Fréttablaðið - 18.08.2010, Side 19
MIÐVIKUDAGUR 18. ágúst 2010 3
ATH – NÝJA VARAN
STREYMIR INN
– SAMA GÓÐA VERÐIÐ
teg. SARA - virkilega góðar í stærðum
S,M,L,XL á kr. 2.990,-
Laugavegi 178 - Sími: 551 2070
Sími 551 3366.
Opið mán.-fös. 10-18,
Lokað á laugardögum í sumar
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is
Vertu vinur
teg. MAJA - glæsilegar blúndubuxur í
stærðum S,M,L,XL á kr. 2.990,-
teg. NELA - mjög fl ottar í stærðum
S,M,L,XL á kr. 2.990,-
1.990 • 3.990 • 4.990
AÐEINS ÞRJÚ
VERÐ Í BÚÐINNI
50—70%
AFSLÁTTUR
NÝ SENDING AF
SKOKKUM
BEINT Á ÚTSÖLUNA
Sími 534 0073
Erum með opið á lau. kl. 11—16
Frá bænum Stóru-Tjörnum í
Ljósavatnsskarði er boðið upp á
svokallaðan þúfnagang sem eru
gönguferðir upp að Níphólstjörn
sem er fyrir ofan bæinn. Þátttak-
endur ganga á sauðskinnsskóm
og hafa með sér nesti í mal.
Hugmyndina að þúfnagöngu á sauð-
skinnsskóm eiga þær systur Laufey,
Kristjana og Halldóra Skúladætur
frá Stóru-Tjörnum í Ljósavatns-
skarði en þær hafa saumað yfir
þrjátíu pör af sauðskinnsskóm í
ýmsum stærðum.
„Við höfum farið nokkrar kynn-
ingargöngur í sumar og svo nokkr-
ar alvöru sem hafa tekist mjög vel,“
segir Laufey. „Það kemur í ljós að
það er ekki erfitt að ganga á þess-
um skóm heldur bara skemmtileg
upplifun og fólk er mjög ánægt með
ferðirnar.“
Gangan tekur um tvo tíma, áð er
á leiðinni og borðað þjóðlegt nesti
svo sem flatbrauð með silungi, soðið
brauð, hangikjöt og ástarpungar
sem göngufólk ber í mal á bakinu.
Laufey segir að gönguferðunum
verði haldið áfram fram á haustið
eftir veðri en ekki sé gott að ganga
á skinnskónum í blautu. Á döfinni
eru berjatínsluferðir og einnig geta
skólar bókað styttri ferðir fyrir
skólakrakka. Næsta sumar verður
svo farið á fullt fyrir alvöru.
„Við saumum í allan vetur til að
eiga nóg af skópörum fyrir næsta
sumar,“ segir Laufey en þær syst-
urnar eru einnig með heimasíðu í
smíðum kringum þúfnaganginn
sem fer í loftið á næstunni. Þang-
að til geta áhugasamir skráð sig
í göngurnar með því að hringja í
Stóru-Tjarnir í síma 464 3327.
- rat
Þúfnagangur á sauðskinns-
skóm með þjóðlegt nesti
Laufey Skúladóttir ásamt göngugörpum í þúfnagangi á sauðskinnsskóm.
MYND/JÓNAS REYNIR HELGASON
„Þarna voru verkfræðinemar frá
23 löndum samankomnir, á þriðja
þúsund talsins og allir snillingar.
Þeir voru að sýna bíla sem þeir
höfðu sjálfir hannað og fram-
leitt og voru auðvitað stoltir af.
Keppnin var haldin á Silverstone-
kappakstursbrautinni, í nágrenni
London, þar sem enska Grand
Prix-keppnin er haldin og marg-
ar gamlar kempur úr þeim heimi
voru að skoða bílana. Seinni nótt-
ina af tveimur sem við Íslending-
arnir gistum í ferðinni vorum við
á tjaldstæði með nemendunum og
þar var þvílík stemning. Liðin voru
með samkomutjöld, allir á röltinu á
milli og mikið spjall í gangi á ótal
tungumálum.“
Þannig lýsir Arnar Freyr Lár-
usson upplifun sinni af Form-
ula Student-keppninni en hann er
upphafsmaður að því að Háskóli
Íslands tekur þátt í keppninni á
næsta ári. Því fór hann þangað
nú í sumar ásamt rafmagnsverk-
fræðinemanum Andrési Gunnars-
syni, Helga Þór Ingasyni, dósent í
véla- og iðnaðarverkfræði við HÍ,
og Stuart Maxwell, fulltrúa keppn-
innar hér á landi.
