Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.09.2010, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 25.09.2010, Qupperneq 72
36 25. september 2010 LAUGARDAGUR É g held að ég sé ekkert voðalega vinsæll meðal starfsfólksins hérna, líklega vegna þess að ég er svo ofboðslega mikill Íslendingur. Það má helst aldrei stoppa heldur bara vinna og vinna, og ef ég sé ein- hvern hangsa verð ég alveg brjál- aður. Ég er svo óþolinmóður og heimta að allt gerist strax,“ segir Ingi Þór Jónsson þegar hann sest niður með blaðamanni á kaffihúsi sem staðsett er í Novas – Contemp- orary Urban Centre í Liverpool, einni stærstu listamiðstöð Norður- Englands. Ingi Þór tók nýlega við starfi listræns stjórn- anda Novas Centre, eins og þessi sex hæða og 170.000 fermetra bygg- ing nefnist í daglegu tali, en auk þess starfar Ingi Þór sem ráðunaut- ur varðandi norræna list fyrir Tvíæringinn (Liverpool Biennial of Contemporary Art), sem er ein stærsta og fjöl- sóttasta sjónlistahátíð- in sem haldin er í Vest- ur-Evrópu. Hátíðin var sett um síðustu helgi, en hluti hennar fer einmitt fram í téðu Novas-menn- ingarsetri. Ingi Þór hefur búið í Englandi í 22 ár, þar af fjögur ár í Liverpool og fimm ár í nágrannaborginni Manchest- er. Síðustu árin hefur aðalstarfi hans verið skipulagning árlegrar norrænnar listahátíðar í Norð- ur-Englandi, NICE, sem Ingi Þór setti fyrst á fót árið 2007 og fer því fram í fjórða sinn nú í haust. „Undanfarin ár hef ég í raun- inni verið í fullu starfi hjá sjálf- um mér við að skipuleggja þessar hátíðir og ekki á neinum laun- um að ráði. Ég hef því verið að skrimta á nánast engu nema ástúð og umhyggju fyrir listinni og treyst á hjálp frá góðu fólki. Nú er ég hins vegar kominn í fasta vinnu í fyrsta sinn í langan tíma, og föst laun, og hvílíkur lúxus sem það er,“ segir Ingi Þór og skellir upp úr. Keppti á Ólympíuleikunum Eins og áður sagði flutti Ingi Þór til Englands árið 1988, en áður hafði hann verið einn fremsti sundmaður Íslendinga. Hann átti meðal annars Íslandsmet í skriðsundi, baksundi, flugsundi og fjórsundi, var þrisvar sinnum meðal tíu efstu yfir íþrótta- mann ársins og keppti fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í Los Ang- eles árið 1984. „En það gekk einfaldlega ekki upp að vera samkynhneigður íþróttamaður á Íslandi á þessum tíma, fordómarnir voru svo miklir,“ segir Ingi og bætir við að fljótlega eftir Ólympíuleikana hafi hann ákveðið að breyta algjör- lega um umhverfi. Þá flutti hann til London þar sem hann lærði leiklist og listasögu og „hvarf inn í skápinn sem íþróttamað- ur“ eins og hann orðar það. Sem lærður leikari í London lék Ingi Þór í kvikmyndum, sjónvarps- þáttum og auglýsing- um, en keypti síðar veit- ingastaðinn Gallery 120 í Shepherd‘s Bush-hverfinu sem hann rak í fjögur ár. „Það var gaman að reka veitingastaðinn, sem var nálægt höfuð- stöðvum BBC og því mikið af þekktu og góðu fólki sem rak þar inn nefið. Þetta var hins vegar rosa- lega mikil vinna, nánast 24 tímar á sólarhring, og auk þess þótti mér London hafa breyst heilmikið þarna í kringum aldamótin. London hefur misst heilmikið af gamla sjarman- um. Hún er orðin svo ofboðslega mikil heimsborg, en mér líður allt- af best í borgum sem eru dálítið hallærislegar, kannski vegna þess að ég kem frá Akranesi,“ segir Ingi og hlær. „Þess vegna ákvað ég að flytja til Manchester árið 2001 og fór þá að vinna hjá Air Atlanta.“ Kom aftur út úr skápnum sem íþróttamaður Það var svo í Manchester sem Ingi Þór komst í kynni við fólk sem æfði með íþróttafélagi samkynhneigðra þar í borg. „Ég var ekki nema 21 árs þegar ég hætti að synda og fannst ég ekki hafa klárað það mál á fullnægjandi máta, þurfti að gera íþróttirnar almennilega upp. Ég dreif mig því á æfingu og kom aftur út úr skápn- um sem íþróttamaður og ólympíu- fari,“ segir Ingi, sem hóf fljótlega að keppa í sundi og vann meðal ann- ars til sex gullverðlauna á Evrópu- meistaramóti samkynhneigðra árið 2004. Ári síðar var Ingi beðinn um að setja á fót íþróttamót samkyn- hneigðra, hið fyrsta sinnar tegundar í Bretlandi, sem tókst með miklum ágætum. Svo miklum reyndar að Ingi var ráðinn sem sérstakur evr- ópskur sendiherra fyrstu heimsleika samkynhneigðra, sem fram fóru í Montreal í Kanada árið 2006. „Ég var í því í heilt ár að ferð- ast um alla Evrópu til að segja sögu mína, og um leið berjast gegn fordómum gegn samkynhneigðu íþróttafólki, eða kynvillingum eins og íslenskir vinir mínir kalla mig í gríni,“ segir Ingi og skellir upp úr. „Ég vann náið með fólki á borð við Martinu Navratilovu og þótti starf- ið mjög skemmtilegt, þótt auðvitað væri erfitt að fræða ókunnuga um svo persónuleg mál.