Fréttablaðið - 06.08.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 06.08.2010, Blaðsíða 24
4 föstudagur 6. ágúst Georg Erlingsson Merritt er umsjón- armaður Draggkeppni Íslands sem fór fram í þrettánda sinn á mið- vikudagskvöldið. Hann hlaut sjálfur titilinn draggdrottning Íslands árið 1998, sama ár og kynskiptingurinn Dana International sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Viðtal: Sara McMahon Mynd: Valgarður Gíslason G eorg er borinn og barnfæddur Reyk- víkingur og starf- ar sem kerfisfræð- ingur auk þess sem hann sinnir stuðningskennslu, semur tónlist og starfar sem plötu- snúður svo fátt eitt sé nefnt. Hann klæddist fyrst draggi þegar hann bjó á Spáni á sínum yngri árum og tróð þá upp á ýmsum stöðum ásamt öðrum draggdrottningum. „Vinur minn tók þátt í keppn- inni þegar hún var fyrst haldin hér heima og það var jafnframt í fyrsta sinn sem ég horfði á dragg „live“. Ári síðar ákváðu nokkr- ir vinnufélagar mínir að skipu- leggja fast skemmtikvöld þar sem við gætum hist og haft það gaman. Við unnum allir á sama skemmtistaðnum á þessum tíma þannig að það gat verið erfitt fyrir okkur að finna dagsetningu þar sem allir voru í fríi. Við ákváð- um að gera eitthvað meira úr þessu kvöldi og klæddum okkur upp sem Spice Girls og bókuð- um okkur á Ingólfskaffi í leiðinni. Upphaflega ætluðum við bara að syngja nokkur lög og fá frítt að drekka út á það en við enduð- um á því að sýna þrisvar sinnum sama kvöldið. Þetta var sem sagt mín fyrsta reynsla af draggi,“ út- skýrir Georg sem ákvað í kjölfarið að taka sjálfur þátt í Draggkeppni Íslands ári síðar. Hann kom fram undir sviðs listanafninu Keikó og sigraði í keppninni. „Nafnið var ákveðið í „make-up“ stólnum rétt áður en ég fór á svið. Vinkona mín stakk upp á nafninu því ég væri vaxinn eins og hval- ur og þetta nafn hefur fylgt mér síðan. Nafnið passar mjög vel við hana því Keikó er bæði svört og hvít.“ Georg er jafnframt eina ís- lenska drottningin sem aldrei var krýnd og segist hann ætla að krýna sig sjálfur núna í ár. „Þá fæ ég loksins mína kórónu,“ segir hann og hlær. GAMALT LEIKLISTARFORM Að sögn Georgs er dragg alda- gamalt leiklistarform sem nær allt aftur til tíma Forn-Grikkja þegar karlkyns leikarar fóru með öll kvenhlutverkin í leikritum þar sem konum var meinað að koma fram. Hver er sjarminn við dragg? „Í fyrsta lagi er þetta alveg ofboðs- lega skemmtilegt og maður fær visst kikk út úr því að standa uppi á sviði og skemmta fólki. Upphaf- lega var dragg tengt leikhúsum því konum var meinað að koma fram og þess vegna þurftu karl- ar að fara með öll kvenhlutverk. Draggið tók svo miklum breyting- um eftir seinni heimsstyrjöldina og færðist þá inn á skemmtistaði ætluðum samkynhneigðum og varð þá líkara því sem við þekkj- um í dag, en draggið er stanslaust að þróast og breytast og nú eru stelpur til dæmis farnar að sýna þessu meiri áhuga.“ Draggkeppnin hér á landi tók fyrst aðeins við draggdrottning- um en breyting varð þar á árið 2005 þegar draggkóngar fengu einnig leyfi til að keppa. Fyrst var aðeins keppt um einn titil en nú er keppt bæði um titilinn dragg- drottning og draggkóngur ársins. Fimm manna dómnefnd velur sigurvegara ársins og er ýmislegt sem keppendur þurfa að huga að vilji þeir standa uppi sem sigur- vegarar kvöldsins. „Dómararnir taka meðal annars mið af framkomu, búningum, út- liti og tilsvörum keppenda. Atrið- in sem keppendur koma með eru afskaplega ólík, sumir halda ræðu, aðrir dansa og syngja og enn aðrir fara með ljóð eða uppistand. Það fer miklu meiri vinna í þetta en fólk gerir sér grein fyrir, keppend- urnir leggja sig mjög fram og við sem að keppninni stöndum reyn- um að leiðbeina þeim eins og við getum.“ Hversu hart er barist um titilinn? „Þetta er mjög hörð keppni,“ segir Georg og hlær. „Það eru sumir sem brosa framan í and- stæðinginn og óska honum góðs gengis en bregða svo fyrir hann fæti þegar hann gengur út á svið- ið. Það hefur komið fyrir að neglur og hárkollur hverfi en við reynum að sjá til þess að allt fari að mestu friðsamlega fram. Stærsti mis- skilningurinn við þessa keppni er FORRÉTT AÐ VERA SAMK HNEIGÐUR Á ÍS Georg Erlingsson Merritt segir mikil- vægt fyrir samfélag samkynhneigðra að finna fyrir stuðningi almennings og bend- ir á að Hinsegin dagar séu nú ein stærsta fjölskylduhátíð landsins. „Vinkona mín stakk upp á nafn- inu því hún sagði að ég væri vax- inn eins og hvalur og það hefur fylgt mér síðan.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.