Fréttablaðið - 25.09.2010, Page 36

Fréttablaðið - 25.09.2010, Page 36
MENNING 6 Sigurður Guðjónsson vakti strax athygli með útskriftarverki sínu frá Listaháskóla Íslands árið 2003, síðan hefur hann þróað og meitl- að list sína á áhrifaríkan hátt en hann notar kvikmyndir og hljóð, samtvinnað í eina heild. Undan- farin ár hefur hann fært sig frá myndum sem gáfu í skyn frásögn, dálítið dularfulla, jafnvel óhugn- anlega, yfir í innsetningar sem byggja á styttri myndlúppum, án frásagnar. Verk Sigurðar vísuðu í upphafi nokkuð til goth-bókmennta nítj- ándu aldar, en þær einkenndust af dulmögnuðum fyrirbærum, geð- veiki, draugum, einhverju dular- fullu sem bjó undir niðri og dró lesandann til sín og átti sér yfir- leitt stað í rústum eða drungaleg- um köstulum. Það má kannski líka hugsa til David Lynch, þá sérstak- lega myndar hans, Eraserhead og líka til Lars von Trier, þá helst Forbrydelsens element og Riget. Þegar komið er í Suðsuðvest- ur draga hálfmyrkvuð herberg- in mann inn, húsið skelfur, gólfið titrar og veggirnir víbra. Tveim- ur svarthvítum myndlúppum er varpað á vegg sín í hvoru her- berginu. Hjól snúast, það drjúpa dropar í vatn, vélarnar ganga, drífa huga manns áfram í áhrifa- ríku samspili við drunurnar í hús- inu öllu. Hillur geyma ljóskastara, eins og skúlptúr í rýminu. Öðru hvoru birtast litir á myndunum, eða hvað, hvað sá ég? Hávaðinn er ekki óhugnanlegur heldur seiðandi á sérkennilegan hátt, það er ekki annað hægt en að gefa eftir og sog- ast inn í þennan sterka hljóð- og myndheim. Sigurður hefur hér einangrað áhrifaríka þætti úr kvikmynd- um, hljóðmyndum og myndlist. Þessi innsetning er nær því að vera abstrakt en önnur verk Sig- urðar, vegna þess hve vísanirnar eru óbeinar, myndrænir þættir einfaldir, hringform, svarthvít- ir litir og grunnlitir sem bregður fyrir hraðar en auga á festir. Hið sama má segja um hljóðmynd- ina sem hvorki felur í sér rísandi né stígandi, heildarmyndin er massíf upplifun sem ekki breyt- ist frá einni mínútu til annarrar. Á sama tíma vísa bæði myndir og hljóð sterkt til þess mynd- og bókmenntaheims sem nefndur er hér að ofan og ná þannig að virkja áhorfandann á mörgum sviðum. Hugað er vandlega að framsetn- ingu, rýmið lagað fullkomlega að aðstæðum og frágangur allur er hnökralaus. Útkoman er afar áhrifarík og ekki má gleyma að skemmtana- gildið er líka töluvert, maður tímir varla að fara út úr þessu þrælmagnaða rými sem nötrar og drynur eins og lifandi vél. Ragna Sigurðardóttir. Niðurstaða: Mögnuð og áhrifarík upplifun sem nær föstum tökum á áhorfandanum. Sigurður hefur farið stig- vaxandi í list sinni á síðustu árum, hér er listamaður sem vert er að fylgjast með. Þrælmagnaður heimur MYNDLIST Skruð, Sigurður Guðjónsson. Suðsuðvestur, Hafnargötu 22, Reykjanesbæ. Sýnd til 3. október. ★★★★ S ýningarstjórinn í ár, jap- anski arkitektinn Kazyou Seijima, leggur upp með grundvallarspurninguna um það hvað sé arkitekt- úr, sem og endurskoðun þeirra tækifæra sem felast í arkitekt- úr fyrir nútíma samfélag. Hún valdi hóp arkitekta, listamanna og verkfræðinga til að gefa sitt svar við spurningunni og beita þeir fyrir sig alls kyns efni og miðlum, allt frá ljósmyndum og hefðbundnum arkitektamódel- um til listfengra rýmisinnsetn- inga og hátæknilegra hönnunar- lausna. Allt til þess gert að gefa upplifun af því hvað arkitekt- úr er og hvað við getum mögu- lega ímyndað okkur að hann geti verið. Auk sýningar Seijima, eru framlög frá þjóðum heims- ins – í ár alls 56 þjóðum – sett fram í sérlegum þjóðarskálum í Giardini-lystigarðinum. Og þar kennir ýmissa grasa – Hollend- ingar spyrja áleitinna spurninga um tómar byggingar og tækifær- in sem í þeim búa, Danir kynna ný verkefni í borgarskipulagi, Finnar nýjar skólabyggingar og Ísraelar kíbbútsa, svo dæmi séu nefnd. Auk þess að vera suðupottur hugmynda um arkitektúr, er Fen- eyjatvíæringurinn mikilvægur Hvað er arkitektúr er spurningin sem Feneyjatví- æringurinn í arkitektúr leitast við að svara að þessu sinni. Anna María Bogadóttir, arkitekt og menningar- fræðingur, tók púlsinn í þessum suðupotti hugmynd- anna. ARKTITEKTÚR ANNA MARÍA BOGADÓTTIR TÓMAR BYGGINGAR og borgarskipulag Í stemningsþrungnu rými gömlu skipa- smíðastöðvarinnar Arsenale hefur Ólafur Elíasson, í verkinu YOUR SPLIT SECOND HOUSE (2010), hengt þrjár vatnsslöngur upp í loftið þar sem þær snúast í hring og sprauta vatni út í myrkvað rými og lýsa á það með blikkljósi. M YN D /A N N A M A RÍ A B O G A D Ó TT IR Holland stendur autt: Efri hæð hollenska þjóðar- skálans var þakin bláum frauðplastmódelum sem eru gerð eftir byggingum sem standa auðar víðs vegar um Holland. Hugmyndin að baki sýning- unni var að varpa ljósi á og kryfja tækifærin sem felast í tómum byggingum. Hollenski arkitektinn Rem Koolhaas leiðir sýningar- gest um yfirlit verka OMA, sem var hluti af sýningu Feneyjatvíæringsins í ár, þar sem Koolhaas veitti Gullna ljóninu viðtöku. vettvangur til þess að koma hug- myndum sínum og verkefnum á framfæri – ekki síst við blaða- menn og alþjóðlega gagnrýnend- ur. Einmitt þess vegna spretta upp óteljandi viðburðir, sýning- ar og fyrirlestrar sem eru viðbót við hina miklu dagskrá tvíær- ingsins. Þrátt fyrir að Íslending- ar taki ekki þátt í tvíæringnum í ár, kynnti íslenski arkitekt- inn Kristján Eggertsson, hjá dönsk-íslensku stofunni KRADS, verkefni stofunnar í glæsilegu teiti sem haldið var í reisu- legri villu í borginni við síkin. Tilefnið var útgáfa bókarinn- ar Worldwide Architecture, hjá ítalska forlaginu, Wolters Kluver, en KRADS er meðal ungra arki- tektastofa sem bókin fjallar um. Skýjum hulin göngubrú bugðast fram hjá voldugum súlum Arsenale-byggingarinnar, en upplifunin af því að ganga yfir brúna fær hjörtu lofthræddra til að slá örar. Cloudscapes (2010) Transsolar + Tetsuo Kondo.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.