Fréttablaðið - 25.09.2010, Síða 12
12 25. september 2010 LAUGARDAGUR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
greinar@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
H
araldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka
Íslands, skrifar skeleggan leiðara í Bændablaðið, þar
sem hann afþakkar fyrir hönd bænda hvers konar
styrki sem Evrópusambandið býður upp á vegna
aðildarviðræðna Íslands við sambandið. „Bændasam-
tökin hafa verið hvött til að leita eftir slíkum fjármunum til ýmissa
verkefna. Þeir gætu bæði haft áhrif á afstöðu bænda og undirbúið
okkur fyrir aðild. Taka skal fram að Bændasamtökin hafa ekki í
hyggju að leita eftir né þiggja slíkar aðréttur,“ skrifar Haraldur.
„Algjörlega er siðlaust af íslenskum stjórnvöldum að þiggja slíka
fjármuni frá ESB áður en þjóðin gerir upp hug sinn til aðildar.“
Þetta er skarplega athugað hjá Haraldi. Auðvitað er auðvelt að
kaupa bændur til að styðja ESB-aðild og torvelda þeim að mynda sér
sjálfstæða skoðun. Þeir gera rétt í að hafna slíkum „aðréttum“.
Haraldur skilgreinir vandann hins vegar ekki nógu vítt. Á und-
anförnum sautján árum, eða frá
því að Ísland gerðist aðili að EES-
samningnum, hafa milljarðar á
milljarða ofan runnið til Íslands
úr sjóðum Evrópusambandsins,
mest í tengslum við alls konar
samstarfsáætlanir sem Ísland
er aðili að. Þar hefur landbúnað-
urinn fengið drjúgan skerf.
Sem dæmi má nefna glænýtt verkefni þar sem Þróunarfélag
Austurlands og fleiri samtök í landshlutanum fá 30 milljóna króna
styrk frá ESB til að byggja upp atvinnu á sviði vöruhönnunar og
handverks í fjórðungnum. Markmiðið er meðal annars að vinna
betur úr íslenzku ullinni, skógarafurðum og hreindýraleðri. Þetta
gæti verið varasamt, enda bændur þátttakendur í öllu saman.
Í gegnum rannsóknaáætlanir ESB hafa rannsókna- og þjónustu-
stofnanir landbúnaðarins fengið tugi eða hundruð milljóna til verk-
efna, sem nýtast landbúnaðinum. Einhverjir þátttakendur í þessum
verkefnum gætu hafa orðið hlynntir ESB-aðild.
Sama má segja um verkefnið „Sheep skills“, sem Landbúnað-
arháskólinn á Hvanneyri stýrir og styrkt er af ESB. Það gengur
meðal annars út á þjálfun smala með þátttöku danskra, þýzkra og
tyrkneskra samstarfsaðila. Það er alveg afleitt ef Evrópusinnaðir
smalar hafa verið á ferð í göngum og réttum að undanförnu.
Íslenzkir bændur hafa líka, svo dæmi sé nefnt, verið þátttakend-
ur í verkefninu „Byggjum brýr“, sem gengur út á að efla atvinnu-
þátttöku kvenna í landbúnaði. Verkefnið er styrkt af ESB og augljós
hætta á að þátttakendum gæti farið að finnast sambandið sniðugt.
Evrópusambandið hefur styrkt fjöldann allan af verkefnum sem
koma fólki á landsbyggðinni til góða, meðal annars sjálfboðaliða-
starf ungmenna undir merkjum samstarfsverkefnisins Ungs fólks
í Evrópu. Þannig voru það samtök á ESB-styrk, sem hjálpuðu til
við 17. júní-hátíðahöldin á Hrafnseyri við Arnarfjörð í sumar. Ætli
Unnur Brá viti af þessu?
Allt ber þetta að sama brunni. Evrópusambandið hefur ausið pen-
ingum í alls konar áróðursstarfsemi á Íslandi undanfarin sautján
ár og við tekið á móti þeim, án þess að þjóðin hafi gert upp hug sinn
til aðildar. Stöðug aðlögun að regluverki ESB hefur átt sér stað á
sama tíma, líka í landbúnaðinum. Íslenzkir bændur hafa tekið þátt
í öllu saman og flotið sofandi að feigðarósi – á ESB-styrk. Hvernig
ætlar Haraldur Benediktsson að laga það?
SPOTTIÐ
AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
Einn af þingmönnum VG, Lilja Mósesdóttir, sagði á dögunum að landsdóms-ákærurnar fælu í sér
uppgjör við pólitíska hugmynda-
fræði. Af þeim ummælum er þó
ekki unnt að draga þá ályktun að
allir sem vilja ákæra geri það á
sömu forsendu.
Ummælin segja aðeins þá sögu
að þetta er ein af þeim forsendum
sem liggja til grundvallar þegar
atkvæði falla. Á hinn bóginn
draga þau athygli að þeirri stað-
reynd að ákærurnar snúast um
það hvernig þeir sem hlut áttu að
máli mátu aðstæður frá febrúar
fram til október
2008.
Eðl i legt er
að á því álita-
efni hafi menn
ólíkar skoðan-
ir. Þær skoðanir
geta skipst eftir
flokkslínum.
Þær kunna líka
að vera ólíkar
eftir mismun-
andi mati hagfræðinnar á markaðs-
viðbrögðum við tilteknar aðstæð-
ur.
