Fréttablaðið - 18.08.2010, Page 11

Fréttablaðið - 18.08.2010, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 18. ágúst 2010 11 Innbrot í líkamsræktarstöð Brotist var inn í líkamsræktarstöð í austurhluta Reykjavíkur í fyrrinótt. Að sögn lögreglu virðist engu hafa verið stolið en þjófarnir voru búnir að taka nokkra verðmæta hluti til þegar styggð kom að þeim og þeir létu sig hverfa út í myrkrið. Að öðru leyti var nóttin róleg hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu. LÖGREGLUFRÉTTIR EFNAHAGSMÁL Samningur gekk formlega í gildi í gær á milli Norð- urlandanna og Eystrasaltsríkj- anna sem miðar að því að tryggja fjármálastöðugleika í löndunum öllum. Hann kveður á um sam- eiginleg viðbrögð ríkjanna allra gegn áfalli sem eitt þeirra verð- ur fyrir og draga á úr hættunni á að fjármálakreppa breiði úr sér yfir landamæri. Ástand sem bundið er við einstakt ríki fellur ekki undir samkomulagið, líkt og segir í tilkynningu frá Seðla- banka Íslands. Undir samkomu- lagið undirrit- uðu fulltrúar fagráðuneyta, seðlabanka og fjármálaeftir- lita landanna allra, þar á meðal Íslands. Þetta er tíma- mótasamning- ur en með sam- komulaginu er komið á fót í fyrsta sinn evrópskum sam- starfshópi á grundvelli sam- komulags landa sem aðild eiga að evrópska efnahagssvæðinu (EES). Nefnd stjórnvalda um fjár- málastöðugleika mun leggja sitt af mörkum til að uppfylla sam- starfssamninginn. Nefndin, sem hefur verið til í ýmsum myndum síðastliðin fjögur ár, hefur ekki verið skipuð að fullu, að sögn Björns Rúnars Guðmundsson- ar, skrifstofustjóra í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Hann gegnir tímabundið formennsku í nefndinni. - jab Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin taka höndum saman gegn fjármálahruni: Kemur í veg fyrir smitáhrif SAMGÖNGUR Farþegar Iceland Express voru tæplega áttatíu þús- und í júlí síðastliðnum, að því er fram kemur í tilkynningu félags- ins. „Það er 35 prósenta fjölgun frá sama tíma í fyrra,“ segir þar. Þá munu fleiri farþegar hafa ferðast með félaginu það sem af er ágústmánuði, en á sama tíma í fyrra. „Farþegum félagsins fjölg- aði á flesta áfangastaði,“ segir í tilkynningunni. „Þá hefur New York slegið í gegn sem áfanga- staður, enda hefur félagið ákveð- ið að fljúga þangað allan ársins hring.“ - óká New York hefur slegið í gegn: Farþegum IE fjölgar um 35% BJÖRN RÚNAR GUÐMUNDSSON Hafðu samband sími Leitaðu til okkar þegar kemur að lífeyrissparnaði. Hafðu samband við Lífeyrisþjónustu Arion banka Borgartúni 19, í síma 444 7000, lifeyristhjonusta@arionbanki.is Ávöxtun viðbótar- lífeyrissparnaðar Arion banka Lífeyrisauki og Vista henta þeim sem vilja leggja fyrir í viðbótar- lífeyrissparnað og nýta sér þannig mótframlag launagreiðanda. Rétthafar í Vista og Lífeyrisauka eru samtals um 70 þúsund og stærð sjóðanna er ríflega 40 milljarðar kr. Lífeyrisauki Nafnávöxtun 30.06.2009 - 30.06.2010 Vista Nafnávöxtun 30.06.2009 - 30.06.2010 5 ára meðalnafnávöxtun 4,1% 5,7% 7,6% 7,8% 14,8% L íf e yr is a u k i 1 L íf e yr is a u k i 2 L íf e yr is a u k i 3 L íf e yr is a u k i 4 L íf e yr is a u k i 5 5 ára meðalnafnávöxtun V is ta 1 V is ta 2 V is ta 3 V is ta 4 V is ta 5 L íf e yr is a u k i 1 L íf e yr is a u k i 2 L íf e yr is a u k i 3 L íf e yr is a u k i 4 L íf e yr is a u k i 5 9,5% 7,9% 12,8% 16,0% 11,7% L íf e yr is a u k i E rl e n d v e rð b ré f L íf e yr is a u k i In n le n d s k u ld a b ré f 10,3% 18,5% L íf e yr is a u k i E rl e n d v e rð b ré f L íf e yr is a u k i In n le n d s k u ld a b ré f 8,7% 10,3% V is ta 1 V is ta 2 V is ta 3 V is ta 4 V is ta 5 arionbanki.is/lifeyrir Ávöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um ávöxtun í framtíð. 6,8% 7,9% 13,0% 16,0% V is ta E rl e n d v e rð b ré f V is ta I n n le n d s k u ld a b ré f 9,6% 18,5% V is ta E rl e n d v e rð b ré f V is ta I n n le n d s k u ld a b ré f 3,6% 5,8% 15,0% 7,8%7,6% 7,4% 10,4% 12,2% FÉLAGSMÁL „Söfnun áheita fyrir góðgerðarfélög í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslands- banka hefur gengið vonum fram- ar,“ segir í tilkynningu bankans. Áheit á keppendur í gegn- um vefinn www.hlaupastyrkur. is nema nú rúmlega 9,6 milljón- um króna, sem er hærri upphæð en nemur heildaráheitum fyrir hlaupið í fyrra. „Auk þess heitir Íslandsbanki á þá starfsmenn sína sem keppa í hlaupinu og nemur sú fjárhæð um 1,5 milljónum króna sem renna mun til góðgerðarfélaga.“ Hlaupið verður næsta laugar- dag, 21. ágúst. Skráningarfrestur rennur út á föstudag. - óká Íslandsbanki heitir á starfsfólk: Hafa safnað meiru en í fyrra Í REYKJAVÍKURMARAÞONI Fleiri áheit hafa safnast nú en í fyrra og enn nokkrir dagar til stefnu þar til hlaupið fer fram. Myndin er tekin fyrir tveimur árum en þá söfnuðust tuttugu milljónir. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KJARAMÁL Samningsfundur verður hjá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) og Launanefnd sveitarfélaga klukk- an hálf tvö í dag. Þrjár verkfalls- lotur hafa gengið yfir hjá LSS í sumar og eftir þá síðustu er í gildi yfirvinnubann. Hefur það orðið til þess að flutningar milli spítala hafa stöðvast að mestu og aukið álag á einstaka sjúkrastofnanir. Sverrir Björn Björnsson, formað- ur samninganefndar LSS, segir í samtali við Vísi að aukins samnings- vilja hafi gætt á síðustu fundum. - sv Samingsfundur hjá LSS í dag: Meiri vilji til að semja en áður LESIÐ ÚR KÓRANINUM Í MEKKA Á meðan á Ramadan stendur fasta múslimar milli sólarupprásar og sól- seturs og eru þar að auki hvattir til að lesa Kóraninn spjaldanna á milli. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.