Fréttablaðið - 25.09.2010, Síða 6
6 25. september 2010 LAUGARDAGUR
Holl mjólk
hraustir krakkar
Á alþjóðlega skólamjólkurdeginum, 29. september, býður Mjólkursamsalan
öllum 70.000 grunn- og leikskólabörnum landsins upp á mjólk í skólunum.
Með deginum vill íslenskur mjólkuriðnaður vekja athygli barna, foreldra og
starfsfólks skólanna á mikilvægi mjólkur í fæði barnanna.
Mjólk er
góð!
LÖGREGLUMÁL Liðlega tvítugur
maður var handtekinn á heimavist
Landbúnaðarháskólans á Hvann-
eyri um klukkan þrjú aðfaranótt
föstudags vegna ógnandi tilburða
við samnemendur sína.
Maðurinn deildi húsi með þrem-
ur öðrum nemendum skólans og
var teiti í húsinu, sem mun hafa
farið úr böndunum. Maðurinn
brá kjöthnífi á loft og hafði í hót-
unum við fólkið. Það flúði undan
honum inn í herbergi og læsti að
sér. Þegar maðurinn gerði tilraun
til að brjóta sér leið inn í herbergið
hringdi fólkið í lögreglu.
Fólkið var komið út úr herberg-
inu þegar lögreglu bar að garði.
Engin meiðsl urðu á fólki en flytja
varð stúlku á sjúkrahús og þurfti
hún á áfallahjálp að halda, sam-
kvæmt lögreglunni í Borgarnesi.
Lögreglan yfirheyrði mann-
inn í gær eftir að hann komst í
viðræðuhæft ástand. Honum var
sleppt lausum að því loknu. Beðið
er niðurstöðu blóðrannsóknar
sem leiða mun í ljós hversu mikið
áfengismagn var í blóði hans. Sam-
býlisfólk mannsins hefur kært
hann vegna málsins.
„Við lítum þetta mál mjög alvar-
legum augum, höfum vikið honum
úr skólanum og úr húsinu,“ segir
Ágúst Sigurðsson, rektor háskól-
ans. - jab
Maður á þrítugsaldri ógnaði háskólanemendum á Hvanneyri með kjöthnífi:
Einn var fluttur á sjúkrahús
REKTOR HÁSKÓLANS Ofbeldi er ekki
liðið í Landbúnaðarháskólanum, að
sögn Ágústs Sigurðssonar rektors.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
FRAMKVÆMDIR Viðræðum ríkis-
valdsins og lífeyrissjóðanna um
aðkomu sjóðanna að fjármögnun
vegaframkvæmda miðar vel, að
sögn Kristjáns Möller, þingmanns
Samfylkingarinnar, sem stýrir
þeim fyrir hönd ríkisins.
Undir eru tvöföldun Reykjanes-
brautarinnar suður fyrir Straums-
vík, tvöföldun Suðurlandsvegar
suður fyrir Selfoss, tvöföldun á
hluta Vesturlandsvegar og Vaðla-
heiðargöng. Áætlaður kostnað-
ur við verkefnin fjögur er um 38
milljarðar króna. - bþs
Umfangsmiklar framkvæmdir:
Góður gangur í
viðræðunum
Auglýsingasími
EVRÓPUMÁL Ísland þarf ekki að ótt-
ast viðræður við Evrópusamband-
ið (ESB), segir Joe Borg, fyrrum
utanríkisráðherra Möltu, for-
maður samninganefndar lands-
ins í ESB-viðræðum á sínum tíma
og síðar sjávarútvegsstjóri sam-
bandsins. Borg er staddur hér á
landi á vegum samtakanna Sterk-
ara Íslands, sem vinna að ESB-
aðild Íslands. Hann heldur erindi
í Háskólanum í Reykjavík í dag
undir yfirskriftinni: Hvað má
læra af reynslu Möltu? Titillinn
vísar til þess að margt sé líkt með
reynslu Maltverja og stöðu Íslend-
inga í dag.
Maltverjar gengu í Evrópu-
sambandið árið 2004 og eru nú
fámennasta ríki sambandsins
með 400 þúsund íbúa. Eftir harða
kosningabaráttu þar sem aðild
var samþykkt með 53 prósentum
atkvæða hafa Maltverjar almennt
verið ánægðir með aðildina í skoð-
anakönnunum.
Í samtali við Fréttablaðið segir
Borg að þrennt hafi skipt sköpum
við að afla aðild fylgis á Möltu.