Arnar Freyr er búinn með tvö ár
í verkfræðideild HÍ og sérgreinin
er vélaverkfræði. Eitt ár er eftir
í BS-gráðuna. Það ár ætlar hann
meðal annars að nota til að smíða
kappakstursbíl ásamt fleirum úr
deildinni. „Ég hef verið að undir-
búa þetta í ár og hvetja fólk til að
taka þátt,“ lýsir hann. „Við erum 25
núna sem erum komin á blað en sú
tala á eflaust eftir að breytast.“
Arnar segir keppt í flokki bens-
ínbíla og rafmagnsbíla í Form-
ula Student og HÍ verði með raf-
magnsbíl. „Við erum byrjuð að
hanna og pæla í kerfunum sem
síðan verða sett saman í einn bíl.
Þetta er mikil þróunarvinna og allt
verður að hanna innan ákveðinna
skorða. Allar teikningar þurfa að
vera til staðar þegar við kynnum
bílinn og við verðum að sýna fram
á þreytuþol ákveðinna hluta út frá
tölvuprófunum. Mörg lið fá ekki að
keppa því þau standast ekki örygg-
iskröfur.“
Formula Student-keppnin byrj-
aði í Bandaríkjunum á áttunda ára-
tugnum og hefur þróast í að verða
alþjóðleg að sögn Arnars Freys.
„Við förum til Englands aftur,“
segir hann. „Það er ofskráning
í þessa keppni en við fengum að
fara fremst í röðina.“
gun@frettabladid.is
Fór á keppni í hönnun
og smíði kappakstursbíla
Verkfræðineminn Arnar Freyr Lárusson fór til Englands nýlega að fylgjast með keppninni Formula
Stud ent þar sem lið frá tækniháskólum úr ýmsum heimshornum reyndu kappakstursbíla úr eigin smiðju.
Íslenska liðið sem fór að kynna sér keppnina: Arnar Freyr, Andrés Gunnarsson, Helgi Þór Ingason og Stuart Maxwell.
MYND/ÚR EINKASAFNI
„Það var þvílík stemning. Liðin með
samkomutjöld, allir á röltinu á milli og
mikið spjall í gangi á ótal tungumálum,“
segir Arnar Freyr sem er nýkominn af
Formula Student. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Tvær gönguferðir verða farnar
um næstu helgi á vegum Ferða-
félags Akureyrar. Gengið verður
á Kaldbak og Skersgnípu og
Hreppsendasúlur undir farar-
stjórn.
Sex tinda ferð verður farin á Kald-
bak og Skersgnípu, laugardag-
inn 21. ágúst næstkomandi. Geng-
ið verður upp með Grenjárgili og
hefðbundna leið upp Kaldbak.
Þaðan verður ferðinni heitið norð-
ur, komið við á Útburðarskála-
hnjúki, ónefndum tindi, Svínár-
hnjúki, Þernu og Skersgnípu. Þá
liggur leiðin niður Ausugil að Látra-
strönd en alls er leiðin um 25 kíló-
metra löng og hentar vönu göngu-
fólki og lausu við lofthræðslu.
Hreppsendasúlur verða gengn-
ar sunnudaginn 22. ágúst og lagt
á fjallið vestan við neyðarskýlið á
Lágheiði. Gengið upp á súlurnar
þaðan sem útsýni er til allra átta.
Sama leið er gengin til baka og er
þessi ganga við hæfi flestra.
Fararstjórar í göngunum verða
Friðfinnur Gísli Skúlason og Gunn-
ar Halldórsson en nánari upplýs-
ingar um verð og tímasetningar er
að finna á heimasíðu ferðafélags-
ins, www.ffa.is.
Sex tinda
ganga
Ferðafélag Akureyrar stendur fyrir
skemmtilegri göngu um helgina.