Fréttablaðið - 18.08.2010, Side 10

Fréttablaðið - 18.08.2010, Side 10
10 18. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR SAMFÉLAGSMÁL Landsmönnum fækk- aði um 0,4 prósent frá 1. júlí í fyrra til 1. júlí í ár. Þeta er í fyrsta sinn sem landsmönnum fækkar á einu ári síðan árið 1888 þegar töluverð- ur hópur Íslendinga fluttist vestur um haf til Ameríku. Þá fækkaði landsmönnum um 1.724 frá árinu 1887 eða um 2,4 prósent. Landsmenn voru 318.006 1. júlí 2010 en voru 319.246 ári fyrr. Íbúum á landinu fækkaði því um 1.240 á einu ári. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Íbúum fækkaði í öllum lands- hlutum nema Norðurlandi-eystra á tímabilinu. Þar fjölgaði íbúum um 103 eða 0,4 prósent. Mest var fækk- unin á Suðurnesjum eða 1,6 prósent en á Suðurlandi og á Vestfjörðum fækkaði íbúum um 1,5 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði íbúum um 248 milli ára eða 0,1 pró- sent. Þar búa nú 63,6 prósent þjóð- arinnar. Í Reykjavík fækkaði íbúum um 533 og í Hafnarfirði um 172 en í Kópavogi fjölgaði íbúum um 151 milli ára. Íslendingar eru vel í sveit sett- ir hvað varðar heimildir um mann- fjölda, en til þessara heimilda telj- ast manntöl og kirkjubækur, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Þannig telst elsta íslenska manntal- ið, sem unnið var upp úr Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídal- íns frá 1703, vera fyrsta heildar- manntalið í heiminum. Fram til ársins 1888 var fólks- fækkun síður en svo óalgeng á Íslandi og höfðu farsóttir, veðurfar og hamfarir mest um það að segja að ógleymdum Vesturferðunum á seinni hluta 19. aldar. - mþl 1 Hvað heitir einn vinsælasti þáttur RÚV á Rás 1 sem sleginn hefur verið af? 2 Hvað hefur oft komið upp eldur í Hörpu það sem af er byggingartíma hússins? 3 Hvað heitir varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, sem boðað hefur afsögn sína? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 300.000 250.000 200.000 150.000 100.000 50.000 18 85 18 90 18 95 19 00 19 05 19 10 19 15 19 20 19 25 19 30 19 35 19 40 19 45 19 50 19 55 19 60 19 65 19 70 19 75 19 80 19 85 19 90 19 95 20 00 20 05 20 10 1970 204.0421950 141.042 1930 106.360 1990 253.785 1910 84.528 1890 84.528 2010 317.630 Heimild: HagstofanUnnið úr gögnum frá Data Market Fólksfjölgun/fækkun Nýjar mannfjöldatölur frá Hagstofu Íslands: Fækkað um 1.240 á einu ári BANDARÍKIN, AP Samkynhneigð pör í Kaliforníu, sem höfðu búið sig undir að ganga í hjónaband nú í vikunni, þurfa að bíða lengur. Áfrýjunardómstóll, sem hefur fengið málið til meðferðar, gaf út bann við hjónaböndum samkyn- hneigðra þangað til úrskurður er fallinn. Dómari í Kaliforníu, Vaughn Walker, úrskurðaði í byrj- un ágúst að bann við hjónaböndum samkynhneigðra, sem samþykkt var í almennri atkvæðagreiðslu, bryti í bága við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þeim dómi var áfrýjað, en jafnvel þótt áfrýjun- ardómstóllinn leyfi hjónaböndin gæti málið á endanum farið fyrir Hæstarétt landsins. - gb Meira hringl í Kaliforníu: Samkynhneigð- ir þurfa að bíða SAMKYNHNEIGÐIR Í KALIFORNÍU Beðið eftir áfrýjunardómstól. NORDICPHOTOS/AFP Ætla að kortleggja lúpínu Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur ákveðið að veita 212 þúsund krónum til kortlagningar á lúpínu og kerfli á svæðum innan sveitarfélagsins. Stefnt er að því að hefja átak á næsta ári til að hefta útbreiðslu lúpínu og kerfils í landi sveitarfélagsins. Leitað verður eftir samvinnu við Vinnumálastofn- un um að ráða til verksins fólk af atvinnuleysisskrá. ÍSAFJÖRÐUR VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.