og veltur það mikið á frum- kvæði hagsmunaaðila hvar verð- ur borið niður. Fagleg ráðgjöf á aðlögunar- tímabilinu mun líka snúast um það að veita íslenskum stjórn- völdum aðstoð við að undirbúa stofnanir hins opinbera til þátt- töku í starfi Evrópusambandsins. Til að geta tekið þátt í uppbygg- ingarsjóðum ESB (e. Struct- ural funds) þurfa aðildarríkin að gera vandaðar áætlanir til margra ára um helstu málefni, t.d. atvinnu- og svæðaþróun, samgöngur, eflingu mannauðs og menntunar o.s.frv. Þau þurfa að sýna fram á að áætlunum sé framfylgt, samræmi og sam- þætting sé milli þeirra og að viðhöfð sé vönduð stjórnsýsla. Áætlanagerð og staðfesta við að framfylgja þeim hefur stað- ið okkur fyrir þrifum og því er kærkomið að fá ráð sérfræð- inga í þessum efnum. Grunnur að samþættri áætlanagerð hefur verið lagður með Sóknaráætlun 20/20 og hver sem niðurstaðan verður um aðild væri ákjósan- legt að fá sérfræðiaðstoð við að ljúka gerð hennar og þjálfun í áætlanagerð af þessum toga. Gera má ráð fyrir fjárhags- legum stuðningi við þróunar- verkefni á sviði atvinnu-, end- urmenntunar- og byggðamála. Þá verður veittur ýmiss konar stuðningur til þátttöku í stór- um og smáum samstarfsverk- efnum með öðrum Evrópuþjóð- um. Verkefnin stuðla m.a. að því að kynna Íslendingum áætlana- gerð, sbr. hér að ofan og hvernig nýta megi samkeppnissjóði til að ná tilteknum markmiðum stjórn- valda. Við Íslendingar eigum að líta á væntanlegt aðlögunartíma- bil sem kærkomið tækifæri til að læra og endurskipuleggja vinnubrögð okkar og byggja upp þekkingu á fjölmörgum sviðum. Þeir fjármunir sem við komum til með að fá á tímabilinu munu væntanlega koma sér vel á næstu misserum og við munum tryggja að þeim verði skynsam- lega varið. Annað er ekki í boði. Ekki er að sjá að um sérstök útgjöld ríkisins verði að ræða í þessu sambandi vegna svokall- aðra mótframlaga því hægt er í slíkum tilvikum að líta á fram- lag Evrópusambandsins sem viðbót við verkefni, sem eru á fjárlögum eða þegar fjármögn- uð með öðrum hætti. Sú þekking, reynsla og sam- bönd sem við komum til með að öðlast verða ekki frá okkur tekin þótt þjóðin hafni aðild að Evr- ópusambandinu í þjóðaratkvæða- greiðslu. Samþykki þjóðin hins vegar aðildina komum við sterk til samstarfs við aðrar Evrópu- þjóðir þar sem við munum bæði gefa og þiggja. Umsóknarferlið býð- ur upp á tækifæri Evrópumál Anna Margrét Guðjónsdóttir Fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi Sú þekking, reynsla og sambönd sem við komum til með að öðlast verða ekki frá okkkur tekin þótt þjóðin hafni aðild að Evrópusam- bandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. AF NETINU Einkavæðing auðlinda: Rök með og á móti Hver er reynsla okkar Íslendinga af samningum ríkisins við einkaaðila? Nú hefur loksins verið upplýst að Landsvirkjun hefur árum saman selt erlendum álrisum orku á verði sem hefur verið um 20% undir meðalverði á heimsmarkaði. Flestum er í dag ljóst að miklar brotalamir voru á söluferlinu þegar FBA, Landsbankinn og Búnaðarbankinn voru einkavæddir fyrir áratug, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Og ekki skánar það þegar horft er lengra aftur í tímann (Skýrr, Kögun, Síldarverksmiðjur Ríkisins, o.s.frv.). Er nema von að stór hluti þjóðarinnar sé andsnúinn einkavæðingu eftir það sem á undan er gengið? Því miður hafa Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn nánast eyðilagt einkavæðingu sem hagstjórnartæki á Íslandi. pressan.is/pressupennar/Jon_Steinsson Jón Steinsson Hlutfallslegur stöðugleiki Fiskveiðistefna ESB er til end-urskoðunar. Hún er langt frá því að vera fullkomin og skil- ar ekki þeim árangri sem henni er ætlað. Þess vegna er hún til endurskoðunar og þar takast á margvíslegir hagsmunir innan einstakra aðildarríkja og einnig á milli þeirra. Hér koma að borði 