Fréttablaðið - 25.09.2010, Síða 24

Fréttablaðið - 25.09.2010, Síða 24
24 25. september 2010 LAUGARDAGUR vil árétta að áðurnefndum lagabreytingum er einmitt meðal annars ætlað að styrkja stöðu fólks í þessari aðstöðu. Mitt ráðuneyti heit- ir ekki bara dómsmálaráðuneyti heldur líka mannréttindaráðuneyti og það hlutverk tek ég alvarlega. Við gagnrýnum gjarnan mann- réttindabrot úti í heimi, en við þurfum sjálf að sýna forystu í þeim efnum. Staðreyndin er sú að það gilda ákveðn- ar reglur um hið Evrópska efnahagssvæði. Þar er frjálst flæði vinnuafls. Ef þú ert utan þessa svæðis þá þarftu að geta sýnt fram á að það sé þörf á þínum starfskröftum sem aðrir geta ekki veitt. Við mismun- um fólki annars vegar innan hins Evrópska efnahagssvæði, þar sem er einn vinnumarkaður, og hins vegar fólki sem kemur utan þess. Þarna getur hlotist margvíslegt ranglæti sem stingur í augun.“ Þarf það að vera þannig? „Nei, en við erum skuldbundin gagnvart EES-samningnum sem reisir þessa múra. Hins vegar vil ég gera allt sem í mínu valdi stendur til að vinna gegn óréttlæt- inu sem af samningnum hlýst.“ Mun hemja þessa ófreskju Þú hefur löngum haft horn í síðu fjárhættuspila. Nú heyrir sá málaflokkur undir þig. Verður því umhverfi bylt? „Já, alveg tvímælalaust. Eitt af fyrstu verkum mínum í dóms- málaráðuneytinu var að óska eftir upplýsingum um þessi mál. Mér finnst koma til álita að tak- marka aðgengi að spilakössum, sem eru vel að merkja nákvæm- lega sömu fyrirbærin og þú finn- ur í spilavítum í Las Vegas og Mónakó. Síðan þarf að huga að því hvaða reglur gilda um þessa kassa. Kassinn talar við spilarann. Hann segir honum hvað hann geti unnið mikið og vekur spennu með táknmyndum sem hann sendir frá sér. Víða erlendis eru mjög ströng takmörk um hvað spilakassinn megi segja við þig sem spilara. Ég hef þegar hafið vinnu við þetta. Þriðji þátturinn sem hlýtur að koma til skoðunar eru fjárhættu- spil á netinu. Þar eiga kortafyrirtækin að finna til sinnar ábyrgðar tel ég. Hitt er svo vandamálið, að það eru tveir sem eru háðir spilakössunum; sá sem spilar og hinn sem fær afraksturinn. Það er sorg- legt til þess að hugsa að þjóðþrifastofnanir á borð við Háskóla Íslands, Rauða krossinn, SÁÁ og Landsbjörg séu háðar fjárframlög- um úr vösum fólks sem er svo ógæfusamt að búa við spilafíkn. Það er eitthvað sem þjóð- félagið getur ekki látið viðgangast. Ég mun tvímælalaust stíga einhver skref í þá átt að hemja þessa ófreskju sem spilamennskan er.“ Blæs samgöngumiðstöð ekki af Víkjum að samgöngumálunum. Muntu beita þér fyrir því að það rísi samgöngumiðstöð í Vatns- mýrinni? „Þetta er mikið vandræða- og hitamál vegna þess að samfé- lagið er alveg skipt í þessu og sú skipting er ekki eftir flokkspólit- ískum línum. Ég hef ekki verið talsmaður þess að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni og held að menn eigi að fara sér hægt í þeim efnum. Það er að mörgu leyti mik- ilvægt í atvinnulegu tilliti fyrir Reykvíkinga að hafa hér þennan flugvöll, og það er gríðarlegt hag- ræði af þessu fyrir landsbyggð- ina. Ef það er betra fyrir flugvöll að vera á Keflavíkurflugvelli eða einhvers staðar annars staðar þá flytur hann sig þangað – þá flyt- ur markaðurinn sig. Það er alltof mikil frekja í minni kynslóð og krafan um að fá allt á stundinni er hávær. En það liggur ekkert á. Þarna er stórt landsvæði sem nýtist ágætlega að þessu leyti og svo kunna að koma aðrir tímar þar sem við þurfum á landsvæði að halda til annarra