Fréttablaðið - 06.08.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 06.08.2010, Blaðsíða 40
24 6. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI „Þegar þú ert hátt í þrjá metra þá verðurðu að skora eftir föst leikatriði af og til. Ég er búinn að panta það í nokkrum leikjum hjá honum í sumar og það var sætt að sjá hann skora í kvöld,“ sagði Guðmundur Benediktsson, þjálfari Selfyssinga, eftir sigurinn gegn Haukum. Miðvörðurinn Agnar Bragi Magnússon skoraði sigurmark- ið stundarfjórðungi fyrir leikslok þegar hann skóflaði boltanum upp í þaknetið eftir hornspyrnu. Vara- maðurinn Guessan Bi Herve fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt þegar um tíu mínútur voru eftir en Haukar náðu ekki að nýta sér liðsmuninn. Leikurinn var frábær skemmt- un fyrir áhorfendur nema kannski þá sem unna öflugum varnarleik. „Mér fannst bæði lið fara í þenn- an leik með það í huga að reyna að vinna hann og það skilaði sér í frábærri skemmtun fyrir áhorf- endur. Ég er gríðarlega ánægður og sofna vel á koddanum í kvöld,“ sagði Guðmundur. „Það er óhætt að segja að þetta hafi verið kærkomið. Það er ekki hægt að kvarta yfir því að skora þrjú mörk og sækja þrjú stig. Þetta var mjög mikilvægur sigur eins og reyndar allir sigrar í þess- ari deild eru. Við vorum að vinna sigur á öðrum af aðalkeppinautum okkar í þessari deild, við erum í þriggja liða keppni gegn Haukum og Grindavík.“ Haukar byrjuðu leikinn mun betur og fengu dauðafæri áður en Spánverjinn Alexandre Garcia opnaði markareikning sinn fyrir liðið með laglegu marki. Selfyss- ingar náðu að jafna eftir horn en það var fyrsta skot liðsins á mark í leiknum. Við þetta hrukku þeir í gírinn. „Við vorum þunglyndir í upp- hafi leiks sem er kannski skiljan- legt því gengið hefur verið þannig. Þetta leggst auðvitað á hausinn á mönnum og ósjálfrátt fara menn að efast um sjálfa sig. Það getur verið þungt og erfitt en ég er gríð- arlega ánægður með hvernig menn brugðust við eftir að hafa lent undir,“ sagði Guðmundur. „Við sýndum mikinn karakter í kvöld að setja hér þrjú mörk og halda þetta svo út einum færri í lokin. Það sást í hverju andliti að menn voru tilbúnir að leggja allt á sig til að ná í þrjú stig.“ Sigurinn hefði getað lent hvorum megin sem var í þessum botnslag en Selfyssingar fögnuðu af ótrú- legri innlifun í lokin enda er þessi sigur svo sannarlega líflína fyrir þá. Haukar eru hins vegar límdir við botninn, hafa ekki unnið leik og eftir úrslitin í gær er maður farinn að efast um að sigurleikur- inn komi í sumar. „Þetta var mjög sárt,“ sagði Guðjón Lýðsson, besti leikmað- ur Hauka í gær. „Mér fannst við alls ekkert lélegri í þessum leik en fáum á okkur tvö mörk úr horn- spyrnum. Við yfirspiluðum þá á löngum köflum en menn verða að halda einbeitingu til að klára svona leiki. Þetta hlýtur að fara að koma, menn hljóta að ná einum leik án þess að gera mistök.“ Guðjón er ekki búinn að leggja árar í bát. „Við þurfum að vinna næstu leiki ef við ætlum ekki að falla, það er ekki flókið.