Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.08.2010, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 18.08.2010, Qupperneq 12
12 18. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR SAMGÖNGUR Samkvæmt „opinni bók“, samkomulagi Eimskips og ríkisins sem gildir til 1. septemb- er á næsta ári, greiðir Vegagerðin mismun gjalda og tekna af sigl- ingum Herjólfs til Eyja. Þetta þýðir að ríkið greiðir það sem Eimskip vantar upp á til að reksturinn standi á núlli. Eim- skip fær fasta summu í þóknun og getur því ekki tapað á fram- takinu. Þetta staðfestir Kristín H. Sigur björnsdóttir, framkvæmda- stjóri hjá Vegagerðinni. Áður greiddi Vegagerðin ákveð- ið verð fyrir hverja ferð, sam- kvæmt útboði. En siglingar á nýju leiðinni voru ekki boðnar út. „Það hefði verið erfitt að bjóða þetta út, því við höfum ekki reynslu af nýju leiðinni. Eimskip var með samning um að sigla til Þorlákshafnar og það var ákveðið að semja svona frekar en að fara að semja í óvissu og fá eitthvert rugltilboð,“ segir Kristín. Þar sem farið var að nýta nýju höfnina áður en gamli samning- urinn við Eimskip rann út hefði hugsanlega þurft að kaupa skipafélagið út úr honum með tilheyrandi kostnaði. Kristín segir þó að með þess- ari tilhögun sé ekki verið að afhenda Eim- skipafélaginu opið tékkhefti. „Við munum auðvitað ekki sam- þykkja hvað sem er. Það er búið að setja niður ramma sem við miðum við og er negldur niður á fasta liði. Ef sú áætlun fer úr böndunum þá getum við rakið hvers vegna það er. En stærsti óvissuþátturinn er tekjumyndun- in, það er að segja hversu margir koma til með að nýta sér þjónust- una,“ segir hún. Eins og komið hefur fram í blaðinu gæti svo farið að ríkið hagnist á nýja fyrirkomulaginu. Nú þegar hafa fleiri siglt með Herjólfi frá Landeyjahöfn en gert var ráð fyrir. - kóþ Ríkið borgar það sem út af stendur af siglingum Herjólfs til Vestmannaeyja allt til 1. september 2011: Eimskip getur ekki tapað á siglingunum KRISTÍN H. SIGUR- BJÖRNSDÓTTIR BJÖRGUN Mikið annríki var hjá Landhelgisgæslunni aðfaranótt þriðjudags og fram undir hádegi, en TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæsl- unnar, var kölluð út fjórum sinn- um á rúmum hálfum sólarhring. Fyrst var óskað eftir þyrlunni klukkan 19 á mánudagskvöld. Var það vegna sjómanns með bólgur í munnholi um borð í norskum tog- ara um 175 sjómílur norðvestur af Reykjavík. Lenti þyrlan með sjúklinginn á Reykjavíkurflug- velli um klukkan 22.30. Rétt um það leyti hafði Landhelgisgæsl- unni borist tvær tilkynningar til viðbótar. Önnur var vegna manns sem hafði fengið heilablóðfall í Öræfum og hin síðari vegna sjó- manns sem slasaðist um borð í fiskibáti við Grímsey. Þyrlan fór í loftið 23.45 á mánu- dagskvöldið til að fara í Öræfin og lenti með sjúklinginn við Land- spítalann um hálf þrjú. Tæpri klukkustund síðar var flogið til Grímseyjar, þar sem var mikil þoka og lélegt skyggni. Flugtím- inn var lengri en áætlað var vegna ísingar og lent var í eynni um klukkan fimm. Lent var við Borg- arspítalann rétt fyrir klukkan sjö á þriðjudagsmorgun. Um leið og björgunarsveitarmenn komu úr þriðja útkallinu fóru þeir í hvíld, sem gerði það að verkum að þegar fjórða útkallið kom, klukkan 11.51 á þriðjudag, þurfti að kalla út bak- vakt og ræsa einn mann úr fríi til að sinna björgunarstarfi. Sú tilkynning barst frá Eld- hrauni þar sem kona hafði hlot- ið höfuðmeiðsl við hellaskoðun. Í þessu fjórða útkalli á skömmum tíma var TF-GNÁ notuð