27 ríki, sum með verulega hags- muni af fiskveiðum, önnur alls enga. Öllum er ljóst að grípa þarf til róttækra ráðstafana til þess að byggja upp fiskistofna og gera útgerð og fiskvinnslu að arðbær- um atvinnugreinum. Stjórn fiskveiða á Íslandi og úthlutun aflaheimilda hefur verið sífellt þrætuepli frá því að byrjað var að stjórna veiðum hér við land með markvissum hætti. Engin sátt ríkir um kerfið og sitja Íslendingar þó einir að sínum fiskimiðum og þurfa ekkert tillit að taka til annarra þjóða þegar rætt er nýtingu þeirra. Þetta er ágætt að hafa í huga þegar rætt er um sjávarútvegsstefnu Evr- ópusambandsins og erfiðleika við endurskoðun hennar. Grænbók leggur grunn að umræðu Framkvæmdastjórn ESB gaf út svokallaða Grænbók um endur- skoðun fiskveiðistefnu sinnar í apríl 2009 (Green Paper: Reform of the Common Fisheries Pol- icy). Í Grænbókinni er núverandi ástandi lýst, bent á marga galla kerfisins og reifaðar margvísleg- ar mögulegar leiðir til úrbóta og loks varpað fram spurningum. Í Grænbókinni segir að tilgang- ur hennar sé að hleypa af stað og ýta undir opinbera umræðu jafnframt því að draga fram sem flest sjónarmið um fram- tíðarskipan sameiginlegu fisk- veiðistefnunnar. Öllum sem vilja er gefinn kostur á að tjá sig og senda inn athugasemdir og tillög- ur. Allt það efni er aðgengilegt á vef framkvæmdastjórnarinnar og er býsna fróðlegt að glugga í margt af því sem þar er sett fram af einstaklingum, hagsmuna- samtökum, þjóðþingum og ríkis- stjórnum, meðal annars utan ESB t.d. Íslands. Ætlunin er að leggja fram tillögur að endurskoðaðri stefnu á næsta ári. Hagsmunir Íslands miklir Ísland á í samningaviðræðum um aðild að ESB. Sjávarútvegsmál eru mikilvægur þáttur í þeim við- ræðum og er markmið íslenskra stjórnvalda að tryggja raunveru- leg yfirráð Íslands yfir nýtingu fiskimiða við strendur landsins. Af þessum sökum skiptir endur- skoðun sjávarútvegsstefnu ESB Íslendinga miklu máli. Eitt af því sem hefur verið bent á að verði Íslendingum til framdráttar er að kerfi ESB byggi á hefðarrétti aðildarríkjanna til veiða, þ.e. að hlutfallslegum stöðugleika skuli haldið með vísan til veiðireynslu í fortíð. Í þessu ljósi er mikilvægt að átta sig á því hvort líkur séu á því að þessi regla verði áfram einn af meginþáttum fiskveiði- stefnu ESB eða hvort henni verði kastað fyrir róða. Reglan um hlutfallslegan stöðugleika Með hlutfallslegum stöðugleika er vísað til reglu sem hefur verið einn af hornsteinum sjávarút- vegsstefnunnar frá árinu 1983. Í reglunni felst að hverju aðild- arríki er úthlutað ákveðnu föstu hlutfalli af heildarkvóta tiltekinn- ar fiskitegundar. Hlutfall hvers ríkis er byggt á veiðireynslu þess. Með þessu móti er haldið jafnvægi milli ríkjanna við veið- ar úr lögsögum aðildarríkja sem eru eðli máls samkvæmt sam- hangandi og fiskistofnar í mörg- um tilfellum á ferð milli þeirra. Í þessu samhengi er gott að hafa í huga að íslenska 200 mílna efna- hagslögsagan stendur sjálfstætt og á ekki landamæri nema við grænlensku og færeysku lögsög- una en þar gildir miðlína. Und- anfarna áratugi hafa engir nema Íslendingar aflað sér veiðireynslu á þessu svæði. Hvað segir í Grænbókinni? Í Grænbókinni er fjallað um regl- una í kafla 5.3. Þar segir m.a.: „Hlutfallslegur stöðugleiki hefur haft þann kost að skipta möguleikum til veiða milli aðild- arríkjanna. Hún hefur hins vegar jafnframt leitt til mjög flókinnar háttsemi, s.s. kvótaskipta milli aðildarríkja eða útflöggunar útgerða. Til viðbótar hafa mark- mið um stjórnun veiðigetu gert heildarmyndina enn óskýrari. Að liðnum 25 árum með þessari reglu og breytingum á veiðimynstri er nú orðið verulegt misvægi milli kvótans sem er úthlutað til aðild- arríkjanna og raunverulegrar þarfar og nýtingar flota þeirra. Því er óhætt að segja að regl- an um hlutfallslegan