Fréttablaðið - 23.08.2010, Side 51

Fréttablaðið - 23.08.2010, Side 51
MÁNUDAGUR 23. ágúst 2010 35 Sex vikna átaksnámskeið hefjast 30 ágúst. M&N-training nýtt á Íslandi Konuátak konuátak Karlaátak Krefjandi Skráning og nánari upplýsingar í síma 565-2212/565-2712 mottaka@hress.is Markmiðum náð • Meiri árangur og hámarks brennsla • Vikulegur netpóstur • Vigtun og mælingar sem veita aðhald • Mataræði sem hreinsar, eykur bruna og gefur orku • Fjölbreytt þjálfunarmunstur • Þú kynnist m.a TABATA, Hot Yoga, Les Mills tímum og M&N-Training • Ótakmarkaður aðgangur að fjórum stöðvum og sundi • Framhaldsnámskeið-hraðferð • Árangur á met tíma • Hámarks brennsla • Vigtun, mælingar og mataræði sem veita strangt aðhald • Vikulegur netpóstur • Mjög fjölbreyttir tímar • Ótakmarkaður aðgangur að fjórum stöðvum og sundi • Meiri orka, kraftur og styrkur • Hámarks brennsla • Vigtun og mælingar sem veita gott aðhald • Vikulegur netpóstur um bætt mataræði og fræðslupunkta • Mjög fjölbreyttir tímar m.a stöðvaþjálfun, BodyPump, M&N-training • Ótakmarkaður aðgangur að fjórum stöðvum og sundi Námskeið kl. 6.05, 9.15, 16.30 og 17.30. 3 x í viku. Námskeið kl. 6.05 og 18.30 3 x í viku. Námskeið kl. 18.30 3 x í viku. Verð fyrir átaksnámskeið kr. 21.990.- Korthafar kr. 12.990.- FÓTBOLTI Fjórir leikir fara fram í Pepsi-deild karla í kvöld. Keflvík- ingar taka á móti Stjörnunni, Fram- arar á móti Selfyssingum, Vals- menn á móti KR-ingum og Alfreð Finnbogason og félagar í Breiða- bliki á móti botnliði Hauka. Fjöldi útsendara verður á leikn- um í kvöld til að fylgjast með Alfreð. Þeir eru frá Frakklandi, Danmörku og Póllandi en þaðan hefur einmitt borist tilboð frá Lechi Gdansk. Samningaviðræður Blika og pólska félagsins eru enn í gangi en það hefur áhuga á að kaupa Alfreð eða fá hann að láni. Áður var talið að tilboðið hljóðaði upp á um fimmtán milljónir íslen- kra króna en samkvæmt áreiðan- legum heimildum Fréttablaðsins er það mun hærra. „Ég reyni bara að hugsa um að standa mig. Auðvitað hugsar maður aðeins um þetta en ég hef áður vitað af því að menn séu að fylgjast með mér. Ég breyti ekki út af neinu, ég er ekkert að fara að reyna að klára leikinn einn heldur snýst þetta um liðið,“ segir sóknarmaðurinn geð- þekki. Hann á ekki von á auðveldum leik gegn Haukum. „Ef maður mætir ekki klár á maður ekki von á góðu. Það eru engir auðveldir leikir í þessari deild. Haukar hafa staðið sig vel í mörgum leikjum og hirt stig af KR og fleiri liðum. Þá er eflaust farið að þyrsta í fyrsta sigurinn líka,“ segir Alfreð. - hþh Alfreð Finnbogason leiðir framlínu Blika í kvöld fyrir framan fjölda útsendara: Reyni að hugsa ekki um þetta EFTIRSÓTTUR Fjöldi félaga er að fylgjast með sóknarmanninum knáa sem hefur skorað tólf mörk í sextán leikjum í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Gilles Ondo er eftirsótt- ur af félögum um allan heim og líklegt er að tilboð berist í hann áður en félagaskiptaglugginn lokar þann 1. september. Grind- víkingar mega ekki við því að missa sinn helsta markaskorara segir Þorsteinn Gunnarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur. „Það er mjög ólíklegt að við seljum hann. Við erum í bullandi fallbaráttu og við höfum bara ekki efni á því. Hann er samn- ingslaus eftir tímabilið og það er ekkert launungamál að hann ætlar sér að spila í stærri deild,“ sagði Þorsteinn. Nánast engar líkur eru því á því að hann fari þar sem ekkert félag er væntanlega tilbúið að greiða háa upphæð fyrir Ondo í ágúst þegar það getur fengið hann frítt í október. - hþh Gilles Ondo eftirsóttur: Höfum ekki efni á að selja Gilles GÓÐUR Ondo hefur verið góður í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HANDBOLTI Íslenska U-18 ára landsliðið hafnaði í tólfta sæti á Heimsmeistaramótinu í Svart- fjallalandi. Það tapaði lokaleikn- um gegn Tékkum 32-30 þegar spilað var um ellefta sætið. Akur- eyringurinn Geir Guðmundsson var maður leiksins en hann var markahæstur með tíu mörk. - hþh U-18 ára landslið Íslands: Elleftu á HM FÓTBOLTI Veigar Páll Gunnarsson skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 4-0 sigri Stabæk á Høne- foss í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Bjarni Ólafur Eiríksson spilaði allan leikinn eins og Veigar en Pálmi Rafn Pálmason síðustu þrettán mínút- urnar. Kristján Örn Sigurðsson var í vörn Hønefoss. Björn Bergmann Sigurðsson og Stefán Logi Magnússon var í byrjunarliði Lilleström sem vann Aalasund 1-0. Birkir Bjarnason og Indriði Sigurðsson léku allan leikinn fyrir Viking sem gerði 2-2 jafntefli við Start og Árni Gautur Arason fékk á sig þrjú mörk í 3-1 tapi Odd Grenland gegn Tromsö. Ragnar Sigurðsson, Hjálmar Jónsson og Theodór Elmar Bjarnason léku allan leikinn í 2-0 tapi IFK Gautaborg gegn Djur- gården í sænsku úrvalsdeildinni. Ragnar fékk tvö gul spjöld og þar með rautt í seinni hálfleik. - hþh Veigar Páll Gunnarsson: Skoraði tvö og lagði upp eitt

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.