Fréttablaðið - 23.08.2010, Síða 50
34 23. ágúst 2010 MÁNUDAGUR
Kaplakrikavöllur, áhorf.: 1.777
FH Fylkir
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark): 17-9 (10-3)
Varin skot: Gunnleifur 1 – Fjalar 6
Horn: 7-2
Aukaspyrnur fengnar: 5-5
Rangstöður: 1-3
FYLKIR 4–5–1
Fjalar Þorgeirsson 4
Kjartan Á.Breiðdal 5
Valur F.Gíslason 5
Þórir Hannesson 4
Andri Þór Jónsson 4
(73. Pape M. Faye -)
Tómas Þorsteinsson 6
Ásgeir B. Ásgeirsson 6
Kristján Valdimarsson 5
(68. Ólafur Stígsson 4)
Andrés Jóhannesson 6
(60. Ingim. Óskarss. 5 )
Ásgeir Arnþórsson 5
Jóhann Þórhallsson 6
FH 4–5–1
Gunnleifur Gunnleifs. 5
Ásgeir G. Ásgeirsson 4
(69. Gunnar Guðm. 6)
Freyr Bjarnason 6
Tommy Nielsen 6
Hjörtur Valgarðsson 5
Ólafur Páll Snorrason 5
Björn D. Sverrisson 5
Matthías Vilhjálmsson 6
Pétur Viðarsson 5
Atli Guðnason 6
(86. Gunnar Kristjáns. - )
Atli Viðar Björnsson 7*
*Maður leiksins
0-1 Andrés Már Jóhannesson (27.)
0-2 Jóhann Þórhallsson (30.)
1-2 Freyr Bjarnason (44.)
2-2 Gunnar Már Guðmundsson (69.)
3-2 Atli Viðar Björnsson (71.)
4-2 Atli Viðar Björnsson (73.)
4-2
Kristinn Jakobsson (8)
… og passar með öllu
www.ms.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Hásteinsvöllur, áhorf.: 816
ÍBV Grindavík
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark): 6-6 (15-10)
Varin skot: Albert 5 – Óskar 6
Horn: 8-6
Aukaspyrnur fengnar: 9-1
Rangstöður: 4-0
GRINDAV. 4–4–2
Óskar Pétursson 6
Alexander Magnúss. 8
Ólafur Örn Bjarnason 7
Auðun Helgason 7
Jósef Kr.Jósefsson 6
Scott Ramsay 6
(88. Guðm. Bjarnason -)
Orri Freyr Hjaltalín 7
Jóhann Helgason 7
Hafþór Æ. Vilhj. 8*
(75. Óli Bjarnason -)
Grétar Hjartarson 6
(62. Ray Jónsson 6)
Gilles Mbang Ondo 6
*Maður leiksins
ÍBV 4–4–2
Albert Sævarsson 6
James Hurst 5
Rasmus Christiansen 6
Eiður Sigurbjörnsson 7
Matt Garner 6
Finnur Ólafsson 6
(75. Ásgeir Ásgeirsson -)
Andri Ólafsson 5
Damien Warlem 5
Tony Mawejje 5
(71. Gauti Þorvarðars. -)
Eyþór H. Birgisson 5
(62. Denis Sytnik 4)
Tryggvi Guðmunds. 5
0-1 Hafþór Ægir Vilhjálmsson (26.)
0-1
Gunnar Jarl Jónsson (8)
ÍBV 17 10 3 4 27-17 33
Breiðablik 16 9 4 3 36-18 31
FH 17 8 5 4 33-26 29
KR 15 7 4 4 26-20 25
Stjarnan 16 6 5 5 32-26 23
Keflavík 16 6 5 5 17-19 23
Valur 16 5 7 4 22-26 22
Fram 16 5 5 6 23-24 20
Grindavík 17 5 4 8 20-24 19
Fylkir 17 5 3 8 29-32 18
Selfoss 16 4 2 10 23-36 14
Haukar 16 0 7 9 20-39 7
STAÐAN
FÓTBOLTI Eyjamenn tóku á móti
Grindvíkingum í vindasömum leik
á Hásteinsvellinum í Vestmanna-
eyjum í gær en Grindvíkingar
komu mörgum á óvart og hirtu öll
þrjú stigin.
Þetta var mikilvægur leik-
ur fyrir bæði liðin að berjast á
sitthvorum endanum á töflunni.
Grindvíkingar komust með sigri
num upp fyrir Fylki og sitja nú í
9. sæti með 19 stig, fimm stigum
frá fallsæti. Eyjamenn hefðu getað
styrkt stöðu sína á toppi deildar-
innar og náð fimm stiga forystu á
Blika.
Grindvíkingar byrjuðu með
vindinn í bakið en vindhraði á vell-
inum var um 20 metrar á sekúndu.
Þeir voru mun hættulegri í fyrri
hálfleiknum og uppskáru mark
eftir 27. mínútna leik. Þar var að
verki Hafþór Ægir Vilhjálmsson
sem komst einn í gegn þegar send-
ing kom fyrir aftan vörn Eyja-
manna, Albert Sævarsson kom út
á móti og reyndi að ná sendingunni
en Hafþór Ægir náði að pota í bolt-
ann og urðu svo ekki á nein mis-
tök á þegar hann renndi boltanum
í tómt mark Eyjamanna.
Eftir markið héldu Grindvíking-
arnir áfram að sækja en náðu ekki
að bæta öðru markinu við fyrir
hálfleik.
Eyjamenn reyndu svo að sækja
í sig veðrið með vindinn í bakið í
síðari hálfleik en ekkert gekk að
brjóta vörn Grindvíkinga á bak
aftur. Eyjamenn reyndu mikið
að senda í svæði og náðu ekki að
halda boltanum á jörðinni en það
er ekki góðs viti í svona miklum
vindi.