Stóra spurningin er: Hvenær er
réttlætanlegt að dæma ráðherra til
refsingar vegna skoðana eða vegna
mats á áhrifum aðgerða á peninga-
markaði? Eða: Er það yfir höfuð
réttlætanlegt? Þessar spurningar
snúa að kjarna lýðræðisins. Eng-
inn ágreiningur er um að þau rök
sem þingmaðurinn Lilja Mósesdótt-
ir nefndi fyrir ákærum stríða gegn
lýðræðisskipulaginu.
Hver er þá munurinn á því að
leyfa ekki refsingar vegna skoð-
ana en leyfa þær vegna mismun-
andi mats á áhrifum aðgerða á sviði
peningamála? Stóru mistök meiri-
hluta þingmannanefndarinnar eru
þau að rökstyðja ekki hvar marka-
línan liggur þar á milli.
Ráðherraábyrgð og lýðræði
Hvað gat þingmannanefnd-in gert til þess að draga þessa markalínu? Í raun var það aðeins unnt með
því að tilgreina ákveðnar ráðstaf-
anir og sýna með rökum fram á að
með því að beita þeim hefði mátt
koma í veg fyrir hrun krónunnar
og fall bankanna. Skaði almennings
var fyrst og fremst vegna hruns
krónunnar.
Hvers vegna var þetta ekki
gert? Sennilega vegna þess að það
var ómögulegt. Rannsóknarnefnd
Alþingis komst að þeirri niðurstöðu
að ekki hefði verið unnt að koma í
veg fyrir fall bankanna eftir 2006.
Þegar Katrín Jakobsdóttir
menntamálaráðherra var spurð að
því til hvaða ráða sakborningarn-
ir hefðu átt að grípa féllst hún á að
þeirri spurningu þyrfti að svara og
nefndi gjaldeyrisvarasjóð og fjár-
lög. Það er rétt að þetta eru þau
stjórntæki sem ríkisstjórnin gat
helst beitt.
Einar Oddur Kristjánsson gagn-
rýndi á sínum tíma eigin ríkisstjórn
fyrir of lítinn afgang á fjárlögum.
VG lagði þá til að auka útgjöldin og
eyða afganginum með öllu. Hverjir
höfðu mest rangt fyrir sér í þessu
tilviki? Samræmist það síðan leik-
reglum lýðræðisins að ákæra ráð-
herra vegna fjárlaga sem Alþingi
samþykkti?
Margir eru þeirrar skoðunar að
svo miklir atburðir hafi gerst að
almenn ráðherraábyrgð fullnægi
ekki réttlætisvitund fólks. Það er
um margt skiljanlegt. Þær tilfinn-
ingar mega hins vegar ekki reka
þingmenn til þess að ákæra fyrir
skoðanir eða mat á mismunandi
áhrifum aðgerða á peningamark-
aði.
Fari svo eru undirstöður lýðræð-
isins í hættu.
Hvað átti að gera?
Árið 2008 þurfti að meta hvort verjandi væri að hjálpa Landsbankanum með því að setja peninga
skattborgaranna að veði til þess að
koma ábyrgðinni á Icesave úr landi.
Þetta var ekki gert og telst því vera
athafnaleysi.
Hér þarf hins vegar að spyrja:
Hefur verið sýnt fram á að slík
athöfn hefði örugglega verið hag-
stæðari fyrir skattborgarana?
Þann rökstuðning er ekki að finna í
ákæruskjölunum. Er athafnaleysið
þá refsivert?
Einn af sérfræðingum Seðla-
bankans lýsti því fyrir rannsókn-
arnefndinni að bankinn hefði stað-
ið andspænis því að allar aðgerðir
gegn viðskiptabönkunum, eins og
þvingun til samruna, gátu leitt til
falls þeirra. Til slíkra aðgerða var
ekki gripið fyrr en með yfirtöku
Glitnis. Athyglisvert er að einmitt
sú tillaga Seðlabankans, sem ríkis-
stjórnin framkvæmdi, sætir gagn-
rýni í rannsóknarnefndarskýrsl-
unni. Í ákæruskjölunum eru heldur
engin rök leidd að því að skattborg-
ararnir hefðu hagnast á því að grip-
ið hefði verið fyrr til slíkra aðgerða
á árinu 2008. Er það athafnaleysi þá
refsivert?
Stjórnarskráin mælir fyrir um að
ráðherrafundi skuli halda um mikil-
væg stjórnarmálefni. Það merkir að
ráðherra leitar þar eftir pólitískri
samstöðu um aðgerðir sem hann
telur nauðsynlegar.
Það eru ekki gild rök að forsætis-
ráðherra hafi verið skylt að við-
lagðri refsingu að útbúa yfirlits-
skjal með þeim álitamálum sem hér
eru nefnd og ræða á ríkisstjórnar-
fundi. Er ekki líka langt seilst að
ákæra fyrir þá sök að ræða ekki í
ríkisstjórn skjal sem ekki var til?
Hin hliðin á þeim peningi er
spurningin: Geta ráðherrar þá leyst
sig undan ábyrgð með svo einföld-
um hætti að búa til matsgerðir og
hafa um þær hugarflæðisfund í rík-
isstjórn?
Athafnaleysi getur verið refsi-
vert. Þegar það snýst hins vegar
um mat eins og í þessu tilviki verð-
ur ekki á það fallist að því verði við
komið nema refsa eigi fyrir skoð-
anir. Það er um þá spurningu sem
Alþingi greiðir nú atkvæði.
Matsatriðin
ÞORSTEINN
PÁLSSON
Bændur fljóta sofandi að feigðarósi ESB-aðildar.
Siðlausar aðréttur
Láttu hjartað ráða
Fæst í verslunum Hagkaups, Bónus og 10-11 · www.lífrænt.is