“ elvargeir@frettabladid.is Fylkisvöllur, áhorf.: 856 Fylkir Keflavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 11–11 (5–5) Varin skot Fjalar 3 – Ómar 1 Horn 4–6 Aukaspyrnur fengnar 11–15 Rangstöður x–x KEFLAV. 4–5–1 Ómar Jóhannsson 5 (21., Lasse Jörgens. 6) Guðjón Árni Anton. 6 (34., Paul McShane 6) Bjarni Hólm Aðalst. 5 Haraldur Freyr Guð. 6 Alen Sutej 6 Hólmar Örn Rúnars. 6 Einar Orri Einarsson 5 Jóhann Birnir Guðm. 6 *Guðmundur Stein. 7 Magnús Sverrir Þorst. 4 Magnús Þórir Matth. 5 (90. Hörður Sveinss. -) *Maður leiksins FYLKIR 4–3–3 Fjalar Þorgeirsson 6 Andri Þór Jónsson 6 (51., Ásgeir Örn Arnþ. 6) Þórir Hannesson 6 Valur Fannar Gíslas. 5 Tómas Þorsteinsson 5 Kristján Valdimarss. 5 (82. Davíð Ásbjörnss. -) Ásgeir Börkur Ásg. 6 Andrés Már Jóhann. 7 Ingimundur Níels 4 (73. Jóhann Þórh. -) Pape Mamadou Faye 4 Albert Brynjar Ingas. 6 1-0 Albert Brynjar Ingason, víti (21.) 1-1 Guðmundur Steinarsson, víti (82.) 1-2 Jóhann Birnir Guðmundsson (86.) 1-2 Jóhannes Valgeirsson (5) HAUKAR 2-3 SELFOSS 1-0 Alexandre Garcia Canedo (21.) 1-1 Stefán Ragnar (25.), 1-2 Guessan Bi Herve (29.), 2-2 Guðjón (65.), 2-3 Agnar Bragi (75.) Vodafone-völlurinn, áhorf.: 983 Dómari: Magnús Þórisson (6) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 16–11 (7–8) Varin skot Daði 5 – Jóhann 5 Horn 9–10 Aukaspyrnur fengnar 13–9 Rangstöður 6–2 Haukar 4–4–2 Daði Lárusson 6 - Ásgeir Þór Ingólfs- son 5, Kristján Björnsson 5, Þórhallur Dan Jóhannsson 3, Hilmar Rafn Emilsson 3 - Hilmar Geir Eiðsson 5, Jamie McCunnie 5, Guðjón Lýðsson 7, Magnús Björgvinsson 4 (77., Garðar Geirsson -) - Arnar Gunnlaugsson 5 (46.. Daníel Einarsson 6), Alexandro Garcia 6 Selfoss 4–5–1 Jóhann Ólafur Sigurðsson 6 - Martin Dohlsten 5, Stefán Ragnar Guðlaugsson 6, *Agnar Bragi Magnússon 7, Andri Freyr Björnsson 4 - Gunnar Borgþórsson 4, Jean Stephane Yao Yao 7, Arilíus Mart- einsson 6 (84., Ingi Rafn -), Sævar Þór Gíslason - (15. Guessan Bi Herve 7), Jón Daði Böðvarsson 6 - Viktor Unnar Illugason 6 (77. Viðar Örn Kjartanss. -) STAÐAN Breiðablik 14 9 2 3 34-16 29 ÍBV 14 9 2 3 23-13 29 FH 14 7 4 3 27-20 25 Keflavík 14 6 5 3 15-15 23 Fram 14 5 5 4 21-21 20 KR 13 5 4 4 23-19 19 Valur 14 4 6 4 21-26 18 Stjarnan 14 4 5 5 24-24 17 Fylkir 13 4 3 6 25-26 15 Grindavík 14 3 3 8 16-23 12 Selfoss 14 3 2 9 18-31 11 Haukar 14 0 7 7 18-31 7 NÆSTU LEIKIR ÍBV - Haukar sunnudag kl. 16.00 Fram - Fylkir sunnudag kl. 19.15 Valur - Grindavík sunnudag kl. 19.15 FH - Breiðablik sunnudag kl. 19.15 Stjarnan - Selfoss sunnudag kl. 19.15 Keflavík - KR sunnudag kl. 19.15 PEPSI-DEILDIN > Hrafn þjálfar báða meistaraflokka KR KR-ingar hafa loksins fundið sér þjálfara fyrir karlaliðið sitt í körfuboltanum. Hrafn Kristjánsson mun þjálfa báða meistaraflokka KR en hann hafði áður ráðið sig á kvenna- liðið. „Það er bara þannig að ef manni er boðið þetta starf en hafnar því þá er ekkert víst að manni yrði boðið þetta aftur. Þetta er eitt af þeim störfum sem maður stefnir á þegar maður byrjar að mennta sig og tekur þá ákvörðun að verða atvinnuþjálfari,“ segir Hrafn. „Ég treysti mér alveg í þetta því ég er með gott fólk á bak við mig. Ég verð að nýta mér daginn vel því þetta þýðir það jafnframt að ég er ekki í eiginlegri dagvinnu. Það verða einstaklingsæfingar og „sideline organizer“ á daginn,“ sagði Hrafn. Ólafur Þórðarson sendi leikmönnum sínum í Fylki tóninn eftir 2-1 tap liðsins fyrir Keflavík á heimavelli í gær. Fylkir komst yfir í fyrri hálfleik en Keflavík tryggði sér sigurinn með tveimur mörkum seint í leiknum. „Enn einu sinni í sumar geta leikmenn ekki haldið haus í 90 mínútur og það er bara að kosta okkur of mikið,“ sagði Ólafur eftir leikinn. „Þetta er bara einbeitingarskortur og ekkert annað. Það vantar meiri metnað í þessa drengi og þeir verða að velta því fyrir sér af hverju þeir eru yfir höfuð í fótbolta. Við fengum nóg af færum í leiknum og það er alveg ótrúlegt að menn geti ekki einbeitt sér á svona stundum eins og þegar við vorum að klikka í dag.“ Fylkismenn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en Kefl- víkingar tóku öll völd á leiknum í þeim síðari. Hins vegar virtist ekkert ganga hjá þeim að skapa sér færi og Fylkismenn beittu stórhættulegum skyndisóknum inn á milli. Þrívegis þurftu Keflvíkingar að bjarga á línu í leiknum. Vendipunktur leiksins var þegar að Jóhannes Valgeirsson dæmdi umdeilda vítaspyrnu í vítateig heima- manna sem Guðmundur Steinarsson skoraði úr. Þórir Hannesson, sem hafði átt fínan leik fyrir Fylki, fékk sitt annað gula spjald fyrir brotið og þar með rautt. Stuttu síðar lagði Guðmundur upp sigurmark Keflvíkinga sem Jóhann Birnir Guðmundsson skoraði á laglegan máta. Keflvíkingar fögnuðu þar með sínum fyrsta sigri síðan í lok júní. „Við þurftum að hafa trú á verkefninu og við ræddum um það í hálfleiknum. Fylkismenn voru reyndar alltaf líklegir en stundum þarf svona lagað að falla með manni. Þetta hefur verið svolítið stöngin út hjá okkur að undanförnu og ég hélt að þetta ætlaði ekki að detta í dag. En sem betur fer gerðist það,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur. Hann segir sína menn ekki hafa sagt sitt síðasta í toppbaráttu deildar- innar. „Við ætlum okkur að vera í toppbaráttunni og erum enn í þeim pakka. Mér er létt eftir þennan sigur en fyrst og fremst svo ánægður með að leikmenn misstu ekki hausinn hér í dag.“ ÓLAFUR ÞÓRÐARSON: ÞJÁLFARI FYLKIS AFAR ÓSÁTTUR EFTIR TAP FYRIR KEFLAVÍK Á HEIMAVELLI Fyrst og fremst algjör aulaskapur leikmanna Selfoss krækti í líflínu á Hlíðarenda Selfyssingar unnu mikilvægan sigur á Haukum í botnslag deildarinnar í gær, 3-2. Bæði lið voru mætt til að sækja en varnarturninn Agnar Bragi Magnússon skoraði sigurmarkið. MIKILVÆGT SIGURMARK Agnar Bragi Magnússon tryggði Selfoss 3-2 sigur á Haukum á Vodafonevellinum í gær en þetta mark hans gæti skipt öllu fyrir liðið í harðri fallbaráttu sem er fram undan. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.