„Í fyrsta lagi var mikilvægt að
allir hagsmunaaðilar komu að við-
ræðuferlinu og höfðu sitt að segja.
Í öðru lagi fórum við af stað með
yfirgripsmikið upplýsingaátak þar
sem við útlistuðum nákvæmlega
hvað aðild að sambandinu hefði í
för með sér fyrir einstaklinginn,
bæði kosti og galla, svo hann gæti
tekið upplýsta ákvörðun byggða á
staðreyndum en ekki upphrópun-
um eða röngum upplýsingum.
Loks vorum við með afar sterka
samninganefnd sem náði fram
hagstæðum samningi þar sem
við fengum meðal annars í gegn
76 tímabundin sérákvæði.“
Maltverjar fengu einnig í gegn
varanleg ákvæði, meðal ann-
ars varðandi fiskveiðar. „Til að
koma í veg fyrir ofveiði, fengum
við að takmarka fjölda veiðileyfa
innan 25 mílna. Þannig fengu þeir
sem þegar stunduðu veiðar innan
svæðisins leyfi og aðrir sem síðar
koma eru háðir hámarksfjölda.“
Borg segist loks ekki sjá neitt
því til fyrirstöðu að Íslending-
ar nái viðunandi samningum í
sjávar-útvegsmálum.
„Í viðræðunum er gott að vera
ekki of óbilgjarn til að byrja með.
Varðandi mál sem eru Íslending-
um sérstaklega hugleikin, mun
framkvæmdastjórnin gera hvað
hún getur til að finna lausn sem
er viðunandi fyrir Ísland svo lengi
sem það gengur ekki gegn grund-
vallarlögum sambandsins. Hins
vegar er ég viss um að með útsjón-
arsemi og góðum vilja er hægt að
finna lausn sem báðir aðilar geta
sætt sig við.“
thorgils@frettabladid.is
Hægt að finna lausn
í sjávarútvegsmálum
Fyrrum sjávarútvegsstjóri ESB segir mikilvægt að almenningur sé upplýstur
um kosti og galla aðildar. Maltverjar fengu mörg sérákvæði í ESB-viðræðum.
Segir framkvæmdastjórn jafnan jákvæða fyrir sjónarmiðum umsóknarþjóða.
JOE BORG Þessi fyrrum sjávarútvegsstjóri ESB segir Íslendinga eiga að geta náð
hagstæðum samningum í viðræðum við ESB. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Hefurðu keypt þýfi, þér vitan-
lega?
JÁ 55,8%
NEI 44,2%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ætlar þú að sjá myndir á RIFF?
Segðu skoðun þína á Visir.is.
EFNAHAGSMÁL Lagt er til í skatta-
tillögum starfshóps á vegum fjár-
málaráðuneytis að erfðafjárskatt-
ur verði hækkaður um fimmtíu
prósent, fjármagnstekjuskattur
um ellefu prósent, undanþágur
fríhafnarinnar frá vörugjaldi og
virðisaukaskatti á áfengi og tóbaki
verði felldar niður og tekinn verði
upp sérstakur bankaskattur líkt og
í Svíþjóð og Bretlandi.
Starfshópurinn var settur á
laggirnar í apríl við mótun hug-
mynda að skattabreytingum til
að ná fram þeim áformum ríkis-
stjórnarinnar að auka tekjur rík-
isins um ellefu milljarða króna á
næsta ári. Fyrstu áfangaskýrsl-
unni var skilað til fjármálaráð-
herra í vikunni.
Í skattatillögunum er jafnframt
lagt til að skoðað verði að hækka
auðlegðarskatt, sem tekinn var upp
í fyrra. Í rökstuðningi starfshóps-
ins er tekið fram að skattlagning-
in kunni að leiða til þess að efna-
fólk komi fé sínu fyrir erlendis eða
flytji úr landi. Engin trygging sé
fyrir lægri skattgreiðslum í öðru
landi þar sem fjármagnstekjur séu
víðast hvar hærri en hér.
- jab
Skattahópur fjármálaráðuneytis telur ólíklegt að auðugir færi eignir úr landi:
Ætla að ná í ellefu milljarða
FJÁRMÁLARÁÐHERRA Starfshópur á
vegum fjármálaráðuneytis reynir að ná
inn ellefu milljörðum króna í ríkiskass-
ann með sjö tillögum að hærri sköttum.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
KJÖRKASSINN