nota og þá bara gerist það. Sú stund er ekki runnin upp. Hvað varðar samgöngumiðstöðina í Vatns- mýrinni þá hef ég alla fyrirvara á þangað til ég er búinn að heyra öll sjónarmið en ég er ekki maðurinn sem er að blása hana út af kortinu að óathuguðu máli. Það er ljóst að samkvæmt ákvörðunum sem liggja fyrir þá er flugvöllurinn ekkert alveg að fara. Hann verður hér fram á þriðja áratuginn. Þá er spurningin hvernig við lögum okkur að því á næstu árum. Það er viðfangsefnið en end- anleg niðurstaða liggur ekki fyrir.“ Í fyrirspurnartíma á þinginu um daginn útilokaðirðu ekki að ráðist yrði í einkafram- kvæmdir í vegagerð með tilheyrandi gjald- töku af vegfarendum. Er það ekki í ósam- ræmi við þínar hugsjónir? „Nei, alls ekki. Umræðan um einkavæð- ingu í vegakerfinu og samgöngumálum er oft á villigötum að því leyti að það er eng- inn – og ekki ég heldur – að tala um að einka- fyrirtæki eigi ekki að koma að vegamál- um. Næstum allar stofnframkvæmdir eru á vegum einkaaðila, verkin eru boðin út og fyrirtækin framkvæma. Vegagerðin fram- kvæmir sáralítið sjálf. Deilan hefur snúist um það hvort eigi að ganga lengra og fela einkaaðilum eignarhald til skamms eða langs tíma og umsjón með samgöngumann- virkjum. Því hef ég verið mjög andvígur vegna þess að reynslan af slíku er ekki góð. Ríkisendurskoðun hefur meðal annars sýnt fram á að þetta er dýrari kostur. Það sem við erum að tala um núna er að fá fjármagn frá lífeyrissjóðunum inn í fyr- irtæki sem yrði alfarið í eigu ríkisins og að endurgreiðslan yrði að einhverju leyti í formi vegatolla. Ég hef verið gagnrýn- inn á vegatolla en ég legg þá ekki að jöfnu við aðgangseyri að sjúkrahúsum. Gjaldtaka af veiku fólki er raunverulegt ranglæti. Við greiðum fyrir afnot af vegunum í einu formi eða öðru, til dæmis með bensíngjaldi. Að gera það í veggjöldum, ef þeim er mjög í hóf stillt, stríðir ekki gegn mínum prins- ippum.“ Ágeng trúarbrögð eitur í beinum Þú ert orðinn ráðherra kirkjunnar, sem hefur átt mjög í vök að verjast. Viltu fullan aðskilnað kirkjunnar frá ríkinu? „Í mínum huga hefur þessi aðskilnaður reyndar að verulegu leyti átt sér stað. En nú um stundir, vegna þeirra hörmulegu mála sem upp hafa komið innan kirkjunnar, þá tel ég brýnt að hún fái ráðrúm til að ráða fram úr þeim málum sjálf og það þarf hún að sjálf- sögðu að gera. Ég ber virðingu fyrir skoð- unum fólks og trúarbrögðum en ég vil ekki stíga nein skref sem trúvæða okkar sam- félag meira en orðið er. Þegar talað er um mikilvægi þess að tryggja jafnrétti trúar- bragðanna þá finnst mér ekki eiga að opna hér allar gáttir fyrir trúarbrögðum inn í skóla og uppeldisstofnanir og svo framvegis. Ég vil ekki samfélag þar sem trúarhópar bítast um okkur, eins og raunin er í mörgum löndum. Ég vil hófsemd og jafnvægi í umræðum um trúmál og mér hefur ekki fundist þjóðkirkj- an standa sig illa í þeim efnum. En þar eru misjafnir einstaklingar eins og annars stað- ar. Ég legg áherslu á virðingu fyrir frelsi ein- staklingsins til að velja sér trúarbrögð eða trúleysi eftir atvikum. Og ágeng, frek trúar- brögð eru eitur í mínum beinum.“ Ég mun tvímæla- laust stíga einhver skref í þá átt að hemja þessa ófreskju sem spilamennsk- an er. VILL HÓFSEMD „Ég vil ekki samfélag þar sem trúarhópar bítast um okkur [...] Ég vil hófsemd og jafnvægi í umræðum um trúmál og mér hefur ekki fundist þjóðkirkjan standa sig illa í þeim efnum.“ FRAMHALD AF SÍÐU 22
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.