Fréttablaðið - 25.09.2010, Side 80

Fréttablaðið - 25.09.2010, Side 80
44 25. september 2010 LAUGARDAGUR BAKÞANKAR Atla Fannars Bjarkasonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta LÁRÉTT 2. skott, 6. hæð, 8. meðal, 9. fram- koma, 11. tveir eins, 12. afspurn, 14. gistihús, 16. í röð, 17. viður, 18. skelfing, 20. klaki, 21. maður. LÓÐRÉTT 1. létu, 3. fæddi, 4. ölvun, 5. þróttur, 7. sammála, 10. arinn, 13. sigað, 15. andaðist, 16. stal, 19. númer. LAUSN LÁRÉTT: 2. rófa, 6. ás, 8. lyf, 9. fas, 11. ll, 12. umtal, 14. hótel, 16. tu, 17. tré, 18. ógn, 20. ís, 21. karl. LÓÐRÉTT: 1. gáfu, 3. ól, 4. fyllerí, 5. afl, 7. samhuga, 10. stó, 13. att, 15. lést, 16. tók, 19. nr. ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman SPARI LÆKNAR Hf. Þetta er nú meiri skepnan! Hvað er þetta eiginlega? Þetta er blanda af sænskum elghundi og ból- ivískum gelti. Er hann spakur? Spakur? Ég er nú hræddur um það! Hann er svo rólegur að þú getur tekið hann upp á augunum! Og það gerðir þú? Ég bara varð að prófa... Eitthvað að Palli? Foreldrar mínir breyttu símafríð- indum mínum í „nauðsynjar“. Sem þýðir að ég get ekki SMS- að, ekki náði í hringitóna, farið á netið eða lesið tölvupóst fyrr en ég er búinn að borga síðasta reikning. ÚFF! Til hvers er gemsi ef maður getur ekki hringt í fólk úr honum? Óréttlæti heimsins á sér engin takmörk. Voff! Voff! Arf! Arf! Arf! Voff! Arf! Arf! Gelt! Gelt! Gelt! Ég farinn að hallast að því að það væri auðveldara að fá sér hund til að útskýra þetta fyrir ókunnugum. EKKI HOPPA! Svíþjóð var heimsótt í sumarfríinu. Ferðalagið var reyndar allt of stutt – ég yfirgaf Ísland á fimmtudegi með tóma ferðatösku og fulla vasa af seðlum og aðfaranótt mánudags var ég kominn heim – fátækari en nokkru sinni með stútfulla tösku sem komst fram- hjá vökulum augum tollstjóra og hátæknivædda gegnumlýs- ingu. Atli 1 - Ísland 0. SVÍAR eru töff þjóð sem hefur efni á því að vera töff. Þeir geta ekki samið lag án þess að það fari á toppinn einhvers staðar í heiminum, þeir geta ekki fram- leitt bíla án þess að þeir séu ógeðs- lega flottir og öruggir, svona eins og leikkonan Jessica Alba væri með brynvarða húð. Þá virðast þeir ekki geta búið til stelpur án þess að þær séu sætar og yfirleitt líka töff. Fjandinn hirði þig, Karl Gústaf! DANIR eru ekki eins töff. Þeir eru yfirleitt hallæris- legir, framleiða ekki bíla og eru í þokkabót leiðinleg- ir og hrokafullir. Afgreiðslustúlkurnar í Svíþjóð heilsuðu manni alltaf eins og þær væru ánægðar að sjá mann: „Heey!“ – sögðu þær skærri, en vinalegri röddu áður en þær lögðu hornstein að óumflýjanlegu gjaldþroti mínu með því að strauja kort- ið sem greiddi fyrir óhóflega neysluna. Einu Danirnir sem hafa heilsað mér jafn vinalega voru í bjórafgreiðslunni á Hró- arskeldu. Og þeir voru örugglega fullir í vinnunni. Á MEÐAN aðrar þjóðir býsnast yfir fjár- málaerfiðleikum okkar og handahófs- kenndum eldsumbrotum úr iðrum jarðar reyndu Svíar að hlífa sárþjáðri sál minni með tilgerðarlegri fávisku. Ég var t.d. oftar en ekki spurður hvernig lífið væri í Finnlandi. Það er oft talað um að ég sé með finnsk kinnbein þannig að ég kunni vel að meta hugulsemina og svaraði: „olen kunnossa, kiitos“. EINA sem Svíþjóð mætti bæta er afgreiðslutími skemmtistaða. Bjórþyrstir Íslendingar á síðasta kvöldinu sínu í fram- andi landi eiga erfitt með að kyngja því að þurfa að fara heim klukkan þrjú. Þessu geta Svíarnir auðveldlega kippt í liðinn fyrir næstu heimsókn mína sem verður skipulögð strax eftir að skilanefndin hefur endurskipulagt fjármál mín og lánar- drottnar afskrifað skuldirnar. Svíar > Danir Pósthúsið | Suðurhraun 1 | S: 585 8300 | www.posthusid.is Nú þegar farið er að dimma úti viljum við vinsamlega minna íbúa á að hafa kveikt á útiljósum við heimili sín á næturnar til að auðvelda blaðberum Pósthússins aðgengi að póstlúgu. Með fyrirfram þökk, Pósthúsið dreifingaraðili Fréttablaðsins og annarra dreifinga Blöð og tímarit Bréfasendingar Markpóstur Fjölpóstur Vörudreifing Plöstun blaða og nafnamerking Munum eftir að kveikja útiljósin! Við látum það berast ...ég sá það á Vísi Notaðu öfluga og ókeypis leit á Vísi til að finna allt sem þú þarft að vita um stjörnurnar í Hollywood, vini þeirra, gæludýr og samkvæmislíf – eða bara eitthvað allt annað. Leitaðu að efni úr Fréttablaðinu og af Vísi. Það eina sem þarf er leitarorð. Vísir er með það. „Hollywood“

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.