Fréttablaðið - 06.08.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 06.08.2010, Blaðsíða 34
18 6. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR BAKÞANKAR Brynhildar Björnsdóttur Hver er þessi Paul Allen? – Fréttablaðið fjallar um auðjöfurinn á skútunni í Reykjavíkurhöfn. Tæknin er máttug og mislynd – stjórnmálamenn og tölvu- klúður í gegnum tíðina. Þráði að verða spekingur – Þórbergur í nýrri bók. Úlfaldar og fljótabátar – Annars konar ferðamáti. Matur og menning – Sælkeraferðir á fjarlægum slóðum. ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman ...Og Helga, lofarðu að kaupa húsgögn í flötum kössum og láta Sigurð setja þau saman án þess að skipta þér af eins lengi og þið lifið? Ókei! Smá úr skóla lífsins, sonur sæll! Vá! Frábært! Ég er alltaf að læra eitthvað af þér, pabbi! Fallegt! Þú fórst ekki með rusltunnuna á sinn stað þannig að ruslabíllinn skildi það eftir! Refsingin er að þú ferð inn í herbergið þitt og verður þar í 12 tíma! Nú, jæja þá. Þau geta tekið frelsið mitt, en þau geta ekki tekið letina mína. Ókei, við þurfum að útbúa einhvers konar tímabundna bleiu þangað til mamma þín kemur heim úr búðinni. Já! Ekkert mál! Leitaðu að ein- hverju rakadrægu og einhverju til að festa það niður. Bómull og límband! En glansandi silfurbleia myndi líta svo vel út! Passaðu hana á meðan ég leita. Ég er alin upp í götunni Kúrlandi og þegar ég sagði til heimilis sem barn fékk ég alltaf að heyra einhverja skemmti- kersknina um leti, notalegheit og afslapp- elsi. Ég var sjálf mjög lengi að gera teng- inguna á milli sagnarinnar að kúra og götunnar minnar þar sem risastórt bíla- stæðið var afar ákjósanlegt til útileikja og ekkert sérstaklega mikið kúrt, að því er ég vissi. En kannski er þessi bernsku- reynsla ástæða þess hvað kyndug götu- nöfn geta skemmt mér konunglega. ÁLFKONUHVARF er uppáhaldsgötuheitið mitt núna og velti Mururima úr sessi fyrir nokkrum árum, enda féll ég næstum í stafi af gleði þegar ég heyrði fyrst talað um dularfulla Álfkonuhvarfið. Dverga - kór er enn eitt lífsgleðjandi götuheiti, að ógleymdri Martröð sem ég held alveg örugglega að sé enn þá til ein- hvers staðar. KONU sem hefur svona lágan skemmtanaþröskuld er auðvitað endalaust skemmt þegar hún ekur um sveitir landsins. Strjúgsstað- ir gleðja, sömuleiðis Nípukot og þá má ekki gleyma Kúskerpi í Skagafirði. Sum bæjarnöfn vekja skefjalausa forvitni um uppruna, til dæmis Kræk- lingahlíð (hvernig komust þeir þangað?) en önnur segja sig alveg sjálf, eins og Samkomugerði I og II sem hljóta að vera miklir gleðibæir og ekki bara einn heldur tveir greinilega nefndir til að laða fólk að. SVO er líka hægt að skemmta sér í bíla- leiknum „Safnaðu skrokknum“ þar sem sá vinnur sem kemst næst því að setja saman heilan líkama úr þeim líkamshlut- um sem finna má hér og þar um landið. Ýmis bæjarnöfn koma þá að góðum notum, til dæmis Tunga, Hæll, Háls, Enni, Kinn, Hryggur, Botn, Höfði, Öxl og Bringa. Í því samhengi má reyndar benda á að tölu- verður fjöldi landsmanna býr í botnlanga, nokkrir í túnfæti en færri á útnára. ÉG gleymi því seint þegar ég ók framhjá sveitabænum reisulega Beltisstað í Borg- arfirði og flissaði alla leiðina norður að möguleikanum á því að búa undir Beltis- stað eða neðan við Beltisstað, milli þess sem ég hristi höfuðið yfir því hvernig fólki hefði nokkru sinni dottið svo furðu- legt bæjarnafn í hug. Beltisstaðargrínið lifnaði síðan við í hvert sinn sem ég átti leið um, allt þar til innfæddur Borgfirð- ingur benti mér á að bærinn héti alls ekki Beltisstaður heldur Beitistaðir og grínið snerist við og varð á minn kostnað. Bæjar- nafnið Beltisstaður er því laust ef einhver góðhjartaður nýbóndi vill gleðja vegfar- endur, ekki síst mig, á ferðum um þjóð- veginn. Undir Beltisstað

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.