stöðugleika tryggi ekki lengur að veiðiréttur- inn haldist hjá viðkomandi veiði- samfélagi. Til viðbótar takmarkar reglan sveigjanleika við útfærslu fiskveiðistefnunnar með a.m.k. þrennum hætti: - hún dregur úr möguleikum sjávarútvegsins til að nýta eigin getu sem best og að taka upp nýjar aðferðir og tækni við veiðar; - hún er ein af meginástæðum þess að stjórnvöld í aðildarríkj- unum hafa einbeitt sér að því að auka heildarkvóta (TAC) og þar með eigin hlutdeild á kostnað ann- arra mikilvægra langtímasjónar- miða. Í mörgum tilvikum veld- ur þetta óeðlilegum þrýstingi á aukningu heildarkvótans vegna þess að ríki sem vill meiri kvóta í sinn hlut á engan annan kost en að beita sér fyrir því að heildarkvót- inn innan ESB verði aukinn; - hún stuðlar að brottkasti vegna þess að hún leiðir oft til margra landskvóta, sem hver um sig setur þrýsting á brottkast; floti eins lands hefur e.t.v. ekki fullnýtt kvóta sinn fyrir tiltekna tegund á sama tíma og annar floti hefur fullnýtt sinn, eða á alls engan kvóta, og er því neyddur til brott- kasts. Vegna þeirra ástæðna sem nefndar eru hér að framan er nauðsynlegt að ræða framhald reglunnar um hlutfallslegan stöð- ugleika í núverandi búningi. Einn kostur væri að taka upp í staðinn sveigjanlegra kerfi s.s. að úthluta veiðiréttindum. Annar kostur væri að halda í meginregluna, en taka upp meiri sveigjanleika til að taka á núverandi göllum og laga lands- kvótana að raunverulegum þörf- um flota hvers ríkis.“ Síðan eru lesendur Grænbókar- innar spurðir: „Hvernig er unnt að móta regl- una um hlutfallslegan stöðug- leika þannig að hún stuðli betur að markmiðum sameiginlegu fiskveiðistefnunnar? Á að hverfa frá reglunni. Ef ekki, ætti hún að verða sveigjanlegri, og ef svo, hvernig þá? Hvernig væri hægt að haga slíkri útfærslu?“ Er vilji til að kasta reglunni? Rétt er að ítreka að Grænbók- in fjallar um fjölmörg atriði og er reglan um hlutfallslegan stöð- ugleika aðeins lítill hluti henn- ar. Grænbókin bendir vissulega á alvarlega galla og að tíminn og þróunin hafi leitt í ljós að reglan og útfærsla hennar fullægi ekki sem skyldi markmiðum sínum. Grænbókin kallar því eftir hug- myndum um úrbætur en þar er alls ekki lagt til að hún verði lögð til hliðar. Framkvæmdastjórnin gaf út í apríl 2010 samantekt á athuga- semdum 350 aðila sem brugðust við Grænbókinni. Í kafla 3.3 segir meðal annars um athugasemdir við regluna um hlutfallslegan stöðugleika: „Mikill meirihluti umsagnarað- ila (þ.m.t. flest aðildarríki) styður að halda reglunni um hlutfallsleg- an stöðugleika og telur hana horn- stein sjávarútvegsstefnunnar sem tryggi stöðugleika og öryggi. Tak- markaður fjöldi umsagnaraðila er reiðubúinn að endurskoða regl- una og færa kerfið meira í átt að markaðskerfi með veiðiheimild- ir....það er mikill stuðningur við að endurskoða úthlutunarlykla og færa þá nær raunveruleikanum, sérstaklega með hliðsjón af árleg- um kvótaskiptum.“ Reglan blívur Niðurstaðan af því sem að framan er rakið er sú að ekkert gefur til kynna að reglan verði ekki áfram hornsteinn sjávarútvegsstefnu ESB. Líklegt er að gerðar verði breytingar á útfærslu hennar svo hún þjóni betur settum markmið- um. Þetta má ráða m.a. af umsögn Evrópuþingsins frá 25. febrúar 2010 og nú síðast af sameiginlegri yfirlýsingu Póllands, Þýskalands og Frakklands um hlutfallslegan stöðugleika frá 29. júní 2010. Flest bendir til þess að þró- unin verði sú að draga úr mið- stýringu og fela aðildarríkjum, strandsvæðum og hagsmunaað- ilum mun meiri völd og áhrif á stjórnun fiskveiða en nú er. Það er þróun sem ætti að vera Íslend- ingum að skapi. Evrópumál Jón Steindór Valdimarsson Lögfræðingur Hlutfallslegur stöðugleiki hefur haft þann kost að skipta möguleik- um til veiða milli aðildarríkjanna.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.