og lagði hún af stað klukkan 12.26 og flaug Fjögur útköll á 15 tímum Óvenjumikið annríki hjá þyrlu Landhelgisgæslu. Ræsa þurfti út bakvakt til að sinna störfum. Hver flugtími þyrlunnar kostar um 400 þúsund krónur. TF-GNÁ Á LEIÐ Í ÚTKALL UM HÁDEGI Í GÆR Ekki er vitað til þess að svo mörg útköll hafi borist Landhelgisgæslunni á einum degi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM S tS t_ 10 04 26 -0 05 ÁSTRALÍA, AP Julia Gillard, for- sætisráðherra Ástralíu, vill slíta tengslin við breska konungdæm- ið þegar Elísabet drottning verð- ur öll. Gillard er leiðtogi Verkamanna- flokksins, sem lengi hefur verið þeirrar skoðunar að Ástralía eigi að gerast lýðveldi og losa sig við öll tengsl við breska konungs veldið. Tony Abbott, leiðtogi Frjáls- lynda flokksins, sem er í stjórnar- andstöðu, segist hins vegar ekki sjá neina ástæðu til að breyta því fyrirkomulagi. Gengið verður til þingkosninga í Ástralíu á laugardaginn kemur. Samkvæmt skoðanakönnunum verður mjótt á mununum milli stóru flokkanna tveggja. Elísabet drottning er 84 ára og móðir hennar náði 101 árs aldri. - gb Forsætisráðherra Ástralíu vill stofna lýðveldi: Elísabet verði síðasta drottning Ástrala ELÍSABET Í ÁSTRALÍU Kom þangað síðast 2006. NORDICPHOTOS/AFP HEILBRIGÐISMÁL Stefnt er að því að útboð vegna bólusetningar allra ungbarna gegn pneumókokkasýk- ingum verði auglýst ekki síðar en 29. ágúst næstkomandi. Heil- brigðisráðuneytið áformar að hefja bólusetningarnar 1. apríl á næsta ári. Ráðgert er að að öll börn sem fæðast árið 2011 verði bólusett. Áætlaður kostnaður vegna bólusetninganna er á bilinu 100 til 140 milljónir króna á ári. Álfheiður Ingadóttir heilbrigð- isráðherra segir að við bólusetn- ingu af þessu tagi dragi strax úr eyrnabólgum og notkun sýkla- lyfja minnki. Helmingur af sýkla- lyfjanotkun á Íslandi sé af völd- um eyrnabólgu. - jss Bólusetning hefst næsta vor: Útboð vegna bólusetningar við eyrnabólgu TVÍRADDA SÖNGVARI Hudson Pran- anjaya heitir þessi söngvari sem kom fram í hæfileikakeppni á Indónesíu, klæddur í kvenmannsföt öðrum megin en karlmannsföt hinum megin og söng bæði sópran og barítón. NORDICPHOTOS/AFP 19.00 TF-LÍF fer til hjálpar sjómanni með bólgur í munnholi í norskum togara um 175 sjómílur norðvestur af Reykjavík. 23.30 Lendir með sjúklinginn á Reykjavík- urflugvelli. 23.45 Þyrlan heldur í Öræfin til að ná í mann sem fengið hafði heila- blóðfall. 02.30 Lendir með sjúklinginn á Landspít- alanum. 03.30 Flogið til Grímseyjar til að sækja mann sem hafði slasast um borð í fiskibát. 07.00 Lent var á Borgarspítalanum rétt fyrir 7 á þriðjudagsmorgun. 12.26 TF-GNÁ heldur í Eldhraun til að ná í konu sem slasaðist við hellaskoðun. 14.17 Lendir á Borgarspítalanum. Óvenjumörg útköll með konuna á Landspítalann. Hrafnhildur Brynja Stefáns- dóttir, upplýsingafulltrúi Land- helgisgæslunnar, segist ekki vita til þess að svona mörg útköll hafi borist á svo skömmum tíma. „Það þurfti aðeins að taka á honum stóra sínum,“ segir hún. Hrafnhildur segir að hver flug- tími þyrlunnar kosti í kringum 400 þúsund krónur. „TF-LÍF er að fara á staði þar sem enginn annar kemst. Út á sjó, upp á hálendi, nær hvernig sem veðrið er,“ segir Hrafnhildur. „Þetta eru mikilvæg björgunartæki sem auðvitað kost- ar gríðarlega mikið að halda við. Búnaðurinn er viðkvæmur og því krefst hann mikils og nákvæms viðhalds. Þetta er hluti af því að reka björgunarstarfsemi.“ sunna@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.