Fréttablaðið - 25.09.2010, Page 66

Fréttablaðið - 25.09.2010, Page 66
menning [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MENNINGU OG LISTIR ] VORUM AÐ FLYTJA Í NÝJA GLÆSILEGA VERSLUN VIÐ LAUGARVEG 86. Laugavegi 86 • Sími 511 2004 15% afsláttur af völdum vörum í dag, laugardaginnn 25. september. A ug lý si ng as ím i AÐ TJALDBAKI Þrátt fyrir niðurskurð til innlendrar kvikmyndargerðar hafa verstu bölspár í þeim efnum sem betur fer ekki ræst. Von er á nokkrum kvik- myndum og sjónvarpsþátt- um á næstu misserum, þar af tveimur úr ranni Sigurjóns Kjartanssonar, sem er orðinn einn afkastamesti handrits- höfundur í íslensku sjónvarpi. Einu sinni skrifaði Sigur- jón Kjartansson Bakþanka í Fréttablaðið, sælla minninga. Fyrir réttum fjórum árum skrifaði hann pistil sem nefndist 101. Þar kvartaði Sigurjón sáran undan því að íslenskir kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðendur gerðu nær eingöngu myndir og þætti þar sem söguhetj- urnar bjuggu í 101 Reykjavík (muna lesendur eftir fleiri myndum sem gerast í 101 Reykjavík en 101 Reykjavík?). Að mati Sigurjóns var þessi meinta miðborgaráhersla kvikmyndagerðarmanna á góðri leið með að eyðileggja markaðinn fyrir íslenskar kvikmyndir. „Það er eins og íslenskir kvikmyndagerðar- menn skammist sín fyrir að sýna Reykjavík eins og hún raunverulega er, utan þessa frímerkis sem er 101,” skrifaði Sigurjón. Eflaust var það í þeim tilgangi að spyrna við þessu ófremdarástandi sem Sigur- jón skrifaði handrit að nýrri sjónvarpsþáttaröð, sem verð- ur sýnd á Stöð tvö í vetur. Hún heitir Hlemma- vídeó. Og gerist eins og nafnið bendir til í hjarta miðborgar Reykjavíkur. septermber 2010

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.