Fréttablaðið - 20.09.2010, Page 4

Fréttablaðið - 20.09.2010, Page 4
4 20. september 2010 MÁNUDAGUR ÖRYGGISMÁL Landhelgisgæslunni barst í gærmorgun beiðni um aðstoð frá skemmtibátnum Gypsy Life, sem var í vandræðum um níutíu sjómílur vestur af Bjarg- töngum. Var báturinn á leið frá Grænlandi til Íslands með tvö um borð. Vindhraði á svæðinu var töluverður með krappri öldu. Varðstjórar LHG höfðu sam- band við togarann Guðmund í Nesi sem staddur var um fimmt- án sjómílur frá bátnum. Björg- unarskipi Slysavarnafélagsins á Patreksfirði var siglt til móts við skipin og tók við fylgd báts- ins. Ekki var ákveðið hvar komið yrði til hafnar þegar blaðið fór í prentun. - shá Í vanda á leið frá Grænlandi: Skemmtibáti fylgt til lands Á LANDLEIÐ Togarinn fylgdi bátunum áleiðis. MYND/GUÐMUNDUR ÁSKELSSON ALÞINGI Pétur H. Blöndal Sjálfstæð- isflokki vill að erlendum matsfyrir- tækjum og lánveitendum bankanna verði bætt við ályktun Alþingis um þá er mesta ábyrgð bera á bankahruninu. Þingmanna- nefnd leggur til að ályktað verði að stjórnendur og helstu eig- endur fjármála- fyrirtækja beri mesta ábyrgð. Að auki vill Pétur að veilu í hlutabréfa- forminu verði einnig kennt um. Í breytingatillögu við þings - ályktun nefndarinnar leggur Pétur jafnframt til að Alþingi verði launagreiðandi þingmanna en ekki fjármálaráðuneytið, þing- menn einir semji frumvörp eða rit- stýri þeim og að fall sparisjóða og vátryggingafélaga verði rannsak- að. - bþs Matsmenn og lánardrottnar: Fjölgað verði á lista yfir ábyrga VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 26° 23° 19° 17° 21° 24° 15° 15° 24° 20° 27° 24° 33° 15° 22° 18° 15°Á MORGUN 3-6 m/s og víða smá væta. MIÐVIKUDAGUR Hæg breytileg átt um allt land. 8 6 4 6 4 8 7 10 3 5 9 7 5 4 6 3 4 3 8 4 7 6 7 5 5 4 8 9 4 5 4 6 HÆGT EN SVALT Í dag og næstu daga eru horfur á fallegu haustveðri. Vindur verður fremur hæg- ur og það verður heldur svalt í veðri. Búast má við ein- hverri úrkomu, einkum súld og slyddu á morgn- ana og kvöldin. Inn til landsins verður að mestu þurrt og nokkuð bjart. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður BESSASTAÐIR Forseti Slóvakíu, Ivan Gaspar- ovic, átti fund með Ólafi Ragnari Gríms- syni, forseta Íslands, á Bessastöðum í gær. Þjóðarleiðtogarnir ræddu meðal annars nýtingu jarðvarma til orkuframleiðslu og umsókn Íslands um aðild að Evrópusam- bandinu. Slóvakía fékk aðild að Evrópu- sambandinu árið 2002 og segir Gasparovic inngöngu í sambandið hafa átt stóran þátt í efnahagslegri uppbyggingu landsins undan- farin ár. Gasparovic kom til landsins í gær og held- ur áfram för sinni síðar í dag. Hann fundar með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráð- herra og Össuri Skarphéðinssyni utanríkis- ráðherra áður en hann heldur af landi brott auk þess sem hann heimsækir Alþingi. Gasparovic hefur gegnt embætti forseta frá árinu 2004 og er sá eini í sögu landsins sem náð hefur endurkjöri. Íslandsdeild Amnesty International afhenti helstu ráðamönnum landsins bréf í gær þar sem íslensk stjórnvöld eru hvött til þess að vekja athygli forseta Slóvakíu á mannréttindabrotum gegn rómabörnum í Slóvakíu. Þúsundir rómabarna þar í landi hljóta að sögn Amnesty International ófull- nægjandi menntun í skólum sökum aðskiln- aðarstefnu sem ríkir innan menntakerfis- ins. Samtökin efna til mótmælafundar fyrir fram alþingishúsið klukkan 9.10 í dag - sm Ivan Gasparovic, forseti Slóvakíu, átti fund með forseta Íslands á Bessastöðum í gær: Forsetar ræddu aðildarumsókn Íslands RÆDDU SAMAN Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, átti fund með forseta Slóvakíu, Ivan Gasparov- ic, á Bessastöðum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON AFGANISTAN Talning atkvæða hófst í Afganistan í gær en þing- kosningar fóru fram í landinu á laugardag. Kosningareftirlits- menn hafa lýst yfir áhyggjum af framkvæmd kosninganna. Búist er við að talning atkvæða geti tekið nokkra mánuði. Núverandi þing hefur glatað trausti þjóðarinnar vegna gruns um víðtækt kosningasvindl í for- setakosningunum sem fram fóru í landinu á