Fréttablaðið - 06.08.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 06.08.2010, Blaðsíða 12
12 6. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Í ljós hefur komið að Hvalfjarðargöngin standast ekki þær öryggiskröfur sem gerðar eru til jarðganga í Evrópu. Þetta er mat samtaka evrópskra bifreiðaeigenda sem báru saman og mátu öryggi 26 jarðganga í 13 löndum Evrópu. Í þeim saman- burði lentu Hvalfjarðargöngin á botninum. Það er aldrei gaman að vera á botninum og um það báru viðbrögð Spalarmanna og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vitni. Þeir þóttust vita betur en útlendingarnir, gagnrýndu aðferðir þeirra og lýstu sig jafnvel ósammála niðurstöðunum. Niðurstöðurnar eru enda sláandi, falleinkunn og staðsetning ganganna á botninum sem lökustu göng af þeim 26 sem skoðuð voru. Niðurstöðurnar verður vissulega að skoða af yfirvegun því Róm er ekki byggð á einni nóttu. Að sama skapi má afneitun- in ekki heldur taka völdin eins og því miður vill oft brenna við þegar fundið er að og komist að þeirri niðurstöðu að úrbóta sé þörf. Gera verður ráð fyrir að sömu skoðunaraðferðir hafi verið við- hafðar í öllum göngunum 26 sem metin voru. Því liggur það fyrir að af þeim 26 göngum eru Hvalfjarðargöng lökust út frá öryggis- sjónarmiðum. Við það verður ekki unað. Þetta þýður afdráttarlaust að gera verður úrbætur og það hið allra fyrsta. Vissulega eru mörg samgönguverkefni brýn. Brýnast hlýtur þó að vera að koma mikið nýttum umferðarmannvirkjum, eins og Hval- fjarðargöngin eru, í það horf að viðunandi geti talist. Vegagerðin hefur gert áætlun um úrbætur á þeim jarðgöngum sem nú eru í notkun á landinu. Samkvæmt henni þarf að gera veru- legar úrbætur á þrennum göngum, þar á meðal Hvalfjarðargöng- um, og minniháttar úrbætur á þrennum til viðbótar. Áætlað var að verkefnið kostaði einn milljarð króna og að því yrði lokið árið 2014. Vegna óvissu um fjárframlög frá ríkinu er óvíst hvort áætlunin gangi eftir. Öll mannvirki eru börn síns tíma. Svo er einnig um samgöngu- mannvirki en þegar um er að ræða jarðgöng þá hlýtur að teljast ákaflega brýnt að þau standist öryggiskröfur. Því hljóta úrbætur á öryggi jarðganga að vera forgangsverkefni, og þá ekki síst Hval- fjarðarganganna svo fjölfarin sem þau eru. Vonandi verður horft til niðurstaðna evrópsku rannsóknarinnar og þær hafðar til hliðsjónar við forgangsröðun samgönguverkefna á þeim fjársveltu árum sem ljóst er að fram undan eru. Til dæmis hlýtur að koma til greina að skoða hvort ekki sé skynsamlegt að koma öryggismálum eldri ganga í horf sem sómi er að áður en ráðist er í gerð nýrra ganga. Hrepparígurinn svokallaði hefur sett allt of mikið mark á umræðuna um forgangsröðun samgönguframkvæmda hér á landi. Fram hjá því verður auðvitað ekki litið að samgöngur geta skipt sköpum um lífvænleika lítilla byggðarlaga. Hitt er jafn- ljóst að aldrei má slaka á öryggiskröfum þegar samgöngumannvirki eru annars vegar. Því hlýtur öryggissjónarmiðið að ganga fyrir þegar forgangsraðað er í samgönguframkvæmdum. HALLDÓR SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fjarar undan samþykkt Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti á landsfundi sínum í sumar að draga bæri aðildarumsókn að Evrópusam- bandinu til baka. Stefnubreytingin þótti marka nokkur tímamót og forystan starfar eftir henni. Nú hafa hins vegar hver hagsmunasamtökin á fætur öðrum lýst því yfir að klára bæri aðildarviðræð- urnar. LÍÚ bættist á miðvikudag í hóp samtaka eins og Samtaka iðn- aðarins og Samtaka atvinnulífsins, sem haldið hafa þessu fram. Forystan í