“ Norræn listahátíð verður til Um svipað leyti og heimsleikar sam- kynhneigðra fóru fram í Montreal hófu Flugleiðir áætlunarflug milli Íslands og Manchester. Þar á bæ leituðu menn til Inga Þórs varðandi leiðir til að kynna land og þjóð fyrir íbúum Norður-Englands. Þá hafði Ingi nýlega fært sig um set til Liver- pool og stakk upp á að haldin yrði íslensk listahátíð í tengslum við 800 ára afmæli borgarinnar árið 2007. „Það var tekið vel í það og ég hóf undirbúning hátíðarinnar, en Flug- leiðir duttu fljótlega út úr mynd- inni. Ég var þá orðinn svo spennt- ur fyrir hátíðinni að ég tók ekki í mál að hætta við og keyrði málið áfram með góðum stuðningi frá íslenska sendiráðinu í London og fleiri aðilum. Hátíðin tókst frábær- lega og vakti mikla athygli í Liver- pool og nágrenni,“ segir Ingi, en meðal hápunkta hátíðarinnar var smásagnasamkeppni meðal grunn- skólabarna í Liverpool þar sem við- fangsefnið var Íslendingasögurnar í nútímaformi. Rithöfundurinn Andri Snær Magnason var meðal dómara og sigurvegarinn hlaut að launum ferð til Íslands. Þá héldu Blood- group, Sometime og fleiri íslensk- ar hljómsveitir tónleika á hátíðinni, Bretlandsfrumsýning heimildar- myndar um Sigur Rós fór fram í tengslum við hana og íslenskir mat- reiðslumenn matreiddu þjóðleg- an mat á veitingahúsum við góðar undirtektir. „Árið eftir, 2008, brugðum við svo á það ráð að breyta hátíðinni í alls- herjar Norðurlandahátíð og þannig hefur hún verið síðan,“ segir Ingi. „Ég hef ekki tölu á þeim fjölda lista- manna sem komið hafa fram á hátíð- inni þessi ár, en þeir eru margir. Nú í ár taka Færeyingar þátt í hátíðinni í fyrsta sinn og er það mér sérstakt ánægjuefni, því ég er hálfur Fær- eyingur. En það er orðin ansi mikil pressa að sinna NICE-hátíðinni samhliða starfinu í Novas Centre og nú er kannski kominn tími til að einhver annar taki við keflinu. Mér finnst eins og ég hafi gert mitt, og vel það, í að kynna norræna listsköp- un síðustu ár.“ Langar aftur til Íslands Í tengslum við skipulagningu nor- rænu listahátíðarinnar og starf sitt fyrir Liverpool Tvíæring- inn var Ingi eins og grár köttur í Novas Centre-menningarsetrinu frá opnun þess árið 2008. Stjórn- endur höfðu því góða reynslu af honum þegar hann sótti um starf listræns stjórnanda í vor og var Ingi valinn úr stórum hópi umsækjenda, en í húsinu eru fjöl- margir sýningar-, bíó-, tónlistar- og ráðstefnusalir auk veitinga- staða, kráa og kaffihúsa, svo fátt eitt sé nefnt. Honum líður vel í Liverpool, segir að þar búi upp til hópa ynd- islegt fólk og í raun blómstri bresk menning í Norður-Eng- landi. Hins vegar sé örlítil heim- þrá farin að láta á sér kræla eftir 22 ára búsetu erlendis. „Kannski er þetta bara ellin,“ segir Ingi og glottir, „en íslenska taugin í mér er rosalega römm um þessar mundir. Ég heimsótti Ísland í sumar og fann fyrir svo mikilli jákvæðni, eins og Íslend- ingar væru farnir að gefa líf- inu annan séns eftir hrunið. Það er því alltaf inni í myndinni að flytja aftur heim, en við sjáum hvað setur,“ segir Ingi Þór að lokum. Blómstrar í Bítlaborginni Fyrrum Ólympíufarinn og leikarinn Ingi Þór Jóns- son hefur búið í Englandi í 22 ár, þar af fjögur ár í Liverpool þar sem hann gegnir nú starfi listræns stjórnanda eins stærsta menningarsetursins í norð- urhluta landsins. Kjartan Guðmundsson ræddi við hann um listina, íþróttirnar og fordómana. LIVERPOOL Ingi Þór segist kunna vel við sig í Bítlaborginni. Heimþráin til Íslands sé þó sjaldan langt undan, enda hefur hann búið í Englandi í 22 ár. FRÉTTABLAÐIÐ/KJARTAN Esju-Einingar ehf. framleiða forsteypt viðhaldsfrí einingarhús í öllum stærðum og gerðum Ég dreif mig því á æfingu og kom aftur út úr skápnum sem íþrótta- maður og ólympíufari. Ingi Þór hitti Díönu prins- essu af Wales fyrst árið 1983 á heimsleikum ungs sundfólks í Kanada. Nokkr- um árum síðar heimsótti prinsessan svo London Lighthouse, stuðningsmið- stöð alnæmissjúklinga, en þar var Ingi Þór staddur ásamt unnusta sínum sem síðar lést af völdum alnæmis árið 1997, aðeins örfá- um mánuðum áður en Díana lést í bílslysi í París. „Við héldum alltaf sambandi eftir að við hitt- umst í London Lighthouse og þegar Díana dó var ég örugglega eini Íslending- urinn sem fékk boð í jarð- arförina hennar,“ segir Ingi Þór. „Í jarðarförinni sat ég á milli Donatellu Versace og Rogers Taylor, trommara Queen. Ég labbaði svo út úr kirkjunni beint fyrir aftan Steven Spielberg og skötuhjúin Tom Cruise og Nicole Kidman. Þetta var mjög skrítið,“ segir Ingi Þór. Var kunningi Díönu prinsessu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.