„Við vorum allavegana ekki að
gera það sem þarf að gera og ætl-
uðum að gera. Það eru einfaldlega
ákveðnar reglur sem gilda þegar
maður spilar í svona roki og við
þekkjum þær reglur alveg, ég veit
ekki hvað var í gangi hvort það var
bara einhver taugaspenna og menn
gleymdu sér bara. Í svona vindi
verðum við bara að spila niðri,
spila í fætur en ekki í svæði og
bara ákveðnar reglur sem maður
verður að fara eftir, “ sagði Heimir
Hallgrímsson eftir leikinn.
Grindvíkingar fóru með sann-
gjarnan 0–1 sigur af hólmi í leik
þar sem lítið var um góð tilþrif.
Mikil stígandi hefur verið á liði
Grindvíkinga síðan Ólafur Örn
Bjarnason tók við og ljóst er að
þeir geta unnið hvaða lið sem er í
þessari deild.
„Við ákváðum strax að leggja
ekki áherslu á fallbaráttuna þannig
séð heldur bara að einblína á okkur
sjálfa. Við erum að reyna að bæta
okkar leik, bæta leikskipulag og
leikskilning hjá liðinu og þá koma
stigin,“ sagði Ólafur Örn. - vsh
Grindvíkingar sendu Fylkismenn niður fyrir sig eftir frábæran sigur á toppliði ÍBV í Eyjum:
Eyjamenn brutu eigin reglur í vindinum
SIGRAÐIR Eyjamenn töpuðu á heima-
velli í gær og geta misst toppsætið í
kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FÓTBOLTI „Við tvíefldumst við mark-
ið sem Freyr Bjarnason skoraði
undir lok fyrri hálfleiks og spiluð-
um svo virkilega vel í seinni hálf-
leik,“ sagði Heimir Guðjónsson,
þjálfari FH eftir mikilvægan sigur
liðsins á Fylki, 4-2, á Kaplakrika-
velli í gær.
Fylkir komst tveimur mörk-
um yfir í leiknum með mörkum
frá Andrési Má Jóhannessyni og
Jóhanni Þórhallssyni. FH náði með
miklum karakter að snúa leiknum
sér í hag og halda lífi í baráttunni
um Íslandsmeistaratitilinn. „Ég
þurfti ekki að messa yfir mínum
mönnum í hálfleik. Ég sá að þeir
voru að leggja sig fram og spila
saman sem eitt lið. Það er þá sem
lið ná árangri.“
Heimir gerði góða skiptingu
í stöðunni 1-2 þegar hann setti
Gunnar Má Guðmundsson inn á
um miðbik síðari hálfleiks. Gunn-
ar þakkaði traustið með að skora
nokkrum sekúndum seinna úr
sinni fyrstu snertingu. „Gunnar
Már er góður skotmaður og var
sneggri að setja mark sitt á leik-
inn en ég átti von á,“ segir Heim-
ir og hlær.
„Heimir bað mig að koma inn
á til að reyna að breyta einhverju
og það tókst í þetta skiptið. Þetta
var algjört draumaskot hjá mér úr
fyrstu snertingu. Eftir að við jöfn-
uðum leikinn þá varð ekki aftur
snúið,“ sagði Gunnar Már.
FH er nú aðeins fjórum stigum
á eftir ÍBV sem situr í efsta sæti
deildarinnar með 33 stig þegar
fimm umferðir eru eftir. Atli
Viðar Björnsson var á skotskónum
í gær og skoraði tvö mörk í leikn-
um á aðeins tveimur mínútum og
tryggði FH sigurinn. Hann telur
að sigurinn í gær geti haft jákvæð
áhrif fyrir framhaldið.
„Við gerum okkur grein fyrir
því að nú megum við ekki misstíga
okkur. Þessi sigur getur hjálpað
okkur gríðarlega. Andinn í hópn-
um verður örugglega mun léttari
úr því að við unnum leikinn,“ segir
Atli Viðar en FH-ingar mæta næst
KR á útivelli í sannkölluðum stór-
leik.
Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylk-
is, var sár og svekktur með gengi
og stöðu sinna manna. Hann telur
að einbeitingarleysi sé helsta
ástæðan fyrir slæmu gengi liðsins
að undanförnu. „Menn einfaldlega
halda ekki haus og við höfum glímt
við þetta vandamál í allt sumar,“
segir Ólafur sem veltir framtíð
sinni hjá félaginu fyrir sér.
„Við þurfum annað hvort að fá
betri leikmenn eða nýjan þjálfara.
Við höfum reynt ýmislegt í sumar
til að létta andann í hópnum þegar
illa hefur gengið og verðum að
halda því áfram. Það er hins vegar
mjög erfitt að horfa upp á svona
hluti leik eftir leik. Það er eitthvað
sem vantar í hópinn, það er alveg
ljóst, hvort sem það eru sterkari
karakterar eða eitthvað annað,“
segir Ólafur sem útilokar ekki að
hann hætti sem þjálfari liðsins.
„Maður veit aldrei hvað gerist í
lífinu og ég spái alvarlega í mína
framtíð.“ - jjk
Endurkoma FH hélt lífi í titilvoninni
Ólafur Þórðarson íhugar að segja af sér hjá Fylki eftir 4-2 tap gegn FH í gær. Liðið er komið í bullandi botn-
baráttu á meðan Íslandsmeistararnir eru aðeins fjórum stigum frá ÍBV. FH lenti 0-2 undir en vann samt.
SKALLI FH-ingar voru framar í gær, á
nánast öllum sviðum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
AÐÞRENGDUR Matthías Vilhjálmsson fyrirliði FH í baráttu við þrjá Fylkismenn í leikn-
um í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM