Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.08.2010, Qupperneq 43

Fréttablaðið - 04.08.2010, Qupperneq 43
MIÐVIKUDAGUR 4. ágúst 2010 39 Landsliðshópurinn Markverðir: Árni Gautur Arason Odd Grenland Gunnleifur Gunnleifsson FH Varnarmenn: Indriði Sigurðsson Viking Kristján Örn Sigurðsson Hönefoss Grétar Rafn Steinsson Bolton Ragnar Sigurðsson IFK Gautaborg Sölvi Geir Ottesen FC Kaupmannahöfn Arnór Sveinn Aðalsteinsson Breiðabliki Miðvallarleikmenn Aron Einar Gunnarsson Coventry Ólafur Ingi Skúlason SönderjyskE Arnór Smárason Esbjerg Rúrik Gíslason OB Steinþór Freyr Þorsteinsson Örgryte Matthías Vilhjálmsson FH Guðmundur Kristjánsson Breiðabliki Sóknarmenn Eiður Smári Guðjohnsen AS Monaco Heiðar Helguson QPR Veigar Páll Gunnarsson Stabæk FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohn- sen hefur aftur verið valinn í íslenska landsliðið og er hann í hópnum sem mætir Liechten- stein í vináttulandsleik þann 11. ágúst næstkomandi. Það er síð- asti leikur Íslands fyrir undan- keppni EM 2012 í haust. Grétar Rafn Steinsson snýr einnig aftur eftir meiðsli en báðir misstu af æfingaleiknum gegn Andorra í vor. Ólafur Jóhannesson, lands- liðsþjálfari, valdi Eið Smára ekki þá þar sem hann taldi hann ekki í nægilega góðu formi. Fjórir leikmenn í hópnum, þeir Gunnleifur Gunnleifsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Matthí- as Vilhjálmsson og Guðmundur Kristjánsson, leika með íslensk- um liðum. Ekki náðist í Ólaf í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. - esá A-landslið karla valið: Eiður Smári aftur valinn 00.000 440.000.000 +260.000.000 Ekki gleyma að vera með, fáðu þér miða fyrir klukkan fjögur í dag á næsta sölustað eða á lotto.is Fyrsti vinningur stefnir í 440 milljónir og Ofurpotturinn stefnir í 260 milljónir. ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM! MIÐINN GILDIR 4. ÁGÚST 2010 A. 12 14 17 21 41 48 B. 05 16 23 36 37 38 C. 07 09 13 22 34 38 D. 03 06 19 24 25 31 E. 11 19 21 25 38 42 F. 01 25 35 36 39 46 G. 18 19 20 23 28 46 H. 22 27 29 39 40 42 Fjórfald ur 1. vinnin gur HANDBOLTI Íslenska 20 ára lands- liðið reif sig upp eftir tap á móti Portúgal með því að rassskella Frakka í gær og tryggði sér með því úrslitaleik á móti Dönum um sæti í undanúrslitum á Evrópumót- inu í Slóvakíu. Íslenska liðið vann franska liðið 42-30 í gær á sama tíma og Portúgalir unnu Dani 29- 28 sem þýðir að Ísland og Danmörk spila um undanúrslitasætið í dag. Það er ekki á hverjum degi sem Íslendingar vinna Frakka í hand- boltanum eða hvað. „Við erum vanir að vinna þá reglulega. Þetta er þriðja stórmótið í röð þar sem við sláum þá út. Við áttum topp- leik og strákarnir spiluðu alveg eins og englar. Við stýrðum þess- um leik frá A til Ö. Frakkar áttu aldrei möguleika,“ sagði Einar Guðmundsson, annar þjálfara íslenska liðsins. Íslenska liðið fór stigalaust inn í milliriðilinn eftir tap á móti Portú- gal í lokaleik riðlakeppninnar. „Portúgal vann Danmörk í dag (í gær) og þó þeir heiti Portúgal þá eru þeir mjög sterkir. Við byrjuð- um mjög illa á móti þeim og lent- um 7-1 undir en annars spiluðum við þann leik mjög vel. Við vorum þá hreinlega óheppnir að stela ekki sigrinum,” sagði Einar. Það var allt annað í gangi í byrj- un leiksins í gær. „Ég fann það strax í upphitun að strákarnir væru virkilega stemmdir og ætl- uðu ekki að sleppa þessu tækifæri. Það er bara hálfleikur hjá okkur núna en síðan er bara að vinna Dani á morgun (í dag) og komast í undanúrslit,“ segir Einar. Portúgalarnir eru komn- ir áfram en það verð- ur síðan annaðhvort Ísland eða Danmörk sem fylgir þeim. „Danir eru sterk- ari en Frakkarnir og þeir eru mjög sterkir. Þeir eru með mjög góðan markmann og spila með sterka vörn. Það verður jafn leikur,“ segir Einar. Aron Pálm- a rsson va r markahæstur í íslenska lið- inu með níu mörk og var valinn besti leikmaður íslenska l ið s i n s í leiknum en markvörður- inn Arnór Stefánsson var einnig sjóðandi heitur og varði 19 skot á 50 mínútum. „Varnarleikurinn, hraðaupp- hlaupin og markvarslan voru frá- bær í dag (í gær). Við höfum unnið mikið í varnarleik og hann er búinn að vera mjög góður á þessu móti. Við skorum alltaf 40 mörk. Við skoruðum reyndar bara 35 mörk á móti Portúgal en vorum þá með 20 tapaða bolta,“ segir Einar sem segir íslenska liðið hafa eign- ast þekktan aðdáanda á mótinu. „Ulrik Wilbek (þjálfari A-lands- liðs Dana) er hér með Dönunum og hann hristir bara hausinn yfir Íslendingunum því hann segir að Íslendingarnir skori alltaf svo rosalega mikið í sínum leikjum. Hann hafði voðalega gaman af að horfa á okkur og var voðalega jákvæður gagnvart okkur,“ segir Einar og ekki að ástæðulausu því hraðinn er mikill í leik íslenska liðsins. „Þetta lið er búið að vera lengi saman og leikmenn þekkja hver annan út og inn. Þetta eru mjög hraðir leikmenn og þegar við náum þessum takti þá erum við illviðráðanlegir,“ segir Einar og hann hefur engar áhyggjur af þreytu í liðinu því þeim hafi tekist að stjórna álaginu vel. Einar er líka bjartsýnn fyrir leikinn í dag enda spili strák- arnir hans alltaf best þegar allt er undir. „Þeir spiluðu einn sinn besta leik á móti Frökkum og það er oft með þetta lið að þeir eru best- ir þegar það skiptir máli. Við erum oft að merja einhver léleg lið en þegar það er komin einhver alvara í þetta þá geta þeir allt,” sagði Einar. Leikur Íslands og Danmerkur hefst klukkan 12.00 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á heimasíðu mótsins. -óój Íslenska 20 ára landsliðið vann tólf marka sigur á Frökkum í gær og mætir Dönum í mikilvægum leik í dag: Wilbek hristir hausinn yfir íslenska liðinu ARON PÁLMARSSON Skoraði níu mörk í gær og var valinn besti leik- maður liðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ULRIK WILBEK Er hrifinn að íslenska 20 ára landsliðinu. MYND/ GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.