Fréttablaðið - 25.09.2010, Page 49

Fréttablaðið - 25.09.2010, Page 49
LAUGARDAGUR 25. september 2010 9 Fræðsluskrifstofa Kópavogs óskar eftir sérkennsluráðgjafa Kópavogsbær auglýsir stöðu sérkennsluráðgjafa á leik- skólaskrifstofu. Í starfinu felst sérkennsluráðgjöf til starfsmanna leikskóla en meginverkefni starfsins er að veita starfsmönnum og for- eldrum ráðgjöf vegna barna með einhverfu. Hugsanlegt er að starfið muni breytast með tilkomu nýrra verkefna. Starfshlutfall: 100% Menntunar og hæfniskröfur: Leikskólakennaramenntun. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af einhverfuráðgjöf og æski- legt að hafa þekkingu á viðurkenndum kennsluaðferðum sem eru TEACCH og ABA. Viðkomandi þarf að hafa góða samskiptahæfni og geta unnið skipulega. Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá og listi yfir umsagnaraðila. Þau sem ráðin eru til starfa í leikskólum Kópavogs og leik- skólaskrifstofu þurfa að skila sakavottorði eða veita heimild til að leitað sé upplýsinga af sakaskrá. Nánari upplýsingar Laun skv. kjarasamningi Félags leikskólakennara og Launa- nefndar sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til og með 11. október 2010 Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt í gegnum www.kopavogur.is Konur jafnt sem karlar hvött til að sækja um starfið. Upplýsingar gefa Sesselja Hauksdóttir, leikskólafulltrúi og Anna Karen Ásgeirsdóttir, sérkennslufulltrúi í síma 570 1500. Einnig má senda fyrirspurnir á sesselja@kopavogur.is og annak@kopavogur.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.