Fréttablaðið - 23.08.2010, Page 23

Fréttablaðið - 23.08.2010, Page 23
FASTEIGNIR.IS Mikið ferskvatn í jörðinni. Fasteignasalan TORG býður í einkasölu sjávarjörðina Nes í Selvogi, 2.440ha í Ölfushreppi. Um er að ræða 66,67% (2/3) eignarhlut í jörðinni Nes, landnúmer 171779. Enginn húsako- stur fylgir jörðinni en jörðin er afgirt. Stutt er til sjávar. Jörðin er stærri en kortið hér að ofan sýnir, hægt er að fá loftmynd með hnitum hjá sölufulltrúa í síma 8-67-37-07. Hér er um framtíðar fjárfestingu að ræða. Landið nær frá Geitafelli niður að sjó, rétt austanmegin við Strandakirkju. Um 24,0ha + 12,0ha eru skráðir sem ræktað land hjá FMR. Fyrirhugaður Suðurstrandar- vegur sem mun liggja í gegnum jörðina, mun væntanlega auka verðgildi lands á svæðinu. Forkaupsréttur er að sjávarjörðinni Nessandi sem er að stærð 2.100ha og liggur samsíða Nesi, austanmegin og jörðin Nes má þar nýta allan reka. Jörðin er einungis í um 50km akstursfjarlægð frá Reykjavík um Þrengslin eða um 35-40 mínútna aksturs- tímalengd frá Ártúnsbrekkunni. Eignin er seld skuld- og veðbandalaus. Ásett verð er kr. 175.000.000. Öll tilboð verða skoðuð gaumgæfilega. Nánari upplýsingar veitir Sigurbjörn Friðriksson, sölufulltrúi hjá Fasteignasölunni TORG, Garðatorgi 5, 210-Garðabær í síma 8-67-37-07 eða bjossi@fasttorg.is JÖRÐ - VATNSÚTFLUTNINGUR MÖGULEGUR 175 m. FJÁRFESTING TIL FRAMTÍÐAR Áb. Bergsteinn Gunnarsson lögg. fasteignasali 23. ÁGÚST 201034. TBL. Fasteignasalan Stakfell auglýsir til sölu stóreign að Skólastræti 1. Húsið er 264,4 fermetrar á þremur hæðum, mikið end- urnýjað og vel staðsett í hjarta borgarinnar. Í húsinu eru 5 íbúðir sem eru leigðar út sem hótelíbúðir en auk þess er í kjallara vinnustofa, þvottahús og geymslur. Framhúsið var byggt árið 1916 og endurnýjað árið 2003. Auk þess fylgir 197,5 fermetra bakhús sem var byggt árið 1990. Á fyrstu hæð eru tvær stúdíóíbúðir, báðar með sér- inngangi. Íbúðirnar eru innréttaðar með eikarinn- réttingu í eldhúsi og stáltækjum. Gólf eru parketlögð og góð baðherbergi eru í báðum íbúðum. Svefnkrók- ar eru inn af eldhúsi. Á annarri hæð eru einnig tvær stúdíóíbúðir, báðar með sérinngangi af svölum. Park- etlagt gólf er á þeim báðum og góð baðherbergi. Íbúð- irnar eru með eikarinnréttingum og stáltækjum. Á efstu hæðinni er þriggja herbergja íbúð. Hún skipt- ist í eldhús með eikarinnréttingu og stáltækjum, tvö parketlögð herbergi og parketlagða stofu. Baðher- bergið er flísalagt í hólf og gólf með upphengdu sal- erni, viðarbaðkari og glugga. Rúmgóður stigapallur sem nýtist sem svalir er fyrir framan íbúð. Glæsilegt útsýni er úr efstu íbúðinni. Á lóðinni eru fimm einkastæði. Bakhús var áður nýtt sem trésmiðja og íbúð. Söluverð er 105 milljón- ir. Stóreign í miðbænum Í húsinu eru fimm íbúðir sem eru leigðar út sem hótelíbúðir. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.