síðasta ári. Árásir hryðjuverkamanna á kjörstaði víða um landið trufluðu kosningarnar sem og störf eftir- litsmanna, en um sjö þúsund eft- irlitsmenn fylgdust með kosning- unum í ár. - sm Þingkosningar í Afganistan: Talning tekur nokkra mánuði SJÁVARÚTVEGUR Makríll sem veiddur var inni á Berufirði fyrir nokkrum dögum var troðinn af loðnuseið- um. Á sama tíma og samnorrænn rannsóknaleiðangur mælir millj- ónir tonna af makríl á ferðinni á hafsvæðinu kringum landið spyrja sjómenn hvaða áhrif göngurnar hafi á aðra stofna. Sú vitneskja fæst ekki nema með frekari rann- sóknum, að sögn sérfræðinga. „Besta samlíkingin er líklega engisprettufaraldur“, segir á vef Landssambands smábátaeigenda og til þess vísað að 25 grömm af tveggja sentimetra loðnuseiðum fundust að meðaltali í maga makr- íls sem veiddist fyrir austan. „Það þarf hvorki fjörugt ímyndunar- afl né mikla reiknihæfileika til að átta sig á því hvers konar ryksug- ur makríltorfurnar eru við slíkar aðstæður“, segir á vef LS. Í sumar var farinn sameiginleg- ur rannsóknaleiðangur Íslendinga, Norðmanna og Færeyinga í kring- um Ísland, Færeyjar og í norska hafinu. Vísbendingar eru um að fjórar til fimm milljónir tonna af makríl hafi verið á svæðinu, þar af um 650 þúsund tonn á því svæði sem rannsóknaskipið Árni Frið- riksson kannaði innan íslensku lögsögunnar. Sveinn Sveinbjörnsson, sérfræð- ingur á nytjastofnasviði Hafrann- sóknastofnunar, segir eðlilegt að loðnuseiði finnist í maga makr- íls fyrir austan. Makríllinn taki loðnuseiði þar sem þau gefast, eins og fleiri tegundir. „En aðal útbreiðslusvæði loðnuseiða er í kalda sjónum úti fyrir Norðurlandi þar sem ekki finnst mikill makríll. Ef makríllinn hins vegar ryðst þar inn færi maður að hafa verulegar áhyggjur.“ Sveinn gefur lítið fyrir uppnefni á makrílnum eins og „rottur hafs- ins“ og „engisprettur“. Hér sé kom- inn að landinu geysilega verðmætur stofn „og ég reikna með því að sjó- menn séu að vitna til þess að ástæða sé til að veiða meira en nú er gert.“ Sveinn segir makrílgöngurn- ar hafa komið á mikilvægum tíma þar sem loðnan hafi lítið gefið sig frá 2006. Sama megi segja um kol- munna og veiðar úr íslenska síld- arstofninum gefi minna en áður. Líkur séu jafnframt á minni veiði úr norsk-íslenska síldarstofninum en verið hefur. „Hvað loðnuna varð- ar þá minni ég á að makríllinn var ekki farinn að ganga hingað þegar loðnustofninn gaf eftir. Þar ber frekar að líta til umhverfisbreyt- inga. Það eru vísbendingar um að seiðin berist norður í haf og síðan jafnvel vestur undir Grænland. Þar lenda þau í Austur-Grænlands- strauminn og það er ekki víst að þessi seiði skili sér hingað aftur í einhverju magni.“ svavar@frettabladid.is Makrílnum líkt við engisprettufaraldur Hafrannsóknastofnun hefur staðfest að makrílgöngur við landið hafa aldrei verið stærri. Smábátar fyrir austan veiða makrílinn inni á fjörðum troðinn af loðnuseiðum. Óljóst er hvaða áhrif göngurnar hafa á vistkerfið í hafinu. PÉTUR BLÖNDAL ÞORSTEINN KEMUR TIL LÖNDUNAR Makrílkvótinn er 130 þúsund tonn sem er tvö til þrjú prósent af því magni sem er á ferðinni í Norður-Atlantshafi. Þorsteinn ÞH-360 hefur veitt 4.665 tonn af makríl í sumar. MYND/ÓSKAR LÖGREGLUMÁL Yfirheyrslur héldu áfram um helgina yfir sexmenn- ingunum sem sitja í gæsluvarð- haldi vegna gruns um að hafa svikið út hátt í 300 milljóna króna endurgreiðslur á virðis- aukaskatti. Jón H.B. Snorrason, sem hefur yfirumsjón með rannsókninni, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær- kvöld að fleiri hafi verið yfir- heyrðir vegna málsins. Meintir fjársvikarar í haldi: Yfirheyrslur héldu áfram AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 17.09.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 206,6002 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 116,58 117,14 182,63 183,51 152,61 153,47 20,491 20,611 19,177 19,289 16,526 16,622 1,3584 1,3664 177,67 178,73 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Mikið úrval af frábærum tilboðum - líttu við 697 kr/kg

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.