vanda Nú er spennandi að sjá hvernig forysta flokksins bregst við þessari breyttu stöðu. Samtökin fyrrnefndu hafa löngum myndað hryggjarstykkið í baklandi Sjálfstæðisflokksins og ráðið því sem þau ráða vilja. Ætlar forystan að fara gegn ríkum og áhrifamiklum hags- munasamtökum, eða gegn samþykkt æðstu stofnunar flokksins? Allir ráðherrar ásakaðir Guðfríður Lilja Grétars- dóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna sagði í gær pólitískar ráðningar allt of algengar og því þyrfti að breyta. Hún sagði báða stjórnar- flokkana hafa gerst seka um slíkt, en vildi þó, aðspurð, engin dæmi gefa, önnur en ráðningu Runólfs Ágústs- onar. Þetta er bagalegt og ekki í anda opinnar stjórnsýslu. Ef Guðfríður Lilja þekkir önnur dæmi er það skylda hennar að upplýsa almenning um þau. Annars þegir hún yfir mikilvægum upplýsingum og allir ráðherrar í ríkisstjórn liggja undir grun um athæfið. kolbeinn@frettabladid.is Fást í heilsubúðum, matvöruverslunum og völdum N1 stöðvum Lífrænir ávaxtasafar úr ferskum ávöxtum án aukefna, viðbætts sykurs og rotvarnarefna. Ein mesta ánægja mín í starfi, fyrir utan að vinna með börnum, er að tengjast öðrum uppalendum frá ýmsum heimshorn- um. Mér bauðst slíkt tækifæri í byrjun sumars þegar alþjóðleg ráðstefna Samtaka tungumálakennara á Íslandi var haldin. Ráðstefnan bar titilinn: „Hvað leynist í gullakistunni?“ og gaf tungumálakennur- um færi á að koma saman með það eitt að markmiði að deila reynslu okkar, árangri og gleði af kennslunni. Ég hef verið þeirr- ar ánægju aðnjótandi að kveikja neista enskuáhuga hjá börnum á aldrinum eins til 10 ára í skólum Hjallastefnunnar frá árinu 2003. Mér bauðst sá heiður á ráðstefnu STÍL að segja öðrum kennurum frá því hvern- ig enskan er kennd í Hjallastefnuskólum; með því að nýta náttúruna, áþreifanlegum verkefnum, söng, leikjum og samvinnu við fastan kennara barnanna. Ég sýndi áheyr- endum hvernig námið heldur áfram eftir að barnið yfirgefur skólastofuna og hvern- ig forvitni og drifkraftur barnanna sjálfra varðar leiðina að skilningi og notkun þessa tungumáls sem er svo stór þáttur af þeirra nánasta umhverfi. Samuel Lefever, lektor í Kennaraháskóla Íslands, gaf síðan nýja innsýn í þetta sama efni með því að kynna rannsóknir sínar í Hjallastefnuskólum. Mér fannst líka viðeigandi að deila með áheyrendum nýrri innsýn sem mér hefur hlotnast varðandi starf mitt. Ég hef kynnst nýrri áherslu innan kennslufræðinnar sem gefur kennurum og nemendum tækifæri til þess að lifa og starfa í vellíðan á líðandi stund. Þessi nýja áhersla kallast „Mind- ful Education,“ sem hægt væri að útleggja sem Meðvituð menntun. Hjallastefnuskól- arnir bjóða upp á taktfast flæði í dagskrá, náið samband við náttúruna og mikið sam- starf nemenda og kennara sem er góður jarðvegur fyrir meðvitaða menntun. Frú Vigdís Finnbogadóttir sagði á ráðstefnunni að tungumálin væru lykl- ar okkar að heiminum. Ég er hjartan- lega sammála henni en bæti því við að við þurfum fleiri en einn lykil til þess að opna okkur dyr að alþjóðasamfélaginu. Við þurfum tungumálin sem fyrsta lykil- inn, við þurfum hjartagæsku sem annan lykil og við þurfum hugrænan lykil sem er meðvitundin. Með þessum þremur lyklum samanlögðum trúi ég því að okkur opnist allar dyr. Nánari upplýsingar um Mindful Educat- ion fást á slóðinni: www.mindfuleducation. org Meðvituð menntun Menntamál Elizabeth Nunberg Tungumáladeild Hjallastefnunnar Evrópskur samanburður á jarðgöngum er holl áminning um það sem betur má fara. Viðhald jarðganga fram yfir ný

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.